Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
vinnuföt fást einnig í
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Um þessar mundir eru tuttugu ár
frá því að talíbanar sprengdu í loft
upp fornar búddastyttur í Bamiyan-
dal, sem höfðu staðið þar og vakað
yfir dalnum frá því á 5. öld e.Kr. hið
minnsta. Enn þann dag í dag er litið
á eyðileggingu styttnanna sem einn
mesta glæp sem framinn hefur verið
á fornleifum, enda ómetanleg menn-
ingarverðmæti sem þarna fóru for-
görðum.
Þá vakti eyðileggingin athygli
heimsbyggðarinnar á talíbönum og
öfgatrú hinna nýju valdhafa í Afgan-
istan, örfáum mánuðum áður en
hryðjuverkin í New York og Wash-
ington kölluðu innrás Bandaríkja-
manna yfir landið og upphaf átaka,
sem standa enn.
Styttnanna tveggja er fyrst getið í
skrifum kínversks pílagríms sem
heimsótti Bamiyan-dalinn um 630
e.Kr. og báru stytturnar þá vitni um
mikla menningu búddista í hjarta
Hindu Kush-fjallanna. Lá silkileiðin
milli Kína og Evrópu um dalinn og
gátu því allir sem hana fóru séð hin-
ar mikilfenglegu styttur.
Talið er að stytturnar hafi verið
vandlega skornar út yfir nokkrar
mannsævir, en önnur styttan var 55
metra há og hin 38 metra há. Með
kolefnisrannsóknum hefur verið
áætlað að minni styttan hafi verið
fullkláruð á árunum 544-595 en sú
stærri á árabilinu 594-644. Í stein-
inum bak við stytturnar voru svo
manngerðir hellar og göng sem lágu
að búddaklaustrum og helgidómum.
Reynt að eyðileggja þær
Þegar Mongólar hernámu Afgan-
istan í kringum árið 1221 reiddist
Genghis Khan, leiðtogi þeirra, yfir
því hversu harða mótspyrnu íbúar
Bamiyan-dalsins veittu, og fyrir-
skipaði að dalurinn yrði lagður í
eyði. Genghis hróflaði þó ekki við
styttunum, en afkomandi hans, Bab-
úr, sem ríkti yfir Mógúlveldinu frá
1526-1530, reyndi að eyðileggja þær.
Hann hafði þó ekki erindi sem erf-
iði frekar en eftirmaður hans, Aur-
angzeb, sem á seinni hluta 17. aldar
reyndi að nota fallbyssur til þess að
skjóta stytturnar niður. Skemmdust
fætur stærri styttunnar við það, en
að öðru leyti stóðust stytturnar það
áhlaup eins og önnur.
Árið 1998 náðu hins vegar talíb-
anar völdum yfir dalnum, en þeir líta
svo á að íslamstrú banni allar mynd-
ir af helgum mönnum. Múlla Ómar,
leiðtogi þeirra, leyfði hins vegar
styttunum að standa um sinn, þar
sem þær væru ekki lengur notaðar
til tilbeiðslu.
Í febrúar 2001 snerist honum hins
vegar hugur og fyrirskipaði að stytt-
unum skyldi eytt. Reyndu talíbanar,
líkt og Aurangzeb, að skjóta þær
niður með fallbyssum, en þó að skot-
hríðin ylli miklum skaða stóðu stytt-
urnar þó enn.
Þegar fallbyssurnar dugðu ekki til
ákváðu talíbanar að neyða íbúa af
svæðinu til þess að bera dýnamít að
styttunum til þess að klára verkið.
Einn þeirra, Ghulam Sakhi, segir við
AFP-fréttastofuna að hann líði enn
sálarkvalir vegna þess hlutverks
sem hann var neyddur til að gegna.
„Þetta er ekki eins og minning sem
þú gætir nokkurn tímann gleymt,“
sagði Sakhi, en hann var gripinn af
talíbönum á markaðstorgi ásamt
fjölda annarra og sendur af stað með
sprengiefnið. „Ég hugsaði um það
eitt að halda lífi þennan dag.“
Stolt samfélagsins horfið
Sakhi rifjar upp að stytturnar hafi
verið stolt samfélagsins í Bamiyan,
og ein helsta tekjulind þess, þar sem
ferðamenn hafi komið hvaðanæva til
þess að sjá þær. Hamza Yosufi, íbúi í
dalnum, tekur í sama streng og segir
að stytturnar hafi veitt öllum von.
