Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
Sýning Stöku ferðamaður fer á Vesturnesið í Borgarnesi til að skoða sig um á þessum vonandi síðustu vetrar- og veirudögum. Þessi ferðamaður fékk sannkallaða einkasýningu á svæðinu nýverið.
Theodór Kr. Þórðarson
Á dögunum var skýrt
frá því að dómsmála-
ráðherra hefði falið mér
að vinna að tillögum um
styttingu málsmeðferð-
artíma í sakamálum. Þá
stigu m.a. fram tvær
hetjur í mannlífinu, sem
trúað hefur verið fyrir
sæti á Alþingi. Þær heita
Rósa Björk Brynjólfs-
dóttir og Þórhildur
Sunna Ævarsdóttir.
Töldu þær báðar ámælisvert af ráð-
herranum að hafa falið mér þetta verk-
efni, þar sem ég væri sérstakur and-
stæðingur þolenda kynferðisafbrota.
Tveir annmarkar voru á þessum mál-
flutningi. Hugmyndir þeirra um skoð-
anir mínar á afbrotum í þessum flokki
mála eru rangar auk þess sem þær
skipta engu máli um verkefnið sem mér
hafði verið falið.
Í stuttri grein sem ég fékk birta af
þessu tilefni tók ég fram að í ræðu þess-
ara kvenna kæmi fram misskilningur
og jafnvel útúrsnúningur á skoðunum
mínum. Óskaði ég eftir því að þessar
hetjur mættu mér á opnum fundi til að
ræða málið. Byggðist sú
hugmynd á því að best væri
að ræða ágreiningsmál á
vettvangi þar sem handhafi
öndverðra skoðana gæti
veitt svör við því sem sagt
væri og þá varið hendur
sínar ef tilefni væri til.
Þær hafa nú báðar svar-
að. Hvorug þeirra vill
mæta á slíkan fund. Ég get
ekki sagt að sú afstaða
komi mér á óvart. Mig
grunar nefnilega að báðar
séu huglausar og treysti
sér ekki í að verja blaður sitt þannig að
aðrir heyri.
Þá höfum við það.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
»Hugmyndir þeirra
um skoðanir mínar á
afbrotum í þessum flokki
mála eru rangar auk þess
sem þær skipta engu
máli um verkefnið sem
mér hafði verið falið.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Þingmannablaður
Á undanförnum ár-
um hafa vextir lækkað
verulega í flestum hag-
kerfum og eru nálægt
núlli eða neikvæðir.
Heimsfaraldur hefur
síðan aukið líkur á að
vextir verði áfram lágir
auk þess sem seðla-
bankar heimsins hafa
aukið peningaprentun
verulega til að mæta
gríðarlegum samdrætti. Á síðustu
fimm áratugum hefur fjármagn verið
talin fágæt auðlind. Í dag er til of
mikið af ódýru fjármagni og má bú-
ast við að þannig verði staðan í tölu-
verðan tíma. Röksemdin er sú að
fjármagnseignir á heimsvísu hafa
verið að aukast hraðar en þjóðar-
framleiðsla heimsins á sama tíma.
Fjármagn er ekki lengur auðlind sem
skortir og breytir öllu. Framboð fjár-
magns hefur aukist gríðarlega á und-
anförnum árum, fjármagnskostn-
aður hefur lækkað umtalsvert sem
hefur gert stórfyrirtækjum kleift að
fá lánsfjármagn nánast ókeypis í lág-
vaxtaumhverfi und-
anfarinna ára. Þetta
hefur leitt til þess að
fyrirtæki geta ekki
lengur viðhaldið sam-
keppnishæfni sinni ein-
göngu með því að fjár-
festa með færni einni
saman.
