Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 29
IV. flokkur Þróttar 1949. Frerasta röð frá vinstri: Halldór Halklórsson, Ró-
bert Halldórsson, Ómar Magnússon, Gunnar Guðjónsson, Jón Magnússon,
Ómar Jónsson, Björn Pétursson, Víglundur Þorsteinsson, Kristján Kjartans-
son. Miðröð frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson, Óskar Jónsson, Þórarinn
Lárusson, Eyjólfur Halldórsson, Birgir Björgvinsson, Guðbjörn Ingvarsson,
Þórir Ásgeirsson, Kristján Guðmundsson, Rafn Thorarensen, Eðvard Geirsson.
Sólvin Kristjánsson. Efsta röð frá vinstri: Haukur Lórans, Ægir Benedikts-
son, Svavar Magnússon, Kristján Reinhardtsson, Eðvard Hjaltason, Jónas
Björgvinsson, Ólafur Erlendsson, Kristinn Gústafsson, Einar Ingvarsson, Jón
Ásgeirsson, Birgir Berndsen.
Finnbogason staddur á bryggj-
unni til þess að taka á móti hópn-
um. Þróttur bauð flokknum upp
á hádegisverð á Hótelinu. Kl.
2 hófst leikurinn og sigruðu
Skagamenn. 1:0, eftir tvísýnan
leik. Eftir leikinn sátu drengirn-
ir kaffiboð er Í.B.A. bauð til.
Ilalldór Sigurðsson þakkaði Ak-
urnesingum fyrir hinar glæsilegu
móttökur og Axel Andrésson
þakkaði Þrótti komuna. Eftir
kaffidrykkjuna var hópnum
sýndur bærinn. Um kvöldið var
lagt af stað heimleiðis með Faxa-
borg, eftir ógleymanlega för til
knattspyrnubæjarins góða. í för-
inni voru 26 manns, þar af 18
dregnir. Fararstjórar voru
William Shirreffs og Eyjólfur
Jónsson.
Sumarið 1953 er lélegasta ár
í sögu IV. fl. Drengirnir sem tóku
við af hinum eldri voru of ungir,
og máttu sín ekki gegn eldri
drengjum. í ár stóðu þeir sig vel
og ef þeir æfa vel mega hin fé-
lögin passa sig á þeim næsta ár.
Þjálfun IV. fl. hafa margir á-
hugasamir félagar annazt frá
byrjun. Fyrstur þeirra var Gunn-
ar Eyland, síðan William Shirr-
effs, Agnar Jörgensen og núver-
andi þjálfarar eru bræðurnir
Gunnar og Magnús Péturssynir.
Einnig hafa þeir Halldór Sigurðs-
son og Eyjólfur Jónsson unnið
ómetanlegt starf í þágu flokksins.
III. flokkur
Þriðji flokkur fór tvær keppn-
isferðir til Keflavíkur, sumurin
1950 og 1951 og tapaði í bæði
skiptin. Þróttur hefur oft átt
marga ágæta drengi í þessum
aldursflokki. En erfitt hefur
reynzt að halda flokknum jafn-
sterkum, þar eð margir af efni-
legustu drengjunum hafa hætt.
Sjórinn hefur heillað þá flesta og
margir af hinum góðu IV. fl.
drengjum hafa einnig hætt, er
upp í III. fl. kom af sömu ástæð-
um. Þetta er mikið tjón fyrir
ungt félag, sem hefur fullan hug
á því að vinna sig upp. Þó hefur
Þróttur komið oft á óvörum með
sterkt lið og unnið marga leiki.
Saga III. fl. hefur ekki verið
sigrum stráð, og hún hefur oft
valdið velunnurum og forustu-
mönnum félagsins vonbrigðum,
vegna hinna tíðu skarða í liðinu.
í vetur sem leið var tekin upp sú
nýbreytni að hafa innanhúsæf-
ingar fyrir III. fl. Var það mjög
örvandi, eins og sést bezt á því,
að drengirnir hafa reynzt hinum
Reykjavíkurfélögunum mjög'
hættulegir og er mér óhætt að
fullyrða, að þetta lið sé sterkasta
III. fl. lið sem Þróttur hefur átt,
og ég vona að félagið megi njóta
hæfileika piltanna í framtíðinni,
því við höfum ekki efni á að
missa svona góða drengi. Unnið
er nú að því að III. fl. Þróttar
geti farið til Noregs næsta sum-
ar, því við viljum gera eitthvað
fyrir drengina. Hefur þegar verið
skipuð nefnd, til þess að athuga
Afmœlisblað ÞRÓTTAR 21