Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
✝
Hafsteinn Er-
lendsson vél-
virki og iðnskóla-
kennari fæddist í
Þingholtunum í
Reykjavík 23. apríl
1932. Hann lést
föstudaginn 26.
febrúar á hjúkr-
unarheimilinu
Hömrum í Mos-
fellsbæ.
Foreldrar hans
voru Eyrún Runólfsdóttir hús-
móðir og verkakona og Erlend-
ur Þórðarson sjómaður. Haf-
steinn var elstur af fjórum
systkinum. Systur Hafsteins:
deildar málmiðnaðar við skól-
ann. Kenndi hann þar til starfs-
loka um síðustu aldamót.
Hafsteinn kynntist Erlu
Kristjánsdóttur árið 1949 og
hófu þau búskap í Reykjavík.
Erla lést árið 2005. Börn Haf-
steins og Erlu eru: 1) Eyrún, f.
1952, gift Neil Clark og búsett í
Bretlandi. 2) Þórður, f. 1955,
sem nú er látinn. 3) Jón Grétar,
f. 1958. 4) Sigrún, f. 1964, gift
Úlfari Finnbjörnssyni.
Fóstruðu þau um árabil syst-
urdætur Erlu, Ástu Árnýju, f.
1953, og Eygló Ósk, f. 1957, sem
nú er látin.
Hafsteinn og Erla eignuðust
átta barnabörn og níu barna-
barnabörn.
Útförin fer fram frá Mosfells-
kirkju í dag, 15. mars 2021,
klukkan 15. Vegna fjöldatak-
markana verður útförinni
streymt.
Ragnheiður, sem
nú er látin, Þóra og
Þórey.
Hafsteinn lærði
iðn sína á Vélaverk-
stæði Sigurðar
Sveinbjörnssonar
snemma á sjötta
áratugnum og
stofnaði nokkrum
árum síðar Vél-
smiðjuna Trausta
með félaga sínum
Kristjáni Sigurvinssyni, var hún
starfrækt til ársloka 1993. Haf-
steinn hóf kennslu við Iðnskól-
ann í Reykjavík árið 1969 og var
einn af frumkvöðlum grunn-
Margar góðar minningar á ég
um þig, elsku pabbi minn. Þegar
ég fæddist áttum við heima í
Lyngbrekkunni í húsi sem þú
hafðir byggt fyrir þig, mömmu
og þrjú börn. Mánuði fyrir fæð-
inguna fjölgaði um tvær fóst-
urdætur þannig að íbúðin í
Lyngbrekkunni var orðin of lítil
fyrir vaxandi fjölskyldu. Svo þú
hélst áfram að byggja og nú
stórt raðhús í Hjallalandinu fyr-
ir okkur öll. Verkstæðisbygging
fyrir Vélsmiðjuna Trausta kom
þar á eftir, auk þess sem þú
kenndir í Iðnskólanum í Reykja-
vík. Já, þú varst engum líkur,
þvílíkur dugnaðarforkur sem þú
varst.
Þú varst listasmiður, gleymi
ég seint jólunum þegar ég var
tíu ára þegar ég fékk beinhvíta
járnrúmið með koparhnúðunum
sem þú smíðaðir. Fallegt prins-
essurúm sem barnabarnið mitt
fjögurra ára sefur í í dag.
Alltaf varstu boðinn og búinn
að skutla mér í sumarvinnuna í
SS á Skúlagötunni, þegar ég var
unglingur, þó að það værir ekk-
ert í leiðinni fyrir þig. Ég og
Úlli hófum sambúð í litlu kjall-
araíbúðinni í Hjallalandinu,
eignuðumst Selmu Birnu og
bjuggum þar á meðan Úlli klár-
aði að læra kokkinn. Mikið vor-
uð þið mamma alltaf dugleg að
hjálpa okkur með pössun á báð-
um börnunum okkar. Líka þeg-
ar þú varst orðinn einn og kom-
inn yfir sjötugt. Gaman var að
aka með þér í bíl, öll fjöll þekkt-
ir þú með nafni og varst óspar á
að fræða okkur um heiti þeirra.
