Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
22:47 FLÝTIVAL FYRIR
KVÖLDMATINN
SLÖKKT Á LEIKJATÖLVU
KVEIKT Á
BORÐSTOFULJÓSUM
DYRUM LÆST
Kvöldmatur
kerfi virkt
SAMSTARFSAÐILI
Sérsniðið öryggiskerfi fyrir þitt
heimili, enginn binditími.
Arnold Donald, forstjóri skemmti-
ferðaskipaútgerðarinnar Carnival,
reiknar með því að greinin muni
halda áfram að glíma við rekstrar-
vanda í að minnsta kosti tvö ár. Í
viðtali við Financial Times kveðst
Donald reikna með að allur floti
fyrirtækisins verði kominn í notk-
un áður en þetta ár er á enda en
bið verði eftir því að fyrirtækið nái
sömu tekjum og áður en kórónu-
veirufaraldurinn lamaði skemmti-
siglingageirann.
Bendir Donald á að það verði
áskorun fyrir iðnaðinn að fá fólk
til að þora að ferðast með
skemmtiferðaskipum á ný enda
skaðaði það orðspor greinarinnar
að kórónuveiran skyldi breiðast út
um heilu skipin í upphafi farald-
ursins, líkt og í tilviki Diamond
Princess sem haldið var í sóttkví af
japönskum yfirvöldum í febrúar á
síðasta ári. Alls voru 3.711 manns
um borð en þar af smituðust 712
og 14 létu lífið. Carnival réðst í
miklar niðurskurðaraðgerðir í far-
aldrinum og losaði sig m.a. við 19
af 107 skipum sínum. Eftir því sem
fleiri af skipum Carnival fara í
notkun á ný eykst vandinn við að
manna áhafnir skipanna. Um
90.000 manns frá fjölda landa
starfa á skipum Carnival en mörg
þeirra eiga erfitt með að komast til
vinnu sinnar vegna ferðatakmark-
ana og smitvarna.
Carnival liggur á að koma hjól-
unum aftur af stað því í faraldr-
inum tók félagið inn 23,5 milljarða
dala af skuldum og nýju hlutafé til
að halda rekstrinum á floti.
Á vefsíðu Carnival má m.a. sjá
að fyrirhugað er að sigla skipinu
Carnival Pride frá Dover til Ís-
lands í júlí með viðkomu í Reykja-
vík, á Grundarfirði, Akureyri og
Seyðisfirði, en í bakaleiðinni verð-
ur stoppað á eyjunni Skíð, í Belfast
og Holyhead. ai@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Væntanleg Mynd úr safni af skipi Carnival við bryggju í Sundahöfn.
Skemmtiferðaskip
í ólgusjó í tvö ár
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Handan við hornið er meiriháttar breyting á
umhverfi netauglýsinga um allan heim en
Google tilkynnti fyrr í mánuðinum að hvorki
auglýsingakerfi netrisans né vafrinn Chrome
muni styðja lengur við vafrakökur þriðja aðila.
Með þessu fylgir Google í
fótspor Apple sem á síðasta
ári sendi frá sér iOS 14-
vafrann sem lokar á vafra-
kökur þriðja aðila nema
notandinn samþykki kök-
urnar sérstaklega.
Sigurður Svansson er
meðstofnandi og einn af
eigendum auglýsingastof-
unnar Sahara en það eru
einkum auglýsendur sem
nota vafrakökur til að fylgjast með ferðum
fólks á netinu og sýna þeim persónusniðnar
auglýsingar.
„Vafrakökurnar komu fyrst fram á sjónar-
sviðið árið 1994 sem leið fyrir vefsíður til að
geyma upplýsingar um gesti. Tölvan geymir
þá ákveðnar grunnuppýsingar sem eru til þess
fallnar að bæta upplifun notandans s.s. með
því að muna lykilorð og hvað notandinn hefur
sett i körfu, koma með tillögur að vörum og
svo framvegis. Þetta flokkast undir fyrsta
stigs vafraköku,“ segir hann. „Síðan eru vafra-
kökur sem flokkast sem vafrakökur þriðja að-
ila, sem við könnumst eflaust öll við, en þær
gera fyrirtækjum og auglýsendum kleift að
halda áfram að elta notendur með auglýsing-
um um netið eftir að notandi fer af tiltekinni
vefsíðu.“
Lesendur kannast eflaust við að leita t.d. að
vöru í vefverslun, og sjá í framhaldinu auglýs-
ingar hér og þar á vefnum þar sem verið er að
kynna vöruna sem var skoðuð. Þar hefur
vafrakaka skráð heimsóknina í vefverslunina
og þær upplýsingar síðan verið notaðar til að
beina auglýsingum að notandanum í þeirri von
að hann láti verða af því að kaupa vöruna sem
hann skoðaði.
Sigurður segir hægt að nota þær upplýs-
ingar sem vafrakökur þriðja aðila safna til að
gera tiltölulega nákvæma mynd af hverjum og
einum netnotanda: „Auglýsendur geta, með
því að nota vafrakökur, fengið nokkuð skýra
hugmynd um lykilþætti sem aðgreina mig frá
öðrum eins og aldur, kyn og búsetu en einnig
hvað ég var að gera á vefnum og í hvernig inn-
kaupahugleiðingum ég er, svo dæmi sé tekið.“
Facebook mótmælir
Smám saman hafa almenningur og stjórn-
málamenn vaknað til vitundar um þá miklu
gagnasöfnun sem fer fram með vafrakökum.
