Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
✝
Ástbjörg Stef-
anía Gunn-
arsdóttir fæddist í
Reykjavík 22. júní
1929. Hún lést á
Vífilsstöðum mið-
vikudaginn 3. mars
sl., á 92. aldursári.
Hún var dóttir
hjónanna Mar-
grétar Ketilsdóttur
húsfreyju og Gunn-
ars Sigurðssonar
múrara. Bróðir hennar var Sig-
urður K. Gunnarsson forstjóri,
f. 1931, d. 2016.
Árið 1954 giftist Ástbjörg
eiginmanni sínum til 59 ára, Jó-
hanni T. Ingjaldssyni, fyrrv. að-
albókara Seðlabanka Íslands.
Hann lést árið 2013.
Börn Ástbjargar og Jóhanns
eru Margrét, f. 1954, gift Hálf-
dáni S. Helgasyni, f. 1958, og
Ingi Gunnar, f. 1958, í sambúð
með Kristínu G. Hákonardótt-
ur, f. 1962.
Börn Margrétar og Jóns
Gunnlaugs Sigurðssonar, f.
1952, d. 1982; Sigurður Sveinn
Jónsson, f .1974. Hann er giftur
Svanhvíti Helgu Rúnarsdóttur,
f. 1982; Ástbjörg Rut Jóns-
dóttir, f. 1978. Dóttir hennar
og Benedikts Inga Ármanns-
sonar, f. 1978, d. 2007, er Ísa-
bella Ronja, f. 2003. Börn Mar-
grétar og Hálfdánar S.
Helgasonar eru Jóhanna
Sveina, f. 1986, og Helgi Elí, f.
Ástbjargar árið 1959. Þar
kenndi hún fullorðnum konum í
alls 56 ár, en einnig karlaflokk-
um í 16 ár. Hún hætti kennslu
vorið 2015, þá orðin tæplega 86
ára. Á kennsluferli sínum tók
Ástbjörg þátt í fjölmörgum
íþróttahátíðum hérlendis og er-
lendis, og fór oftsinnis með
sýningarhópa sína úr Hressing-
arleikfiminni til Danmerkur,
Svíþjóðar og Kanaríeyja á Gol-
den Age 60+ fimleikasýningar.
Þær María Guðmundsdóttir og
Vigdís Grímsdóttir gerðu
Hressingarleikfiminni skemmti-
leg skil í heimildamynd sinni
Allar mættar árið 2009, sem
sýnd var m.a. á RÚV.
Ástbjörg var í stjórn Fim-
leikasambands Íslands 1970-
1981, þar af formaður síðustu
fjögur árin, 1977-1981. Hún var
fyrsta konan sem varð formað-
ur sérsambands innan ÍSÍ.
Samhliða kennslu- og
íþróttastörfum sínum rak Ást-
björg, ásamt Jóhanni eig-
inmanni sínum, litla heildsölu, á
árunum 1984-2010. Ástbjörg
var sæmd heiðursmerki Nor-
ræna fimleikasambandsins
1973, gullmerki ÍSÍ 1979 og var
kosin heiðursfélagi ÍSÍ og Ól-
ympíusambandsins árið 2002.
Jafnframt var hún sæmd ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu árið 2009, og var gerð að
heiðursfélaga Fimleika-
sambands Íslands árið 2014.
Útför Ástbjargar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 15.
mars 2021, klukkan 13.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/2jbpx736
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á www.mbl.is/andlat/
1989. Sambýlis-
kona Helga er
Snædís Anna Þór-
hallsdóttir, f. 1987.
Sonur þeirra er
Yngvi Steinn, f.
2018. Dóttir Hálf-
dánar frá fyrra
sambandi er Valdís
Brynja, f. 1981.
Hún er gift Rúnari
Þór Númasyni, f.
1983. Börn þeirra
eru Valgerður Rakel, f. 2009,
Þorvaldur Helgi, f. 2012, og
Vanda María, f. 2015.
Dóttir Inga Gunnars og
Kristínar er Eyrún, f. 2004.
Börn Kristínar eru Tryggvi
Ingólfsson, f. 1981, giftur
Björgu Óskarsdóttur, f. 1979,
sonur þeirra er Óskar, f. 2015,
og Telma Kristín Bjarnadóttir,
f. 1990.