Berjaferðirnar með allri fjöl-
skyldunni gleymast ekki.
Skemmtileg ferðalög með
ykkur mömmu koma upp í hug-
ann, t.d. ferðin á slóðir Vestur-
Íslendinga sem við fórum í, þeg-
ar ég var barn, til Kanada og
Ameríku, skíðaferðin til Sviss,
veiði í Hvítánni og Veiðivötnum,
sumarbústaðarferðir, tjaldtúrar,
í fallega landið okkar fyrir ofan
Tröllafoss og svo þegar ég fór
með þér í Oddfellow-ferð til
Danmerkur eftir að mamma
lést.
Þú hafðir svo gaman af allri
ræktun s.s. kartöflu-, grænmet-
is-, garð-, trjá- og berjarækt
margs konar. Oftast fór ég með
þér á vorin að setja niður kart-
öflur í Skammadalnum og á
haustin að taka þær upp. Þú
sást um að bera á, reyta arfa og
vökva, þ.e.a.s. halda lífi í rækt-
uninni svo við gætum öll tekið
upp að hausti. Allt var þetta
gert fyrir okkur fjölskylduna
svo að allir hefðu nóg af kart-
öflum og öðru grænmeti. Ekki
má gleyma býflugnaræktinni
þegar þú varst með þrjú hun-
angsflugubú í garðinum okkar
að Brekkulandi. Þú varst eins
og Bangsímon í hvítum galla
með hunangsflugagerið á eftir
þér þegar þú komst inn. Upp-
skeruna eftir það sumar, 25 kíló
af hreinu hunangi, vildir þú eiga
fyrir okkur fjölskylduna.
Fallega eikartréð, sem þú ólst
upp frá lítilli plöntu og gafst
okkur Úlla þegar við fluttum í
Mosfellsbæinn á eftir að standa
um aldur og ævi í garðinum
okkar í Brekkulandinu, það get-
ur víst orðið 1.000 ára gamalt.
Minning sem sonur minn,
Úlfar Örn, á um þig og lýsir þér
svo vel er þegar þú fórst með
hann á skíði í Skálafelli þegar
þú varst 75 ára. Þá varst þú
þrautakóngurinn og Úlfar átti
að elta þig. Þegar þú svo dast
hló Úlfar og sagði: ég vann! En
þá hlóst þú enn meira og sagðir:
nei, ég vann, þú dast ekki!
Á níræðisaldri fórstu svo að
mála og þvílík framleiðsla, ég á
margar fallegar myndir eftir þig
sem og öll stórfjölskyldan. Því-
líkur listamaður sem þú varst.
Þú varst traustur, skemmtileg-
ur, gjafmildur og hjálplegur fað-
ir sem ég gat alltaf leitað til og
fengið góð ráð hjá.
Þín dóttir
Sigrún.
Elsku pabbi minn, við leið-
arlok vil ég þakka þér allt sem
þú hefur gert fyrir mig og mína
fjölskyldu. Minningarnar hrann-
ast upp. Frá barnæsku eru það
skíða- og skautaferðir, útilegur
og berjaferðir sem standa hæst
sem og kartöfluniðursetning,
arfareyting og uppskera. Samt
varstu alltaf að vinna, á verk-
stæðinu, í skólanum og við
byggingar á heimilum okkar í
Kópavogi og í Fossvogi og á
Vélsmiðjunni Trausta á Vagn-
höfða. Þú varst einstaklega dug-
legur, vandvirkur, hjálpsamur
og ósérhlífinn maður og veit ég
að margir sem kynntust þér
hafa tekið þig sér til fyrirmynd-
ar.
Heimilið var þungt og margir
að fæða og klæða en þrátt fyrir
það var það ávallt opið ættingj-
um og vinum til lengri eða
skemmri dvalar. Þegar við
systkinin urðum eldri og róð-
urinn léttist bættust við vinir
okkar og oft var mikið hlegið og
skipst á hápólitískum skoðunum
við matarborðið. Þar kom aug-
ljóslega í ljós fordómaleysi þitt
og lífsgleði sem entist þér allt
lifið.
