Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 32
I. flokkur Þróttar 1952. Liðið keppti einnig á haustraóti meistaraflokks raeð
góðum árangri. Efri riið frá vinstri: Sigurgeir Bjarnason, Halldór Backmann,
fyrirliði, William Shirreffs, Tómas Sturlaugsson, Gísli Benjamínsson, Ólafur
Ólafsson, Haraldur Eyjólfsson, Gunnar l’étursson. Neðri röð frá vinstri: Þor-
valdur I. Helgason, Kristján Þórisson, Gunnar Aðalsteinsson.
hann aðeins með 1:0. Þriðja leik-
inn vann K.R. 1:0.
Það eru mikil viðbrigði að fara
úr I. fl. upp í meistaraflokk
Tæknin og hraðinn er meiri auk
þess sem leikirnir standa há’f-
tíma lengur. Þróttardrengirnir
hafa ekki farið varhluta af því,
en þeir hafa öðlazt dýrmæta
reynslu, og eru nú búnir að fá
meira keppnisöryggi og vanmeta
ekki um of sjálfa sig, enda fer
árangurinn eftir því. Meistara-
flokkur Þróttar hefur þegar sýnt
að hann er vaxandi flokkur. Hafa
margir meistaraflokksmenn
Þróttar getið sér góðan orðstír.
Og ekki get ég lokið svo grein-
inni, að ég minnist ekki á tvo
þeirra: Jón Asgeirsson, hinn ungi
og bráðefnilegi markmaður
Þróttar hefur leikið með öllum
flokkum félagsins frá byrjun.
Hann er álitinn að dómi blað-
anna efnilegasta markmannsefni
íslendinga. William Shirrcffs
hefur leikið með I. fl. og síðar
með meistaraflokki frá byrjun.
Hann er bezti knattspyrnumaður
Þróttar. Hann er einnig fyrsti
þjálfari I og II. fl,, auk hans var
þýzki þjálfarinn Fritz Buchlo um
tíma hjá okkur tvisvar í viku
1950. Shirreffs fékk .Tohn Finch
til þess að leiðbeina I. fl. um tíma
1951 og gerði hann það kauplaust.
í fyrra var Óli B. Jónsson,
þjálfari Þróttar og núv-erandi
þjálfari er Guðbjörn Jónsson
bróðir Óla. B Ég vil í nafni fé-
lagsins þakka þessum mönnum
fyrir mikið og gott starf.
Að lokum vil ég minnast þeirra,
sem standa bak við knattspyrnu-
mennina og styrkja þá í barátt-
unni. Haraldur Snorrason sér að
öllu leyti um búningana og knett-
ina. Það gera sér ef til vill ekki
allir ljóst, hve mikil vinna það er,
og allt er þetta gert í sjálfboða-
vinnu. Halldór Sigurðsson hefur
lagt mikið af mörkum fyrir vel-
ferð yngri flokkanna. Magnús
Pétursson sefur einnig starfað vel
fyrir fiokkanna, auk margra ann-
ara dugmikilla drengja Það eru
þessir menn fyrst og fremst engu
síður en kappliðin, sem eru mestu
fjársjóðir hvers félags. Mennirnir
sem fúsir eru til starfa fyrir fé-
lag sitt.
Að endingu óska ég Þrótti gæfu
og gengis á komandi árum.
Grétar Norðf jörð.
Félagsmerki Þróttar
Félagsmerkin hafa orðið tvö.
Strax eftir stofnun félagsins kom
Richard Felixsson með hug-
myndina af fyrsta merkinu, með
knattspyrnumanninum, og var
það gildandi merki félagsins þar
til í fyrra að ákveðið var að
breyta um og fá merkið einfald-
ara. Var þá knattspyrnumaðurinn
tekinn úr því og ytra forminu
breytt. Þá hugmynd átti Gunnar
Aðalsteinsson, og er það núgild-
andi merki Þróttar.
24 Afmœlisblað ÞRÓTTAR