Ástbjörg gekk í Kvennaskól-
ann í Reykjavík og lauk þaðan
prófi árið 1946. Hún fór í
Íþróttakennaraskóla Íslands á
Laugarvatni og útskrifaðist
þaðan sem íþróttakennari vorið
1949, í hópi 12 skólasystkina
það árið.
Hún hóf störf við Íþrótta-
skóla Jóns Þorsteinssonar að
Lindargötu 7 í Reykjavík
haustið 1949 og kenndi þar
sjúkraleikfimi til ársins 1957.
Ástbjörg var frumkvöðull á
sviði kvennaleikfimi á Íslandi
og stofnaði Hressingarleikfimi
Elsku Adda amma.
Í sumarlandið ertu komin.
Margar minningar berjast um í
kollinum á okkur og að leita að
réttu orðunum hefur tekið tíma.
Hugsum við til þín með mikilli
hlýju og þakklæti.
Við kveðjum þig með þessum
orðum:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Sigurður (Siggi) og Svanhvít.
Adda amma er ein merkileg-
asta manneskja sem ég hef
kynnst, ekki bara af því að hún var
amma mín heldur var svo ótrúlega
margt sem hún gerði. Hún var
frumkvöðull og ruddi brautina
fyrir svo margar konur í starfi og
lífi. Það er varla hægt að tala bara
um ömmu án þess að nefna afa
líka og öfugt, svo samheldin voru
þau. Þá var Sævó alltaf miðpunkt-
ur/samkomustaður fjölskyldunn-
ar og síðar á Brúnaveginum.
Það eru ótrúleg forréttindi að
eiga ömmu og afa. Fallegt og
traust samband myndast oft milli
kynslóða og sumir, eins og ég, eru
svo heppnir að fá tíma og tækifæri
til að þróa það samband þegar
kemur á fullorðinsárin. Þegar ég
var í menntaskóla flutti ég til
ömmu og afa í Sævó, líkt og eldri
systkini mín höfðu gert. Hjá
ömmu voru alltaf nokkuð
ákveðnar reglur (sem þó bognuðu
e.t.v. eitthvað með árunum) enda
amma einstaklega reglusöm og
öguð. Hún var með þann mesta
sjálfsaga sem ég veit um en hóg-
vær á sama tíma. Amma hefur
alltaf verið svo flott, með allt sitt
upp á tíu, hugsað vel um sjálfa sig
og komið vel fyrir. Meðal annars
út af þessu hef ég stundum grín-
ast út á við og talað um hana sem
ömmu forseta.
Amma á glæsilegan starfsferil
sem frumkvöðull í íþróttastarfi að
baki. Leikfimishópnum sinnti hún
ekki einungis þegar „allar voru
mættar“ heldur tók hún daglega
stöðuna á þeim sem þurftu þess og
oft stoppaði ekki síminn í Sævó.
Þegar ég var þar einn heima setti
ég símsvarann oft á, það var ein-
faldara heldur en að skrifa niður
öll skilaboðin. Amma og afi hafa
alla tíð verið tilbúin til að eyða
ómældum tíma og orku í okkur öll.
Við gætum ekki hafa verið heppn-
ari að hafa fengið að eiga þau að,
þau eiga svo mikið í okkur öllum
og við þeim margt að þakka.
Elsku amma mín, takk fyrir all-
ar góðu stundirnar, stuðninginn
og allt.
Þinn
Helgi Elí.
Elsku hjartans besta Adda-
amma mín. Þegar ég hugsa til þín
er svo ótal margt sem kemur upp í
hugann og allt er það kærleiksríkt
og gott.
Adda-amma og Jói-afi eru svo
stór hluti af mínu lífi, hafa alltaf
verið og munu alltaf vera. Þið eruð
sem ein heild, líkt og svanapar,
sannir sálufélagar. Alltaf til staðar
og hafið reynst mér svo vel að ekki
eru orð til að lýsa því. Ég er alltaf
jafn þakklát og stolt yfir því að þið
séuð mín.
