Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is N ýtt meistaranám í klínískri geðhjúkrun við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri í samstarfi við geðþjónustu Landspítala, sem að mati sérfræðings í geðhjúkrun mun hafa verulega jákvæð áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið í heild sinni, er nú í þróun. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu nemendunum haustið 2022 ef tilskilin leyfi, samþykktir og fjár- mögnun fást. Meistaranám í geðhjúkrun er nú þegar í boði í Háskóla Íslands en í því er lögð mun meiri áhersla á fræðilegt nám en klíníska þjálfun. Einnig er í boði þverfaglegt diplómu- og meist- aranám í geðheilbrigðisfræðum við Háskólann á Akureyri. Helga Sif Friðjónsdóttir, sérfræðingur í geð- hjúkrun hjá geðþjónustu Landspítala, segir að klínísk þjálfun undir hand- leiðslu sé einmitt einn mikilvægasti þátturinn fyrir geðhjúkrunarfræð- inga til að öðlast viðeigandi hæfni. „Við sjáum óendanlega mögu- leika í þessu,“ segir Helga Sif um námið. Hún situr nú í vinnuhópi sem fulltrúi geðþjónustu Landspítala með fulltrúum frá hjúkrunarfræðideildum háskólanna beggja. Fulltrúarnir eru Gísli Kort Kristófersson dósent og sérfræðingur í geðhjúkrun, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir dósent og geð- hjúkrunarfræðingur við Háskólann á Akureyri og Jóhanna Bernharðs- dóttir, lektor og geðhjúkrunarfræð- ingur við Háskóla Íslands. Þessi hóp- ur hefur þróað námið. Með því verður í fyrsta sinn mögulegt að útskrifast með sameiginlega gráðu bæði frá hjúkrunardeild HA og HÍ ef af verð- ur. „Þetta snertir ekki bara þá þjón- ustu sem er skilgreind sem geðheil- brigðisþjónusta,“ segir Helga Sif. „Alls staðar eru verkefni fyrir geð- hjúkrunarfræðinga sem hafa farið í gegnum þetta klíníska nám.“ Fyrirmyndin að náminu er m.a. klínískt diplómunám í heilsugæslu- hjúkrun sem var sett af stað fyrir nokkrum árum við Háskólann á Akureyri. Helga Sif segir að vísbend- ingar séu um að gæði hjúkrunar inn- an heilsugæslunnar, sem og heilsu- gæslan sjálf, hafi þróast og batnað gríðarlega síðan því námi var hleypt af stokkunum. Helga Sif segir að hjúkrunar- fræðingar hafi kallað eftir aukinni klínískri þjálfun með handleiðslu og bíði margir spenntir eftir því að nýja meistaranámið í geðhjúkruninni komist af stað. Þá segir Helga Sif kjöraðstæður til að skapa námið núna þar sem þekking innan HÍ, HA og Landspítala sé nú fyrir hendi. „En ekki síður vegna þess að áhersla stjórnvalda er á geðheilbrigðisþjón- ustu. Þau hafa eflt heilsugæsluna sem og innleitt geðheilsuteymi á lands- vísu. Við vitum alveg að það eru næg verkefni fyrir hjúkrunarfræðinga sem eru með sérmenntun í klínískri geðhjúkrun,“ segir Helga Sif. Hún telur að þekking geðhjúkr- unarfræðinga á t.d. líkamlegum kvill- um, geðlyfjafræði, eftirlit með auka- verkunum og stuðningsmeðferð geri þá vænlega til þess að vera megin- meðferðaraðilar og málastjórar fólks með geðrænar áskoranir. Hún bendir á að notendur heilbrigðiskerfisins kvarti gjarnan yfir því að það skorti samfellu í heilbrigðisþjónustu og þar gæti þá málastjóri komið inn, fagaðili sem sinnir grunngeðmeðferð ein- staklings og metur hvenær þörf er á frekari aðstoð annarra fagaðila. „Hjúkrunarfræðin byggist á víð- tækum þekkingargrunni svo maður öðlast mikla innsýn og færni til að að- stoða fólk að vinna með lífsálfélags- legar áskoranir sem það stendur and- spænis. Svo bætirðu við þessu klíníska meistaranámi í geðhjúkrun og þá ertu í mínum huga kominn með hjúkrunarfræðing sem er sérhæfður í að vinna með ein- staklingum að því að efla geðheilbrigði í sínum að- stæðum,“ segir Helga Sif. Morgunblaðið/Ófeigur Eirberg Fulltrúar Hí, HA og geðþjónustu Landspítala koma að þróun nýja meistaranámsins. Hér sést Eirberg en þar er hjúkrunarfræði við HÍ kennd. Gæti haft verulega jákvæð áhrif á