Eftir að ég flutti til London
1979 komuð þið mamma reglu-
lega í heimsókn og þekktu dæt-
ur mínar, Sólveig og Sigrún, afa
sinn og ömmu vel. Þú varst allt-
af einstaklega hjálplegur við
lagfæringar á heimili okkar og
ber það enn mörg merki um
vandvirkni þína og sköpunar-
gleði. Mamma tók að sér sauma-
skap, dúkkuleiki og íslensku-
kennslu og ófá voru kvöldin sem
þú tefldir skák við Neil manninn
minn sem naut samverunnar við
þig. Þið voruð einstaklega barn-
góð og voru dætur mínar alltaf
velkomnar í heimsókn til afa og
ömmu á Íslandi með eða án for-
eldra sinna.
Þú varst mikill áhugamaður
um skógrækt og höfðuð þið
bæði brennandi áhuga á græn-
metisrækt og heilsusamlegu
fæði. Gaman var að heimsækja
reitinn ykkar fyrir ofan Trölla-
foss þar sem þú gafst skógrækt-
inni lausan tauminn og við nut-
um náttúrufegurðarinnar og
nestisins. Þið mamma voruð
ótrúlega opin fyrir nýjungum,
ferðalögum og ævintýrum. Vil
ég þar nefna þegar þú 57 ára
fékkst leyfi frá Iðnskólanum til
endurmenntunar í Sönderborg
og mamma fór að sjálfsögðu
með og menntaði sig í tungu-
málum. Dvölduð þið í Danaveldi
í 1½ ár við leik og störf og auð-
vitað ræktuðuð þið líka kart-
öflur og annað grænmeti þar og
eignuðust marga góða vini sem
komu síðar í heimsóknir til ykk-
ar í Hjallalandið.
Þegar þú fagnaðir 70 ára af-
mælinu velti fjölskyldan fyrir
sér hvað hægt væri að gefa þér í
afmælisgjöf og stungum við upp
á golfsetti. Þú hélst nú ekki,
hafðir ekki tíma fyrir svoleiðis
dund kominn á eftirlaun. Sagðir
okkur þá að þig hefði alltaf
langað til að rækta býflugur og
það gerðir þú og uppskarst vel.
Eftir að mamma lést árið
2005 og árin færðust yfir hélst
þú áfram að heimsækja okkur
árvisst og oft um jólin. Ferð-
uðumst við öll saman til Frakk-
lands og Spánar og heimsóttum
fallega garða og Ronnie Scotts-
djassklúbbinn í London sem var
í miklu uppáhaldi hjá þér. Þú
bauðst mér líka með þér í kenn-
araferð til Vestfjarða sem er
mér ógleymanleg. Mikið naust
þú fallegu íslensku náttúrunnar,
góðs félagsskapar og söngs.
Það var mikið gleðiefni fyrir
fjölskylduna þegar þú kynntist
Þuríði Júlíusdóttur vinkonu
þinni sem létti þér lífið með um-
hyggju, gleði, dansi og söng á
meðan þér entist heilsa til að
njóta þess.
Elsku pabbi, við kveðjum þig
nú með þakklæti, söknuði, virð-
ingu og ást en minningin um
góðan föður, tengdaföður og afa
mun lifa.
Eyrún, Neil, Sólveig
og Sigrún.
Jólastjarna sem blómstrar ár
eftir ár. Salat beint úr garð-
inum. Trjárækt af ástríðu í
kaldlyndu og harðbýlu landi þar
sem litlir fætur þurfa að gæta
þess að stíga ekki á trén.
Blómapottar og kertastjakar
handsmíðaðir af alúð og vand-
virkni. Alltaf fallegt og hlýlegt
bros; jafnvel þótt hann væri
kannski ekki alveg allur á sama
stað og við hin undir það síð-
asta. Samt alltaf bros og hlýja
svo birti í kring. Kímni sem var
ævinlega stutt í. Orðheppni.
Hlýlegt viðmót. Stundum staup
af Jägermeister. Kraftur og
eljusemi. Og nú er hann á miklu
betri stað.
