Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021 - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum Mikil og góð um- ræða hefur verið um íslenskt skólakerfi að undanförnu og þá sér í lagi hvað varðar stöðu íslenskra drengja. Umræðan hefur þó verið frekar á nei- kvæðum nótum, þar sem bent er á vanda- málið en lítið sem ekk- ert rætt um aðgerða- áætlun eða viðbrögð við vandanum. Grein eftir grein, skýrsla eftir skýrslu og niðurstaðan er sú sama ár eftir ár og umræðan um slæma útkomu í PISA-könnuninni kemur á hverju ári eins og lúsin að hausti. Tíminn vinnur ekki með okkur og á hverju ári útskrifast börn sem ekki hafa náð viðunandi viðmiðum. Lesa má fréttir af slökum árangri drengja í PISA-könnuninni nokkur ár aftur í tímann og þrátt fyrir vilja menntamálaráðherra og stjórnvalda til að gera breytingar hefur lítil gerst. Hvað það er sem veldur að- gerðarleysinu veit ég ekki en til að ná fram breytingum þarf að breyta aðalnámskrá grunnskóla sem reyndar hefur verið óbreytt í um 10 ár. Fjölgun tíma í íslensku á kostnað valfaga Menntamálaráðherra lagði fram frumvarp á haustmánuðum 2020 þar sem lagt er til að fjölgað verði kennslustundum í íslensku á öllum skólastigum. Þessi breyting er reyndar hugsuð þannig að tími fyr- ir valfög verður minni og því mögu- leikar grunnskólanema til að velja sér nám eftir áhugasviði þeirra litl- ir. Það liggur hvorki fyrir greining né vissa fyrir því að fleiri tímar í ís- lensku á viku og færri tímar í val- fögum séu að gera það að verkum að áhugi nemenda og þá sér í lagi drengja á íslensku aukist og vanda- málið sé þar með úr sögunni. Ef vandamálið er tímaleysi innan við- miðunarstundaskrár grunnskóla þá eru aðrar leiðir færar en sú að taka af valfögin og gera skóladaginn enn erfiðari fyrir þá sem ekki passa beint í það form sem skólinn vill að nemandinn sé í. Til eru aðrar leiðir eins og að lengja örlít- ið skóladag yngsta stigsins og stytta þá viðveru þeirra í frí- stund. Á miðstigi og unglingastigi væri til að mynda hægt að gera dönskukennslu að valfagi og fjölga tím- um í íslensku á móti. Danskan er hluti af menningararfleifð okk- ar og því ef til vill við- kvæmt að hugsa til þess að tími sé kominn til að afnema hana sem skyldufag en það er efni í aðra grein. Magn er ekki sama og gæði Magn kennslustunda er ekki endilega ávísun á gæði og eins og ég kom inn á hér að ofan þá er ekkert sem bendir til þess að fleiri tímar í íslensku muni gefa okkur betri niðurstöðu. Kennsluefni hefur lítið breyst undanfarin ár og því knýjandi þörf á að skoða hvort námsefnið í íslensku sé að höfða til barna og þá jafnt til drengja og stúlkna, skoða þarf hvort það standist nútímann og hvort það fjallar um mál og málefni sem börnin okkar þekkja. Til að greina betur vandann og geta brugðist við er mikilvægt að mæla árangur, ekki aðeins í grunnskólum heldur einnig í leikskólum þar sem mik- ilvægt er að mæla orðaforða ungra barna og greina þar mögulegan vanda. Í dag erum við í mestum vandræðum með að leggja próf fyr- ir eins og samræmd próf sem ár eftir ár eru að mistakast í grunn- skólum landsins og virðast ekki mæla annað en kvíða og álag. Við getum ekki lengur látið börnin gjalda fyrir þær aðferðir sem menntamálastofnun vinnur með til að mæla getu barna okkar og þarf því að endurskoða þær alveg frá grunni. Í dag er ofuráhersla lögð á að mæla leshraða en sú mæling skoðar ekki hvað nemandinn skilur af því sem hann las og er því aðferð sem vert er að