Ég er ævinlega þakklát fyrir
alla vænsluna, eins og við segjum
gjarnan, og allar þær óteljandi
dýrmætu minningar sem ég varð-
veiti að eilífu og eru einkennandi
fyrir þig og ykkur afa. Til dæmis
allar samverustundirnar í Sævó, á
Brúnó og Háhóli, ferðalögin og
sumarbústaðaferðirnar. Morg-
unsturtan, te og ristað brauð með
smjöri og osti í morgunmat,
ömmukæfa, silfurte, djöflaterta
með sprauturjóma, ömmufiskur,
tyggigúmmí, súkkulaðirúsínur,
salat, heitt kókó, trönuberjasafi
og bláber með rjóma. Kóngastóll-
inn, dagbækurnar, happatalan
okkar, halla sér, „taka í tásur“,
höfuð- og hálsnudd, Carite og sím-
svarinn.
Gullkornin þín líkt og „besta
mín“, „skemmtu þér fallega“ og
„enginn er eldri en hann hugsar“.
Allt svo satt og rétt hjá þér.
Fínu náttfötin þín, ömmuhola
og konunglega umbúið rúmið sem
alltaf býr yfir ákveðnum heilag-
leika fyrir mér. Þegar við bjóðum
góða nótt fylgir því svo mikil hlýja
þegar þú segir „Guð geymi þig“.
Fallegi garðurinn í Sævó, rós-
irnar, trén, jarðarberin og gulræt-
urnar. Lyngrósin blómstraði í
kringum afmælið þitt og þá var
sannarlega komið sumar. Fá okk-
ur bita úti á palli, gefa fuglunum,
Litli rauður. Mávastellið, kristall-
inn, veggfóðrið, málverkin og
Blátt lítið blóm eitt er. Mér er það
svo kært þegar þú biður mig að
spila Rósina á píanóið og dansar
og raular með.
Amma spilar músík og semur
prógröm fyrir kennsluna. Svífur
um og hreyfingarnar silkimjúkar.
Hressingarleikfimin, skjóðan,
sjúkrataskan og ferðatækið. Pró-
grömin, sýningarnar, fánahylling
og fánakveðja, kaffikvöldin og
prjónaði heillakarlinn.
Þú ert sannarlega vanaföst, ná-
kvæm og skipulögð. Með einstak-
lega gott minni á dagsetningar,
ártöl og símanúmer. Svo ég tali nú
ekki um tungumálin þar sem þú
skiptir leikandi létt af íslensku yf-
ir á dönsku, ensku, sænsku og
norsku. Alveg hreint mögnuð.
Þú ert sönn drottning, alltaf
mikill virðuleiki, fágun og reisn
yfir þér. Glæsileg í fari og berð þig
tignarlega. Fallega, þykka hárið
þitt með sveipinn á enninu sem
mér þykir alltaf svo vænt um að
vera með eins og þú. Fallegu fötin,
pelsinn, maríumenið, gullskartið
og klemmulokkarnir.
Þér er ávallt umhugað um alla í
kringum þig. Hæfileikarnir þínir,
metnaðurinn og vandvirknin. Ein-
stök í alla staði og sönn fyrirmynd.
Það er allt svo gott sem þú gerir,
og sama hvað þú gerir, þú gerir
allt vel.
Elsku Adda-amma og Jói-afi.
Takk fyrir allt og alla vænsluna.
Ég veit þið fylgið mér ávallt. Ég
elska ykkur svo mikið og þið eigið
alltaf sérstakan stað í hjarta mínu.
Guð geymi ykkur.
Vertu nú yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Jóhanna Sveina (Seisa).
Það kemur óhjákvæmilega að
kveðjustund og þessari var ég bú-
in að kvíða lengi. Adda amma hef-
ur alltaf verið svo stór hluti af
mínu lífi, ásamt Jóa afa. Þau voru
eins og mínir aðrir foreldrar, voru
alltaf til staðar fyrir mig, hvort
sem það þurfti að redda búning-
um fyrir dans- eða leiksýningar,
sauma kjóla fyrir útskriftir, skutla
þegar bíllinn bilaði, hjálpa mér
með Ronju eða bara til að spjalla.
Með þeim ferðaðist ég um landið
sem barn, fór með þeim í mína
fyrstu utanlandsferð og bjó hjá
þeim um tíma.
Við amma vorum ólíkar en
mjög nánar. Stundum átti ég erf-
itt með að skilja hana og sjálfsagt
botnaði hún oft ekkert í mér, en
hún lét mig aldrei vita af því,
studdi mig og hvatti alltaf í öllu
sem ég gerði og virti hvernig ég
vildi lifa mínu lífi, þó að það væri
ólíkt því sem hún hafði valið.
