Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 19
sannarlega Íslandi til sóma og
komandi kynslóðum til eftir-
breytni.
Kæra vinkona, mikið er þakk-
læti mitt fyrir vináttu, lærdóm og
tryggð gegnum tugi ára.
Þú varst sannkölluð móðir fyrir
okkur öll bæði í sorg og í gleði.
Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í
friði.
Elsku Margrét, Ingi Gunnar og
fjölskyldur. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Minning um einstaka konu
mun ávallt lifa.
Þín vinkona,
Olga.
Þeir sem kynntust Ástbjörgu
voru heppnir. Kennari og leið-
beinandi fram í fingurgóma, ung á
undan sinni samtíð, ástríðufull um
heilsufar almennings og íþrótta-
iðkun og taldi aldrei eftir sér að
leggja þeim málefnum lið. Ég var
ein af þessum heppnu að hafa Ást-
björgu í mínu lífi og það í meira en
fjörutíu ár. Hún var prófdómari
minn á Íþróttakennaraskólanum
á Laugarvatni, virðuleg kona sem
18 ára stelpa þorði ekki að yrða á.
Kynni okkar hófust í gegn um fim-
leika og síðar almenningsleikfimi
sem við báðar kenndum. Hún varð
mér mikil fyrirmynd. Aldursmun-
urinn var mikill og stíllinn ólíkur,
en ég lærði vandvirkni, aðhald og
nauðsyn þess að vera stöðugt að
endurnýja mig af henni. Hún var
mér langtum fremri í byrjun, en
setti aldrei út á það sem ég var að
gera og hvatti mig áfram. Ég er
stolt af því að hafa getað kallað
Ástbjörgu vinkonu mína og þau
Jóhann tóku alltaf höfðinglega á
móti mér þegar ég mætti í borg-
ina. Þær voru ófáar ferðirnar sem
hún skutlaði mér á flugvöllinn eft-
ir gómsæta máltíð á hennar fal-
lega heimili. Heimsóknir okkar
með leikfimihópa hvor til annarr-
ar eru ógleymanlegir og ekki taldi
hún það eftir sér að leggja lykkju
á leið sína til mín þegar ég bjó í
Wales, en þá var hún að koma af
Laban-dansnámskeiði í Englandi.
Við töluðum oft saman í síma og
ég heimsótti hana þegar ég kom
heim til Íslands, það var eitthvað
svo hressandi og upplífgandi að
vera í návist hennar. Hún var
glæsileg og flott kona, takk fyrir
allt. Kæra Margrét, Ingi Gunnar
og fjölskyldur, þið fáið alla mína
samúð.
Edda Hermannsdóttir.
Enn á ný er komið að kveðju-
stund. Með tæplega viku millibili
eru tvær skólasystur okkar úr
Íþróttakennaraskólanum á Laug-
arvatni fallnar frá. Við erum þrjú
sem eftir stöndum úr hópi tólf
nemenda sem hófu þar nám
haustið 1948. Það var spennandi
verkefni fyrstu dagana að kynnast
skólasystkinum sínum og áhuga-
málum þeirra. Hvers vegna var
þessi hópur saman kominn? Voru
einhver sameiginleg áhugamál
hjá okkur á sviði íþróttanna? Við
skólasystkinin leituðumst við að
tileinka okkur íþróttafræðin og
heilsusamlegt líferni en ekki síst
að þróa vináttu sem við héldum lif-
andi allt frá fyrsta degi. Heima-
vistarlífið, hið mikla aðhald og
skólaaginn hafði mótandi áhrif á
allt líf okkar og við eigum svo
margar ógleymanlegar minningar
frá skóladvölinni og höfum notið
þess að rifja „hin gömlu kynni“
upp við ótal tilfelli.
Ástbjörg sýndi strax mikil til-
þrif, smekkvísi og næmleika fyrir
fimleikum og dönsum og nutu
þessir hæfileikar hennar sér vel í
ævistarfinu en hún var frum-
kvöðull á sviði kvennaleikfimi á Ís-
landi og starfaði ætíð við sitt fag,
langt fram eftir aldri. Minnast
margir glæsilegra fimleikasýn-
inga hjá flokkunum hennar. Það
kom vel í ljós hve traustur og góð-
ur dansfélagi hún var á Lands-
móti UMFÍ í Hveragerði þegar
undirritaður, hálffatlaður eftir
fótbrot, dansaði með henni „Laug-
ardagskvöldið á Gili“. Við skóla-
systkinin fylgdumst grannt með
starfi Ástbjargar og dáðumst að
faglegu og listrænu yfirbragði á
sýningum hennar. Á sjötugs-
afmælinu var enn allt á fullri ferð
hjá henni og fékk hún þá þessa
stöku:
Afar lítið á þér sést
og ekki mikil breyting.
