Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
New York-búar og þeir listunn-
endur sem finna leiðir til að heim-
sækja borgina nú á dögum heims-
faraldurs kórónuveirunnar, njóta
þess margir þessa dagana að sjá
hvað nýtt og ólíkt umhverfi getur
haft mikil áhrif á upplifun kunn-
uglegra listaverka. Gagnrýnendur
segja að það megi glögglega sjá þeg-
ar hin fræga safnbygging frá 1966
sem Marcel Breuer hannaði upp-
haflega fyrir Whitney-safnið við Ma-
dison Avenue er heimsótt. Breuer-
byggingin er ein sú kunnasta þar í
landi kennd við brútalismann í aki-
tektúr, listilega hannað stein-
steypuvirki utan um listupplifun. En
næstu tvö ár er byggingin leigð af
stofnun sem kom mörgum á óvart að
kæmi sér þar fyrir; The Frick Col-
lection hefur flutt þangað öll meist-
araverkin úr því kunna heimilissafni
úr byggingu þess við Fimmta breið-
stræti og 72. götu meðan unnið er að
stækkun. Á meðan fá gestir að sjá í
kaldhömruðum steypusölum Breu-
er-byggingarinnar (reyndar er búið
að mála veggina í hlýlega gráum lit-
um) mörg dáðustu listaverk sem til
eru á einum stað eftir myndlist-
armenn fyrri alda. Perlur eftir
meistara á borð við Velázquez, Ver-
meer, Bellini, Goya, Rembrandt,
Holbein, Titian og El Greco.
Í rúma öld hafa gestir getað dáðst
að verkunum sem iðnjöfurinn Henry
Clay Frick (1849-1919) safnaði að
sér, á heimili hans þar sem hann
kom þeim sjálfur fyrir, í listilegu
samspili myndlistar og ríkmann-
legra húsgagna og hönnunar þar
sem dökkar viðarþiljur og gylltir
skrautlistar eru áberandi. Undir lok
ævinnar reisti Frick glæsiheimilið
sem hefur síðan hýst safnið og tekur
heila „blokk“ við 5. breiðstræti.
Frick var einn auðugasti maður
Bandaríkjanna og einn nokkurra
þar í landi sem nýttu sér það að
seint á 19. öld saxaðist á auð margra
landeigenda í Evrópu, einkum í
Bretlandi, og þurftu þeir fyrir vikið
að selja verðmæt listaverk – sem
meðal annars Frick sat um. Áhuga-
verðar bækur hafa verið skrifaðar
um þann flutning gersema vestur
yfir haf. Frick keypti tugi lista-
verka, til að mynda þrjú málverk
eftir Vermeer, átta portrett eftir
Van Dyck, nokkur kunnustu port-
rett Holbeins og málverk Bellinis
frá 15. öld af heilögum Francis í
eyðimörkinni, sem sumum finnst fal-
legasta listaverk sem sé í Bandaríkj-
unum. Og erfitt er að fullyrða að
glæsilegra og hnitmiðaðra safn lista-
verka megi finna á einum stað þar í
landi.
Eftir að Whitney-safnið flutti fyr-
ir nokkrum árum úr Breuer-
byggingunni sunnar á Manhattan,
tók Metropolitan-safnið bygginguna
á leigu fyrir samtímadeild sína. Sýn-
ingarnar sem The Met setti þar upp
fengu mikið lof en leigan reyndist of
dýr. Það kom samt á óvart þegar
fréttist að Frick-safnið hefði tekið
leigusamninginn yfir. En stjórn-
endur þess sögðu þetta góða lausn;
eftir margra ára baráttu hafði feng-
ist leyfi skipulagsyfirvalda í New
York og nágranna til að byggja við
Frick-glæsihýsið til að geta sýnt
fleiri verk. Framkvæmdir eiga að
taka tvö ár og á meðan gefst tæki-
færi til að njóta listaverkanna í allt
öðruvísi umhverfi og samhengi en
þau hafa sést í undanfarna öld, og
munu síðan aftur verða sýnd í.
efi@mbl.is
Fjarskafögur Fyrir miðju eru stór málverk Paolos Verenese, „Valið milli siðprýði og syndar“
og „Þekking og styrkur“ – bæði frá 1565. Til vinstri portrett Titians af Pietro Aretino (1537).
Einstök Sýningargestur rýnir í hina dáðu sjálfsmynd hollenska meistarans Rambrandts van
Rijn frá árinu 1658 en hún hangir nú ein í sal. Nær er portrett af konu eftir Frans Hals (1634).
Gömlu verkin í fang brútalistans
- Einstök listaverkin úr Frick-safninu
hafa verið flutt í Breuer-bygginguna
AFP
Glæsileiki Breski málarinn Thomas Gainsborough var í miklum metum hjá Frick sem átti mörg portrett af
hefðarfólki eftir hann. Hér hanga þau saman í Breuer-byggingunni, öll máluð á árunum kringum 1780.
Við gluggann Ástarbréfin, verk franska málarans Fragonards frá 1771 hefur verið tekið úr gulli sleginni dagstofu
Frick-setursins og hangir nú við einn hinna einstöku glugga sem Marcel Breuer hannaði fyrir safnbyggingu sína.
Einn Gestur gengur hjá portretti El Grecos af heilögum Jeremíasi, frá um 1590. Frá dögum Fricks hefur verkið
hangið yfir arninum í setustofu hans, með verkum Hans Holbeins af Thomasi More og Thomasi Cromwell.