Í þessu nýja um-
hverfi þurfa fyrirtækj-
astjórnendur að gera
lægri ávöxtunarkröfu
til fjárfestinga. Fjár-
festingarstefnan þarf
að taka mið af því í stað þess að
treysta á fáar stórar fjárfestingar sé
skynsamlegra að fjárfesta í mörgum
smáum vaxtartækifærum. Ekki má
búast við að allar þessu smáu fjár-
festingar gangi upp en áhættan sem
fylgir mistökum er nauðsynleg þann-
ig að langtímaárangur náist.
Framtakssemi og færni starfs-
manna skapar hagvöxt framtíðar
Verðmæti þekkingar og færni
starfsmanna er sú auðlind sem raun-
verulegur skortur er á í dag. Fyrir-
tæki verða að stýra vinnuafli sínu
með aga og ná því besta fram í hæfi-
leikaríku starfsfólki sínu, ekki ósvip-
að og þegar þau stýra fjármagns-
eignum sínum. Hæfni til að stýra
fjármagnseignum er ekki lengur
uppspretta samkeppnishæfni heldur
starfsmenn sem geta framleitt góðar
hugmyndir og umbreytt þeim í nýjar
og betri vörur, þjónustu eða rekstur.
Samkeppnishæfni fyrirtækja snýst
um að geta hugsað strategískt til
mjög langs tíma. Þegar framboð
ódýrs fjármagns er mikið er mikil-
vægt að fyrirtæki lækki ávöxtunar-
kröfu sína til fjárfestingaverkefna í
ljósi núverandi vaxtastigs sem er ná-
lægt núlli í mörgum hagkerfum.
Mikilvægt er að benda á að kaup eig-
in hlutabréfa búa ekki til verðmæti
nema hlutabréf viðkomandi fyrir-
tækis séu verulega undirverðlögð á
markaði. Og þrátt fyrir að kaup eigin
hlutabréfa geti verið skynsamleg þá
getur það gefið til kynna að fyrir-
tækjastjórnendur hafi ekki nóg af
spennandi fjárfestingaverkefnum á
sínu borði.
Alþjóðlegt fjármagn hefur þrefald-
ast á síðustu þremur áratugum og er
nú tólf sinnum þjóðarframleiðsla
heimsins en var um sex sinnum þjóð-
arframleiðsla heimsins fyrir þrjátíu
árum. Eftir því sem fjármagn hefur
vaxið hefur verð fjármagns lækkað
verulega. Fyrir mörg alþjóðleg fyrir-
tæki hefur fjármagnskostnaður eftir
skatta verið nálægt verðbólgu sem
þýðir að fjármagnskostnaður hefur
verið nálægt núlli. Öll vel rekin, al-
þjóðleg fyrirtæki geta fjármagnað
sig við kaup á nýjum tækjum,
vöruþróun, inngöngu á nýja markaði
eða yfirtöku á nýjum fyrirtækjum.
Alþjóðleg fyrirtæki skortir frekar að-
gang að hæfileikum og færni til að
umbreyta góðum viðskipta-
hugmyndum yfir í nýjar afurðir,
þjónustu eða rekstur. Flest fyrirtæki
leita að vaxtartækifærum og efna-
hagsreikningar margra alþjóðlegra
fyrirtækja eru með mjög góða lausa-
fjárstöðu og nægt fjármagn sem ekki
finnur vaxtartækifæri. Erfitt er að
ávaxta í lágvaxtaumhverfi og þess
vegna hafa mörg fyrirtæki talið besta
fjárfestingatækifærið í að fjárfesta í
eigin hlutabréfum.
Ný vaxtartækifæri og lang-
tímavöxtur skila mestum arði
Velgengni fyrirtækja í framtíðinni
mun ráðast mun meira af því hvernig
stjórnendur ná að koma auga á ný
vaxtartækifæri frekar en að há-
marka núverandi rekstur þar sem
fjármagnskostnaður er mjög lágur.
Ávinningurinn frá nýjum vaxtar-
tækifærum er mun meiri en hægt er
fá með hagnaðaraukningu í rekstri.