Í hálfa öld það hefur frést
um hressfimleika þeyting.
Við skólasystkinin þökkum
liðnar samverstundir og sendum
fjölskyldu Ástbjargar innilegar
samúðarkveðjur.
Hjörtur Þórarinsson.
Kveðja frá Íþrótta- og
ólympíusambandi Íslands
Íþrótta- og ólympíusambandið
kveður nú kæran heiðursfélaga,
Ástbjörgu Gunnarsdóttur. Ást-
björg á að baki einstakan feril sem
íþróttakennari og leiðtogi í
íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Hún var fyrsta konan til að verða
formaður sérsambands innan ÍSÍ
þegar hún var kjörin til forystu í
Fimleikasambandi Íslands árið
1977 og var mikill frumkvöðull á
sviði kvennaleikfimi á Íslandi alla
tíð.
Ástbjörg var mikil fyrirmynd í
íþróttahreyfingunni, hafði brenn-
andi áhuga á málefnum hennar og
ekki síst hagsmunamálum kvenna
í íþróttum. Hún starfaði við
kennslu allt til vorsins 2015 er hún
var orðin tæplega 86 ára gömul og
hún var virk í nefndarstarfi hjá
ÍSÍ allt til æviloka. Hún lét sér af-
ar annt um hreyfingu fullorðinna
og eldri borgara og var meðal
annars meðlimur í nefnd ÍSÍ um
íþróttir 60 ára og eldri þar sem
hún miðlaði vel af sinni visku og
reynslu.
Ástbjörg hafði góða nærveru,
var hlý og elskuleg og verður sárt
saknað úr starfi hreyfingarinnar.
Hún tók virkan þátt í viðburðum
ÍSÍ í gegnum árin og var ómiss-
andi í hópi heiðursfélaga ÍSÍ.
Við kveðjum Ástbjörgu með
miklu þakklæti fyrir allt hennar
ævistarf í þágu íþrótta, almennrar
hreyfingar og lýðheilsumála en
einnig þakklæti fyrir hennar góðu
vináttu, hlýhug og ósérhlífni í
sjálfboðaliðastörfum fyrir ÍSÍ og
íþróttahreyfinguna í heild.
Blessuð sé minning Ástbjargar.
Stjórn og starfsfólk ÍSÍ vottar
afkomendum Ástbjargar, fjöl-
skyldum þeirra og aðstandendum
öllum dýpstu samúð.
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.
Ástbjörg Gunnarsdóttir var
formaður Fimleikasambands Ís-
lands á árunum 1977-1981 og var
fyrsta konan til að gegna því emb-
ætti.
Ástbjörg var mikil hugsjóna-
kona og frumkvöðull íþróttakenn-
ara á Íslandi. Hún kenndi leikfimi
alla sína starfsævi, fór með hóp-
ana sína víða um heim og sýndi sín
atriði á fjölbreyttum sýningarhá-
tíðum. Nákvæmni, glæsileiki og
ástríða lýsa störfum hennar einna
best en hún var sambandinu innan
handar og stuðningur við starfið
alla tíð.
Árið 1973 stóð Fimleikasam-
bandið fyrir mikilli sýningarhátíð,
sem hátt í 1.000 þátttakendur frá
Norðurlöndunum tóku þátt í. Ást-
björg var í framkvæmdanefndinni
og átti stóran þátt í velgengni há-
tíðarinnar, sem var í fyrsta skipti
sem Fimleikasambandið tók að
sér erlent mótahald og gerði það
svo glæsilega að enn hafa menn á
orði hversu vel var að því staðið og
lagði um leið grunninn að því að
styrkja allt það góða og faglega
móthald sem sambandið hefur
staðið að síðan.
Fimleikasambandið er þakklátt
Ástbjörgu fyrir allt það stór-
brotna og óeigingjarna starf sem
hún hefur unnið íþróttum og fim-
leikum til heilla með ævistarfi
sínu.
Hvíldu í friði kæra Ástbjörg.
F.h. Fimleikasambands Ís-
lands,
Sólveig Jónsdóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
✝
Haraldur Júl-
íus Sigfússon
fæddist í Garðbæ
á Eyrarbakka 15.
júlí 1930 og lést
26. febrúar 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Anna
Tómasdóttir hús-
freyja í Garðbæ, f.
2. nóvember 1894
á Syðri-Hömrum í
Holtum, d. 10. júní
1949, og Sigfús Árnason, tré-
smiður og bóndi í Garðbæ, f.