Sumir geta fengið blóm til
þess að lifa árum saman þótt
fæstum öðrum takist að láta
sömu blóm skrimta lengur en í
nokkrar vikur. Þannig var Haf-
steinn. Hann ræktaði garðinn
sinn og gerði það vel. Eftir hann
liggur ríkulegt ævistarf, sumt
áþreifanlegt; hús og munir; ann-
að ekki; minningar og kærleik-
ur. Börnin hans og Erlu og af-
komendur þeirra sem hann
hafði mætur á og sinnti af alúð.
Hafsteinn lést saddur lífdaga en
minningarnar um hann blómstra
áfram eins og jólastjarnan hans
gerði árlega í trássi við viðtekin
lögmál um slíkar jurtir. Að leið-
arlokum hvílir hann nú í friði.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Dóróthea Júlía
Siglaugsdóttir.
Við Hafsteinn Erlendsson
þekktumst frá barnsaldri. Mæð-
ur okkar voru góðar vinkonur
og heimsóttu oft hvor aðra.
Mörg sumur dvaldist Rúna
lengri eða skemmri tíma með
börnin á heimili foreldra minna
á Bjargi. Hafsteinn var ári eldri
en ég og okkur kom vel saman.
Mér er minnisstætt sumarið
1940. Þá gegndum við Hafsteinn
oft hinu ábyrgðarmikla starfi
kúasmala. Um sumarið voru kýr
Borgnesinga hafðar á Bjargi en
þær voru um 40 að tölu. Á
morgnana voru þær reknar inn
á Hamarsengjar en á kvöldinn
kom það í hlut okkar krakkanna
að sækja þær. Oft vorum við
Hafsteinn sendir saman en við
vorum þá sjö og átta ára gamlir.
Þetta var drjúgur spölur fyrir
litla fætur en ekki man ég eftir
því að okkur þætti starfið erfitt.
Þvert á móti höfðum við gaman
af því og skiluðum kúnum heim
þótt stöku sinnum væri kvartað
yfir því að við værum seint á
ferð. Höfðum ef til vill þurft að
staldra við einhver stórmerki á
leiðinni. Nægur tími gafst líka
til leikja. Ég minnist leikja í
fjörunni og klifurs í klettum
sem foreldrar okkar hvöttu þó
ekki til. Hafsteinn var áræðinn
og úrræðagóður.
Árin liðu og vináttan hélst
óbreytt. Eitt sumarið kom Haf-
steinn með tilvonandi eiginkonu
sinni, Erlu Kristjánsdóttur, sem
okkur á Bjargi þótti gott að
kynnast. Við fengum lánaðan
bát og rerum um spegilsléttan
fjörðinn. Það voru góðir dagar.
Veturinn 1951-52 var ég við nám
í Reykjavík. Þá átti ég margar
góðar stundir með þeim Haf-
steini og Erlu á heimili þeirra á
Skúlagötunni og mætti sem fyrr
því hlýja viðmót sem þeim var
eiginlegt og gleymist ekki. Vin-
átta okkar Hafsteins var rótföst
og lifði áfram þótt samveru-
stundum fækkaði nokkuð eftir
því sem árin liðu.
Ég kveð Hafstein með þakk-
læti fyrir vináttuna. Aðstand-
endum hans sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Guðmundur Eggertsson.
Kær vinur og samstarfsmað-
ur, Hafsteinn Erlendsson, vél-
virkjameistari og kennari við
Iðnskólann í Reykjavík, er lát-
inn á áttugasta og níunda ald-
ursári.
Fyrir rétt rúmlega hálfri öld
var ákveðið að koma á fót öfl-
ugri verknámsdeild við Iðnskól-
ann og Hafsteinn var einn af
fyrstu kennurum sem ráðnir
voru til starfans. Nýjungin var
að nemendur gátu þar lokið
fyrsta árinu í málm- og raf-
iðngreinum án samnings við iðn-
meistara. Jafnframt fengu þeir
ýtarlega kynningu á flestum
iðngreinum sem undir iðnsviðin
heyra. Þegar deildin flutti í nýtt
húsnæði skólans á Skólavörðu-
holtinu voru útbúnar níu sér-
hæfðar kennslustofur fyrir hina
ýmsu verkþætti námsins. Í þeim
framkvæmdum nýttist reynsla
Hafsteins vel, því hann hafði þá
stofnsett og rekið málm- og vél-
smiðju um alllangt skeið.
