Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
✝
Auður Hall-
dórsdóttir
fæddist 5. nóv-
ember 1927 í
Reykjavík. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 6. mars
2021. Foreldrar
hennar voru Krist-
ólína Þorleifs-
dóttir, f. í Haga í
Holtum í Rang-
árvallasýslu 12.9. 1898, d. 21.3.
1962, og Halldór Sigurðsson
beykir, f. á Pétursborg í Glæsi-
bæjarhreppi í Eyjafirði 27.8.
1893, d. 30.11. 1981. Systkini
Auðar eru: Kristín, f. 1.2. 1924,
d. 25.10. 2002, Jón Kristinn, f.
9.12. 1925, d. 9.7. 1978, Halldór
Geir, f. 28.7. 1929, d. 30.8.
2017, og Unnur Anna, f. 1.11.
1942.
Auður eignaðist með Jó-
hanni Eyfells myndlistarmanni,
f. 21.6. 1923, d. 3.12. 2019, son-
inn Ingólf H. Eyfells, f. 4.1.
1945, maki Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir Eyfells, f. 25.1.
1955. Synir þeirra eru: Guð-
mundur Eyfells, f. 10.1. 1973,
Auður útskrifaðist frá Hús-
mæðraskólanum í Reykjavík
1947. Hún stundaði nám við
Skole til Haandarbejdeds
Fremme í Kaupmannahöfn
1947 til 1948 og tók kenn-
arapróf frá Handíða- og mynd-
listaskólanum 1949. Hún stund-
aði nám við Kennaraháskóla
Íslands 1976 til 1977 og við
Kennaraháskóla Kaup-
mannahafnar 1978. Auður
kenndi við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur 1952, 1954 og
1955. Hún kenndi við Náms-
flokka Reykjavíkur 1956 til
1959 og við Kvennaskóla
Reykjavíkur 1955 til 1975 og
1978 til 1983. Eftir fráfall eig-
inmanns síns rak Auður Ljós
og orku frá árinu 1982 allt til
ársins 2004 þegar hún lét af
störfum. Auður var virk í fé-
lagsstarfi og er hún einn af
stofnfélögum Netsins, sem er
samskiptanet kvenna í atvinnu-
lífinu og var stofnað 1986. Hún
virk í þeim samtökum til ævi-
loka og eignaðist þar margar
góðar vinkonur.
Útför Auðar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 15. mars
2021, klukkan 13.00. Vegna
samkomutakmarkana verður
stuðst við boðslista.
Slóð á streymi:
https://www.sonik.is/audur
Hlekk á streymi má finna á
www.mbl.is/andlat/
maki Debbí Sochia
Eyfells, f. 8.6.
1969; Jóhann K.
Eyfells, f. 25.3.
1981, maki Auður
Ögmundardóttir, f.
21.6. 1985, þau
eiga tvö börn, Jó-
hann var áður
kvæntur Örnu
Pálsdóttur, f. 18.
apríl 1985, þau
eiga tvær dætur;
Eyjólfur Eyfells, f. 8.6. 1983,
maki Masumi Eyfells, f. 8.5.
1987, þau eiga tvö börn.
Hinn 11.9. 1963 giftist Auður
Lúðvík Guðmundssyni raffræð-
ingi og heildsala, f. 20.7. 1915,
d. 3.1. 1982. Sonur þeirra er
Ólafur, f. 15.2. 1966, maki
Gunnhildur Viðarsdóttir, f.
1.11. 1963. Dætur þeirra eru
Hrönn, f. 6.3. 1984, maki Hörð-
ur Harðarson, f. 25.9. 1980,
þau eiga tvö börn; Auður f.
1.12. 1994, maki Þröstur Geirs-
son, f. 14.7. 1991, þau eiga tvö
börn; Hrafnhildur, f. 18. júlí
1996, maki Jónas Heiðarr, f.
10. febrúar 1995; Sólveig f. 18.
júlí 1996.
