Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 27
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Ég á eiginlega eftir að átta mig á því
hver mín næstu skref verða. Það var
mjög stórt fyrir mig að slá Íslands-
metið í fyrsta sinn í febrúar og bæta
mig um heilar tíu sekúndur, því ég
var þar með kominn upp á nýtt þrep í
íþróttinni,“ sagði Baldvin Þór Magn-
ússon langhlaupari við Morgunblaðið
í gær.
Á laugardaginn bætti Baldvin eigið
Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi inn-
anhúss á lokamóti bandarísku háskól-
anna í Arkansas þegar hann keppti
fyrir Eastern Michigan-háskólann og
hljóp á 7:53,72 mínútum. Metið sló
hann fyrst á móti í Michigan 6. febr-
úar þegar hann hljóp á 7:53,92 mín-
útum og bætti þá bæði eigin árangur
og Íslandsmet Hlyns Andréssonar
rækilega. Met Hlyns var 7:59,11 mín-
útur frá árinu 2019.
Baldvin launaði þar með Hlyni fyr-
ir góða aðstoð við að koma ferli sínum
sem hlaupari á þann stað sem hann er
á núna.
„Ég á Hlyni í raun allt að þakka.
Hann var í háskólanum hérna í
Michigan á undan mér, útskrifaðist
vorið áður en ég kom, og það var
hann sem benti þjálfara skólans á mig
og kom því til leiðar að ég kæmist
hingað,“ sagði Baldvin.
Held að hann sé samt ánægður
Hann þakkaði sem sagt fyrir sig
með því að hirða Íslandsmetið af
Hlyni 6. febrúar! „Já, reyndar, en við
Hlynur erum í góðu sambandi og ég
held að hann sé samt bara ánægður
með mig. Enda er aðalmálið að við
séum báðir að styrkja íslenskar
frjálsíþróttir með okkar árangri,“
sagði Baldvin sem stundar nám í lík-
amsræktarfræði (e. exercise science)
við Eastern Michigan-háskólann.
Með árangrinum glæsilega 6. febr-
úar tryggði Baldvin sér sæti á loka-
móti háskólanna, NCAA, sem er há-
punktur keppnistímabilsins á þessu
stigi í Bandaríkjunum. Baldvin
kvaðst hafa sett Íslandsmetin tvö við
ólíkar aðstæður og með mismunandi
hugarfari.
„Þegar ég setti metið 6. febrúar
hljóp ég til að ná sem bestum tíma og
það tókst svona vel. Með því tryggði
ég mig inn á lokamótið og var þá með
þrettánda besta tímann af þeim sem
komust þangað. Ég mætti síðan á
mótið til þess að ná sem bestu sæti og
hugsaði ekki mikið um tímann. Ég er
mjög glaður með að hafa náð sjöunda
sætinu, það er mjög stórt hérna í
Bandaríkjunum að komast í hóp átta
efstu á háskólamótinu og verða með
því „All-American“, og það hentar
mér betur að keppa við mótherja og
reyna að vinna þá en að keppa við
tíma. Mér gengur best þegar ég þarf
að treysta á sjálfan mig í jafnri
keppni. Ég var ekki með tímann í
huga og áttaði mig ekki á því fyrr en
ég sá hann á töflunni eftir hlaupið að
ég hefði náð að bæta Íslandsmetið,“
sagði Baldvin sem var aðeins þremur
sekúndum frá fjórða sæti í hlaupinu.
Einbeitir sér að 5.000 metrum
Baldvin mun nú leggja greinina til
hliðar og einbeita sér að 5.000 metra
hlaupi á utanhússtímabilinu sem
hefst í næstu viku.
„Þrjú þúsund metrarnir eru ekki
utanhússgrein í Evrópu að neinu ráði,
aðallega hérna í Bandaríkjunum, og
eru ekki ólympíugrein. Utanhúss
legg ég því aðaláherslu á 5.000 metr-
ana og hef ekki hlaupið 3.000 metra
utanhúss í tvö ár. Utanhúss hleyp ég
líka 1.500 metra,“ sagði Baldvin en
þetta skýrir betur að hann sé aðeins
níundi á íslensku afrekaskránni utan-
húss í 3.000 metrunum þar sem hann
á best 8:21,86 mínútur. Hann er hins-
vegar þriðji besti Íslendingurinn inn-
anhúss í 5.000 m hlaupi, á eftir Kára
Steini Karlssyni og Hlyni Andrés-
syni, og á þar Íslandsmet 22 ára og
yngri, 14:14,14 mínútur, frá síðasta
ári.
