Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021 Andrés Magnússon andres@mbl.is Aukin spenna er hlaupin í stjórnmál- in í Norðausturkjördæmi, meðal sjálfstæðismanna alltjent, eftir að Kristján Þór Júlíusson, 1. þingmað- ur kjördæmisins og oddviti Sjálf- stæðisflokksins þar, greindi frá því að hann leitaði ekki endurkjörs í al- þingiskosningunum í haust. Um helgina hefur mikið verið um það skrafað nyrðra hver geti tekið við hlutverki hans til þess að leiða listann og ýmis nöfn nefnd. Það er þó ekki einfalt að finna rétta arftakann. Norðausturkjör- dæmi er mjög víðfeðmt, en mann- fjöldinn dreifist mjög misjafnlega. Þar eru Akureyri og Eyjafjörður langfjölmennasta svæðið og auð- heyrt á norðanmönnum, að þeir telja að þaðan eigi maðurinn í fyrsta sætið að koma. Fyrir sitt leyti fella Aust- firðingar sig almennt við það, að því tilskildu að frambjóðandinn sé nógu góður; það geti ekki verið eina skil- yrðið að viðkomandi sé Eyfirðingur í einhverjum skilningi. Ekki er að efa að á næstu dögum muni ýmis nöfn koma fram og þegar er farið að þrýsta á ýmsa sjálfstæð- ismenn um að gefa kost á sér, bæði fyrir norðan og austan. Þar skiptir líka máli að töluvert líf hefur verið í Austfirðingunum upp á síðkastið, sem að miklu leyti má rekja til hins nýja sveitarfélags í Múlaþingi þar sem aukakosningar voru haldnar í fyrra og blésu mörgum pólitískt kapp í kinn. Á laugardag, á sama fundi og Kristján Þór kunngerði ákvörðun sína, ákvað kjördæmaráð flokksins í Norðausturkjördæmi, að prófkjör færi fram laugardaginn 29. maí, þar sem valið verður í fimm efstu sætin, en kjörnefnd falið að gera tillögu um skipan listans að öðru leyti. Eftir því var tekið á fundinum, að Njáll Trausti Friðbertsson, næsti maður á listanum síðast og 6. þing- maður kjördæmisins, beið ekki boð- anna eftir yfirlýsingu Kristjáns Þórs við að kynna framboð sitt í efsta sæt- ið, sem var kurteislega tekið, þótt haft væri á orði að hann hefði mátt eftirláta oddvitanum þennan dag. Margir nefndir Eitt þeirra nafna, sem oftast heyr- ast í þessu samhengi, er Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Fáum dylst að þar fer framtíðar- manneskja í Sjálfstæðisflokknum, en hún hefur ítrekað að hún vilji ein- beita sér að bæjarstjórninni að sinni. Enn mun þó verið að reyna að telja henni hughvarf um það. Jónas Þór Guðmundsson hæsta- réttarlögmaður er meðal þeirra nafna, sem skotið hafa upp kollinum síðustu daga, en hann er Akureyr- ingur og varla sakar að hann á einn- ig rætur að rekja til Vopnafjarðar, hann er stjórnarformaður Lands- virkjunar, fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins og hefur sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en nyrðra er hans sjálfsagt ekki síður minnst fyr- ir að hafa á yngri árum orðið Ís- landsmeistari í fótbolta með KA 1989. Að austan hefur ekki vantað fram- bjóðendur, en þar horfa flestir til Gauta Jóhannessonar, oddvita Sjálf- stæðisflokksins í Múlaþingi, sem vann góðan kosningasigur í auka- kosningum í nýsameinuðu sveitar- félagi á síðasta ári. Fram að því var hann sveitarstjóri á Djúpavogi frá árinu 2010. Þá hafa margir nefnt Eskfirðing- inn Jens Garðar Helgason, bæjar- fulltrúa á Reyðarfirði og fram- kvæmdastjóra Laxa, en hann er jafnframt formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi (SFS), vel tengdur norður og í atvinnulífið. Undanfarin ár hafa margir átt von á því að Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, kæmi í landsmálin, en hann hefur gefið það frá sér í bili. Annað nafn af sveitar- stjórnastiginu hefur verið nefnt, sem er Sigrún Björk Jakobsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrver- andi bæjarstjóri Akureyrar, en varla í efsta sætið. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akureyri og lög- fræðingur rektorsskrifstofu Háskól- ans á Akureyri, óskar eftir 2. sæti á lista. Nafna hennar, Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi í Múla- þingi og forstöðumaður í dagþjón- ustu eldri borgara á Egilsstöðum, hefur sömuleiðis lýst áhuga á því að vera í 2.