„Þetta var hræðilegt. Ég var miður
mín, það voru allir.“
Fáir staðir í Afganistan eru sagðir
hafa blómstrað jafnmikið og Bami-
yan-dalurinn eftir að talíbönum var
steypt af stóli í innrás Bandaríkja-
manna. En stytturnar skildu eftir
sig sár. Ishaq Mowahed, yfirmaður
menningarstofnunar Bamiyans, seg-
ir að stytturnar hefðu getað ýtt und-
ir enn frekari uppgang í ferða-
mennsku.
Nú óttast hins vegar allir íbúar
dalsins að talíbanar snúi aftur, sér í
lagi eftir samkomulag þeirra við
Bandaríkjastjórn um að bandarískar
hersveitir yfirgefi Afganistan. Fáir
trúa því að öryggissveitir stjórn-
valda geti staðist talíbönum snúning
án aðstoðar bandaríska flughersins
og bandarískra sérsveita. „Ef talíb-
anar snúa aftur með sömu hug-
myndafræði sem lagði búddana í
eyði munu þeir eyðileggja allt sem
er eftir,“ segir Mowahed.
Talíbanar hétu því í síðasta mán-
uði að verja fornleifar Afganistans
og koma í veg fyrir að þær fari á
svartan markað erlendis. Fáir í
Bamiyan trúa þeim. „Þetta var
glæpur sem heimsbyggðin getur
ekki og ætti aldrei að gleyma eða
fyrirgefa,“ segir Anar Gul, BS í forn-
leifafræði frá Bamiyan-háskóla.
100 km
KABÚL
AFGANISTAN
Bamiyan-dalur
Hæð: 2.500 m
Salsal, 56 m
Mynd: J.C. Chapon, 1997 Mynd: J.C. Chapon, 1997
Mynd: Massoud Hossaini, 2008
Búdda í Bamiyan
Shamama, 38 m
Búddastytturnar frá 5. öld, sem talíbanar sprengdu í loft upp í apríl 2001
Rúmlega 4.000 hellar grafnir
úr sandsteini á 3.-5. öld sem
tengdir voru með stigum
og göngum
„Glæpur sem aldrei má gleymast“
- Tuttugu ár liðin frá því að talíbanar sprengdu upp búddastytturnar fornu í Bamiyan-dalnum
Lögreglan í Lundúnum réttlætti í
gær handtökur sínar á minningar-
athöfn fyrir Söruh Everard, 33 ára
gamla konu sem talið er að hafi verið
myrt. Lögreglumaður var á föstudag
ákærður fyrir að hafa orðið henni að
bana.
Everard var á heimleið frá vin-
konu sinni í suðurhluta Lundúna
þegar hún hvarf hinn 3. mars síðast-
liðinn. Lík hennar fannst 12 dögum
síðar í skóglendi í nágrenni við Ash-
ford í Kent-sýslu.
Lögreglumaðurinn, hinn 48 ára
gamli Wayne Couzens, var handtek-
inn á miðvikudag í tengslum við mál-
ið. Couzens var svo leiddur fyrir
dómara á laugardag þar sem ákæra
á hendur honum fyrir mannrán og
morð var formlega staðfest.
Handtökur á minningarathöfn
Efnt var til minningarathafnar
fyrir Everard í Lundúnum á sama
tíma og Couzens sat í dómsal, og
söfnuðust hundruð manna saman í
almenningsgarðinum Clapham
Common, þrátt fyrir stífar samtöku-
takmarkanir í landinu. Þegar líða fór
á kvöldið jókst spenna milli gesta
minningarathafnarinnar og lög-
reglumanna sem stóðu vörð á svæð-
inu. Endaði svo að fjórir voru hand-
teknir á staðnum fyrir óspektir, og
var lögregla gagnrýnd harðlega fyrir
aðgerðir sínar á svæðinu.
Lögregla dregin til ábyrgðar
Lundúnalögreglan hefur síðan þá
réttlætt handtökurnar með vísan til
sóttvarnareglna, og segir samkom-
una hafa verið ólögmæta.
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq
Khan, boðaði Cressidu Dick lög-
reglustjóra á sinn fund til að ræða
aðgerðir lögreglu, en sagðist síðar
ósáttur við svör hennar og skýring-
ar. Þá hefur Priti Patel innanríkis-
ráðherra kallað eftir sjálfstæðri
rannsókn á málinu.
Morðmálið sem
skók Bretland
- Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi
AFP
Sorg Hundruð manna söfnuðust
saman á minningarathöfninni.