Í dag er tilvonandi tengda-
móðir mín til 30 ára jarðsung-
in. Þessi ofurkona kunni sko
aldeilis að lifa lífinu og eru
minningarnar, ferðalögin og
skvísugleðistundirnar, sem
koma upp í hugann, óteljandi.
Þegar Amma Auður, eins og
við kölluðum hana, brunaði
vestur á Hótel Eldborg, sá
nokkrar fífur á leiðinni, hopp-
aði út úr bílnum með skærin til
að ná sér í gott búnt. Bíllinn
læsir sér í gangi og níræða
konan með fífuvöndinn og
skærin fer á puttanum með
þessum ágæta túrista á leið-
arenda, alsæl með fífurnar.
Ferðalagið síðasta sumar
þar sem við fórum hringinn í
kringum landið er mér einnig
minnisstætt þar sem við tókum
skyndiákvörðun eftir viku
ferðalag að keyra yfir Kjöl, það
þótti nú ekki tiltökumál hjá
henni Auði, og við brunuðum
því tvær saman þvert yfir Ís-
land. Ég get lengi talið
skemmtilegar og skondnar
sögur af henni.
Ég hef alltaf staðið í þeirri
trú að við værum mjög svo
ólíkar tengdamæðgurnar, þá
var mér bent á það í dag af
góðri vinkonu að sennilega höf-
um við bara verið þónokkuð
líkar. Hún vildi alltaf hafa fólk
og fjör í kringum sig, fannst
kaffið best með Grand og lá
ekki á skoðunum sínum.
Ég kveð hér konu sem lifði
með reisn og full orku til síð-
asta dags.
Hvíl í friði.
Gunnhildur (Gunnsa).
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson)
Hrönn Vilhjálmsdóttir
og Hörður Harðarson.
Það er með miklu þakklæti
sem við minnumst móðursystur
okkar, Auðar Halldórsdóttur.
Hún var okkur náin og ávallt
nærstödd á gleðistundum fjöl-
skyldu okkar. Fjölskyldan okk-
ar hefur lag á því að gera sér
glaðan dag, svo samverustund-
irnar urðu margar.
Auður naut þess að vera
með fólki og það var alltaf
gaman og gefandi að vera með
henni. Eftir að við systkinin
komumst á fullorðinsár styrkt-
ust böndin við Auði frænku
enn frekar. Hún sýndi alltaf
einlægan áhuga á því sem um
var að vera í okkar lífi og gaf
góðan gaum að börnunum okk-
ar sem minnast hennar með
mikilli væntumþykju.
Það var margt að læra af
Auði, ekki síst fallegt mál, góð-
an smekk, ást á listum og
áhuga á mönnum og málefnum.
Hún gaf mikið af sér og var
sérlega örlát m.a. á tíma og
veigar. Hún miðlaði vel og fús-
lega af kunnáttu sinni um
handverk sem mun ylja okkur
áfram á marga vegu.
Það var alltaf svo fallegt í
kringum Auði, hún bjó sér fal-
legt heimili og hafði bæði auga
og næmi fyrir fögrum hlutum.
Það var eins og að stíga inn í
aðra vídd að koma heim til
hennar í Barðavoginn, í Fells-
múlann og svo síðast á Strikið.
Heimili hennar bar alltaf vott
um smekkvísi, útsjónarsemi og
tengsl við framandi staði. En
staðurinn sem við tengjum
ekki síst við Auði er hennar
kæra hús á Eyrarbakka.
Tjörn var eins og lítið
dúkkuhús, þar sem hugsað var
fyrir hverju smáatriði bæði í
ytra byrði og innanhúss. Hús-
gögn, borðbúnaður, dúkar, glös
og munir, allt var þetta eins og
í fallegu ævintýri. Þær eru ófá-
ar stundirnar sem hún átti þar
með vinum og vandamönnum
og hún var örlát á þetta hús
sem henni var svo kært. Henni
var hreinlega í mun að húsið
væri nýtt og að hennar fólk
fengi að njóta þess sem það og
hinn merkilegi Eyrarbakki
býður upp á.