kerfið 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Boris John-son, for-sæt- isráðherra Breta, ávarpaði í gær landsfund Skoska íhaldsflokksins, og gagnrýndi þar harðlega áform Skoska þjóðarflokks- ins, SNP, um að boða aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Johnson benti á að skoskir íhaldsmenn væru helsta fyrirstaða SNP í þessum efnum, Verkamanna- flokknum væri ekki treyst- andi til þess. Kannanir sýna að SNP gæti fengið meirihluta í skosku þingkosningunum, sem haldnar verða í maí og veikburða leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, virðist ætla að efna til pólitískra átaka við hinn hluta Stóra-Bretlands, meðal annars til að breiða yf- ir eigin veikleika og kröfur um afsögn hennar. Í máli Johnsons kom fram að það væri ábyrgðarlaust að halda atkvæðagreiðslu um sambandsslit í miðjum far- aldri, en að auki hafði áður verið tekið skýrt fram að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem haldin var árið 2014 um sömu spurningu, ætti að gilda fyrir „þessa kynslóð“. Í ensku er það talið marka um þrjá ára- tugi og eðlilegt er að ekki sé kosið oftar en það um slíkt grundvallaratriði. Forsvars- menn SNP telja hins vegar að nú sé tækifæri til að hamra járnið meðan það er heitt, þar sem meirihluti Skota snerist tímabundið á sveif með sjálf- stæði í kjölfar kórónuveiru- kreppunnar. Kannanir nú benda hins vegar til þess að sú bóla sé að ganga til baka, og er vert að hafa í huga að stuðningur mældist einnig hár við sjálf- stæði árið 2014, áður en kosninga- baráttan sýndi fram á vankant- ana í málflutningi þjóðernissinna. Þá sögðu 55% Skota að þjóð sín ætti áfram að tilheyra hinu sameinaða konungsríki við Englendinga, enda höfðu sambandssinnar dregið skýrt fram í aðdrag- andanum, að forsendur Skoska þjóðarflokksins fyrir sjálfstæði ættu ekki við sterk rök að styðjast. Bæði höfðu forsvarsmenn SNP talað upp þær tekjur, sem Skotar gætu átt von á frá útflutningsgreinum sínum, og um leið vanmetið hversu mjög land þeirra treystir á greiðslur frá Englendingum til þess að halda sér uppi. Þá var engan veginn ljóst hvaða gjaldmiðil Skotar ættu að nota, en skoskir þjóðernis- sinnar hafa reynt að halda því fram að breska pundið gæti áfram verið við lýði í Skot- landi, á sama tíma og landið reyndi aftur að sækja um að- ild að Evrópusambandinu! Það er óheppilegt hve staða Skoska þjóðarflokksins er sterk fyrst hann ætlar að gera sambandsslitin að meg- inatriði, en Johnson er í full- um rétti að verjast þeim áformum. Þar mun skipta miklu hvort félögum hans í Skotlandi tekst að koma í veg fyrir meirihluta Skoska þjóð- arflokksins, SNP. Hvernig sem fer er þó víst, að sjálf- stæðisspurningin mun áfram hanga yfir Johnson, svo lengi sem skoskir þjóðernissinnar halda lýðhylli sinni. Bresk stjórnvöld þurfa því að huga alvarlega að því, hvernig snúa megi þeirri þróun við, áður en það verður um sein- an. Það er engin ástæða til að láta undan kröfum skoskra þjóðernissinna} Ekki aftur Formaður VRvann með nokkrum yfirburð- um í formanns- kjöri sem lauk fyr- ir helgi. Þar sýndi sig enn og aftur að sitjandi for- maður nýtur drjúgs forskots og að mótframbjóðandi á jafn- an á brattann að sækja. En þegar betur er að gáð ættu úrslitin að vera formann- inum umhugsunarefni. Um 36 þúsund félagar eru í VR en af þeim kusu formanninn aðeins um sex þúsund. Kosningaþátttaka var tæp 29%, sem sýnir mikið áhuga- leysi félagsmanna um starf- semi félagsins. Þetta er umhugs- unarvert, ekki síst í ljósi þess hve ríka tilhneigingu for- ysta þessa verka- lýðsfélags – og hið sama á raunar við um sum önnur – hefur til að blanda sér almennt inn í þjóðmálaumræðu og póli- tíska baráttu. Það umboð sem Ragnar Þór Ingólfsson fékk fyrir helgi dugar honum vissulega til að leiða VR áfram, en það getur engan veginn verið réttlæting þess að beita VR í pólitískum