Þannig mun áhersla á ný vaxtar-
tækifæri og langtímavöxt skila mest-
um arði fyrir flest fyrirtæki. Prentun
fjármagns, lágir vextir og aukið pen-
ingamagn í umferð eykur umsvif til
skemmri tíma, en staðreyndin er sú
að þjóðríki geta ekki gengislækkað
sig til velmegunar og framfara. Fjár-
festing í nýjum arðsömum vaxtar-
tækifærum skilar mestum arði í um-
hverfi peningaprentunar og lágra
vaxta.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Verðmæti þekkingar
og færni starfs-
manna er sú auðlind
sem raunverulegur
skortur er á í dag.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur,
MCF í fjármálum fyrirtækja
og með 30 ára starfsreynslu
á fjármálamarkaði.
Peningaprentun og lágir vextir
Alþjóðadagur
neytendaréttar er
haldinn hátíðlegur
um allan heim þann
15. mars ár hvert.
Þennan mikil-
væga alþjóðadag má
rekja til ársins 1962
en 15. mars það ár
var John F. Kenn-
edy Bandaríkja-
forseti fyrstur þjóð-
arleiðtoga til að lýsa því
formlega yfir að neytendur
hefðu grundvallarréttindi. Alla
tíð síðan hefur dagurinn verið
helgaður baráttunni fyrir bætt-
um neytendarétti og er markmið
dagsins ekki síst að vekja
stjórnvöld og almenning til um-
hugsunar um neytendarétt og
neytendamál yfir höfuð.
Í ár er sjónum beint að plast-
mengun en framleiðsla og notk-
un á plasti, sérstaklega einnota
plasti, er ósjálfbær, skaðar um-
hverfi og er heilsuspillandi.
Samkvæmt Alþjóðasamtökum
neytenda (Consumer Inter-
national) sýna
kannanir að neyt-
endur hafa auknar
áhyggjur af plast-
mengun og sífellt
fleiri gera sér far
um að minnka
plastnotkun með
öllum ráðum. Til að
ná tökum á vand-
anum þarf að ráðast
í gagngerar aðgerð-
ir á öllum stigum og
tryggja að sjálfbær
notkun verði ætíð
hið auðvelda val.
Á Alþjóðadegi neytendaréttar
í ár hafa Alþjóðasamtök neyt-
enda ákveðið að leggja áherslu á
sjö atriði: Endurskoða, hafna,
spara, endurnýta, endurvinna,
endurbæta, endurskapa. Helena
Leurent, formaður Alþjóða-
samtaka neytenda, segir: „Plast-
mengun er eitt brýnasta mál
samtímans. Vitund um plastkr-
ísuna fer vaxandi um heim allan
og neytendur gegna lykilhlut-
verki í að þrýsta á um mikil-
vægar breytingar til batnaðar.
Það verður að styðja við neyt-
endur svo þeir geti haft áhrif á
fyrirtæki og stjórnvöld til að
tryggja sjálfbæra neyslu sem er
aðgengileg öllum“.
Alvarleiki skaðsemi plasts
felst ekki bara í því sem sést
með berum augum, þótt það sé
oft þungbært, heldur einnig í
hormónatruflunum sem það
veldur dýrum og mönnum. Því
er beinlínis lífsnauðsynlegt að
draga úr plastnotkun sem helst
er kostur og að það plast sem
nauðsynlegt er að nota verði
endurunnið á ábyrgan hátt.
Enginn má skorast undan í bar-
áttunni við plastdraslið.
Eftir Breka
Karlsson
Breki Karlsson
»Alþjóðadagur neyt-
endaréttar er hald-
inn um allan heim í dag,
15. mars. Í ár er sjón-
um beint að plastmeng-
un og má enginn skor-
ast undan baráttunni.
Höfundur er formaður
Neytendasamtakanna.
breki@ns.is
Neytendur og plastdrasl