Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
sínum stað læt ég hugann reika og
sé hnjúkinn á sínum stað baðaðan í
sól. Ef til vill tekst mér að hnoða
saman vísu.“
Fjölskylda
Eiginmaður Helgu er Theódór
Skúli Halldórsson, f. 20.12. 1951,
framkvæmdastjóri. Þau eru búsett í
Seljahverfi í Reykjavík. Foreldrar
Theódórs voru hjónin Sigfríður
Theódórsdóttir Bjarnar, f. 10.8.
1920, d. 9.5. 2009, kennari og Hall-
dór Ólafur Jónsson, f. 19.9. 1919, d.
9.4. 2001, gjaldkeri í Kópavogi.
Börn Helgu og Theódórs eru 1)
Sigfríður Guðný Theódórsdóttir, f.
31.5. 1975, framhaldsskólakennari,
búsett í Reykjavík. Sambýlismaður
hennar er Jón Hákon Halldórsson,
f. 10.7. 1978, grunnskólakennari.
Dóttir Sigríðar er Sóley Helga Sig-
fríðardóttir, f. 29.8. 2012; 2) Pálmi
Ólafur Theódórsson, f. 29.6. 1980,
viðskiptafræðingur, búsettur í
Reykjavík.
Alsystir Helgu er Margrét Hólm-
fríður Pálmadóttir, f. 13.7. 1957,
húsmóðir á Akureyri. Hálfsystkini
Helgu eru Óli Bergvin Hreinn
Pálmason, f. 23.10. 1939, d. 5.3.
2007, sjómaður og verkamaður í
Hafnarfirði; Þórunn Jóhanna
Pálmadóttir, f. 17.1. 1943, húsmóðir
á Akureyri; Jón Sigurður Rósin-
berg Pálmason, f. 30.12. 1944, fyrr-
verandi bílstjóri, búsettur í Garða-
bæ; Garðar Pálmason, f. 28.10.
1946, d. 22.3. 2006, bílapartasali í
Hafnarfirði, síðast búsettur í Kefla-
vík.
Foreldrar Helgu voru hjónin Elín
Sigtryggsdóttir, f. 16.6. 1923, 30.7.
1995, starfsmaður við blaðadreif-
ingu á Akureyri, og Pálmi Sigurður
Ólafsson, f. 24.3. 1918, d. 23.8. 1982,
skósmiður og verkstjóri á Akur-
eyri.
Ólöf Helga
Pálmadóttir
Októlína Ólöf Ólafsdóttir
húsfreyja í Hamarkoti við Akureyri, síðar húskona m.a. á Hálsi
Bergvin Bergvinsson
bóndi í Hamarkoti við Akureyri
Hólmfríður Bergvinsdóttir
Vann við saumaskap í Saurbæjarhreppi og á Akureyri
Ólafur Tryggvi Sigurðsson
bóndi á Gilsá í Saurbæjarhr., Eyjaf.
Pálmi Sigurður Ólafsson
skósmiður og verkstjóri á Akureyri
Guðrún Rósa Pálsdóttir
húsmóðir á Merkigili
Sigurður Sigurðsson
bóndi á Merkigili í Hrafnagilshr., Eyjaf.
Stefanía Sigurðardóttir
húsmóðir í Víkurkoti í Blönduhlíð,
síðar á Sauðárkróki
Jónas Steindór Kristjánsson
bóndi í Víkurkoti, síðar
verkamaður á Sauðárkróki
Ágústa Jónasdóttir
húsmóðir í Héraðsdal,
síðar verkakona á Sauðárkróki
Sigtryggur Einarsson
bóndi í Héraðsdal í Lýtingsstaðahr.,
Skag., síðar verkamaður á Sauðárkróki
Dagbjört Björnsdóttir
húsmóðir í Héraðsdal
Einar Jónsson
bóndi í Héraðsdal
Úr frændgarði Ólafar Helgu Pálmadóttur
Elín Sigtryggsdóttir
starfsmaður við
blaðadreifingu á Akureyri
„AXARMORÐINGJAR NÁ NÚ VENJULEGA
EKKI SVONA LANGT. ÞÚ HLÝTUR AÐ HAFA
VERIÐ MJÖG FÆR.”
„ÉG GIFTIST HENNI VEGNA ÚTLITSINS
OG HÚN MÉR VEGNA PENINGANNA. VIÐ
ERUM JÖFN NÚNA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bíða eftir litlu kríli.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
FYNDIST ÞÉR SKRÍTIÐ
EF ÉG NEFNI SKÓNA
MÍNA?
JÁ,
MJÖG
EKKI ÞAÐ
AÐ ÉG…
PALLI, JÓI! HVAÐ
SYNGUR, STRÁKAR?
STULDUR Á EIGUM
MÍNUM ER SYND!
JAH, ÉG ER AÐ MINNSTA KOSTI EKKI AÐ
ÁGIRNAST ÞÆR LENGUR!
Þá er vorið liðið hjá hér við Djúpí bili,“ skrifaði Indriði á
Skjaldfönn á feisbók fyrir viku
tæpri. „Í gærkveldi frysti og fór að
hríða, n.a. byljagandi og sjö gráðu
frost í dag og kvöld, en gekk svo út
í sem kallað er hér, um kl. 20.00 há-
norðan snjóburðarhríðarandskoti.“
Hann sagði, að sem betur fer væri
snoðrúningi á fénu lokið og einnig
fósturtalningu. Frjósemi væri með
betra móti og geldkindur svo fáar
að varla dygði í útburð. Og kvað:
Að vorið hafi frestað för
finnst mér vera baginn,
en það kemur eins og ör
einhvern daginn.
Og enn yrkir Indriði og segir:
„Norðri í essinu sínu“:
Ofan gefur snjó á snjó,
skaflafjöllin rísa hátt.
Komið er hér næsta nóg.
Nú ég heimta sunnanátt.
Í síðustu viku kvað Hólmfríður
Bjartmarsdóttir:
Öll var tíð með elegans
eins og fyrir borgun,
en skítlegt eðli skaparans
skilaði sér í morgun.
Og enn kvað hún:
Bylritjan og bleytuhríðin
byrgja alla fjalla sýn.
Ósköp finnst mér önug tíðin
Ætti ég að fá mér vín?
Páll Imsland svaraði:
Tíðin er ýmist svona’ eða svona
og sífellt að breyta um gír.
Fáðu þér bara í koppinn kona
og kjamsaðu vínin dýr.
Gunnar J. Straumland kvað:
Norðanáttin nöpur hvín,
nötra gluggar, stafn og raftur.
Nú er glötuð nætursýn,
nú er kominn vetur, – aftur.
Kristján Björn Snorrason svar-
aði:
Vetur hverfur, vora fer
vaknar þrá hjá bændum.
Lognið til þín laumar sér
ljúf mun tíð í vændum.
Á Boðnarmiði hefur Magnús
Halldórsson orð á því, að mörgum
sé tíðrætt um fjarvinnu þessa dag-
ana:
Í fjarvinnu hann fór á sjó,
fiskaði samt lítið.
En annað veifið ýsur dró,
sem ýmsum þótti skrítið.
„Aðsókn“ segir Guðmundur Arn-
finnsson og kveður:
Að mér hafa svipir sótt,
svaf ég illa þessa nótt.
Árar Vítis ógna drótt,
ekki’ er Litla Hrúti rótt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Veður gerast válynd