láta af að mínu mati. Á grunnskólinn að varðveita fortíðina eða horfa til framtíðar? Í aðalnámskrá grunnskóla er hvorki að finna námsgreinar eins og fjármálalæsi, nýsköpun, heil- brigðisfræðslu né kennslu í for- vörnum, forritun, samskiptum eða sjálfstrausti. Sannarlega eru ein- staka kennarar sem taka það upp á sitt einsdæmi að koma þessu inn í kennslu barnanna en öll börn verða að sitja við sama borð. Hetjusögum kappa okkar í Íslendingasögunum eru gerð góð skil á meðan sum grunnskólabörn hafa ekki hugmynd um hvernig þau eiga að fóta sig í hetjulegum heimi atvinnulífsins eft- ir lok grunnskólagöngunnar. Ég er ekki svo viss um að danskan sem annars er ágæt út af fyrir sig eða Gunnar á Hlíðarenda, sem kennt hefur okkur Íslendingum þraut- seigju, sé að hjálpa ungmennum okkar að takast á við áskoranir í nútíma samfélagi. Metnaðarfull vinna við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 er í vinnslu en hún boðar því miður engar breytingar á aðalnámskrá né viðmiðunarstund- arskrá. Börnin sitja enn sem fyrr föst í aðalnámskrá sem hjakkar í fortíðinni með takmarkaða sýn á framtíðina. Vandamálið liggur ekki hjá kenn- urum landsins sem hafa við krefj- andi aðstæður unnið gott starf, vandamálið er heldur ekki það að íslenskir drengir geti ekki lært. Vandamálið liggur í því að við höf- um ekki brugðist við nútímanum og þeim tækniframförum sem hafa orðið og á meðan sjá börnin heim- inn þjóta framhjá og við höldum áfram að skrifa greinar og klóra okkur í hausnum yfir lélegri út- komu í könnunum. Menntakerfið verður að vera sveigjanlegt og það verður að aðlagast betur hröðu samfélagi! Eftir Kristínu Thoroddsen » Á hverju ári útskrif- ast börn sem ekki hafa náð viðunandi við- miðum. Menntakerfið verður að vera sveigj- anlegt og á að bregðast við hröðu samfélagi. Kristín Thoroddsen Höfundur er bæjarfulltrúi og for- maður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Grunnskóli framtíðarinnar Nýlega tilkynnti ég ákvörðun mína um að sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í próf- kjöri sem fram fer í maí vegna alþing- iskosninga í haust. Viðbrögðin hafa verið mikil og jákvæð og fyrir þau er ég afar þakklát. Það er vissulega stór ákvörðun að óska eftir umboði til starfa á vettvangi Alþingis og það hafði satt að segja ekki hvarfl- að að mér fyrr en nú nýverið. Ég hef ekki tekið virkan þátt í stjórn- málastarfi á landsvísu en hjartað slær til hægri og hefur alltaf gert. Ég er alin upp við sjálfstæðisstefn- una með tilheyrandi frelsi, velferð og ábyrgð, allt kunnugleg stef í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er sú stefna sem höfðar til mín og fyrir slíkan málstað mun ég standa. Þegar betur var að gáð var ég tilbúin að gefa kost á mér í landsmálapólitík og gefa mig alla í verkefnið, enda tel ég mig hafa öðl- ast notadrjúga þekkingu og reynslu fyrir í störfum mínum und- anfarin ár sem nýst getur vel fyrir Suðurkjördæmi nái ég árangri í prófkjörinu sem framundan er. Fyrst skal auðvitað nefna að ég hef tekið þátt í að reka fjölskyldu- fyrirtækið okkar, Kjörís í Hvera- gerði, allan minn starfsferil á vinnumarkaði. Síðustu tíu ár hef ég síðan gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir heildarsamtök í at- vinnulífinu og lífeyrissjóðakerfið. Þar eru snertifletir við fjöldamargt í atvinnulífinu og í gangverki þjóð- félagsins yfirleitt sem ég kynntist vel og gat haft áhrif á, eðli máls samkvæmt. Óneitanlega er spenn- andi að fá að vera