Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021 SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. mars Páskablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 26. mars Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrumgómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögum og fleira. 60 ára Selma fæddist á Ísafirði en ólst upp í Reykjavík og býr þar. Hún er tómstunda- og félagsmálafræðingur, sjúkraliði, er með LCPH í hómópatíu og hefur stundað meist- aranám í lýðheilsufræði við HR. Selma vinnur við heimahjúkrun. Hún er gjald- keri í Birtu landssamtökum og formaður mjóhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands. Maki: Brynjólfur Óskarsson, f. 1950, málari. Börn: Ole Nordman Brynjólfsson, f. 1988, d. 2015. Stjúpbörn eru Björn Frið- rik, Thelma Björk, Guðni Karl og Óskar. Foreldrar: Ole Olsen, f. 1935, d. 1984, forstjóri á Ísafirði, og Finna Ellý Bottelet, f. 1938, húsmóðir, búsett í Reykjavík. Selma Olsen Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Vertu á varðbergi gagnvart þeirri miklu orku sem býr innra með þér. Vertu því óhræddur að taka að þér erfið verkefni sem aðrir leggja ekki í. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt á móti blási um stund. Gættu þess að bregðast ekki of hart við, því hófleg festa dugar alveg. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Reyndu að skapa þér tóm til úti- vistar á degi hverjum, því annars áttu á hættu að eilífar innisetur spilli heilsu þinni. Ef þú tekur rétt á málum muntu fyllast eftirsjá. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ræðst í áskoranir og drauma. Reyndu að halda ró þinni og gakktu til starfa þinna með venjubundnum hætti. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Haltu fast um veskið í dag. Notaðu tækifærið og ræddu þýðingarmikil mál við aðra, ekki síst systkini. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Nú þarf að hefja viðræður og kom- ast að samkomulagi. Best er að safna þeim á óformlegan hátt, með því að tala við fólk. 23. sept. - 22. okt. k Vog Reyndu að gera þér sem mestan mat úr þeim upplýsingum, sem þú ert kominn með í hendurnar um það mál, sem allt snýst um. Til þess að selja, þarf maður að svara þörfum viðskiptavinarins. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú veist nákvæmlega hvert þú stefnir, en það sem gerist styður það ekki alltaf. Klæddu þig upp og heillaðu vini og vandamenn upp úr skónum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Leggðu þig fram um að hitta annað fólk í dag, sérstaklega systkini þín og ættingja. Athugaðu vel þinn gang. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Oft getur reynst nauðsynlegt að hafa þolinmæði í samskiptum við fólk. Gefðu þér tíma til að velta málinu fyrir þér, það breytist ekkert þótt dagur líði. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru svo þér takist að ljúka við þau verkefni sem fyrir liggja. Sýndu því til- litssemi og virtu tilfinningar annarra. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Einhver hefur hugmyndir um stór- vægilegar breytingar í vinnunni. Láttu flug- eldasýningar annarra sem vind um eyru þjóta því þeir eru síst betri menn en þú. hlutastarfi sem leikskólastjóri í Hálsaborg og síðar í fullri stöðu. Hún var leikskólastjóri í Hálsa- borg til ársins 2011 þegar nokkrir leikskólar voru sameinaðir í Reykjavík. Við sameininguna tók Helga við starfi leikskólastjóra í leikskólanum Sunnuási 1.7. 