Árum saman var deildin mjög
vinsæl og jafnan fullskipuð ung-
mennum með áhuga á verk-
menntun. Í framhaldinu voru
svo stofnaðar framhaldsdeildir
bæði í málm- og rafiðngreinum
þar sem nemendur gátu haldið
áfram námi í þeim iðngreinum
sem þeir höfðu áhuga á. Þetta
frumkvöðlastarf nýttu svo önnur
iðngreinasvið til að koma á fót
samsvarandi verknámsdeildum
og á áttunda áratug síðustu ald-
ar varð algjör bylting í allri iðn-
fræðslu.
Eftir því sem valkostum og
nemendum fjölgaði var bætt við
kennurum sem ávalt var tekið
mjög vel og þeir aðstoðaðir á
alla lund . Þar átti Hafsteinn
ekki síst stóran þátt. Þannig
myndaðist samheldni og ein-
staklega góður starfsandi bæði
meðal kennara og nemenda. Ef
eitthvað bjátaði á var Hafsteinn
jafnan með fyrstu mönnum til
að sýna stuðning í verki.
Hafsteinn tók virkan þátt í
þróun kennsluefnis og verkefna
í verklega hluta námsins enda
mjög fær á sínu sviði og með
mikla reynslu. Hlýr og hógvær
kennari sem með sinni yfirveg-
uðu framkomu og miklu þekk-
ingu náði vel til nemenda.
Vinnudagarnir hafa verið ærið
langir því að þrátt fyrir að vera
í fullu starfi við kennslu þar sem
hann sló hvergi af hafði hann
lengst af þrek til að starfrækja
áfram vélsmiðjuna með sínum
góða starfsfélaga þar. Óhætt er
að segja að fyrirtækjaheitið
TRAUSTI hafi verið táknrænt
fyrir Hafstein enda vandfundinn
traustari kennari vinur og
starfsfélagi.
Þrátt fyrir þessar miklu annir
gaf Hafsteinn sér tíma til að
sækja fjölda námskeiða bæði
hérlendis og erlendis. Þannig
fylgdist hann með nýjungum og
þróun bæði í iðngrein sinni og
við stjórnun. Fullra kennslurétt-
inda aflaði hann sér svo strax og
boðið var upp á slíkt nám fyrir
verkmenntakennara. Hann tók
virkan þátt í félagslífi starfs-
manna og sat um hríð í stjórn
Kennarafélags skólans.
Hafsteinn var mikill fjöl-
skyldumaður og þau Erla kona
hans voru einstaklega samrýmd.
Eitt helsta áhugamál þeirra var
gróðurrækt. Um langt árabil
ræktuðu þau kartöflur og annað
grænmeti í Skammadal í Mos-
fellssveit. Því til viðbótar hófu
þau skógrækt nokkuð austar í
sveitinni þ.e í landi Stardals.
Þangað í þessar vinjar í ná-
grenni Borgarinnar var notalegt
að heimsækja þau og áhugasöm-
ustu samkennurunum bauðst til
eigin afnota skikar úr löndum
þeirra. Margs er að minnast og
allar minningar ljúfar. Við und-
irritaðir viljum fyrir hönd okkar
mörgu samstarfsmanna við Iðn-
skólann í Reykjavík kveðja Haf-
stein með kærri þökk fyrir vin-
áttu og samstarf í áratugi og
sendum eftirlifandi fjölskyldu
hans okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Kveðja frá samstarfsmönnum
við Iðnskólann í Reykjavík,
Alfreð, Frímann og
Sigurður St.
Hafsteinn
Erlendsson
Nú þegar ég
kveð duglegu góðu
mömmu mína lang-
ar mig að draga
upp mynd af einum
frekar léttum vinnudegi hennar.
