Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsl
a
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Prestar þjóðkirkjunnar verða héðan
í frá ráðnir til starfa af biskupi Ís-
lands með gagnkvæmum þriggja
mánaða uppsagnarfresti, samkvæmt
nýjum starfsreglum sem sam-
þykktar voru á kirkjuþingi í síðustu
viku. Þetta er breyting frá því sem
var þegar al-
mennt gilti að
prestar væru
skipaðir í emb-
ætti til fimm ára
og þar áður ævi-
langt. Þetta er
gert í krafti
samninga milli
þjóðkirkjunnar
og ríkisins frá
2019, sem fólu í
sér þá megin-
breytingu að kirkjan tók sjálf við
starfsmannamálum. Vígt fólk, það er
þjónandi prestar, er nú starfsmenn
kirkjunnar og staða þess og réttindi
með sama móti og gerist á almenn-
um markaði.
Ekki lengur ríkisstarfsmenn
„Við höfum á síðustu misserum
farið yfir alla samninga, starfsreglur
og réttindamál sem tengjast þeirri
breytingu sem samningarnir við rík-
ið fólu í sér. Sumt er verið að færa í
nútímalegt horf,“ segir Drífa Hjart-
ardóttir forseti kirkjuþings í samtali
við Morgunblaðið. Þýðir þetta að nú
er til dæmis ekki lengur talað um að
prestar gegni embætti, enda eru
þeir ekki lengur ríkisstarfsmenn.
Fleiri breytingar eru í þessum dúr.
Þriggja mánaða regla um reynslu-
tíma og uppsagnarfrest þeirra sem
ráðnir eru til prestsstarfa gildir um
þá sem komu til starfa frá 1. janúar á
síðasta ári. Staða þeirra sem komu
til starfa og þjónustu eftir 1. janúar
2020 verður áfram óbreytt.
Kirkjuþing, þar sem 29 fulltrúar
eiga sæti, samþykkti einnig með
meginþorra greiddra atkvæða að
falla frá því að nöfn umsækjenda um
störf presta séu ekki birt opinber-
lega. Fyrirkomulagið hefur verið
gagnrýnt víða, meðal annars hjá
þeim sem sækja um stöður presta og
þeim sem fjalla um umsóknir við
kjör á presti. Framvegis verða nöfn-
in birt, en umsækjendur geta óskað
nafnleyndar kjósi þeir svo. Sé hins
vegar efnt til almennra prestskosn-
inga verður nafnið eðlilega birt.
Aftengja gömul lög
Í síðustu viku lagði dómsmála-
ráðherra fram á Alþingi fumvarp til
nýrra laga um þjóðkirkjuna. Segja
má að megininntak frumvarpsins sé
að skerpa enn frekar á sjálfstæði
kirkjunnar og laga starfs- og laga-
umhverfið að því. Því fylgir að ýmis
lög og réttarreglur er lúta að kristni-
haldi á Íslandi falla úr gildi verði
nýju kirkjulögin samþykkt. Sumt af
því regluverki sem taka á úr sam-
bandi er arfur frá löngu liðinni tíð,
svo sem tilskipun um húsvitjanir frá
árinu 1746 og önnur tilskipun sem er
um fermingu og var sett 1759. Einn-
ig er gert ráð fyrir því í kirkju-
frumvarpinu nýja að kirkjuþing fari
með æðsta vald í fjármálum þjóð-
kirkjunnar. Samkvæmt þessu segir
Drífa Hjartardóttir að margvísleg
vinna standi nú yfir á vettvangi
kirkjunnar sem lúti að stefnumörk-
un í starfinu til næstu framtíðar.
Mörgu þurfi að breyta í samræmi
við nýja og síkvika þjóðfélagsgerð. Í
yfirstandandi vinnu hafi því fólk víða
að verið fengið að borðinu til skrafs
og ráðagerða og þannig leitað lausna
og leiða sem fjöldinn geti sætt sig
við.
Þriggja mánaða upp-
sagnarfrestur presta
- Kirkjuþing breytir regluverki - Fylgir auknu sjálfstæði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kirkjur Rétt eins og samfélagið almennt breytist starfsumhverfi þjóðkirkj-
unnar hratt og þeirri þróun er fylgt eftir með ráðstöfunum kirkjuþings.