Hefur þetta orðið til þess að þrengt hefur verið
að heimildum fyrirtækja til að safna persónu-
legum upplýsingum, s.s. með GDPR-reglu-
gerðinni í Evrópu og líka með tæknilausnum á
borð við vafra sem leyfa fólki að rápa um netið
án þess að sanka að sér kökum. Beinast
áhyggjurnar bæði að því að óviðkomandi geti
safnað mjög viðkvæmum og persónulegum
upplýsingum til að selja hæstbjóðanda, sem og
að óprúttnir aðilar nýti þau gögn sem vafra-
kökur geyma til að t.d. spila með kjósendur í
aðdraganda kosninga.
Ekki eru allir hrifnir af framtaki Google og
Apple og hefur t.d. Facebook beitt sér gegn
þessari breytingu. Stór hluti af viðskiptamód-
eli Facebook byggist einmitt á að geta veitt
auglýsendum sem mestar upplýsingar um net-
notendur til að gera auglýsingaherferðir skil-
virkari. Stóð Facebook fyrir auglýsingaher-
ferð í febrúar og færði þar rök fyrir gagnsemi
vafrakaka. Í herferðinni fullyrti Facebook
meðal annars að með því að geta gert mjög
hnitmiðaðar auglýsingar ættu smærri fyrir-
tæki auðveldara með að ná athygli neytenda.
„Að setja notkun persónusniðinna auglýsinga
skorður myndi ræna fyrirtæki mikilvægu
vaxtartæki,“ sagði í auglýsingum samfélags-
miðilsins sem fylltu heilsíður í dagblöðum á
borð við New York Times, Washington Post og
Wall Street Journal.
Áætlar Facebook að þegar fyrirtæki geta
ekki persónusniðið netauglýsingar með sama
hætti og áður muni það leiða til að sölutekjur
fyrir hvern bandaríkjadal sem varið er til aug-
lýsingabirtinga dragist saman um 60%.
Sigurður segir það vissulega rétt að auglýs-
endur kunni að missa tól sem hingað til hefur
hjálpað þeim að beina auglýsendum að mjög
þröngt skilgreindum hópum. Auglýsendur vilji
vitaskuld að þær birtingar sem þeir kaupa
birtist fyrst og fremst því fólki sem líklegt er
til að vera móttækilegt fyrir boðskap auglýs-
inganna.
„En markaðurinn mun aðlagast og aðrar
lausnir koma í staðinn. Þannig hefur verið
nefnt að Google muni notast við það sem kallað
er „sandkassi“ þar sem helstu gögnum um net-
notendur er safnað saman en Google stýri því
hver fær aðgang að upplýsingunum, frekar en
að hver sem er geti safnað nánast hvaða gögn-
um sem er. Gagnrýnendur hafa bent á að þetta
myndi færa Google enn meiri völd enda fyrir-
tækið nú þegar ráðandi á vefauglýsingamark-
aði og vafrinn Chrome með nærri 70% mark-
aðshlutdeild.“
Kallar á betra markaðsefni
Sigurður væntir þess að breytingarnar verði
líka til þess að framleiðendur auglýsinga taki
sig á. „Þetta nýja landslag ætti að vera fín
áminning um að treysta ekki eingöngu á þriðja
aðila þegar kemur að vörslu gagna um við-
skiptavini. Því erum við farin að sjá fleiri fyrir-
tæki safna netföngum og öðrum gögnum til að
tryggja að samtalið við viðskiptavin geti haldið
áfram eftir breytingar sem þessar. Einnig set-
ur þetta ákveðna kröfu á fyrirtæki að vanda
vel til verka við framleiðslu markaðsefnis sem
nær betur til viðeigandi markhóps ef auglýs-
ingamiðlun verður að einhverju leyti minni en
fyrir breytingar.
Reiknar Sigurður ekki með að það muni
gera út af við Facebook, eða valda Google
óbærilegu tekjutapi ef vafrakökur þriðja aðila
heyra sögunni til. Þessi fyrirtæki hafi þegar
ráðandi stöðu og standi vel að vígi á netauglýs-
ingamarkaði. „Breytingarnar verða líklega
óverulegar á Íslandi vegna stærðar markaðar-
ins þótt mörg fyrirtæki þurfi vissulega að laga
sig að breyttu landslagi. Það er þó kominn tími
á að fyrirtæki kynni sér vel hvað þessar breyt-
ingar fela í sér og vinni út frá þeim með örugg-
um hætti, bæði hvað viðkemur því að aðlagast
breyttu landslagi með vafrakökur en einnig
hertri reglugerð í kringum GDPR. Kæmi mér
ekki á óvart að þessu væri ábótavant hjá mörg-
um fyrirtækjum hér á landi.“
Auglýsendur missa öflugt verkfæri
AFP
Friðhelgi Apple og Google hafa ákveðið að setja vafrakökum þriðja aðila stólinn fyrir dyrnar.
- Þó að vafrakökur þriðja aðila heyri bráðum sögunni til er ekki þar með sagt að allt fari í köku á
netauglýsingamarkaði - Facebook mótmælir þróuninni og segir hana bitna á smáfyrirtækjum
Sigurður Svansson