Ég held að við höfum vegið
hvor aðra upp, hún hélt mér á
jörðinni og ég ýtti henni út fyrir
rammann. Hún var með mjög
skýran og strangan ramma, prins-
ippkona með ótrúlegan sjálfsaga,
fylgin sér og bar mikla virðingu
fyrir lögum og reglum, hvort sem
þær voru settar af yfirvöldum eða
henni sjálfri. En þó að hún setti
sér strangan ramma var hún aldr-
ei ströng, hún var alltaf mild og
góð, ljúf og styðjandi.
Ég þekki engan með annað eins
minni og amma hafði. Þegar hún
sagði sögur úr fortíðinni mundi
hún smáatriði eins og dagsetning-
ar, götuheiti og húsnúmer gisti-
staða í utanlandsferðum sem farið
var í fyrir 70 árum. Hún var líka
svo nákvæm með allt. Þegar sím-
svarar voru enn notaðir byrjuðu
ófá skilaboð frá henni svona: „Sæl
Adda mín, þetta er amma. Klukk-
an er tíu mínútur gengin í tólf á
fimmtudegi.“
Ég elskaði að fara með ömmu í
leikfimistímana hennar þegar ég
var yngri og horfa á konurnar
hennar dansa og gera æfingar. Ég
prófaði tíma hjá henni rétt áður en
hún hætti, þegar hún var orðin 85
ára. Það er skemmst frá því að
segja að ég átti í mestu vandræð-
um með að halda í við ofurömmu
og mögnuðu „leikfimiskonurnar
hennar“. Þær tóku svo þátt í út-
skriftarverkefninu mínu úr LHÍ
2009 og það er tími sem ég er svo
þakklát fyrir og stolt af að hafa
fengið tækifæri til að standa á
sviðinu með ömmu.
Ég veit að amma var sátt við að
fara. Hún var komin með nóg.
Hún var ósátt við að kroppurinn,
sem hafði alltaf verið í svo góðu
formi, væri farinn að svíkja hana.
Á 90 ára afmælinu hennar spurði
ég hvort hún væri ekki ánægð
með þennan háa aldur: Það stóð
ekki á svarinu hjá ömmu: „Nei!
Ég ætlaði ekkert að verða svona
gömul!“ Hún hafði nefnilega ein-
hvern tíma farið til spákonu sem
sagði henni að hún yrði 83 ára og
þar við sat.
Nú er þessi tignarlega drottn-
ing á leið dansandi inn í eilífðina,
þar sem hún hittir afa uppi á fögru
fjalli og þau skíða niður að gufu-
baðinu og heitu pottunum við litla
kotið í kjarrinu. Hún með sólhatt
og hann með tannstöngul í munn-
inum.
Elsku ljúfa og magnaða amma
mín og fyrirmynd, mikið sakna ég
þín sárt. En ég er svo undur þakk-
lát fyrir þig og allan tímann sem
ég fékk með þér og óendanlega
stolt af öllu sem þú afrekaðir.
Ég elska þig nafna mín, góða
ferð inn í Sumarlandið. Takk fyrir
að vera besta mín.
Þín
Ástbjörg (Adda) Rut.
Með nokkrum orðum viljum við
minnast föðursystur okkar og
mágkonu. Adda var alla tíð mikil
fjölskyldumanneskja og einstak-
lega ræktarsöm. Fjölskyldur okk-
ar bundust sterkum böndum alla
tíð. Lífið er varðað ólíkum köflum
eins og gerist og gengur. Tvær
ungar fjölskyldur sem fléttuðu
þræði sína þétt saman gegnum
gleðiríka samveru, á ævihátíðum,
um jól, í sumarbústaðnum, á
ferðalögum o.fl. Fylgdust að í ára-
tugi. Fjölmargir sameiginlegir
snertifletir lífsins sem skilja eftir
sig fallegar og góðar minningar. Í
kringum Öddu var ætíð mikill
stöðugleiki. Hún var formföst og
skipulögð, staðföst og í alla staði
vönduð manneskja. Hjarta henn-
ar brann fyrir íþróttakennslu alla
tíð. Því starfi helgaði hún orku
sína og tíma og uppskar ríkulega.