20. apríl 1892 að Hurðarbaki í
Villingaholtshreppi, d. 1. októ-
ber 1975. Haraldur var næst-
yngstur fjögurra systkina,
bræður hans voru Tómas
Grétar, f. 1921, d. 13. júní
2017, og Guðmundur Árni, f.
9. október 1925, d. 8. desem-
ber 2014, og yngst var Að-
alheiður, f. 10. júní 1932, d.
18. júní 2013.
Haraldur kvæntist Guðnýju
Gunni Gunnarsdóttur frá
Hafnarfirði þann 17. október
1953, hún var fædd 23. janúar
1933 og lést 17. október 2017.
Þau stofnuðu heimili í Hafn-
arfirði, leigðu fyrst hjá Birni
Árnasyni og Guðfinnu Sigurð-
ardóttur á Hverfisgötu 35
og Sigríði konu hans, og þar
kynntist hann verðandi eig-
inkonu, henni Guðnýju Gunni,
systur Siggu. Sveinspróf í vél-
virkjun tók hann svo árið
1952. Árið 1959 réð hann sig
hjá Íslenskum aðalverktökum,
vinnustaðurinn var lengst af á
vallarsvæðinu á Miðnesheiði,
og átti hann farsælan starfs-
feril hjá ÍAV, var þar verk-
stjóri í „welding“, málm-
smíðadeildinni, og kom að
mörgum stórum verkefnum,
s.s. smíði flugskýla, olíutanka
í Hvalfirði, smíði a.m.k. fjög-
urra radarstöðva og -mastra.
ÍAV tók líka að sér að steypa
Reykjanesbrautina á árunum
1962-65 og kom Haraldur og
deildin hans að því verki, þótt
ekki tengdist beint málmsmíði.
Hann lét af störfum hjá fyrir-
tækinu þegar hann var um 71
árs.
Haraldur og Guðný Gunnur
höfðu ánægju af því að
ferðast, og fóru víða um Evr-
ópu þegar börnin voru flogin
úr hreiðrinu. Þau ætluðu sér
að njóta elliáranna og halda
því áhugamáli áfram, en upp
úr 2006 fór heilsu þeirra
beggja að hraka, Guðný fékk
síðan vist á Hrafnistu árið
2014, en Haraldur bjó áfram á
Kelduhvamminum þar til hann
flutti líka á Hrafnistu árið
2016.
Útförin fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag,
15. mars 2021, klukkan 13.
(Ás), síðan á Garð-
stíg 3 og svo á
Garðstíg 1 hjá
Sigurjóni Ein-
arssyni og Andreu
(Öddu), á meðan
þau voru að
byggja á Keldu-
hvammi 1 í Hafn-
arfirði í félagi við
Tómas Grétar
bróður Haraldar
og Sigríði, elstu
systur Guðnýjar Gunnar. Þar
áttu þau sitt heimili þar til
þau fengu vist á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Haraldur og Guðný eign-
uðust fjögur börn: Önnu, f.
1954, gift Sveini Jóhannssyni,
Guðnýju f. 1957, gift Ólafi Jó-
hannessyni, Harald f. 1967,
kvæntur Ester Bjargmunds-
dóttur, áður Steinunni Ingu
Óttarsdóttur, og Steinunni, f.
1970, hennar maður er Grétar
Mar Hreggviðsson. Barna-
börnin eru átta og barna-
barnabörnin eru sex.
Haraldur gekk í barnaskól-
ann á Eyrarbakka, lærði síðan
vélvirkjun í vélsmiðjunni
Kletti í Hafnarfirði. Á meðan
á náminu stóð fékk hann að
búa hjá Grétari bróður sínum
Nú þegar pabbi minn hefur
kvatt þennan heim og heldur
mömmu félagsskap, langar mig
að minnast hans nokkrum orð-
um, þessa skapgóða og jafn-
lynda manns. Hann var þægi-
legur í umgengni, allt stóðst
sem hann sagði, maður gat
treyst því. Aldrei hækkaði hann
róminn, ekki hægt að rífast við
hann, mamma reyndi það
stundum en það rann alltaf út í
sandinn, því pabbi tók aldrei
undir, frekar að frá honum
kæmi góðlátlegur hlátur. Ég
man varla eftir að hann hafi
nokkurn tímann skammað okk-
ur krakkana. Þótt hann væri
rólegheitamaður var ekki þar
með sagt að hægt væri að valta
yfir hann, hann réð því sem
hann vildi ráða. Pabbi var
handlaginn og oft að gera við
hluti, sérstaklega bíla, og gam-
an að fylgjast með og fá að
rétta honum skrúfjárn eða
skiptilykil og þykjast vera að
gera gagn. Ef hann var utan-
dyra að sýsla drógust að honum
börnin úr nágrenninu, fylgdust
með og var aldrei stuggað frá.