Júníbyrjun 1960. Mamma mín
er þrjátíu og sjö ára og á tólf
börn. Við erum 15 í heimili í húsi
sem pabbi byggði. Ég, nývökn-
uð, heyri í mömmu niðri í svefn-
herbergi. Mamma vaknar um
sexleytið og gefur nýfæddum
bróður mínum brjóst. Mamma
passar að barnið ambri ekki því
pabbi og tveir litlu bræður mínir
sofa. Pabbi minn þarf hvíld. Hér
uppi eru sjö barnaherbergi.
Fóstra pabba, sem við köllum
ömmu, býr í einu. Við erum
þrjár í herbergi ég sex ára að
verða sjö, ein nýorðin átta og ein
tólf. Mamma fer í eldhúsið og
smyr í bitabox fyrir stóru strák-
ana. Fótaferð. Pabbi og eldri
systkini mín borða hafragraut
og fara til vinnu. Heima eru
mamma og við yngstu systkinin
fimm. Mamma sinnir litla kút.
Bróðir rétt fimm ára hjálpar
þriggja ára bróður að klæðast.
Við systurnar sex og átta ára
göngum frá í eldhúsinu með
mömmu. Mamma þvær vinnuföt
af pabba og stóru strákunum.
Liggur á hnjánum á gólfinu með
skrúbb og grænsápu og kalt
vatn. Ég gæti að bræðrunum og
sú átta ára hlustar eftir barninu.
Amma kemur niður í morgun-
kaffi og tveir vinir líta inn.
Mamma baðar barnið og gefur
brjóst. Átta ára gætir litla kúts
og þrífur baðherbergið en við
hin förum í kartöflugarðana.
Mamma plantar káli og ég
hjálpa til við að setja niður ró-
fufræ. Mamma hreinsar rabar-
barabeðið. Drífum okkur heim.
Mamma leggur skyrhræring,
mjólk og flatkökur á borð. Við
Guðrún Lovísa
Magnúsdóttir
✝
Guðrún Lovísa
Magnúsdóttir
fæddist 18. desem-
ber 1922. Hún lést
24. febrúar 2021.
Útförin fór fram 5.
mars 2021.
erum átta í hádeg-
ismat því tvö systk-
ini mín, níu ára
bróðir og sú tólf
ára, hafa bæst við.
Barnið fær brjóst
þegar mamma hef-
ur gengið frá. Litli
þriggja ára lúrir
með ungbarninu.
Mamma æfir mig
lestri. Amma fær
gesti. Ég næ í hana
upp á loft. Systir mín átta ára er
send í búð og við hin út að leika.
Mamma ber á borð fyrir gesti
ömmu og fer síðan inn í sauma-
herbergi. Þar eru bæði prjóna-
vél og saumavél því mamma býr
til fötin okkar. Mamma er að
sauma kápu á mig. Gestir ömmu
fara og nú er drekkutími. Smurt
brauð, mjólk og matarkex. Ná-
grannakonur líta inn og fá sopa.
Á meðan hrærir mamma í
kryddkökur og kúmenbrauð og
bakar. Hún á ekki hrærivél.
Mamma sest með þriggja ára
snáðann og spjallar við þann
fimm áður en yngsti fær brjóst.
Mamma undirbýr kvöldmat.
Slægir og verkar 14 rauðmaga.
Skefur hveljuna vel. Hveljan
drýgir matinn. Setur upp
sveskjugraut. Upp úr klukkan
sjö eru flestir komnir og við
borðum kvöldmat. Hlustum á
fréttir. Mamma og tólf ára systir
mín þvo upp. Pabbi fer í kvöld-
vinnu. Mamma kemur yngstu
drengjunum í háttinn. Nú eiga
allir frí nema mamma og pabbi.
Mamma sest og skoðar búreikn-
inga. Vandi er að ná endum
saman. Gestur kemur. Fær kaffi
og spjallar við mömmu sem
þræðir kápuna við eldhúsborðið.
Gesturinn fer. Við yngstu börnin
sofum. Pabbi kemur, drekkur
sopa með mömmu, ömmu og
stóru systkinunum sem eru
heima. Allir nema mamma
ganga til hvílu. Hún sest við
sauma og klárar kápuna. Fyrir
háttinn gefur hún brjóst og
skrifar í dagbókina.
Góða nótt, elsku mamma mín,
og þakka þér fyrir allt.
Halla Jóna.