Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 28

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 28
fí R t'. T A R NORÐFJÖRS: Knattspyrnuferill Þróttar Árið 1950 byrjar saga Knatt- spyrnufélagsins Þróttar sem við- urkennds íþróttafélags innan I.S.I., en þá um sumarið varð það löglegur aðili sambandsins, en þó svo seint að það missti af vormot- unum, nema í 4. flokki Var Þrótt- ur skráður til keppni 1 öllum knattspyrnuleikjum seinni hluta sumarsins. Síðan hefur félagið verið þátttakandi í flestöllum knatttspyrnumótum, nema í meistaraflokki, en þar er það til þess að gera nýlega byrjað þátt- töku. Hefur Þróttur alls leikið um 170 leiki við 8 félög á mótum innan Í.S.Í., auk fjölda æfinga- og gestaleikja. Ekki höfum við unnið marga glæsilega sigra, en Þróttur hefur hlotið það í vöggugjöf sem er hverju félagi nauðsynlegt, öflugt félagslíf og samheldni félaganna. Hér fer á eftir yfirlit allra ald- ursflokka félagsins í knattspyrnu. IV. flokkur Þróttur byrjaði knattspyrnu- feril sinn innan Í.S.Í. með þátt- töku í vormóti IV. flokks 1950. Öllum að óvörum sýndu dreng- irnir mikla snerpu og sigurvilja, enda höfnuðu þeir í 2. sæti. Á haustmótinu urðu þeir einnig nr. 2. 30. ágúst sama ár buðum við heim Haukum í Hafnarfirði og Grétar Norðfjörð unnu Haukar 2—0. Eftir leikinn bauð Þróttur báðum liðunum til kaffidrykkju að Hótel Garði Hélt Halldór Sigurðsson þáverandi formaður ræðu og þakkaði Hafn- firðingum komuna. Um haustið bauð Þróttur IV. fl. í kaffi- drykkju að Hótel Garði. Halldór Sigurðsson hélt þar einnig ræðu og gat þess að nýtt mundi það í sögu knattspyrnuíþróttarinnar í höfuðstaðnum, að svona mikið væri haft við IV. fl. En Þróttur vildi sýna það í verki, að hann kynni að meta dugnað og áhuga drengjanna sinna, enda væri framtíð félagsins byggð á yngri flokkunum. Sumarið 1951 byrjaði einnig vel. Þróttur varð nr. 3 í A-móti um vorið. K.R.R hafði komið á B-móti til þess að auka þátttök- una og varð Þróttur nr. 3 á mót- inu. Á haustmótinu sigraði Þróttur eftir skemmtilegan úrslitaleik við Val, sem lauk með sigri Þróttar 3:1. Þetta var fyrsti mótssigur Þróttar. Eftir leikinn bauð Þrótt- ur báðum liðunum til kaffi- drykkju að Hótel Garði og voru þar fluttar margar ræður af báð- um aðilum. Þetta sumar var mikil sam- vinna á milli Þróttar og Vals og var það að þakka Frímanni Helgasyni og þáverandi þjálfara Vals, Englendingnum John Finch og Halldóri, Eyjólfi og William Shirreffs. Voru fastir leikir einu sinni í viku allt sumarið milli Þróttar og Vals og fengu allir sem æfðu tækifæri til þess að keppa fyrir félag sitt. Sumarið 1952 stóðu drengirnir sig vel, þótt ekki tækist þeim að sigra neitt mót. Þá um sumarið fór IV. flokkur í keppnisför til Akraness Lagt var af stað í blíð- skaparveðri með Faxaborginni. Þegar til Akraness kom, voru þeir Axel Andrésson, sendikenn- ari Í.S.Í., og hinn landsþekkti knattspyrnusnillingur Guðjón 20 Afmœlisblað ÞRÓTTAR

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.