„Ég keppi eftir ellefu daga á Ra-
leigh Relays-mótinu í Norður-
Karólínu og hleyp þar 5.000 metra.
Annars er ég ekki farinn að horfa
langt fram í tímann. Ég einbeiti mér
að skólanum og hlaupunum hérna í
bili, ég á einn vetur eftir og sé til
hvernig gengur og hvert það leiðir
mig að námi loknu.“
Baldvin hefur búið í Hull á Eng-
landi frá fimm ára aldri en hefur
keppt fyrir UFA á Akureyri þegar
hann er á Íslandi. „Við fluttum frá
Akureyri til Hull þegar ég var fimm
ára og þar hef ég æft frjálsíþróttir frá
tólf ára aldri. Ég var líka í fótbolt-
anum á fullu þar til ég var fimmtán
ára og spilaði með Elloughton Juni-
ors í Hull og svo eitthvað smávegis
með yngri flokkum Þórs og Selfoss
þegar ég var í heimsóknum á Ís-
landi,“ sagði Baldvin sem stefnir á Ís-
landsferð í sumar, þá fyrstu í tvö ár,
en veit ekki hvort hlaupaskórnir verði
mikið notaðir.
„Ég verð í raun í sumarfríi, þá er
hlé frá háskólamótunum, og þjálf-
arinn minn verður að segja til um
hvað verði best fyrir mig að gera á
þeim tíma,“ sagði Baldvin Þór Magn-
ússon.
„Ég á Hlyni allt að þakka“
- Baldvin Þór hefur skotist hratt fram á sjónarsviðið sem langhlaupari
- Setti sitt annað Íslandsmet í 3.000 m hlaupi á árinu í lokakeppni NCAA
Verðlaun Baldvin Þór Magnússon með verðlaunagripinn sem fylgir því að
komast í hóp átta bestu í Bandaríkjunum, ásamt þjálfaranum Mark Rinker.
að ná lágmarkinu þar. Hlynur er bjart-
sýnn á að ná því í sínu fyrsta mara-
þonhlaupi en rætt var við hann á
mbl.is í gær.
_ Elvar Már Friðriksson landsliðs-
maður í körfubolta var besti maður Si-
auliai þegar lið hans tapaði gegn einu
af bestu liðum Evrópu, Zalgiris Kau-
nas, 96:60 í litháísku A-deildinni. Elvar
var stigahæstur með 15 stig, átti flest-
ar stoðsendingar, fimm, var með
hæstu framlagspunkta, 13, og spilaði
mest, eða í 29 mínútur. Aðeins eitt
stig skildi liðin að í hálfleik en Zalgiris
hafði yfirburði í seinni hálfleiknum.
_ Rúnar Már Sigurjónsson landsliðs-
maður í knattspyrnu var fljótur að láta
til sín taka í fyrsta leik sínum með
rúmenska meistaraliðinu CFR Cluj.
Rúnar kom til félagsins fyrir stuttu frá
Astana í Kasakstan og var í leik-
mannahópnum í fyrsta sinn í gær, fyrir
heimaleik gegn Politehnica Iasi.
Rúnari var skipt inn á eftir 76 mínútna
leik. Aðeins tíu mínútum síðar lagði
hann upp mark fyrir Ciprian Ioan Deac
og með því var sigur CFR innsiglaður,
4:0. CFR og FCSB, sem hét áður
Steaua, eru jöfn og efst á toppi deild-
arinnar með 60 stig, sjö stigum á und-
an Universitatea Craiova.
_ Jón Axel Guðmundsson og félagar í
Fraport Skyliners styrktu stöðu sína í
baráttunni um sæti í átta liða úrslita-
keppni þýska körfuboltans á laugar-
daginn með heimasigri gegn Giessen,
82:79. Jón Axel lék í 26 mínútur með
Fraport, skoraði 10 stig og átti sex
stoðsendingar. Lið hans er í níunda
sæti, tveimur stigum á eftir næstu
tveimur liðum.