hreyfiafl, að eiga sér hugsjónir og sjá þær raunger- ast. Það er einmitt sú reynsla sem ég veit að nýtist í störfum á Al- þingi Íslendinga. Ég er fædd og upp- alin á Suðurlandi. Hér liggja mínar rætur og hér hef ég starfað alla tíð. Ég hef óbilandi trú á framtíðarmögu- leikum Suður- kjördæmis og ég vil leggja mitt af mörk- um til að styrkja inn- viði þess á alla vegu. Við erum í fremstu röð og eigum að vera hvort heldur litið er til sjávarútvegs, land- búnaðar og matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu eða margs konar iðnaðar. Síðustu ár höfum við orðið vitni að mikilli fjölgun íbúa í kjördæm- inu sem kallar á öfluga og trausta innviði samfélagsins okkar. Brýnt er að samgöngur séu góðar. Mennta- og skólamál verða sömu- leiðis að svara kalli tímans. Heil- brigðisþjónustan verður að vera öflug til til að sinna þörfum okkar íbúanna. Atvinnumálin eru mér sérlega hugleikin enda er atvinnulífið sjálf- ur grunnurinn. Við þurfum fjöl- breyttari atvinnusköpun til að fjölga störfum í kjördæminu. Við getum hvert og eitt okkar haft áhrif á framtíðina. Það ætla ég að gera. Ég hlakka til að hitta ykkur sem flest á förnum vegi næstu vik- urnar. Eflum Suðurkjördæmi. Guðrúnu Hafsteinsdóttur í 1. sæti! Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur Guðrún Hafsteinsdóttir »Ég er alin upp við sjálfstæðisstefnuna með tilheyrandi frelsi, velferð og ábyrgð, allt kunnugleg stef í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Höfundur gefur kost á sér í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Við eigum samleið Fátt ef nokkuð er mikilvægara og dýr- mætara en hlý og um- vefjandi, umhyggju- söm og nærandi nærvera. Þar sem við fáum að njóta skiln- ings og við erum um- föðmuð í öllum að- stæðum. Hvar sem við komum og hvar sem við erum hverju sinni. Jafnvel líka þegar við erum bara ein með sjálfum okk- ur. Mér finnst svo óendanlega þakkar- vert og gott að trúa því, vita til þess, skynja og meðtaka að maður sé umfaðm- aður af Guði sem skapaði þennan heim, Guði kærleikans, von- arinnar, upprisunnar, lífsins og friðarins. Af höfundi og fullkomnara lífsins. Ég er líka þeirrar trúar og reyndar alveg viss um að okkur liði mun betur ef við temdum okkur hugarfar auðmýktar gagnvart Guði, því fólki sem við umgöngumst og mætum, núinu, náttúrunni, framtíð- inni og eilífðinni. Og lifðum í bæn og þakklæti. Værum uppbyggileg og jákvæð í framkomu og sam- skiptum og ættum gagnleg samtöl og samskipti með gagn- rýnu hugarfari þar sem við sammæltumst um að reyna að sýna skilning og samstöðu. Byggja upp en ekki brjóta niður. Biðjum og þökkum í auðmýkt Þökkum fyrir Guðs eilífa faðmlag sem við getum fengið að hvíla í og njóta öllum stund- um. Biðjum þess að okk- ur mætti auðnast sú náð og blessun að ná að faðma lífsins tré svo við fáum smitast af kærleika frelsarans og borið þann ávöxt sem okkur var ætlað. Verða að ódauðlegum grein- um á lífsins tré, hér og nú og um eilífð. Að vera Guði til dýrðar, fólki til blessunar og þannig sjálfum okkur og öðrum til uppbyggingar og heilla. Og að hinn líknandi, læknandi og lífgefandi kærleikur smitist síðan frá hjarta til hjarta. Með kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Umvefjandi og nærandi nærvera Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Biðjum að okkur mætti auðnast sú náð og blessun að faðma hið eilífa lífsins tré svo við fáum smitast af kærleika frelsarans. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.