Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Qupperneq 15
in voru alls 12 greinar og
voru þau öll samþykkt.
Síðan fór fram stjórnar-
kosning. Halldór Sigurðsson
var einróma kosinn formaður.
Emil Emilsson ritari og und-
irritaður gjaldkeri. Einnig
var samþykkt að umráða-
svæði félagsins skyldi vera
Grímsstaðaholt, Skerjafjörð-
ur og Ægissíðan að Hofsvalla-
götu.
Margir tóku til máls á fund-
inum og litu menn björtum
augum á framtíðina. Fundi
var slitið kl. 10.30 en fundar-
menn voru mættir 37 og telj-
ast þeir stofnendur félagsins.
Fyrsta verkefni stjórnar-
innar var að skora á ýms
starfsmannafélög. Vorum við
jafnan sigursælir, eins og
þessi tafla gefur til kynna:
11/8 Þróttur—Strætó 3:0
17/8 Þróttur—Litla
Bílastöðin 4:1
18/8 Þróttur—Pósturinn 5:1
29/8 Þróttur—Hitav. 4:0
18/9 Þróttur—Tollurinn 3:0
I liði Þróttar léku stundum
Hermann Guðmundsson og
Haukur Bjarnason, báðir úr
meistaraflokki Fram. Það
varð til þess að sú saga komst
á kreik að allur meistara-
flokkur Fram væri genginn 1
Þrótt! Á þetta er minnzt í
Tímanum 25/8 1949:
„Þróttur sigrar. Hið ný-
stofnaða knattspyrnufélag,
Þróttur, hér í Reykjavík, háði
nýlega tvo knattspyrnuleiki
— annan við bílstjóra á Litlu
bílastöðinni en hinn við póst-
menn. Þróttur vann bílstjóra
með 4:1 en póstmenn með 5:1.
í liði Þróttar leika nokkrir
af meistaraflokksmönnum
Fram“.
Félagsmönnum f jölgaði ört
og áttu kappleikirnir sinn
þátt í því. Þannig minnist ég
þess, er við kepptum við
Strætisvagna, að maður kom
til mín og spurði hverskonar
félag Þróttur væri. „Félags-
skapur unga f ólksins í Skerja-
firði og Grímsstaðaholti, sem
hefur íþróttir á stefnuskrá
sinni“, svaraði ég. „Ja, ég á
þar nú heima, og mér finnst
skylda mín að styðja ykkur,
þó ekki væri nema sem styrkt-
arfélagi", svaraði maðurinn.
Þetta var Bjarni Bjarnason,
sem síðar átti eftir að starfa
mikið fyrir félagið. Komið var
á föstum æfingum fyrir III.
og IV. flokk. Tókum við eftir
því, að því virtist engin tak-
mörk sett, hversu smávaxnir
drengir vildu mæta á æfing-
um, nógur var áhuginn. En
það sjá allir, að ekki er hægt
t. d. að láta fjögra ára snáða
keppa á móti 12 ára dreng í
IV. flokki. Var þá stofnaður
V. flokkur, sem var miðaður
við hina yngstu og var há-
marksaldurinn þar 6—7 ára,
eftir því hversu stórir þeir
voru! Reyndist þetta vel, varð
mjög vinsælt af foreldrum
barnanna, þar sem litlu snáð-
arnir fengu einnig að vera
með í leikjum. Þetta fyrir-
komulag hélzt óbreytt, þar til
í fyrra, að það féll niður. En
slíkt má ekki henda félagið
aftur. V. flokkur á jafn mik-
III. fl. Þróttar 1954. Efri röð frá vinstri: Sigurgeir Bjarnason þjálfari, Jón
Pétursson, Haraklur Baldvinsson fyrirliði, Birgir Björgvinsson, Markús
Einarsson, Sigþór Sigurðsson, Guðmnndur Þórarinsson. Fremri röð frá vinstri:
Þórarinn Lárusson, Jens Karlsson, Ómar Jónsson, Guðjón Oddsson, l’áll
Pétursson, Leifur Guðbjörnsson.
Afmœlisblað ÞRÓTTAR 7