Hann var alltaf tilbúinn að
rétta okkur börnunum og öðr-
um hjálparhönd, yfirleitt óbeð-
inn. Hann hafði gaman af að
tefla, spila brids og lesa sagn-
fræðibækur, margar um heims-
styrjöldina síðari, en bílar voru
helsta áhugamálið, enda átti
hann þá marga yfir ævina, var
aldrei bíllaus frá því hann tók
bílprófið. Listinn er langur yfir
bíla sem hann átti yfir ævina,
s.s. Ford-herbíll, Kaiser, Dodge
Kingsway, Volvo-kryppa, Volvo
station, Plymouth, Opel og
margir, margir fleiri, yfirleitt
notaðir bílar sem þurfti aðeins
að hlúa að. Cortínan var þó
keypt ný, á svipuðum tíma og
ég fékk bílpróf, enda mátti ég
ekki keyra hana. Því keypti
hann mjög svo krúttlegan
grænan DAF með reimaskipt-
ingu, sem ég fékk til afnota og
kom sér vel, enda þá í skóla í
Reykjavík. Svo fékk Guðný
systir bílpróf og keyrði bílinn
líka – í kostulegu vegakerfi í
Kópavogi lenti bíllinn ofan í
skurði, því þar í bæ voru skurð-
ir grafnir út og suður, en engin
varúðarmerki að sjá, það voru
þá endalokin á DAF-inum. Á
sumrin fórum við í tjaldútilegur
og ferðuðumst um allar trissur
á Volvo. Pabbi hafði eignast
kvikmyndavél á árunum um
1960 og notaði óspart, útileg-
urnar voru margar festar á
filmu og sýna aðallega okkur
Guðnýju hrista ryk úr ábreið-
unum fyrir utan tjaldið. Pabba
og mömmu þótti gaman að
ferðast, árið 1964 eða ’65, sigldu
þau með Gullfossi ásamt vinum
sínum, þá var ekki algengt að
fólk færi í utanlandsferðir, 1978
heimsóttu þau, ásamt yngri
systkinunum, Steinunni systur
mömmu og fjölskyldu hennar í
Pennsylvaníu.
Þegar hjónin voru orðin ein í
kotinu fóru þau í ferðir til Evr-
ópu, skipulögðu allt sjálf, skoð-
uðu borgir og staði í Bretlandi
og meginlandinu, en voru ekki
spennt fyrir sólarlandaferðum.
Þegar starfsævinni lauk ætluðu
þau að njóta lífsins og sinna
þessu áhugamáli – og gerðu það
til að byrja með, en pabbi veik-
ist árið 2006 og um sama leyti
fór sjúkdómur mömmu að láta
á sér kræla og þá var orðið erf-
iðara að njóta elliáranna. Ég
kveð pabba með söknuði, þessi
góði karl átti betra ævikvöld
skilið, en hann kvartaði aldrei
og bað aldrei um neitt og að-
spurður skorti hann aldrei neitt
- það var alveg í hans anda.
Anna.
Þá er hann sæti góði afi minn
kominn í blómabrekkuna til
ömmu Guðnýjar eftir nokkurra
ára aðskilnað. Afi og amma
voru heiðurshjón eins og
mamma segir alltaf og ég er
svo heppin að eiga margar góð-
ar minningar með þeim.
Afi var barngóður og stóísk-
ur með eindæmum, gat sofnað í
stólnum sínum hvenær sem er
en nennti endalaust að bralla
eitthvað með manni þess á
milli.
Ég varði löngum stundum á
Kelduhvamminum hjá afa og
ömmu á mínum yngri árum og
ég minnist þeirra ára með
hlýju. Ég náði oft að plata afa
með mér í Smáralind að kíkja í
uppáhaldsbúðina hans, Tiger,
og alltaf laumaði hann að mér
pening til að kaupa mér eitt-
hvað sniðugt. Á heimleiðinni
hringdum við í ömmu úr bíla-
símanum í Opelnum, sem mér
fannst rosalegt tækniundur, svo
hún hefði fyrirvara til að und-
irbúa kaffitímann, þangað til
mauluðum við tópas eða brudd-
um Werthers’ Original Cream
Candies, þessa klassísku afa-
mola, sem voru alltaf til í
hanskahólfinu og reyndar eld-
hússkúffunni líka. Afi gat
drukkið endalaust af kaffi, og
var alltaf kominn með stút á
munninn áður en hann lyfti
bolla að vörunum. Svo hristist
hann allur í öxlunum þegar
hann hló.