_ Alfreð Gíslason er á leið á Ólympíu-
leikana í Tókýó í sumar með karla-
landslið Þýskalands í handknattleik.
Þjóðverjar og Svíar urðu jafnir og efst-
ir í undanriðli sem leikinn var í Berlín
um helgina, eftir baráttu við Slóveníu
og Alsír.
_ Portúgalska karlalandsliðið í hand-
bolta keppir á Ólympíuleikum í fyrsta
sinn eftir dramatískan sigur á Frökk-
um í Montpellier í gærkvöld, 29:28.
Þar með fóru bæði liðin áfram en Kró-
atar sátu eftir en liðin urðu öll jöfn að
stigum.
_ Cristiano Ronaldo skoraði þrennu
fyrir Juventus í gærkvöld er hann
gerði öll mörk liðsins í 3:1-útisigri á
Cagliari í ítölsku A-deildinni. Þetta var
57. þrenna hans á ferlinum en hann er
nú markahæstur í deildinni með 20
mörk.
Rúnar Már
Sigurjónsson
Alfreð
Gíslason
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
Dominos-deild karla
Haukar – Þór Ak ................................ 79:100
Staðan:
Keflavík 14 12 2 1289:1119 24
Stjarnan 14 10 4 1320:1235 20
Þór Þ. 14 9 5 1380:1264 18
KR 14 9 5 1268:1276 18
ÍR 14 7 7 1240:1226 14
Grindavík 14 7 7 1263:1294 14
Þór Ak. 14 6 8 1237:1299 12
Valur 14 6 8 1165:1193 12
Tindastóll 14 6 8 1260:1293 12
Njarðvík 14 5 9 1173:1203 10
Höttur 14 4 10 1219:1306 8
Haukar 14 3 11 1168:1274 6
Dominos-deild kvenna
Keflavík – Snæfell ................................ 85:80
Staðan:
Valur 13 11 2 974:794 22
Keflavík 13 11 2 1059:946 22
Haukar 13 9 4 930:856 18
Fjölnir 13 8 5 994:943 16
Skallagrímur 13 6 7 904:931 12
Breiðablik 13 4 9 801:851 8
Snæfell 13 2 11 931:1027 4
KR 13 1 12 866:1111 2
1. deild karla
Sindri – Vestri....................................... 84:79
1. deild kvenna
Tindastóll – ÍR...................................... 53:69
Stjarnan – Njarðvík ........................... 49:100
Hamar/Þór – Vestri.............................. 86:80
Spánn
Barcelona – Zaragoza ...................... 107:88
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig,
tók 2 fráköst og átti eina stoðsendingu fyrir
Zaragoza á 5 mínútum.
Gipuzkoa – Valencia ........................... 76:60
- Martin Hermannsson skoraði 3 stig, átti
5 stoðsendingar og tók 2 fráköst fyrir Val-
encia á 26 mínútum.
Real Betis – Andorra .......................... 69:61
- Haukur Helgi Pálsson skoraði 10 stig
fyrir Andorra á 19 mínútum.
B-deild:
Forca Lleida – Girona....................... 89:111
- Kári Jónsson skoraði 8 stig, tók eitt frá-
kast og átti eina stoðsendingu fyrir Girona
á 21 mínútu.
4"5'*2)0-#
Grill 66-deild kvenna
HK U – Afturelding ............................. 26:33
Selfoss – Grótta .................................... 20:25
ÍR – Valur U ......................................... 24:32
Víkingur – Fram U............................... 26:37
Þýskaland
B-deild:
Herrenberg – Sachsen Zwickau........ 22:37
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 3 mörk
fyrir Sachsen í toppslag liðanna.
Undankeppni ÓL karla
1. riðill í Svartfjallalandi:
Brasilía – Suður-Kórea ........................ 30:24
Noregur – Síle ...................................... 38:23
Brasilía – Síle ........................................ 26:24
Suður-Kórea – Noregur ...................... 31:44
_ Noregur og Brasilía fara á ÓL.
2. riðill í Montpellier:
Króatía – Portúgal................................ 25:24
Frakkland – Túnis................................ 40:29
Króatía – Túnis ..................................... 30:27
Portúgal – Frakkland .......................... 29:28
_ Frakkland og Portúgal fara á ÓL.
