Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 30

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 30
IV. flokkur Þróttar 1950. Efri rðð frá vinstri: William Shireffs þjálfari, Krist- ján Guðmundsson, Jón Pétursson, Helgi Árnason, Ægir Benediktsson, Markús Einarsson, Ómar Jónsson, Eðvard Geirsson, Gunnar Eyland þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Bjarni Róbertsson, Birgir Guðjónsson. Jón Magnússon, Jón Ásgeirsson, Einar Ingvarsson. möguleika og undirbúning. í henni eiga sæti Halldór Sigurðs- son, Eyjólfur Jónsson og Grétar Norðfjörð. Þjálfarar III. fl. hafa verið eins og í IV. fl., áhugasamir menn. Fyrstur var William Shirreffs og núverandi þjálfari er Sigurgeir Bjarnason. Flokknum til aðstoð- ar hafa verið frá fyrstu tíð Har- aldur Snorrason og Magnús Pét- ursson, sem unnið hafa ómetan- legt starf fyrir flokkinn. II. flokkur Okkur hefur oft gengið illa að fá sterkt lið í þennan flokk, og er þar sama sagan og í III. fl. að margir af efnilegustu drengjun- um hafa helzt úr lestinni. — II. fl. hefur þrátt fyrir allt staðið sig frekar vel á þessum árum. í ár hafa drengirnir mætt til æf- inga með auknum áhuga og er liðið nú sennilega það sterkasta II. fl. lið, sem Þróttur hefur átt. Fjórir II. fl. drengir hafa leikið með meistaraflokki í ár með góð um árangri. í fyrra fór II. fl. í keppnisför til Akureyrar. Þrótt- arar biðu ósigur fyrir höfuðborg Norðurlands, en mikla ánægju höfðu drengirnir af ferðinni Far- arstjóri var Gunnar Aðalsteins- son og á hann miklar þakkir skilið fyrir. Þetta er eina ferðin sem farin hefur verið í þessum flokki. I. flokkur Þróttur hefur sent þennan flokk í mót frá byrjun eins og yngri flokkana, og hafa margir keppt í nafni félagsins og eiga þar góðar endurminningar. í I. fl. hafa flestir meistaraflokks- menn okkar leikið áður. Segja má að I. fl. hafi staðið sig vel. Við áttum í vök að verjast fyrstu tvö árin, enda á móti reyndari andstæðingum að etja. En 1952 rann upp blómaskeið fyrir flokk- inn. Við komum í vormótin vel sterkir og á íslandsmótinu sigruð- um við í okkar riðli og lentum í úrslitum við Fram, en töpuðum eftir tvísýnan og framlengdan leik. Það sem gerði okkur svona sterka þetta sumar var sá fjöldi fjöldi leikmanna sem nú var til taks. Enda kom það sér vel, því við misstum sjö menn út úr kapp- liðinu á íslandsmótinu, þeir fóru með kappliði Vélsmiðjunnar Héðins í keppnisför til Dan- merkur og Færeyja. 1953 byrjaði meistaraflokkur hjá félaginu. Varð það mikil blóðtaka fyrir I. fl. En það er einmitt þetta sem koma skal, I. fl. á að vera vara- sjóður meistaraflokks. í ár hefur I. fl staðið sig frekar vel. Það er aftur að verða af nógu að taka í flokkinn og verður fróðlegt að fylgjast með honum í sumar. Haraldur Snorrason hefur komið á fót ,,Þríkeppni“ í I. fl. og gefið bikar til þeirrar keppni. Er það við Reyni úr Sandgerði og Víði úr Garði. Vinnst bikarinn til eignar, ef hann vinnst þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Þróttur vann í fyrra og er það í fyrsta skipti sem keppt var. I. fl. hefur verið einn athafna- samasti flokkur félagsins. Á fyrsta starfsárinu fór hann tvær 22 Afmcdisblað ÞRÓTTAR

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.