Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Qupperneq 13
V. flokkur I’róttar 1949. Aflari röð frá vinstri: Ómar Magnússon, Ólafur
Brynjólfsson, Lárus Jörgcnsen, Róbert Hallclórsson, Kristinn Ingvar Jónsson,
Guðmundur Guðmundsson, Víglundur Þorsteinsson. Fremri röð frá vinstri:
Brynjólfur Ásgeir Guðbjörnsson, Kristján Ág. Ögmundsson, Friðrik Jónsson,
Reinhardt Reinhardtsson, Haukur Hafsteinn Þorvaldsson.
reynandi væri að fá eitthvert
starfsmannafélag til keppni
við okkur. Fiskhöllin kom til
greina vegna þess að Halldór
var þar starfsmaður. Sagðist
Halldór skyldi færa þetta í
tal við drengina sem þar
ynnu. En ég að kanna, hvort
um nokkurn áhuga væri að
ræða hjá Holtverjum og Sker-
firðingum.
Hittumst við aftur kvöldið
næsta á eftir og sagði Halldór
mér, að Fiskhöllin væri fús til
keppni. Mínir piltar voru einn-
ig til reiðu og var ákveðið að
leikurinn skyldi fram fara í
næstu viku. Fengum við Há-
skólavöllinn lánaðan. Bæði
liðin tóku að æfa af kappi. —
Fiskhallarmenn æfðu sig á
Melunum fyrir norðan Vöku-
braggann sem þar stóð, og
héldu síðan lokaæfingu á 4. fl.
vellinum á Grímsstaðaholti.
En sunnanmenn æfðu sig ein-
göngu á Grímsstaðaholtsvell-
inum.
Svo rann upp hinn mikli
dagur, er liðin skyldu eigast
við. Þriðjudagskvöldið 26.
júlí. Dómara höfðum við
fengið, og var hann Haukur
Bjarnason úr Fram.
Leikurinn hófst. Brátt kom
í ljós, að drengirnir sunnan
að voru Fiskhallarmönnunum
yfirsterkari og lauk leiknum
með algjörum sigri þeirra, 6
mörk gegn 0. Ekkert mark-
vert gerðist í leiknum, nema
ef vera skyldi það, að ég nef-
brotnaði í byrjun leiks og ger-
ir það leikinn mér ef til vill
minnisstæðari! Sama kvöldið
heimsótti ég Halldór. Vorum
við mjög ánægðir yfir þeim
áhuga sem drengirnir höfðu
sýnt og vorum ákveðnir í að
halda áfram æfingaleikjum
við ýms starfsmannafélög í
bænum, svo drengirnir sunn-
an af Grímsstaðaholti og
Skerjafirði gætu að nýju
komið fram sem ein heild og
eflzt vinátta og samheldni
þeirra á milli.
Og ekki stóð á því. Fisk-
hallarmenn báðu um annan
leik. Umsamið var, að breyta
liðinu, svo leikurinn yrði sem
jafnastur. Fór hann fram
fimmtudagskvöldið 28. júlí og
lauk með sigri Fiskhallarinn-
ar, 2:1. Næsta lið sem við
skoruðum á, var Hreyfill.
Fengum við Háskólavöllinn
lánaðan og átti leikurinn að
fara fram fimmtudagskvöld-
ið 4. ágúst. Við komum sam-
an til æfinga á Grímsstaða-
holtsvellinum áður en sá leik-
ur færi fram. Eftir æfinguna
ræddum við um nauðsyn þess
að liðið kæmi fram í eins bún-
ing og um tilboð Ólafs Þor-
leifssonar í Haraldarbúð að
útvega okkur búninga. Á-
kváðu allir að kaupa af hon-
um ljósbláar skyrtur og hvít-
ar buxur, þar sem útlit væri
fyrir áframhaldandi æfinga-
leikjum.
Yngri drengirnir fylgdust
af sýnilegum áhuga með þeim
eldri og báðu okkur Halldór
að koma einnig á æfingaleikj-
Afmælisblað ÞRÓTTAR 5