-3. sæti listans. Sandra Hlíf Ocares, lögfræðingur og verkefnastjóri Byggingavett- vangsins, vill leita fyrir sér ofarlega á lista, en hún er Akureyringur með reynslu úr atvinnulífi og var kosn- ingastjóri Sjálfstæðisflokksins í síð- ustu borgarstjórnarkosningum. Gunnar Hnefill Örlygsson, fram- kvæmdamaður á Húsavík og sonur Valgerðar Gunnarsdóttur varaþing- manns, sækist eftir 3. sæti á lista. Fjöldi nýrra nafna í Norðausturkjördæmi Ásthildur Sturludóttir Gauti Jóhannesson Jens Garðar Helgason Jónas Þór Guðmundsson - Sjálfstæðismenn leita arftaka Kristjáns Þórs í oddvitasætið Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Þau viðbrögð sóttvarnayfirvalda að hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn kórónuveirunni voru fagleg og eðlileg að mati Magnúsar Gottfreðssonar, sérfræð- ings í smit- sjúkdómalækn- ingum á Landspítala. „Það er mjög mikilvægt að menn sýni aðgát ef menn fá þessar vísbendingar að þær séu teknar alvarlega og rannsakaðar. Og ég held líka að almenningur vænti þess að eftirlitsaðilar séu á tánum,“ segir Magnús við Morgun- blaðið. Ekki áhyggjufullur Hann bætir þó við að þeir kvillar sem komið hafa upp í bóluefnaþeg- um AstraZeneca séu mjög algengir. Meðal þess sem verið er að rann- saka er mögulegt orsakasamhengi milli bóluefnis AstraZeneca og blóð- tappa sem greinst hefur í þeim sem þegið hafa bóluefnið. Á Magnús þá við að blóðtappi sé alltént algengur. Það sem nú verði að gera er að meta hvort tíðni þessara aukaverk- ana sé meiri en það sem vænta mátti. Hann segist ekki trúa því að notkun bóluefnis AstraZeneca muni tefjast miklu lengur en nokkra daga í viðbót, að því gefnu að ekki verði fleiri hnökrar í framleiðslu bóluefn- isins. „Evrópska lyfjastofnunin hefur gefið út að niðurstöður þeirra muni liggja fyrir í næstu viku. Þannig að það ætti ekki að tefja þessar bólu- setningar nema það komi til eitt- hvað annað, einhver ný tíðindi sem breyta okkar afstöðu eða ef það verður eitthvert rof á framleiðslunni eins og hefur gerst.“ Meira smitandi Ekki hefur verið skortur á um- ræðu um hið breska afbrigði kór- ónuveirunnar hér á landi, sérstak- lega nú þegar það hefur hreiðrað um sig hér innanlands. Allir virðast sammála um að breska afbrigðið sé meira smitandi, en við báðum Magnús að svara því hves vegna svo er. „Það hafa komið fram tvær skýr- ingar á þessu. Í fyrsta lagi virðist veirumagnið vera meira í þeim sem eru sýktir með þessu afbrigði og það er þá kannski rökrétt að það sé meiri veiruframleiðsla hjá þeim. Hin skýringin sem ég hef séð er að sækni þessa afbrigðis í viðtaka þeirra frumna sem veiran sýkir sé meiri en þessara eldri stofna.“ Magnús segir að stökkbreyting- arhraði kórónuveirunnar sé mun minni en stökkbreytingarhraði hefð- bundinna inflúensuveira, eða allt að helmingi minni. Þegar menn mynda mótsvar við veirusýkingum stökk- breytist enda veiran í takt við það. Þetta endurspeglast í stöðugum elt- ingarleik við veiruna, rétt eins og þann sem menn eiga við hina árlegu flensu. Magnús segir að sami elting- arleikur geti orðið raunin gagnvart kórónuveirunni. Hann er þó bjart- sýnn og segir að mRna-bóluefni við kórónuveirunni séu móttækileg fyr- ir breytingum, sem gæti þurft að grípa til ef frekari stökkbreytingar verða á kórónuveirunni. Ráðlegt að bíða með notkun AstraZeneca - Viðbrögð yfirvalda eðlileg - Gætum lent í eltingarleik við kórónuveiruna Magnús Gottfreðsson Björn Gíslason borgarfulltrúi lagði í liðinni viku fram, fyrir hönd sjálf- stæðismanna í stýrihópi um Elliða- árdal, tillögu þess efnis að Orkuveit- an (OR) fyllti Árbæjarlón í sumar- stöðu sem fyrst, þar sem senn voraði og farfugla von til landsins, þar á meðal í Elliðaárdal, eina helstu nátt- úruperlu Reykjavíkur. „Það er raunveruleg hætta á því að fuglalífið þar deyi út ef ekkert verður að gert,“ segir Björn í sam- tali við Morgunblaðið. Ætlunin er að tillagan verði tekin fyrir á næsta fundi hópsins og vonast Björn til þess að hún verði samþykkt, svo lón- ið verði fyllt í tæka tíð. Lónið var tæmt í október, en við eftirgrennslan kom í ljós að það hafði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, látið gera án samráðs við stjórn OR, borgaryfirvöld, Náttúrufræði- stofnun eða skipulagsyfirvöld. Björn segir ákvörðunina um tæm- ingu lónsins með ólíkindum, ýmis lög hafi verið brotin, en lónið og allt þetta svæði er á náttúruminjaskrá. Ekki hafi bætt úr skák að forstjóri OR hafi í framhaldinu farið með ósannindi um framgang málsins. Morgunblaðið/Eggert Árbæjarstífla Lónið var tæmt í október í trássi við lög og stjórnsýslu. Vilja vatn aftur í Árbæjarlón fyrir vor - Telja fuglalíf í dalnum í hættu ella

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.