Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
Akrýlsteinn
• Yfirborðsefni sem endist og upplitast ekki
• Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið
- endalausir möguleikar
• Auðvelt að þrífa og gera við
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Dagur B. Eggertsson borg-arstjóri lagði til og fékk sam-
þykkt í borgarráði í liðinni viku að
fallist yrði á ósk Orkuveitu Reykja-
víkur um „undan-
þágu frá upplýs-
ingalögum fyrir
dótturfélög Orku-
veitu Reykjavíkur á
samkeppnismark-
aði“. Fyrirtækin
sem um er að ræða
eru Orka náttúr-
unnar ohf., ON pow-
er ohf., Gagnaveita Reykjavíkur
ehf. og Carbfix ohf.
- - -
Það er kostulegt að í sömu tillöguborgarstjóra segir að þrátt
fyrir tillöguna beini borgarráð
„þeim tilmælum til Orkuveitunnar í
Reykjavík að huga að gagnsæi í
framsetningu á fjárhagsupplýs-
ingum og bókhaldi eftir því sem
kostur er. Í meirihlutasáttmála
Reykjavíkurborgar fyrir kjör-
tímabilið 2018-2022 segir að ljúka
þurfi opnun bókhalds á kjör-
tímabilinu og stuðla að því að upp-
lýsingar um öll útgjöld borg-
arinnar, dótturfyrirtækja hennar
og byggðasamlaga séu eins gagnsæ
og opin og kostur er.“
- - -
Það er með miklum ólíkindum aðmeirihlutasáttmálinn tali um
að opna bókhald og að þar segi að
öll útgjöld dótturfyrirtækja borg-
arinnar skuli vera eins gagnsæ og
opin og kostur er, en svo leggi
borgarstjóri fram tillögu um að slá
leynd um sömu upplýsingar.
- - -
Hvað er það í starfsemi dóttur-félaga Orkuveitunnar sem
þolir ekki að borgarbúar fái um það
upplýsingar?
- - -
Og ef fyrirtækin stunda slíkastarfsemi, þarf þá ekki einmitt
að upplýsa borgarbúa og snúa af
þeirri braut?
Dagur B.
Eggertsson
Leyndarmál
borgarstjóra
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Það er mjög furðulegt að taka við
sem formaður á svona tímum, enginn
hefur æfingu í að takast á við svona
lagað,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir
þegar blaðamaður spyr hana út í
fyrsta starfsár hennar sem formaður
Félags eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni (FEB). Ingibjörg var kjörin
til tveggja ára á aðalfundi félagsins í
fyrra, en hefur ekki fengið að fylgja
fyrirhugaðri áætlun sinni sem for-
maður í ljósi veirufaraldursins.
„Öll mín áform og plön bíða bara
ofan í skúffu eins og er, en vonandi
gefst tækifæri til þess að draga eitt-
hvað fram ef bólusetningaráætlun
gengur eftir.“
Þá verður enginn afmælisfögnuður
í tilefni 35 ára afmælis FEB, sem er í
dag.
Spænskukennsla slær í gegn
Lægð var í félagsstarfi FEB í vet-
ur, en nú er aðeins farið að létta til,
að sögn Ingibjargar. „Það er auðvit-
að gefið í og dregið úr sitt á hvað
með samkomutakmarkanirnar. En
sem betur fer hefur lifnað yfir því
núna eftir að létt var á reglunum síð-
ast, svo það er ágætlega líflegt hjá
okkur þessa dagana. Vonandi fáum
við að halda því eins og það er nú, en
við förum bara eftir þeim reglum
sem Reykjavíkurborg setur hverju
sinni,“ segir hún.
„Okkur hefur
tekist að bjóða
upp á leikfimi í
vor, og svo höfum
við verið með
bæði ensku- og
spænskukennslu.
Við vorum nefni-
lega svo heppin
að fá Kristin R.
Ólafsson til að
kenna hér spænsku, bæði á byrj-
enda- og framhaldsstigi,“ segir Ingi-
björg, en Kristinn bjó í rúma þrjá
áratugi á Spáni. „Það hefur verið
mikil eftirspurn eftir því námskeiði.“
Sumarið lofar góðu
Ingibjörg segist bjartsýn fyrir
komandi sumri, en ferðaáætlun
FEB fyrir sumarið hefur vakið
mikla lukku. „Við bjóðum upp á
margar ferðir í sumar, að vísu allar
innanlands, en þær eru mjög fjöl-
breyttar og við heyrum ekki annað
en að áhugi sé hjá félagsmönnum.
Margir hafa bókað sig nú þegar,
sumar ferðir eru meira að segja full-
bókaðar þótt ekki sé komið end-
anlegt verð á þær,“ segir hún. „Fólk
er orðið mjög þyrst í að komast eitt-
hvað út, það er alveg ljóst.“
jonn@mbl.is
Fyrsta starfsárið
býsna krefjandi
Ingibjörg
Sverrisdóttir
- FEB fagnar 35 ára afmæli í dag
Prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosn-
ingarnar í haust lauk um helgina og
lágu niðurstöður fyrir á laugardag. Í
Reykjavíkurkjördæmi norður leiðir
Björn Leví Gunnarsson listann, en á
eftir honum koma Arndís Anna Krist-
ínardóttir Gunnarsdóttir, Halldór
Auðar Svansson, Gunnhildur Fríða
Hallgrímsdóttir og Sara Oskarsson.
Halldóra Mogensen leiðir Reykja-
vík suður, og á eftir henni koma
Andrés Ingi Jónsson, Lenya Rún
Taha Karim, Valgerður Árnadóttir og
Oktavía Hrund Jónsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er í
fyrsta sæti listans í Suðvestur-
kjördæmi, og undir henni sitja Gísli
Rafn Ólafsson, Eva Sjöfn Helgadóttir,
Indriði Ingi Stefánsson og Gréta Ósk
Óskarsdóttir.
Þá leiðir Álfheiður Eymarsdóttir Pí-
rata í Suðurkjördæmi, og á eftir henni
koma Lind Völundardóttir, Hrafnkell
Brimar Hallmundsson, Eyþór Máni
og Guðmundur Arnar Guðmundsson.
708 félagsmenn greiddu atkvæði
fyrir framangreind kjördæmi, en
prófkjör Pírata í Norðaustur- og
Norðvesturkjördæmi var framlengt
og er því enn í fullum gangi. Ástæða
framlengingarinnar er sú að ekki
náðist tilskilinn fjöldi atkvæða, 100,
fyrir lokun kosninga á laugardag.
Niðurstöður þeirra kjördæma munu
liggja fyrir laugardaginn 20. mars.
jonn@mbl.is
Þingframbjóðendur Pírata kynntir
- Björn Leví, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna og Álfheiður leiða listana
Morgunblaðið/Eggert
Þingmaður Björn Leví Gunnarsson