Auður átti líka spennandi og
stundum dularfullt lífshlaup,
finnst okkur. Hún fæddist í
kreppunni stóru inn í reyk-
víska verkamannafjölskyldu
með tengsl út á land, eins og
svo margir af hennar kynslóð.
Hún sinnti sem ung stúlka
sveitastörfum og öðrum verk-
efnum sem þurfti að vinna, oft
hörðum höndum. Hjarta henn-
ar og hæfileikar báru hana
snemma á önnur mið. Hún fór
ung til Kaupmannahafnar, á
þeim árum sem landið var að
takast á við niðurbrot heims-
styrjaldarinnar, til að nema
handavinnu. Kennsla í hann-
yrðum varð síðar eitt af þeim
störfum sem hún sannarlega
blómstraði í og sinnti með alúð
og árangri. Það eru margir
nemendur sem minnast
kennslu hennar í Kvennaskól-
anum í Reykjavík með virð-
ingu.
Síðar lagði Auður fyrir sig
heildsölu- og verslunarrekstur
og þar blómstraði hún líka.
Hún var manneskja sem óx við
hverja raun og bar hreinlega
mikla gæfu og gáfu til þess að
snúa málum á þann veg sem
gerði lífið fallegt og gott. Fal-
lega frænka okkar lifði góðu
lífi, umvafin fjölskyldu, vinum
og englum, ekki án áskorana
og erfiðleika en stóð alltaf keik
og flott, áhrifavaldur í sínu
nærumhverfi. Hún þáði mikið
og gaf mikið.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar vottum Ólafi og Ingólfi
og þeirra fólki hjartans samúð.
Minning merkrar konu lifir.
Unnar- og Tómasarbörn og
fjölskyldur,
Kristín Þórunn Tóm-
asdóttir, Dagný Halla
Tómasdóttir, Sveinn
Bjarki Tómasson,
Gunnfríður Katrín
Tómasdóttir, Jóhannes
Þorkell Tómasson.
Í dag kveðjum við eina
glæsilegustu konu landsins,
Auði Halldórsdóttur, fyrrver-
andi stórkaupmann í Ljós og
orku. Auður var mér nátengd
en hún var móðir mágs míns,
Ingólfs Eyfells.
Kynni okkar Auðar urðu
nánari með árunum en við hitt-
umst oft á aðfangadagskvöldi
og við fleiri hátíðleg tækifæri.
Auður var fróð kona, listræn
og hrókur alls fagnaðar. Hún
naut þess fram á síðustu daga
sína, að fara í leikhús, á list-
sýningar, út að borða og njóta
góðs félagsskapar. Hún vakti
eftirtekt fyrir glæsilegan fata-
smekk. Þarna var sannkölluð
dama á ferð. Auður ferðaðist
víða, meðal annars til Kína,
Indlands og fleiri framandi
landa. En hennar land var
Danmörk sem var eins og
hennar annað heimaland. Þar
átti hún góða vini og hafði
stundað þar nám í handavinnu.
Hún tók kennarapróf frá
Handíða-og Myndlistaskólan-
um í Reykjavík 1949. Það er
hægt að segja að Auður hafi
verið kröfuhörð kona en hún
vildi öllum vel. Og rausnarleg
var hún. Þegar ég var fátækur
námsmaður í Barcelona sendi
hún mér væna peningasummu
sem kom sér vel. Ég er henni
ævinlega þakklátur. Auður
fylgdist vel með heims-
málunum og því sem helst var í
fréttum þrátt fyrir erfið veik-
indi síðustu daga sína. Mér
þótti vænt um þessa einstöku
konu og er þakklátur fyrir góð
kynni. Ég votta sonum hennar
og fjölskyldum þeirra innilega
samúð.