Hún var frumkvöðull á sínu sviði,
sterk fyrirmynd annarra kvenna,
sjálfstæð og stefnuföst. Hún tók
mótlæti lífsins af æðruleysi en
einnig skynsemi og raunsæi. Hún
stráði kærleika og gleði úr skálum
hjarta síns til stórfjölskyldu sinn-
ar svo eftir var tekið. Við minn-
umst hennar með þakklæti fyrir
trygglyndi og samfylgd og færum
fjölskyldunni allri samúðarkveðj-
ur.
Af trúmennsku’ og trygglyndi lifði’
hún.
Með taktföstum hreyfingum vann hún.
Af fágaðri fagmennsku brann hún.
Með friðsæld í hjartanu dó hún.
(S.G.S.)
Sigríður Theodóra
Guðmundsdóttir, Guðríður,
Gunnar og Sigurður Grétar
Sigurðarbörn.
Á þessu ári eru liðin 40 ár síðan
ég hitti Ástbjörgu fyrst. Við Ingi
Gunnar sonur hennar og Jóhanns
Ingjaldssonar kynntumst í Vísna-
vinum og höfum verið góðir vinir
og samstarfsmenn síðan. Ást-
björg hafði stundum á orði við mig
að hann Ingi sinn hefði breyst
talsvert á því að hitta okkur þessa
tónlistarmenn. Hann var alinn
upp í KFUM í góðum siðum og
kristilegum kærleik en tók upp
ýmislegt eftir okkur sem kannski
hefði mátt bíða með.
Það fór ekkert framhjá okkur
peyjum sem síðar mynduðum
Hálft í hvoru að Ástbjörg var á
margan hátt fyrirferðarmikil á
velli. Hvar sem hún kom gustaði
af henni. Hún vildi ráða og fyrir
mig var það dálítið erfitt því að ég
vildi ráða. Einu sinni bað hún mig
að vinna ákveðið verk fyrir sig í
hljóðverinu þar sem ég vann. Hún
var á leið að setja upp danssýn-
ingu og vantaði tónlist. Hún kom
með fullt af plötum sem ég afritaði
fyrir hana. Hún hékk yfir öxlinni á
mér og sagði mér til um hvernig
ég ætti að gera hlutina. „Hann
Pétur tæknimaður (Kristjánsson)
gerði þetta svona.“ Mér fannst
þetta óþægilegt og sagði henni að
vera til friðs og byrsti mig tals-
vert. Hún baðst afsökunar og
sagði: „Fyrirgefðu mér, ég hef allt
þetta vesen úr honum Inga Gunn-
ari.“
Ástbjörg hafði gullhjarta. Hún
vílaði ekki fyrir sér að gera margt
fyrir fólk sem stóð ekki alveg jafn-
fætis öðrum. Hún taldi það sjálf-
sagt og miklaðist aldrei af því.
M.a. var hún með vatnsleikfimi
fyrir Trimmklúbbinn Eddu en
þar stundar margt sjónskert og
blint fólk sundleikfimi. Það gerði
hún í sjálfboðavinnu og gaf lítið út
á þegar ég nefndi við hana hvað
hún vann gott verk. „Ekki vera að
tala um þetta, þetta er svo sjálf-
sagt.“
Eitt eftirminnilegasta atvikið
þar sem Ástbjörg kom við sögu
var þegar við fólkið í Hálft í hvoru,
Eyfi, Bergþóra, Alli, Örvar og
undirritaður, komum á rúgbrauði
að sækja Inga heim í Sæviðar-
sundið. Við flautuðum fyrir utan
snemma morguns og Ingi kom
hlaupandi út með töskuna sína og
gítarinn á bakinu. Þar sem Ingi er
kominn inn í bíl kemur Ástbjörg á
harðaspretti með eitthvað í hend-
inni og hrópar: „Ingi Gunn, Ingi
Gunn. Kláraðu jógúrtina þína.“
Ingi kláraði og svo var haldið út á
land.
Ég hugsa að Ástbjörg taki til
sinna ráða þegar hún er búin að
koma sér fyrir þar sem eilíf sæla
ríkir og reki alla í leikfimi. Það
styrkir og bætir allt að hreyfa sig
og englasöngurinn verður fegurri.
