Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Qupperneq 23

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Qupperneq 23
Einar Jónsson, form. Þrótiar: Hásnæðismálin og félagsstarfsemin Eitt með því fyrsta, sem forystumenn Þróttar beittu sér fyrir, var af eðlilegum ástæðum að afla félaginu hús- næðis og sækja jafnframt um, að félaginu yrði úthlutað í~ þróttasvæði á viðunanlegum stað. Árangurinn af þessari baráttu varð, svo sem kunn- ugt er, afnot af bragga hjá U.M.F.G fyrstu árin, en 1 vet- ur varð hann ónothæfur, nema með miklum tilkostnaði, sem var félaginu þá um megn fjárhagslega. Af þessum sök- um var félagið á vergangi með starfsemi sína í vetur og ekki er ennþá fyrirsjáanlegt annað, en að grípa verði til þess neyðarráðs að gera við fyrrnefndan bragga fyrir næsta vetur. Félagsheimili og íþrótta- svæði er hverju íþróttafélagi lífsnauðsyn. Án þessara frumskilyrða nær ekkert fé- lag þeim nauðsynlega fram- faraþroska, sem verður að vera lyftistöng allra íþrótta- félaga. Félagsstjórninni eru þessi óleystu vandamál mjög Ijós. Af þeim ástæðum hefur tneginhluti stjórnarstarfsins sinmitt snúizt um lausn þess- ara mála, auk úrlausnar hinna daglegu vandamála. Nú í tvö ár hefur staðið til að út- hluta félaginu svæði því, sem Knattspyrnufélaginu Víking var á sínum tíma úthlutað, en þeir hafa nú horfið frá því ráði og hafa haft annað land þegar ákveðið þennan fyrr- i huga, sem þegar eru hafnar framkvæmdir á. Þegar bæj- aryfirvöldin tilkynntu svo í vetur, að Þrótti mundi verða úthlutað þetta upphaflega tand Víkings, vöknuðu vonir okkar um, að nú mundi hægt að hefjast handa, — þegar i vor. Fyrirsjáanlegt er hins vegar nú, að þær vonir ræt- ast ekki á þessu ári, því enn er ekki farið að afhenda fé- taginu formlega umráðarétt yfir landinu og lítt skiljanlegt if hverju sá dráttur stafar, þar sem vitað er, að bæjar- stjórn hefur fyrir sitt leyti Einar Jónsson nefndan stað við Njarðargötu fyrir íþróttasvæði handa Þrótti. Félagsstjórnin gerir sér hins vegar góðar vonir um, ið framkvæmdir geti hafizt strax, þegar hin formlega af- hending svæðisins hefur átt sér stað, og til þess virðast nú iiöguleikar. Félagsmönnum er þó nauð- synlegt að gera sér það ljóst í upphafi, að slíkar fram- kvæmdir útheimta mikla sjálf boðavinnu hvers einasta með- ims, ef takast á að reisa fé- .aginu sitt framtíðarsetur á sem skemmstum tíma. Þá verður að sýna hinn sanna fé- lagsþroska og samtakamátt, því án þess verða slíkar fram- kvæmdir aðeins skýjaborgir. Þau verkefni, sem fyrir liggja nú, eru því að gera við braggann til bráðabirgða, þar sem þegar eru fengin eigna- umráð yfir honum, og flýta fyrir hinni formlegu afhend- ingu íþróttasvæðisins. Það er og rétt, að þess sé getið, að til tals hefur komið, að I.R. og Þróttur sameinuðust um að fullgera þetta íþróttasvæði, en er þó ekki fullráðið. Góðir félagar og aðrir vel- AfmœlisblaS ÞRÓTTAR 15

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.