Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Side 31
keppnisferðir til Hafnarfjarðar
Unnu Hafnfirðingar fyrri leik-
inn en Þróttur þann seinni. Þá
var farin keppnisför til ísafjarð-
ar 1952 og önnur nú í maí. Einnig
fór I. fl. til Akureyrar í fyrra.
Meistaraflokkur
Þetta er annað sumarið sem
Þróttur leikur sem fullgildur aðili
í meistaraflokki. Reyndar tók fé-
lagið þátt í haustmótinu 1952 sem
gestur. Keppt var í tveim riðlum
og keppti Þróttur fyrsta meist-
araflokksleik sinn við K.R., og
töpuðum við 5:1. Annar leikur-
inn var á móti Fram og unnum
við leikinn 1:0, og var það fyrsti
sigur okkar í meistaraflokki.
Sumarið 1953 blés ekki byrlega
fyrir meistaraflokki Þróttar. Tap-
aði hann öllum leikjum með 4 íil
5 mörkum móti 1 eða 0. Eina und-
antekningin var á móti Fram í
Reykjavíkurmótinu, sem vann
Þrótt 2:1. Á Reykjavíkurmótinu
í ár töpuðum við reyndar öllum
leikjunum, nema á móti Víking,
sem við náðum jafntefli við
Samt var auðsætt að Þróttur var
sterkari en í fyrra. Enda kom
það í ljós á Islandsmótinu. Þrótt-
ur hefur ieikið þrjá leiki það sem
af er í mótinu. Fyrsti leikurinn
var á móti Val og vann Þróttur
með 2:1. Segja má að það sé
fyrsti stórsigur Þróttar og að
dómi blaðanna var hann verð-
skuldaður. Annan leikinn unnu
Akurnesingar með 7:0. Þetta er
mesta tap Þróttar, en Þróttarar
sýndu mikinn dugnað og baráttu-
vilja í fyrri hálfleik, enda vannst
Drengirnir sem færðu Þrótti fyrsta sigurinn. Sigurvegarai í Haustmóti Iv.
flokks 1951 Efri röð frá vinstri: Gunnar Eyland þjálfari, Jón Pétursson, Birg-
ir Björgvinsson, Páll Pétursson, Helgi Árnason fyrirliði, Kristján Guðmunds-
son, Einar Erlendsson, Halldór Sigurðsson formaður. Neðri röð frá vinstri:
Halldór Halklórsson, Haraldur Baldvinsson, Guðjón Oddsson, Ægu Bene-
diktsson, Eðvard Geirsson.
Frá samvinnu Þróttar og Vals 1951. IV. flokkur félaganna. Efri röð frá vinstri:
Jón Pétursson, Guffmundur ÁsnlUndsson, Páll Pétursson, Þórir S. Guðbergs-
son, fyrirliði Vals, Ægir Benediktsson, Steinþór Árnason, Haraldur Baldvins-
son, Þórður Úlfarsson, Eðvar Geirsson, Andrés Kristmundsson, Birgir Björg-
vinsson, Benedikt Sveinsson. Neðri röð frá vinstri: Helgi Árnason, fyrirliði
Þróttar, Geir V. Svavarsson, Kristján Guðmundsson, Þorsteinn Friðþjófsson,
Björgvin Hermannsson, Guðjón Oddsson, Elías Hergeirsson, Halldór Hall-
dórsson, Olafur Ásmundsson, Einar Erlendsson.
Afmœlisblað ÞRÓTTAli 23