2011. Deildarstjórastaða í Arnarborg varð fyrst fyrir valinu þegar Helga lauk námi sem fóstra 1972 og starf- aði Helga sem deildarstjóri í leik- skólum Reykjavíkur og tímabund- inni sérkennslu frá maí 1972 að undanskildum fæðingarorlofum. Í september 1987 byrjaði Helga í Ó löf Helga Pálmadóttir er fædd 15. mars 1951 á gamla spítalanum á Sauðárkróki og ólst upp fyrstu árin á Bjarmalandi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. „Bjarmaland var í litlu þorpi við Varmalæk í Skagafirði,“ segir Helga. „Haustið 1958 flutti fjölskyldan til Akureyrar. Það var erfitt að yfirgefa vini og ættingja í sveitinni þótt Akureyri tæki vel á móti mér, en ég átti góða að og næstu fimm sumur var ég í sveit á Laugarbökkum. Á Laugarbökkum bjuggu fyrst Sigríður Helgadóttir fóstursystir Elínar móður minnar og Svavar Pétursson, en á þessum tíma voru að taka við búinu Helgi sonur þeirra og kona hans, Edda Stefáns Þór- arinsdóttir. Fyrsta sumarið voru drengirnir tveir, Þormar og Svavar, en ári seinna hafði Sigga bæst í hópinn. Mín verkefni voru að reka kýrnar í hagann eftir mjaltir að morgni og sækja að kvöldi. Ég var ekki efnileg mjaltakona, varð svo þreytt í tönnunum og því fékk ég það hlutverk að vera með börn- unum og er þeim systkinum þakklát fyrir að vera áhrifavaldar í vali mínu á ævistarfinu. Sveitin mín er alltaf rótin að innri hlýju hvort sem er í huga eða raun.“ Náms- og starfsferill Helga hóf nám í Barnaskóla Akureyrar en ári seinna varð Odd- eyrarskóli hverfisskólinn hennar. Þaðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1964 og útskrifaðist Helga með gagnfræðapróf vorið 1968. „Á þessum árum var ég í sum- arvinnu á sumardvalarheimilum og kunni vel við starfið.“ Vorið 1968 fékk Helga starf í leikskólanum Iða- völlum og starfaði þar til haustsins 1969 að hún hóf nám í Fóstruskóla Sumargjafar og útskrifaðist 1972 sem fóstra. Haustið 1991 hóf Helga eins árs nám í Fósturskóla Íslands í stjórnun menntastofnana fyrir leik- skólakennara og útskrifaðist með diplómu árið 1992. Árið 2008 lauk Helga B.Ed.-gráðu í leikskólafræð- um frá Háskóla Íslands. „Þar lauk ég starfsævinni sem leik- skólastjóri 31.1. 2021.“ Helga gegndi félags- og trún- aðarstörfum í stéttarfélögum leik- skólakennara á árunum 1988 til 1997. Hún hefur haldið fyrirlestra um leikskólafræði á ráðstefnum og námskeiðum fyrir starfsfólk leik- skóla. Áhugamál „Mér finnst gaman að spila og þá sérstaklega við barnabarnið, ég les mikið, horfi á íþróttir og fátt er skemmtilegra en að leika golf með góðum vinum og félögum,“ segir Helga um áhugamálin. „Ég nýt þess að vera þátttakandi í skapandi at- burðum með fólki sem tekur sjálft sig ekki of hátíðlega en skapar sam- veru og hefðir af hlýhug. Við fjölskyldan höfum byggt okk- ur sælureit í Hestlandi í Grímsnes- inu. Þar er gott að vera og njóta þess að vera í móum, rækta og leika sér og stutt er út á golfvöll. Senn fer ég að pússa golfkylfurnar og spila golf með vinum og fjölskyldu. Þó að Skagafjörðurinn sé fastur á Ólöf Helga Pálmadóttir, fyrrverandi leikskólastjóri – 70 ára Hjónin Helga og Theódór gengu í hjónaband 16. júní 1973. Sveitin er rótin að innri hlýju Systkinin Sigfríður Guðný og Pálmi Ólafur, börn Helgu, að skemmta sér í Hestlandi um verslunarmannahelgina 2019 á árshátíð Hestlendinga. Með barnabarni og tengdasyni Helga, Sóley Helga og Jón Hákon á leið í leikhús. 50 ára Arnar Freyr er Bílddælingur, Arnfirð- ingur, ML-ingur og býr núna í Hafnarfirði. Hann er tölvunarfræð- ingur og MBA að mennt frá Háskóla Ís- lands. Arnar Freyr starfaði áður í nær aldarfjórðung hjá Seðlabanka Íslands, lengst af sem for- stöðumaður upplýsingatækni. Hann situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um upplýs- ingaöryggi. Maki: Kristín Grétarsdóttir, f. 1971, líf- fræðingur hjá Vistor. Börn: Guðrún Herdís, f. 1998, Tómas Orri, f. 2002, og Hjördís Ylfa, f. 2006. Foreldrar: Guðmundur Þ. Ásgeirsson, f. 1943, fv. sjómaður, búsettur í Hafnarfirði, og Guðrún Kristjánsdóttir, f. 1943, d. 2011, verslunarmaður og húsmóðir. Arnar Freyr Guðmundsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.