Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021 Missið ekki af áhugaverðum þætti um glænýja gróðrarstöð í Lundi sem tekin var í notkun seint á síðasta ári. Rætt er við stofnanda og aðal eigandann Hafberg Þórisson garðyrkjumann um salatrækt og nútímalegar framleiðsluaðferðir. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 • Lambhagi var stofnað 1979 í Reykjavík en færir nú út kvíarnar í Mosfellsdal • Áralangt frumkvöðulsstarf er að skila sér í hagkvæmari framleiðslu • Aukin sjálfvirkni heldur verðinu niðri • Umhverfisvæn stefna með lágu kolefnisspori til framtíðar Stærsta gróðrarstöð á Íslandi Heimsókn í nýja gróðrarstöð Lambhaga í Lundi Mosfellsdal í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld styrkjum til þessa hóps.Við höfum fjallað um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumark- að og þróun starfa. Í liðinni viku héldum við vel sóttan veffund um kosti og galla fjarvinnu og réttindi launafólks í því samhengi. BHM náði ásamt BSRB og KÍ samkomulagi við ríki og sveitarfélög um samræmingu lífeyrisrétt- inda á opinberum og almennum markaði. Það var framfaraskref en því miður hefur sá samningur ekki verið efndur að öllu leyti,“ segir Þórunn. Hún nefnir einnig baráttu BHM fyrir lækkun endurgreiðslubyrði náms- lána sem skilaði umtalsverðri minni byrði til hagsbóta fyrir greiðendur námslána. „Í þessari viku kynna BHM, BSRB og ASÍ skýrslu um loftslagsmál þar sem fjallað Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef aldrei hætt í stjórnmálum og brenn fyrir hugsjóninni um betra samfélag þar sem jöfnuður, umhverfisvernd og kvenfrelsi eru leiðarljós. Þar sem það er rými fyrir okkur öll og Ísland getur sýnt hvað í því býr á al- þjóðavettvangi,“ segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir sem skipa mun efsta sætið á lista Sam- fylkingar í Suðvesturkjördæmi við alþingis- kosningar í haust. Þórunn var þingmaður 1999 til 2011 þegar hún valdi að róa á ný mið. Þegar kom svo að uppstillingu á framboðs- lista nýverið var leitað til Þórunnar sem svar- aði kalli. Frá fyrri tíð hefur Þórunn reynslu af ýmsu í stjórnmálunum, meðal annars var hún ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem var við völd þegar bankakerfið hrundi 2008. Áfram í þágu launafólks „Það voru erfiðir tímar en við komumst í gegnum þá og Samfylkingin vann þrekvirki við endurreisn samfélagsins,“ segir Þórunn. „Svo komu þeir tímar og aðstæður að ég yfir- gaf hið pólitíska svið. Síðastliðin sex ár hef ég verið formaður BHM, Bandalags háskóla- manna, og starfað að kjara- og réttinda- baráttu launafólks á vettvangi bandalagsins. Ég mun áfram beita mér í þágu launafólks, ekki síst kvenna á vinnumarkaði,“ segir Þór- unn. Mörg stór og mikilvæg mál hafa verið í deiglunni á vettvangi BHM síðustu ár; verk- efni sem Þórunn telur mikilvægt að halda til haga. Leiðarljósið sé alltaf að fjárfesting fólks í langskólanámi sé metin til launa. „Við höfum sett málefni sjálfstætt starf- andi fólks á vinnumarkaði á dagskrá, vakið athygli á óöryggi og réttindaleysi þess. Bar- átta BHM skilaði meðal annars tekjufalls- er um stöðu loftslagsmála á Íslandi og hlut- verki verkalýðshreyfingarinnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum lýst. Já, stéttar- félögin hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi rétt eins og stjórnmála- flokkarnir gera.“ Nýti sér samfélagsmiðla til góðs Stjórnmálin eru í stöðugri þróun, hinn lýðræðislegi vettvangur þar sem helstu álita- mál samfélagsins eru krufin og leikreglur markaðar. Margir hafa haldið því fram að umræður á samfélagsmiðlum séu orðnar einn helsti áhrifaþátturinn í umræðu og stefnu- mörkun, sem Þórunn tekur undir. „Samfélagsmiðlarnir eru alltumlykjandi í pólitískri umræðu og við sem störfum í stjórnmálum verðum að kunna að nýta þá til góðs,“ segir Þórunn. „Sú hætta er vissulega fyrir hendi að áreiti miðlanna taki athygli okkar af stóru málunum í samfélaginu. Skýr pólitísk sýn þarf að vera vegvísirinn, ekki dægurbólur. Ég er þeirrar skoðunar að ekkert hafi haft meiri áhrif á samfélagsumræðuna sl. áratug en #metoo-byltingin. Hún afhjúpaði ljótan veru- leika kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmál- unum, kvenfyrirlitninguna og ofbeldið sem konur eru beittar hér landi. Staðan er óþol- andi og mörg dæmi þess að réttarríkið standi vörð um grundvallarmannréttindi kvenna.“ Um þau viðfangsefni stjórnmálanna sem fram undan eru segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir að rétt leið út úr Covid-kreppunni sé lykillinn að farsæld okkar til framtíðar. Gott opinbert heilbrigðiskerfi hafi sannað gildi sitt svo um munaði á síðasta ári. Fleiri lofslagslagsvæn verkefni „Við rekum ekki velferðarsamfélag og blómlega atvinnuvegi nema grunnstoðir séu sterkar. Auka þarf opinbera fjárfestingu í loftslagsvænum verkefnum, rannsóknum og þekkingarsköpun. Við þurfum að svara spurningunni: Við hvað viljum við starfa á næstu áratugum? Hvernig byggjum við upp nýjar útflutningsgreinar? Og allt þarf að stuðla að minni losun gróðurhúsaloftteg- unda,“ segir Þórunn og að lokum: „Samfylkingin stefnir að sjálfsögðu að því að komast í ríkisstjórn. Ég er sammála formanni Samfylkingarinnar um að það sé ólíklegt að það gerist í samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn og Miðflokkinn enda fleiri og nærtækari snertifleti að finna í stjórnmál- unum. Það stefnir í að metfjöldi stjórnmála- flokka bjóði fram í haust og við blasir að mynda þarf fjölflokka ríkisstjórn.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir snýr aftur í stjórnmálin í oddvitasæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Stjórnmál „Við hvað viljum við starfa á næstu áratugum? Og allt sem við gerum þarf að stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir hér í viðtalinu. Fjölflokka ríkisstjórn blasir við í haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.