Hann þreyttist aldrei á að
spila olsen-olsen við mig og við
héldum nákvæma stigatöflu, en
ég held samt að hann hafi oft
leyft mér að vinna. Eini leik-
urinn sem hann vann þó alltaf í
var „hver nær að hreinsa boxið
undan ísblómi betur án þess að
nota tungu?“ – þangað til ég
gómaði hann inni í sjónvarps-
herbergi með tunguna í skín-
andi hreinu ísblómsboxinu. En
þá hristumst við bara úr hlátri.
Afi gat smíðað allt og gert
við allt. Ég held að það hafi
verið það skemmtilegasta sem
hann gerði. Hann var með
vinnuherbergi í kjallaranum
með öllum helstu nauðsynjum
þar sem allt var á sínum stað,
og auðvitað lítill ísskápur með
nóg af gosi og bjór.
Afi var alltaf vel til hafður og
í flottum fötum. Einu skiptin
sem ég sá hann í stuttermabol
var þegar það voru pylsur í
matinn. Hann hafði alltaf Heinz
Relish með pylsunni, en ég á
enn eftir að læra að meta það
meðlæti.
Þegar afi varð áttræður vildi
hann ólmur fara til útlanda, en
aldurinn var farinn að segja til
sín og sextán ára tækifæris-
sinninn ég bauðst til að fara
með, þeim ömmu til halds og
trausts. Það er mjög eftirminni-
leg ferð en þau voru bæði orðin
svolítið rugluð og nú var komið
að mér að sjá um þau til til-
breytingar. Þau höfðu nú samt
húmor fyrir því þegar amma
heyrði ekki neitt sem afi sagði
og afi þurfti að endurtaka sig
svo oft að hann gleymdi hvað
hann hafði verið að segja.
Bæði afi og amma veiktust
og náðu ekki að njóta rólegu
elliáranna og ég veit að þau
hefðu viljað dekra barna- og
barnabarnabörnin sín miklu
lengur. En þó að afi gæti ekki
tekið á móti gestum í allsnægt-
um að hætti þeirra hjóna í
Kelduhvammi undir lokin, gat
fólk alltaf gengið að afamolum
og kexi vísu í herberginu hans á
Hrafnistu.
Ég er þakklát fyrir að muna
eftir afa eins og hann átti að
sér að vera og ég mun varð-
veita minninguna um hann og
ömmu eins lengi og ég get.
Elsku afi, við skálum í ís-
blómi næst þegar við sjáumst.
Þín,
Inga.
Haraldur Júlíus
Sigfússon
Mín yndislega og elskaða eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
Sléttuvegi 31, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju
föstudaginn 19. mars klukkan 13.
Vilhjálmur Þór Ólafsson
Ólafur Vilhjálmsson Anna Erla Þorsteinsdóttir
Rúnar Þór Vilhjálmsson Jóna Rán Ingadóttir
Gísli Már Vilhjálmsson Þórdís Einarsdóttir
Eva Vilhjálmsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ég kynntist Pétri
fyrir um 20 árum,
hann var snaggara-
legur, sterkur per-
sónuleiki og með
sterkar skoðanir, sem hann lá
ekkert á þegar svo bar undir. Á
þeim tíma var hann mjög dugleg-
ur að kyrja Nam-Myo-Ho-Ren-
Ge-Kyo og hafði opið hús heima
hjá sér. Þessar kyrjanir voru
mörgum hvatning og gáfu mörg-
um von, það voru allir velkomnir í
opið hús á kyrjun hjá Pétri.
Árið 2010 hjálpaði Pétur mér
töluvert þegar ég var sjálf að
✝
Pétur Þórir
Hugus fæddist
7. maí 1962. Hann
lést 24. febrúar
2021.
Útför Péturs fór
fram 10. mars 2021.
ganga í gegnum
krabbameinslyfja-
meðferð, hann til
dæmis krúnurakaði
mig þegar hárið fór
að detta af, hann var
rétti maðurinn í
verkið þar sem hann
var alltaf svo vel
krúnurakaður sjálf-
ur, svo var hann líka
alltaf tilbúinn að
kyrja með manni.
Ég hugsa til Péturs með miklu
þakklæti og bið fyrir honum á
hverjum degi.
Mínar dýpstu samúðarkveðjur
til Kristínar Bíu konunnar hans
og Davíðs sonar hans, megi
minningin um Pétur lifa áfram
hjá þeim, vinum hans og öðrum
aðstandendum.
Helga Nína
Heimisdóttir.
Pétur Þórir
Hugus