Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 44

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 44
Aðalsteinn Guðmundsson Guðmundsson. Hann gaf fé- laginu 32 fallega og vandaða bridgebakka og tilheyrandi og gerði okkur þar með kleift að fjölmenna til keppni. Fyrsta mót sem haldið var fór fram 12. nóv. 1951. Þátt- takendur voru 28 alls. Sigur- vegarar urðu bræðurnir Gunnar og Ólafur Skafcasyn- ir. Síðan hafa farið fram tvær tvenndarkeppnir. Sigurveg- arar ’52 urðu Kristján Jóns- son og Þorbjörn Þórðarson. 1953 sigruðu Ingólfur Ólafs- son og Klemens Björnsson. Úrslitin í einmenningskeppn- inni hafa orðið þessi: í 1. keppninni ’52 sigraði Krist- ján Jónsson, ’53 sigraði Gísli Guðmundsson, ’54 Ingólfur Ólafsson núverandi meistari. Sveitarkeppni hefur farið alls 4 sinnum. Fyrsta keppn- in fór fram ’51. Sigraði þá sveit Aðalsteins Guðmunds- sonar. 1952 sigraði sveit Gunnlaugs Þorsteinssonar með 12 stigum. Sveit Aðal- steins varð með sama stiga- fjölda, en við stigaútreikn- inga varð sveit Gunnlaugs hlutskarpari. Sveit Guðmund- ar H. Guðmundssonar sigr- aði árið 1953. Hlutskörpuöt ’54 varð sveit Einars Jónsson- ar núverandi formanns fé- lagsins. Þátttaka í þessum bridge- keppnum hefur verið mjög góð og farið stöðugt vaxandi, hefur mest orðið yfir 60 manns. Mjög mikið var um þátttakendur úr öðrum félög- um og fór vel á með þeim og Þróttverjum. Fyrstu stjórn deildarinnar 1950 skipuðu Aðalsteinn Guð- mundsson formaður, Eyjólfur Jónsson og Jens Tómasson. Formenn hafa síðan verið Aðalsteinn Guðmundsson aftur 1951, Magnús V. Pét- ursson ’52 og 53. Núverandi stjórn skipa Arnór Óskars- son formaður, Aðalsteinn Guðmundsson og Ólafur Skaftason meðstjórnendur. Fyrstu árin fóru þessar keppnir fram 1 U.M.F.G-skál- anum. Aðstæður voru ekki beint góðar en samt tókst þetta allt vel, og er það fyrst og fremst Haraldi Snorra- syni að þakka. Velgengni félagssamtaka byggist fyrst og fremst á slíkum mönnum. Þróttur hefur átt því láni að fagna að eiga nokkra slíka menn og því getum við sagt með sanni að í félagsstarf- seminni erum við sigurveg- arar, þó sigrarnir á leikvelli séu enn ekki miklir, og getum við því horft bjartsýnir til framtíðarinnar. 3S Afmœlisblað ÞRÓTTAR

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.