Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Qupperneq 20
FRÍMANN HELGASON
„Þe!ta félag getur ekki dáið“
Það er ekki óalgeng sjón að
sjá pilta á öllum aldri hópast
um knött á auðu svæði, skipta
liði og leika á tvö mörk. Þessi
seiðmagnaða leðurkúla hefur
oft þessi áhrif á unga drengi
í langa tíð.
Það er fátíðara að heyra
frásagnir af því að hópar
þessir bindist samtökum um
að stofna félög í „alvöru“. —
Fáa þá sem fylgdust að
staðaldri með hópnum vestur
á Grímsstaðaholti árin fyrir
1949 mun hafa órað fyrir því
að þar væri að myndast knatt-
spyrnufélag sem ætti eftir að
verða stolt þeirra á Gríms-
staðaholti og í Skerjafirði.
Það var heldur ekki nein
smáfrétt þegar það varð
heyrum kunnugt að formlega
hefði verið stofnað knatt-
spyrnufélag á Holtinu og
Skerjafirði, stjórn kosin og
lög samþykkt, gengið frá
nafni sem varð ,,Þróttur“.
Það ætlaði að ganga í ÍBR
og þar með ÍSf. Slík frétt
að knattspyrnufélag væri ný-
stofnað í Reykjavík hafði
ekki heyrzt síðan 1911 eða í
hart nær 40 ár!
Því er ekki að leyna að
margir munu þeir hafa verið
sem ekki höfðu mikla trú á
þessu nýja ,,fyrirtæki“, það
mundi lognast útaf áður en
langt um liði. Persónulega
fylltist ég miklum áhuga
fyrir þessu nýja félagi. Ég
hafði oft áður haldið því
fram, að hér þyrftu að rísa
upp fleiri félög. Hundruð ef
ekki þúsundir drengja hefðu
á umliðnum árum farið á mis
við þá skemmtun og það fé-
lagslega uppeldi sem knatt-
spyrnan og félagsstarfið veit-
ir. Hvað fengu þeir í staðinn ?
Hvað gerðu þeir við frítíma
sinn?
Ég tók mig því til og kynnti
mér hvernig þessi félags-
stofnun hefði til borið og
hvernig hún væri upp byggð.
I þessari eftirgrenslan varð
ég þess var að þetta unga fé-
lag samanstóð af ungum
drengjum og fullorðnum
mönnum. Æskan var þó f jöl-
mennust, en hinir fullorðnu
menn sem við hlið hennar
stóðu af miklum áhuga og
bjartsýni blésu lífsanda í fé-
lagið, og má þar fyrst og
fremst nefna Halldór Sig-
urðsson og einnig Eyjólf
Jónsson.
Frímann Helgason
Er ég hafði kynnzt þessu
nýja félagi og uppbyggingu
þess lét ég þau orð falla að
ef svo yrði áfram haldið sem
byrjað væri „gæti þetta fé-
lag ekki dáið.“
Ég hef alltaf haft tröllatrú
á æskunni. Það er hún sem
kemur og erfir félagið —
erfir landið — og ef hún í
góðum anda vex upp í hóf-
legri ást á félagi sínu er því
félagi fullkomlega borgið.
Skoðun mín var rétt.
I dag á 5 ára afmæli sínu
er Þróttur öflugri en nokkurt
annað knattspyrnufélag sem
áður hefur starfað og lifað
fimm ára afmæli sitt. 1 dag
skipar það sveitir í öllum
flokkum sem „gömlu og
grónu“ félögin gera, og meira
að segja í meistaraflokki er
það farið að bíta frá sér, og
tekur það æfinlega lengstan
tíma að ná fram í þeim flokki
sigursælli sveit.
12 Afmœlisblað ÞRÓTTAR