Barði Guðmundsson.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna
hennar
innihaldsríkara og fegurra.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Lokaþætti í lífi hefðarkon-
unnar Auðar Halldórsdóttur
vinkonu minnar er lokið. Líf
hennar var gott, það hefur ver-
ið kaflaskipt eins og í öllum
góðum leikverkum. Auður var
skarpgreind, hjartahlý, trygg-
lynd og naut þess að vera í
góðum félagsskap vina og
vandamanna. Hún var áhuga-
söm um myndlist og listsköp-
unum, lestur góðra bóka og
hafði unun af leik-og tónlist.
Hún naut þess að ferðast, bæði
innanlands og til útlanda. Auð-
ur hefur auðgað líf okkar sem
höfum verið svo lánsöm að
njóta samfylgdar hennar og
eru því inneignir okkar í banka
minninganna dýrmætar.
Ég flutti til Reykjavíkur á
síðustu öld og tók þá þátt í
Netinu, samskiptaneti kvenna í
atvinnurekstri, sem er góður
félagsskapur áhugaverðra
kvenna og var Auður ein
þeirra.
Ég var svo lánsöm að fá að
njóta vináttu þessarar miklu
hefðarkonu sem gaf lífinu lit.
Vináttubönd okkar urðu enn
sterkari þegar Auður flutti á
Strikið og þá tengdist hún
vinaböndum við föður minn,
dætur mínar og barnabörn,
sem öll báru mikla virðingu og
vinsemd til þessarar yndislegu
konu, sem Auður var.
Þakklæti mitt er mikið fyrir
að hafa fengið að njóta vináttu
og kærleika Auðar, minnar
kæru vinkonu og þeirra ferða
sem við fórum saman m.a. til
útlanda og einnig á Eyrar-
bakka. Ég bið góðan Guð að
blessa minningu Auðar vin-
konu minnar, ég mun sakna
hennar mikið.
Ég sendi sonum hennar Ing-
ólfi og Ólafi og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur.
Björg Þórðardóttir.
Auður Halldórsdóttir var
mjög áhrifarík kona og mark-
aði sterk spor í starfsemi Nets-
ins. Hennar einstaki persónu-
og yndisleiki og sterka nær-
vera hefur fyllt okkur hinar
eldmóði og gefið okkur trú á
okkur sjálfar og er gaman að
hafa fengið að vera henni sam-
ferða árin í Netinu. Hún var
okkar elst og reyndust.
Á ráðstefnunni „konur við
stjórnvölinn“ sem haldin var á
Iðntæknistofnun Íslands vorið
1986 kom hugmyndin um að
stofna samskiptanet kvenna og
um haustið var Netið stofnað. Í
Netinu hafa verið konur á öll-
um aldri, í fjölbreyttum störf-
um með mismunandi reynslu
og menntun að baki. Tilgang-
urinn var að þannig gætu kon-
ur hist og öðlast stuðning,
fræðslu og hvatningu og skipst
á skoðunum, hugmyndum og
upplýsingum. Það hefur reynt
á félagsþroska okkar, þ.e. fé-
lagsgetu, sveigjanleika og vilja,
þar sem við höfum gefið, þegið
af og treyst hver annarri og
ekki síst öðlast vináttu hver
annarrar. Netið skiptist upp í
tvo hópa og var valinn tengill
fyrir hvorn hóp og saman unnu
þeir að undirbúningi funda og
ferða. Vorferðirnar voru
skemmtiferðir til að kynnast á
persónulegu nótunum, en
haustferðirnar voru uppbygg-
ingarferðir þar sem Netkonur
fluttu fyrirlestra sér til æfinga
og öðrum til fróðleiks og
skemmtunar. Í dag starfar
Netið sem einn hópur sem hitt-
ist einu sinni í mánuði yfir vet-
urinn og verður mikill missir
að Auði á þeim samkomum
þegar þær hefjast að nýju eftir
þetta skrýtna Covid-19-ár. Við
náðum þó að hittast þrisvar í
fyrra.