3. riðill í Berlín:
Svíþjóð – Alsír....................................... 36:25
Þýskaland – Slóvenía.......................... 36:27
Alsír – Þýskaland ................................ 26:34
- Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland.
Svíþjóð – Slóvenía................................. 32:25
_ Svíþjóð og Þýskaland fara á ÓL.
Undankeppni EM karla
2. riðill:
Bosnía – Austurríki .............................. 27:21
_ Þýskaland 8, Bosnía 4, Austurríki 2, Eist-
land 2.
3. riðill:
Færeyjar – Úkraína............................. 25:26
Tékkland – Rússland ........................... 27:27
_ Rússland 6, Úkraína 5, Tékkland 3, Fær-
eyjar 0.
4. riðill:
Litháen – Ísrael .................................... 31:28
Staðan:
Portúgal 4 3 0 1 114:104 6
Ísland 3 2 0 1 92:69 4
Litháen 3 1 0 2 77:98 2
Ísrael 2 0 0 2 50:62 0
5. riðill:
Pólland – Holland................................ 26:27
- Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
_ Slóvenía 5, Holland 5, Pólland 4, Tyrk-
land 0.
6. riðill:
Lettland – Hvíta-Rússland.................. 27:39
_ Hvíta-Rússland 6, Noregur 4, Ítalía 2,
Lettland 2.
7. riðill:
Danmörk – Norður-Makedónía .......... 37:21
Sviss – Finnland ................................... 32:30
_ Danmörk 6, Norður-Makedónía 6, Sviss
4, Finnland 0.
8. riðill:
Rúmenía – Kósóvó................................ 25:30
_ Svíþjóð 6, Kósóvó 3, Rúmenía 3, Svart-
fjallaland 2.
%$.62)0-#
Keflavík komst að hlið Vals á toppi
úrvalsdeildar kvenna í körfuknatt-
leik, Dominos-deildarinnar, í gær
með naumum sigri á Snæfelli,
85:80, á heimavelli.
Snæfell, sem er næstneðst í deild-
inni, kom talsvert á óvart og var
með forystuna allt fram í fjórða
leikhluta. Þá skoraði Keflavík fjór-
tán stig í röð sem dugði til að snúa
leiknum við og knýja fram sigur.
Snæfell var með sömu sex leik-
mennina nær allan tímann og út-
haldið var greinilega á þrotum.
Daniela Wallen fór á kostum fyr-
ir Keflavík og skoraði 28 stig, tók
22 fráköst og gaf níu stoðsend-
ingar. Anna Ingunn Svansdóttir gaf
henni lítið eftir, skoraði 27 stig og
tók níu fráköst. Anna Soffía Lárus-
dóttir skoraði 23 stig og tók 12 frá-
köst fyrir Snæfell og Haiden Palm-
er var með þrefalda tvennu, 19 stig,
15 fráköst og 12 stoðsendingar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öflug Anna Ingunn Svansdóttir
skoraði 27 stig fyrir Keflavík.
Keflavík lenti í basli
Þórsarar frá Akureyri flugu upp í
sjöunda sæti úrvalsdeildar karla í
körfuknattleik, Dominos-deild-
arinnar, í gærkvöld þegar þeir
unnu stórsigur á Haukum á Ásvöll-
um, 100:79.
Akureyringarnir fylgdu þar með
eftir góðum sigrum á Stjörnunni og
Grindavík í tveimur síðustu leikjum
og skildu um leið Hauka eftir í
vondum málum á botni deild-
arinnar.
Byrjunarlið Þórsara, með fimm
erlenda leikmenn, skoraði 97 af
stigunum 100 og skoraði Srdan
Stojanovic flest eða 22. Andrius
Globys og Ivan Aurrecoechea komu
þar á eftir með 21 stig hvor og
Aurrecoechea tók 11 fráköst. De-
drick Basile skoraði 19 stig og gaf
15 stoðsendingar.
Pablo Bertone skoraði mest fyrir
Hauka eða 19 stig og Hancel
Atencia skoraði 17.
Þórsarar á fleygiferð
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Þór Hinn ungversk/serbneski
Srdan Stojanovic skoraði 22 stig.