Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 25

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 25
marki að verða góðir knatt- spyrnumenn ? — Því er fljótsvarað. Leyndardómurinn felst allur í einu orði: Æfa, æfa, æfa. — I hverju finnst þér styrkur Þróttar einkum fólg- inn? -— Hann er fyrst og fremst fólginn í ágætu félagslífi, sem gæti verið öðrum félögum til fyrirmyndar. — Hvernig semur þér við félagsstjórnina? — Prýðilega, ekki get ég annað sagt. Stjórnarmennirn- ir eru fullir af áhuga. Þeirra markmið er að gera Þrótt að sterku félagi. Ég veit að ég móðga engan í stjórninni, þó að ég segi að mér finnst mest til um dugnaðinn í Haraldi Snorrasyni. Hann er með lífi og sál í félagsstarfinu, mér liggur við, sem K.R.-ingur, að nefna hann Erlend Ö. Péturs- son Þróttar. — Heldurðu að Þróttur eigi framtíð fyrir sér sem knatt- spyrnufélag? — Því svara ég hiklaust játandi. Á fimm árum hefur Þróttur lyft Grettistaki í knattspyrnumálum með því að koma sér upp keppnisliði í öllum flokkum. Sá árangur sýnir að forystumenn félags- ins hafa ekki setið auðum höndum þessi fyrstu fimm ár í sögu þess. Ég vil að lokum færa félaginu mínar beztu óskir í tilefni af afmælinu. E. J. ÞORSTEINN HALLDÓRSSON: KNATTSPYRNU- VISUR til Þróttarfélaga (Lag: ,Fanna skautar faldi háumu) Þróttar-sveinar, sitjið heilir! Sjáið, bráðum vora fer. Þá skal búast brátt til leikja, boðið ei til setu er. Út á völlinn allir saman, æfingarnar byrja senn. Vetrar stírur strjúki’ úr augum stoltir, hraustir Þróttar-menn. Þá skal láta gamminn geisa, greiða spörkin mörg og stór. Fram til sóknar einn og allir eins og forðum gamli Þór. Þótt þið fallið, fáið skeinur, fárast skal ei yfir því, — brött og grýtt er braut til frægðar, — bara standa upp á ný! Oft má verða unninn sigur eftir mikið strit og hark. Því er bezt að þjálfa af kappi, þreyta hlaup og spyrna á mark. Og ef viljann vantar eigi veitist margur sigur enn. — Svo skal hefja sumarstarfið, sóknardjarfir Þróttar-menn! Afmcelisblað ÞRÓTTAR 17

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.