Auði kynntist ég best eftir
að hún og Ingibjörg Bjarnar-
dóttir komu að máli við mig
sumarið 1990 og spurðu hvort
ég vildi taka að mér tengla-
starfið fyrir stjórnunarhópinn
af Ingibjörgu sem sinnt hafði
því starfi, en Auður var tengill
viðskiptahópsins sem hún hafði
átt þátt í að endurreisa. Játti
ég því og hagaði því þannig til
að við Auður störfuðum saman
við undirbúning vetrarstarfs-
ins. Það var mjög skemmtilegt
samstarf og lærði ég mikið af
henni. Hún rak þá verslunina
Ljós og Orka í Skeifunni og
áttum við mörg skemmtileg
samtöl í þeirri fallegu verslun.
Í Netferðunum naut Auður
sín ekki síst. Hún hafði afskap-
lega gaman af því að ferðast
með okkur og lumaði alltaf á
einhverjum fróðleik okkur til
gagns og skemmtunar. Einnig
var hún mjög virk í fundarsókn
og það fór ekki mikið fyrir
henni á þann hátt að hún vildi
athygli eða tranaði sér fram
heldur var eins og það yrði allt
bjartara þegar hún birtist, hún
hafði svo fallega og hlýja nær-
veru. Hún hafði sterkar skoð-
anir á öllum málum og sagði
sína meiningu umbúðalaust.
Auður var bæði skörungur
og glæsikona, heimsborgari og
hefðarkona sem kunni að njóta
lífsins lifandi. Verður hennar
sárt saknað af okkur í Netinu
en ljúfar minningar munu lifa
með okkur áfram. Blessuð sé
minning Auðar Halldórsdóttur.
Fjölskyldunni allri vottum
við einlæga samúð okkar.
Fyrir hönd Netsins,
Hulda Halldórsdóttir.
Árið 1989 var fyrirlestur í
Netinu, samskiptaneti kvenna
á vinnumarkaði. Á þeim fjöl-
menna fyrirlestri fangaði
glæsileg kona athygli okkar.
Við höfðum reyndar hist marg-
ar á námskeiði fyrir konur um
stofnun og rekstur fyrirtækja
nokkrum árum áður, sem síðar
leiddi til stofnunar Netsins. En
þetta kvöld hófst spjall og
kynni sem leiddu til langrar og
gefandi vináttu.
Auður Halldórsdóttir var
enginn nýgræðingur í viðskipt-
um 1989. Hún átti og rak fyrir-
tækið Ljós og orku. Þessi
skarpgreinda kona reyndist
hafa mörgu að miðla til okkar
sem yngri vorum og sumar
hverjar að feta fyrstu spor í
rekstri eða stjórnun. Hún hafði
þegar átt langa starfsævi þeg-
ar við kynntumst henni, m.a.
sem kennari við Kvennaskól-
ann í Reykjavík.
Auður var strax afskaplega
vel liðin meðal Netkvenna og
átti hug okkar og hjörtu frá
fyrstu stundu og við litum upp
til hennar fyrir það sem hún
stóð fyrir.
Eins og gerist og gengur í
fjölmennum samtökum mynd-
uðust smærri hópar sem hitt-
ust þá oftar en stóri hópurinn
við ýmis tækifæri. Undirritað-
ar voru í einum af slíkum
ásamt Auði og þremur öðrum
sem nú eru fallnar frá.
það er ómetanlegt að geta
hlýjað sér við minningar um
frábærar samverustundir, ým-
ist með öllum Netkonunum eða
litla hópnum í fjölmörgum og
fjölbreyttum ferðum innan-
lands og utan, leikhúsferðum
og matarboðum. Á slíkum sam-
verustundum var mikið spjall-
að og glatt á hjalla.
Auður var áræðin og vílaði
aldrei fyrir sér að taka þátt al-
veg fram á síðasta dag. Sama
hvað var verið að bralla, hvort
gist var á fimm stjörnu hót-
elum í útlöndum eða skipbrots-
mannaskýli á hjara veraldar
hér heima. Hún var ávallt
tilbúin.
