Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 5. M A R S 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 62. tölublað . 109. árgangur . FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is Sjáumst á fjöllum ÞÓRUNN HÆTTI ALDREI Í STJÓRNMÁLUM FRICK-SAFN Á NÝJUM STAÐ HAMAR VANN SINN FYRSTA STÓRA TITIL Í STEYPUHÖLL 28 BIKARMEISTARAR Í BLAKI 26SVARAÐI KALLINU 11 Fremur kalt en sólríkt var víða um land um helgina. Útlit er fyrir nokkur umskipti í veðráttu í vikunni, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veð- urfræðings. Um norðanvert landið má raunar búast við fínu veðri og að hitastig fari í tveggja stafa tölu, sem ekki er beinlínis algengt í mars- mánuði. Í dag, mánudag, segir Einar að muni hlána á láglendi sunnan- og vestantil en snjóa á hærri fjallvegum. »10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vorið liggur í loftinu og umskipti fram undan Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Í gær varð næststærsti jarðskjálfti sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá því að skjálftahrina hófst á svæð- inu í lok febrúar. Halldór Geirsson, dósent í jarðeðlisfræði við Háskóla Ís- lands, segir að til þess að skjálfta- virkni á Reykjanesskaga haldi áfram eftir að eldgos hefst á svæðinu þyrftu önnur kvikuinnskot að láta á sér kræla. Að öllu óbreyttu muni mögu- legt eldgos þó binda enda á skjálfta- hrinuna, sem enn má segja að sé í full- um gangi. Þrjú önnur kvikuinnskot, til viðbót- ar við margumræddan kvikugang undir Fagradalsfjalli, hafa fundist á Reykjanesskaga frá í fyrra. Þau eru þó langtum minni en kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli, sem valdið hef- ur yfirstandandi jarðskjálftahrinu. Halldór og Páll Einarsson, prófess- or emeritus í jarðeðlisfræði við Há- skóla Íslands, eru sammála um að ef til goss kemur muni skjálftavirkninni linna. Í gær mældust 2.600 skjálftar í sjálfvirku kerfi Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn varð sem fyrr segir upp úr klukkan 14 í gær og var 5,4 að stærð en sá næststærsti varð í hádeg- inu, 4,6 að stærð. Hrinu lyki með gosi - Margir vilja frekar að gjósi á Reykjanesskaga en að skjálftahrinan haldi áfram - Stærsti skjálftinn í gær var 5,4 MEldgos myndi líklega … »6 _ Sjálfstæðismenn í Norðaustur- kjördæmi hafa ákveðið að halda prófkjör í lok maí um fimm efstu sæti á lista flokksins fyrir alþingis- kosningarnar, sem fram fara 25. september í haust. Mikil spenna er um hver verði fenginn til þess að leiða listann. Það hefur Kristján Þór Júlíusson gert síðan árið 2007, en hann tilkynnti á laugardag að hann myndi ekki leita endurkjörs. Enn hefur aðeins einn tilkynnt framboð í efsta sæti listans, en talið er að fleiri gefi sig fram á næstu dögum og hafa ýmis nöfn verið nefnd, líkt og fjallað er um í frétta- skýringu í blaðinu í dag. »4 Leitin að arftaka Kristjáns Þórs hafin Hvorki er tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamær- um Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins, en það er gert að tilmælum ráð- herraráðs Evrópusambandsins. Þetta hefur þær afleiðingar að hin- um sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður að- gangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamanna- hópa á Íslandi undanfarin ár. „Þetta er auðvitað afar slæmt fyr- ir okkur,“ segir Jóhannes Þór Skúla- son, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en bendir á að pólitískur vilji sé til reglubreytinga. Hann telur þó ólíklegt að stjórn- völd á Íslandi breyti landamæra- fyrirkomulaginu einhliða. „Ég veit ekki hvenær þessu banni verður af- létt en það verður vonandi fyrir ágústmánuð,“ segir hann. „En eins og staðan er í dag er þetta eins og að giska á lottótölurnar.“ Ekki allir bólusettir velkomnir _ Prestar sem koma nýir til starfa á vettvangi þjóðkirkjunnar verða héðan í frá ráðnir með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti, samkvæmt nýjum reglum sem kirkjuþing samþykkti í síðustu viku. Starfsumhverfið nú er orðið líkt því sem gerist á almennum vinnumark- aði og er mótað út frá samningum við ríkið frá 2019, sem fólu í sér auk- ið sjálfstæði kirkjunnar. Fyrir nokkrum dögum lagði dómsmálaráðherra fram á Alþingi fumvarp til nýrra laga um þjóðkirkj- una. Með því verður regluverkið fært til nútímans og annað aftengt, svo sem tilskipun um húsvitjanir frá árinu 1746. »10 Nýtt starfsumhverfi presta þjóðkirkju Prestar Á leið til guðsþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.