Það var lærdómsríkt og gott að
kynnast konu eins og henni Ást-
björgu Gunnarsdóttur. Blessuð sé
minning hennar.
Gísli Helgason.
Vorið strýkst við
raka kinn
vaki á veraldartorgi
fagna fugli á vængjum andvarans
útrétt hönd mín
hylur sársauka
hjartað djúpt í brunni
en bjartur ómur gígjunnar
bærir vináttustreng
(Gígjan)
Ég þakka Ástbjörgu Gunnars-
dóttur, vinkonu minni, langa og
trausta samfylgd og votta börnum
hennar, Margréti og Inga Gunn-
ari, og allri fjölskyldunni dýpstu
samúð mína vegna fráfalls henn-
ar. Blessuð sé minning Ástbjarg-
ar.
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Mín kæra vinkona Ástbjörg er
farin í Sumarlandið og mun henn-
ar verða sárt saknað en minning
um yndislega konu og góðan vin
mun að eilífu lifa. Minningar eru
margar og góðar um tignarlega
konu, leikfimifrömuð, ástvin okk-
ar allra sem vorum samferða
henni í starfi og leik. Hún hafði
ótrúlega starfsorku og mikla
sköpunarþrá.
Það geislaði af henni við sköpun
nýrra sýningaverkefna og þeim
var fylgt úr hlaði af einurð og
festu. Ástbjörg bar mikla um-
hyggju fyrir leikfimikonum sínum
bæði í sal og utan salar. Hún var
góður kennari sem passaði vel
upp á rétta líkamsbeitingu og not-
aði styrktaræfingar og teygjuæf-
ingar svo koma mætti í veg fyrir
meiðsl. Annars var dansleikfimi
og spuni hennar aðaláhugamál.
Utan æfingatíma gaf hún sér ætíð
tíma fyrir spjall, ráðleggingar og
samveru. Leikfimihópurinn henn-
ar var sem ein stór fjölskylda. Á
sumrin gengum við saman og
syntum. Samheldni, glens og grín.
Okkar fyrstu kynni voru á
Laugarvatni 1964 - 1965 en þar
var Ástbjörg prófdómari. Eftir
það hittumst við á fjölda nám-
skeiða með íþróttakennurum. Ég
man hvað við bárum mikla virð-
ingu fyrir þessari glæsilegu konu,
aðalsmerki hennar var fáguð
framkoma og brennandi áhugi
fyrir mannslíkamanum.
Síðan var Fimleikasamband Ís-
lands endurreist og við Ástbjörg
fórum að vinna saman að upp-
byggingu fimleika á Íslandi. Við
fórum okkar fyrstu utanlandsferð
í þágu FSÍ árið 1974. Við fórum til
Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar
með ÍR-stúlkurnar sem voru þá-
verandi Íslandsmeistarar í fim-
leikum. Við fórum fleiri ferðir fyr-
ir hönd FSÍ og ávallt var gott að
vera samferða þessari yndislegu
konu. Við spjölluðum mikið,
skipulögðum, sniðum og saumuð-
um ferðaföt á eldhúsborðinu. Við
vildum vera Íslandi til sóma. Og
það tókst.
Við fengum mikið lof í erlend-
um fréttablöðum. Ísland var aftur
komið á skrá fimleikasögunnar.
Svo komu öll árin með hress-
ingarleikfiminni, innanlands og
utan. Norðurlandasýningar, al-
heimssýningar, þjóðhátíðarsýn-
ingar eða aðrir viðburðir á Íslandi.
Ástbjörg vildi vera með í öllum
sýningum og viðburðum. Hún
smitaði okkur með eldmóði sínum
og við höfðum gaman af. Enda
ekki hægt annað, ný og ný lönd að
heimsækja, kynnast nýju fólki og
menningu þess. Ótrúlega gefandi
og lærdómsríkt. Stundum sögðum
við leikfimisystur: „Erum við ekki
orðnar fullgamlar fyrir sýninga-
sprikl?“ Nei, aldeilis ekki, var
svarið. Lífið er til þess að upplifa
og njóta. Sönn speki til okkar frá
síungum þjálfara sem hætti með
okkur 86 ára gömul. Geri aðrir
betur. Elsku Ástbjörg, þú varst
Ástbjörg Stefanía
Gunnarsdóttir