Drífa
Hjartardóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nokkur umskipti verða í veðráttu
á landinu næstu daga og búast má
við hlýnandi veðri nú í vikunni, að
sögn Einars Sveinbjörnssonar veð-
urfræðings. Um norðanvert landið
má raunar búast við fínu veðri og
að hitastig fari í
tveggja stafa
tölu, sem ekki er
beinlínis algengt
í marsmánuði.
Eftir sólríka en
annars kalda
daga um helgina,
ástand sem
gjarnan er nefnt
gluggaveður,
verður umpólun,
ef svo mætti
segja. Loft frá heimskautasvæð-
unum í norðri hættir að berast að
landinu. Þess í stað kemur að Ís-
landsströndum mun mildara loft
úr suðvestri.
Mildara loftið berst
yfir miðhálendið
„Með lægðum við Suðaustur-
Grænland snýst í sunnanátt,“ segir
Einar. Í dag, mánudag, segir Ein-
ar að muni hlána á láglendi sunn-
an- og vestantil en snjóa á hærri
fjallvegum.
„Mildara loftið berst norður yfir
miðhálendið á þriðjudag, eitthvað
rignir sunnanlands og vestan
þessa daga en í fremur litlum
mæli. Spáð er að kjarni mildasta
loftsins verði yfir landinu á mið-
vikudag og fimmtudag. Þegar líða
fer á vikuna ætti hiti að komast í
10-15 stig í byggðum á Norður- og
Austurlandi. Vitanlega leysir nýja
snjóinn frá síðustu dögum, en ekki
rignir með sunnanblæstrinum.
Undir helgi kólnar síðan aftur en
þó rólega. Hiti helst víðast ofan
frostmarks, en éljagangur gæti
orðið á fjallvegum þótt færð muni
tæplega spillast.“
Hvítir dagar gætu komið
Sé rýnt í langtímaspár eru
meira helmingslíkur ef ekki meira
á því að upp úr jafndægri að vori,
sem er sunnudaginn 21. mars,
komi fremur kaldur háloftahvirfill
úr vestri. Slíkir eru næsta algengir
á útmánuðum, þótt lítið hafi borið
á þeim í vetur. „Þá koma nokkrir
dagar með éljagangi um vest-
anvert landið og ef til vill víðar.
Þetta gæti þýtt að við fengjum
nokkra hvíta daga, sem hér á höf-
uðborgarsvæðinu hafa verið fáir
nú í vetur,“ segir Einar Svein-
björnsson.
Spáir hlýindum og blíðviðri
- Góð veðurspá fyrir næstu daga - Snýst í sunnanátt - Hiti 10-15 stig í byggðum
á Norður- og Austurlandi um miðja viku - Háloftahvirfill úr vestri á jafndægri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Suðurland Finna mátti austur undir Eyjafjöllum á laugardag að vorið bókstaflega liggur í loftinu. Á láglendi er auð
jörð, en talsverður snjór er á efstu bungum jökulsins sem þó gefur stöðugt eftir eins og aðrir jöklar landsins.
Einar
Sveinbjörnsson
Hugmyndir um að gamli Herjólfur
komi í stað Baldurs, ferju Sæferða,
leggjast vel í Gunnlaug Grettisson,
framkvæmda-
stjóra Sæferða.
Hann segir í sam-
tali við Morgun-
blaðið að þjón-
ustusamningur
Sæferða við
Vegagerðina geri
ráð fyrir að Herj-
ólfur gamli sé
varaferja Bald-
urs. Ný túrbína í
Baldur kom til
landsins í gærkvöld og segir Gunn-
laugur að ráðist verði í að skipta nýju
túrbínunni út fyrir þá gömlu þegar í
stað. Baldur varð vélarvana á
fimmtudag og hefur verið gagnrýnt
að skip með aðeins eina vél, sem er
hátt í 30 ára gömul, sigli um Breiða-
fjörð.
„Við hjá Sæferðum erum klár í að
vinna að framgöngu þess og teljum
að það væri frábært. En til að svo
megi verða þarf annað af tvennu að
gerast; annaðhvort þarf að gera þjón-
ustusamning til langs tíma við einka-
aðila og setja þá kröfur um að skipið
verði endurnýjað, eða þá bara að rík-
ið eigi skipið og bjóði út þjónustu
þess,“ segir Gunnlaugur um hug-
myndir um hvers kyns samgönguúr-
bætur á Breiðafirði. oddurth@mbl.is
Ný túrb-
ína komin
til landsins
- Segir Herjólfs-
hugmyndir góðar
Gunnlaugur
Grettisson