Hún fylgdist vel með og
hafði mikinn áhuga á menningu
í hverju sem hún fólst. Hún las
mikið og sótti menningarvið-
burði. Umræður hópsins sner-
ust gjarnan um slíkt, og nátt-
úrulega lífið, tilveruna og
eilífðarmálin. Um eilífðarmálin
spunnust oft líflegar og áhuga-
verðar umræður og sýndist þá
sitt hverjum.
Fáguð framkoma og virðu-
leiki einkenndi Auði út á við,
en hún hafði líka til að bera
hlýju, glettni og fordómaleysi.
Það voru forréttindi að kynn-
ast henni og njóta samverunn-
ar og ekki spurning að við nut-
um hverrar mínútu sem gafst
með henni.
Nú hefur drottningin okkar,
elskuleg vinkona og samferða-
maður í liðlega 30 ár kvatt eft-
ir stutt en snörp veikindi.
Margt höfum við af þessum
lífskúnstner lært og mikið eig-
um við eftir að sakna hennar
skemmtilegu og gefandi nær-
veru.
Anna Þórunn
Sveinsdóttir,
Birna Halldórsdóttir,
Hanna Helgadóttir,
Marta Hildur Richter.
Það var ekki óalgengt að
strákar úr háskólanum væru
gripnir í forfallakennslu í
Kvennaskólanum, ekki endi-
lega mikilla verðleika vegna,
auralitlir, tilbúnir að sleppa á
meðan einhverju úr akademí-
unni. Og þeir voru leiddir til
sætis framan við svið gamalla
leikmuna skólaeldhúss hús-
mæðradeildar á jarðhæðinni,
Fríkirkjuvegi 9. Þar var bláa
stellið og María, kannski jafn
gömul og skólinn, kennararnir
frú Hrefna, frú Nagel, frú Þor-
björg, frú Guðrún skólastjóri.
Borðstofan gamla var orðin að
handavinnustofu og meðalaldur
kaffisamsætis morgunsins
snarlækkaði þegar dyrnar á
milli eldhúss og stofu opnuð-
ust. Inn gekk Auður og það
voru ekki aðeins árin sem töldu
heldur ekki síður gæðastuðull
andrúmsloftsins. Sigurjón bók-
færslukennari, Barði félags-
fræðikennari og jafnvel sr.
Óskar lyftust í sætunum. Hún
var glæsileg hún Auður, jafnt í
klæðaburði sem fasi og fram-
komu, björt yfirlitum og bros-
hýr. Hún átti það svið sem hún
vildi þegar hún steig fram.
Skólastofumegin voru kröfurn-
ar skýrar, aginn fumlaus, fyr-
irmælin tæpitungulaus.
Svo fór að forfallastrákurinn
kominn yfir Tjarnabrúna ílent-
ist þarna og eignaðist vináttu
þessarar konu. Þegar hún
hvarf á annan vettvang og
henni þótti langt líða á milli
tengsla hringdi hún árvisst.
Það var þessi inngróna rækt-
arsemi og umhyggja sem þann-
ig birtist og við yljuðum okkur
við gamlar minningar og kynni
af fyrirmyndarfólki, kennurum
og nemendum. Við tókum stöð-
una á menntamálum og fjöl-
skyldum, þjóðfélaginu og skól-
anum okkar. Það var enginn
kotungsarfur þeirra Þóru Mel-
steð, Ingibjargar H. Bjarnason
og frk. Ragnheiðar. Þessa tíma
sem nú er að leysast upp í blá-
móðu fortíðar og einn þráð-
urinn raknar með Auði. Hún
var ekki síst þeirra sem önn-
uðust grunn vinnubragða og
andrúmslofts sem vel hefur
dugað okkar gamla vinnustað á
Tjarnarbakka.
Aðalsteinn
Eiríksson.
Auður
Halldórsdóttir