Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Qupperneq 21

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Qupperneq 21
Þróttur og K.R.R. I tilefni af 5 ára afmæli Þróttar var ég beðinn að segja eitthvað frá störfum fulltrúa félagsins hjá K.R.R. Þar sem ég tók við störfum fyrir félagið hjá K.R.R. eftir aðalfund ráðsins í haust, varð ég að fara í gegn um fundarbækur ráðsins til að sjá hvenær fulltrúar félags- ins komu fyrst þar við sögu. Frá 3. október 1950 sat Bjarni Bjarnason sem á- heyrnarfulltrúi í ráðinu, en svo er það ekki fyrr en 8. marz 1951 að Ari Jónsson tekur sæti í ráðinu sem fyrsti aðalfulltrúi Þróttar. Barátta þessara manna inn- an ráðsins hefur ekki haft svo Iítið að segja fyrir tilveru Það er því ástæða til að óska Þrótti til hamingju með þessi 5 ár. Það er óvenjuvel af stað farið, og að hafa sigr- azt svo á byrjunarerfiðleik- unum sem raun ber vitni, er afrek í sjálfu sér. Það er því ósk mín og von að Þrótti megi auðnast að varðveita hinn fé- lagslega neista. Hann er f jör- eggið gegnum alla erfiðleika og velgengni og hann er líka lykillinn að sigrunum á sjálf- um leikvellinum. Frímann Helgason. Ari Jónsson, fyrsti fulltrúi Þróltar í knattspyrnuráðinu. okkar unga félags. Það tíma- bil, sem Ari Jónsson situr sem aðalfulltrúi Þróttar í ráðinu, eru haldnir um 140 fundir, svo að þar hafa komið fyrir ýms mál, sem vert væri að drepa á, en rúmsins vegna er það ekki hægt. Um starfsaðferðir K.R.R. ætla ég ekki að ræða. Knatt- spyrnuráðið á oft við ýmsa örðugleika að etja og verður að haga starfi sínu sam- kvæmt því, en ég hygg að það sé orðið að mörgu leyti auð- veldara að eiga sæti í K.R.R. nú heldur en áður var, þar sem mönnum er nú loks far- ið að skiljast, að þeir sitja í ráðinu fyrir knattspyrnuna í heild, en ekki einungis fyrir sitt félag. Eftir aðalfund K.R.R. á síðastliðnu hausti tók ég sæti sem aðalfulltrúi Þróttar í ráð- inu. Síðan hafa tvö mál sem varða Þrótt komið þar við sögu. Annað er beiðni Þróttar um leyfi til að halda innan- liússmót í knattspyrnu, sem var fúslega veitt, en hitt var beiðni Þróttar um leyfi til aö bjóða upp erlendu knatt- spyrnuliði, sem lögð var inn til ráðsins 22. okt. 1953 Það var ekki fyrr en í marz 1954 að ráðið samþykkti með- mæli til K. S. í. um að Þrótt- ur fengi að bjóða heim liði. Á- stæðan fyrir því að það drógst svo á langinn, að þessi með- mæli fengjust var sú, að á döf- inni var þá breyting á móta- fyrirkomulagi í sumar, sem þó þótti ekki unnt að fram- kvæma, þegar til kastanna kom. Þessi töf á afgreiðslu beiðninnar kostaði það, að Þróttur fékk ekki lið upp í sumar og þar af leiðandi ekki erlent lið næstu fjögur ár, verði ströngustu reglum fylgt, þar sem tíminn er var til stefnu, reyndist of naum- ur. Þrátt fyrir það, að ekki fengist lið í sumar, vonum við að Þróttur verði ekki látinn gjalda þess í 4 ár að ástand það, er ríkti í október 1953 1 knattspyrnumálunum, var orðið til trafala, að ráðið sjái Afmœlisblað ÞRÓTTAR 13

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.