Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 45
Elzti startandi félagi Próttar
er 77 ára gamatl
í sambandi við „bridginn“,
sem hefur verið snar þáttur
í félagslífinu, fór ég til Jóns
Guðnasonar, en hann mun
vera elzti starfandi félags-
maður hjá Þrótti og þótt víða
væri leitað.
Jón er góður bridgespilari
og var meðal annars einn
þeirra úr sveit Fiskhallarinn-
ar, sem sigraði í sveitakeppni
Þróttar í hitt eð fyrra.
Jón var hressilegur að
venju er ég hitti hann að
máli. „Svo þú vilt fá viðtal
við mig í af mælisblaðið ?“
spurði hann. „Já, mér finnst
það vel við eigandi, enda fá-
títt af svo gömlum manni að
starfa að félagsmálum“, svar-
aði ég.
„Getur þú ekki frætt okkur
eitthvað um þína hagi. Hve-
nær ertu fæddur?“
„Eg er fæddur 27. maí 1877
að Laugardælum í Árnes-
sýslu, ég er því 77 ára. Varð
það í maí. Eg ólst upp í Fló-
anum til 24 ára aldurs. En
fluttist þá til Reykjavíkur.
Eg stundaði sjóinn áður en
ég geijðist fisksali, en það
varð ég 23. október 1919, svo
ég er búinn að vera fisksali
rétt 35 ár í haust“.
Jón Guðnason var einn
fyrsti hvatamaður að stofn-
un Sjómannafélags Reykja-
víkur og er þar nr. 1 og heið-
ursfélagi. Jón er einnig stofn-
andi stúkunnar Víkings nr.
104. Hún var stofnuð 1. des.
1904 og er Jón sennilega sá
eini sem verið hefur alla tíð
í félaginu síðan.
„I sambandi við Þrótt er
rétt að geta þess“, sagði Jón,
„að í vetur gengu 30 félagar
úr Þrótti, bæði piltar og stúlk-
ur, í stúkuna Víking og ég
vænti þess fyrir stúkunnar
hönd, að þar geti orðið sam-
vinna, því að bindindi og í-
þróttir eiga samleið en ekki
óregla og vitleysa".
„Af hverju gekkst þú í
Þrótt?“
„Eg gerðist styrktarfélagi
hjá þessu unga félagi til þess
að stuðla að því að knatt-
spyrnan í höfuðstaðnum yrði
fjölbreyttari, einu félaginu
fleira að glíma við. Og í sam-
bandi við það, finnst mér að
íþróttafélög eigi að byrja á
byrjuninni, sem sagt á grunn-
inum en ekki skorsteininum.
Og ég álít, að Þróttur hafi
byrjað rétt, þegar hann hóf
þátttöku sína með yngri flokk
unum“.
„IJvernig hefur þér líkað
Jón Guðnason
það fyrirkomulag hjá Þrótti,
að gera styrktarfélaga sína
virka með bridginum og tafl-
inu?“
„Mér hefur líkað það vel,
það gerir fjölbreyttara fé-
lagslíf. Og ég vona að félagið
geti tekið þátt í bridge-keppn-
um við sambærileg félög í
haust. Ekki skal standa á mér
að mæta þar fyrir Þrótt, ef
svo ber undir, þó ég sé bráð-
um áttræður“.
Um það leyti sem blaðið
kemur út, mun Jón verða ný-
kominn úr þriggja vikna
ferðalagi um Norðurlönd á-
samt konu sinni, Höllu Otta-
dóttur, en þau eru 150 ára til
samans.
Um leið og ég þakka hinar
ágætu móttökur á heimili
hjónanna, óskaði ég þeim faiv-
arheilla í nafni allra Þróttara.
E. J.
Afmœlisblað ÞRÓTTAR 37