tilgangi, jafnvel gegn sjónar- miðum stórs hluta félagsins. Þátttaka í for- mannskjöri VR var afar rýr} Umhugsunarverð niðurstaða A ugljóst verkefni næstu ára er að glíma við afleiðingarnar af kóf- inu. Nokkur hundruð milljörðum hefur verið bætt í hagkerfið til þess að koma til móts við efna- hagsvanda vegna hruns í ferðaþjónustunni og aðgerða vegna veirufaraldurs. Þó nokkur mis- skipting hefur verið í þeim mótvægis- aðgerðum sem hefur verið ráðist í, til dæmis hefur mjög stór hluti þess runnið inn á hús- næðismarkaðinn og líklega valdið þó nokkurri hækkun á húsnæðisverði, séstaklega á höfuð- borgarsvæðinu (7,1% hækkun á vísitölu und- anfarna 12 mánuði) með tilheyrandi verð- bólguáhrifum. Verðbólgan á Íslandi er merkilegt fyrir- bæri. Hún skiptir okkur miklu máli t.d. út af verðtryggingu en á sama tíma er mjög erfitt að komast að því af hverju það er verðbólga. Fjár- málaráðherra segir að það sé út af launahækkunum í kjarasamningum, án þess að ég eða Gunna getum flett því upp og sannreynt slíkar fullyrðingar. Eina sundurlið- unin á vef Hagstofunnar er vísitala með og án húsnæðis en á sl. ári hefur vísitala án húsnæðis hækkað um 4,5% á meðan vísitala með húsnæði hefur hækkað um 4,1%. Til viðbótar við kjarasamninga og þróun á húsnæðis- verði er það gengi blessaðrar krónunnar. Það er nú um 10% lægra en það var fyrir kófið og 25% lægra en það var í upphafi kjörtímabilsins. Þeirri þróun hefur verið mætt með til dæmis vaxtalækkunum og eru stýrivextir komnir niður í 0,75% fyrir vikið. Kannski bjóst einhver við því að verkefni næstu ára yrði að vinna íslenskt samfélag upp úr kófinu. Jú, það þarf svo sem að gera það líka en ég hef engar áhyggjur af því verk- efni. Það er verkefni sem þarf að vinna næstu áratugina meira að segja – til þess að koma í veg fyrir skerðingu á lífskjörum. Það er ekk- ert sem neyðir okkur til þess að fara í harðan niðurskurð eða skattahækkanir til að komast út úr þessari efnahagsholu sem faraldurinn hefur grafið, nema kannski úreld hagfræði fjármálaráðherra. Það verður verkefni næstu ára, að losna út úr þeirri hugmyndafræði. Rekstur hins opinbera snýst nefnilega ekki bara um að passa að ríkisreikningurinn sé í jafnvægi heldur að hagkerfið allt sé í jafn- vægi. Það er í fína lagi að ríkisfjármálin séu í halla ef efnahagurinn er í jafnvægi, svo lengi sem það er ekki óhófleg verðbólga eða atvinnuleysi. Það er hægt að velja þá leið að fara í harðan niðurskurð hjá hinu opinbera með tilheyrandi skelli fyrir ákveðna hópa í samfélaginu – eða þá að moka smám saman ofan í holuna á mörgum árum þar sem betur er hægt að spá um áhrif þeirra viðbragða og koma til móts við þau. Verkefni næstu ára verður að hafa fjármálaráðherra sem getur sýnt og sannað fyrir öllum hverjar eru ástæð- ur verðbólgu. Hversu mikið er það gengisþróun að kenna? Launaþróun? Húsnæðisverði? Gagnsæi er verk- efni næstu ára. Björn Leví Gunnarsson Pistill Verkefni næstu ára Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Það er mikil eftirsókn og þorsti eftir frekari þekkingu, kennslu og þjálfun í geð- hjúkrun,“ segir Helga Sif sem telur mikilvægt að innan hjúkr- unarfræði sé horft til þess sem vel hafi tekist innan ann- arra fagstétta. Það er einmitt markmiðið með klínískri áherslu í nýja meistaranáminu. Þar er til að mynda horft til annarra fagaðila sem eru í virkri handleiðslu og þjálfun hjá reyndari fagaðila. Helga Sif segir minna af fyrirmyndum um slíkt í hjúkrun. „Hjúkr- unarfræðingar hafa saknað þess.“ Helga Sif segir fyrirspurnir hafa borist frá nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum, sem og hjúkrunar- fræðingum sem starfa innan geð- þjónustu um það hvenær námið fari af stað. Sum- ir bíða jafnvel spenntir eft- ir því. Mikill þorsti eftir þekkingu HORFA TIL ANNARRA Helga Sif Friðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.