Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Side 35

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Side 35
JÓN GUÐMUNDSSON: 44-andboltí Fyrsti handknattleiksflokkur Þróttar. Þátttakendur á handknattleiksæfingun- um 1949. Efri röð frá vinstri: Halldór Sigurðsson formaður, Þórður Krist- jánsson, Ari Jónsson, Haukur Tómasson, Tryggvi Eyjólfsson, Gunnar Péturs- son, Jón Guðmundsson, Magnús Vignir Pétursson, Björn Ámason. Neðri röð frá vinstri: Grétar Norðfjörð, Sigurjón Sigurðsson, Jón Ingimarsson, Eyjólfur Jónsson, Jón Ásgeirsson, Sigfús Thorarensen. Hinn 5. ágúst 1954 eru 5 ár liðin síðan Knattspyrnufélag- ið Þróttur, yngsta íþróttafé- lag bæjarins, var stofnað. Á þessum tímamótum er ekkert óviðeigandi þó rifjað sé upp það, er áunnizt hefur. Þar sem byrjunarörðug- leikar voru miklir, átti hand- knattleikurinn mjög erfitt uppdráttar. Mikill kostnaður Áð rekstur hans olli því, að ekki var hægt strax að æfa, þegar félagið var stofnað. Veturinn 1949—50 byrjuðu nokkrir félagar handknatt- leiksæfingar í fþróttahúsi Há- skólans og mun það vera fyrsti vísirinn að því, að fé- lagið fór út á þá braut, að stofnuð yrði handknattleiks- um afnot af skála félagsins séu þau atriði sem einna mest hafi auðveldað starf Þróttar fyrstu ár- in. Honum er ríkt í huga að rækt sé lögð við yngstu knattspyrnu- mennina, bæði með þjálfun og félagslífi. Knattspyrnufélaginu Þrótti ósk- ar Halldór gæfu og gengis á þess- um afmælisdegi og vonar að það eigi eftir að eignast mikilhæfa íþróttamenn í öllum greipum. deild. Var æft þennan vetur án þess að tekið væri þátt í mótum, enda var ekki það f jölmennt né geta til að senda lið til keppni. Um haustið 1951 var al- mennur áhugi hjá félögunum að stofnuð yrði handknatt- leiksdeild. Fyrsti formaður deildarinnar var Ásgeir Bene- diktsson. Var ætlunin með stofnun handknattleiksdeild- ar að taka þátt í handknatt- leiksmótum eins fljótt og kostur væri á. Sent var til kejDpni í fyrsta sinn í Reykjavíkurmótinu 1951. Var það 1. og 2. fl. karla og 2. fl. kvenna og einnig tók Þróttur þátt í Jólamóti Ár- manns í meistaraflokki karla var það fyrsta mót sem félagið tók þátt í meistarafl. karla. Sigrarnir urðu ekki margir til að byrja með, því við vel æfð lið var að etja hjá hinum félögunum en hjá okkur voru flestir nýliðar og því ekki hægt að búast við miklum sigrum. Sumarið 1951 hóf formaður deildarinnar, Á.B., útiæfingar í handknattleik fyrir stúlkur eingöngu innan 16 ára aldurs. Tóku þær þátt í Reykjavík- urmóti 2. fl. með sæmilegum árangri eins og að framan er getið. Á íslandsmeistaramót- inu 1952 urðu þær íslands- meistarar í sínum flokki, fyrstu Islandsmeistarar fé- lagsins, Mátti þetta teljast góð byrjun hjá stúlkunum og væri vonandi að fleiri fet- uðu í fótspor þeirra í framtíð- inni. AfmcelisblaÖ ÞRÓTTAR 2?

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.