Morgunblaðið - 15.03.2021, Blaðsíða 26
BLAK
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Hamar úr Hveragerði varð bikar-
meistari karla í blaki í fyrsta sinn
eftir 3:0-sigur á Aftureldingu í úr-
slitaleik Kjörísbikarsins í Digranesi
í Kópavogi í gær. Hamar hafði aldrei
áður, yfir 29 ára æviskeið félagsins,
orðið Íslands- eða bikarmeistari í
liðsíþrótt í meistaraflokki og því um
fyrsta stóra titil félagsins að ræða.
Þótt Hamarsmenn hafi unnið
þrjár hrinur í röð var sigurinn langt
frá því að vera afgerandi. Hrinurnar
voru æsispennandi og munurinn á
liðunum sjaldan meiri en tvö stig
fyrr en í lokin. Afturelding var yfir
lengst af í fyrstu hrinu og tóku
Hamarsmenn ekki forystuna fyrr en
í stöðunni 20:19 áður en þeir unnu
hana 25:23 eftir mikla spennu. Önn-
ur hrina var ekki síður spennandi,
enda komust Mosfellingar þar í
24:23-forystu en klikkuðu þá á upp-
gjöf áður en Hamar vann 26:24. Það
dró aðeins tennurnar úr leik-
mönnum Aftureldingar að tapa
tveimur hrinum með svo litlum mun
og var sú þriðja minnst spennandi,
Hamarsmenn unnu hana 25:21.
Wiktor Mielczarek átti stórleik
fyrir Hvergerðinga, skoraði 21 stig,
en Radoslaw Rybak skoraði 15. Hjá
Mosfellingum var Sigþór Helgason
stigahæstur með 16 stig.
Sannfærandi hjá HK
HK er bikarmeistari kvenna eftir
3:0-sigur á KA. Norðankonur byrj-
uðu betur í fyrstu tveimur hrinum
leiksins áður en HK-ingar færðu sig
upp á skaftið, unnu fyrstu hrinu
25:19 og aðra 25:16. Kópavogsliðið
sýndi svo mátt sinn og megin í
þriðju hrinu, hafði betur, 25:14, og
vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil
síðan 2014 og þann sjötta í sögu fé-
lagsins.
Liðin hafa mæst tvisvar í deildar-
keppninni og hafði HK þar betur í
bæði skiptin, en alltaf í hörkuleik og
eftir mikla spennu. Það var því mikil
eftirvænting í Digranesi fyrir úr-
slitaleik tveggja jafnra liða. HK-
ingar voru hins vegar vel stilltir og
mættu grimmir til leiks. Sara Ósk
Stefánsdóttir var valin besti spilari
leiksins og skoraði hún tíu stig fyrir
HK, rétt eins og Michelle Traini.
Fyrsti stóri titill
í sögu Hamars
- Öruggt hjá HK í úrslitum kvenna
Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir
Frumburðurinn Hamarsmenn frá Hveragerði fagna fyrsta stóra titli félags-
ins frá upphafi eftir að hafa orðið bikarmeistarar í blaki í Digranesi í gær.
Sannfærandi HK vann úrslitaleikinn gegn KA, 3:0, til að hreppa sjötta
bikarmeistaratil félagsins frá upphafi og þann fyrsta síðan árið 2014.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH
var sigursælasti keppandinn á
Meistaramóti Íslands í frjáls-
íþróttum sem fram fór í Laugar-
dalshöll um helgina.
María sigraði í hástökki, kúlu-
varpi og 60 metra grindahlaupi í
kvennaflokki, fékk bronsverðlaun í
langstökki og var í sveit FH sem
fékk silfurverðlaun í 4x400 metra
boðhlaupi. Hún setti mótsmet í 60 m
grindahlaupinu, 8,59 sekúndur, og
náði sínum besta árangri í kúlu-
varpi, 13,20 metrar.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr
ÍR sigraði í 60 m hlaupi kvenna á
7,49 sekúndum og í 200 m hlaupi
kvenna á 24,23 sekúndum en Ís-
landsmetin stóðust áhlaupið.
Kolbeinn Höður Gunnarsson úr
FH vann 60 m hlaup karla á 6,86
sekúndum og 200 m hlaup karla á
21,57 sekúndum.
Af öðru má nefna að Hildigunnur
Þórarinsdóttir úr ÍR vann lang-
stökk kvenna, 6,02 metra, og Guðni
Valur Guðnason, ÍR, vann kúluvarp
karla, kastaði 18,40 metra.
Morgunblaðið/Eggert
Meistari María Rún Gunnlaugsdóttir sigraði m.a. í hástökki á mótinu.
María sigursælust
á Meistaramótinu
Manchester United og Leicester
voru sigurvegarar helgarinnar í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Manchester United vann 1:0-sigur á
West Ham á heimavelli í gær en
Leicester vann 5:0-stórsigur á Shef-
field United. Manchester-liðið og
Leicester eru búin að koma sér
huggulega fyrir í öðru og þriðja
sæti því Chelsea, West Ham, Ever-
ton og Tottenham töpuðu öll stig-
um í Evrópubaráttunni.
Sigur United á West Ham var
ekki sá fallegasti og réðust úrslitin
á sjálfsmarki frá Craig Dawson
snemma í seinni hálfleik. United
vann leik liðanna á London-
vellinum fyrr á tímabilinu og er
þetta í fyrsta skipti sem United
vinnur Hamrana tvisvar á sama
tímabili frá leiktíðinni 2013/14.
Leicester átti ekki í neinum
vandræðum með að vinna botnlið
Sheffield United á heimavelli, eins
og 5:0-lokatölurnar gefa til kynna.
Kelechi Iheanacho skoraði sína
fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeild-
inni. Leikurinn var sá fyrsti sem
Sheffield-liðið spilar síðan 2016 án
knattspyrnustjórans Chris Wilders,
en Wilder fékk reisupassann stuttu
fyrir leik.
Norður-London er rauð næstu
vikur því Arsenal vann Tottenham
2:1 í grannaslagnum. Sigurinn var
verðskuldaður þar sem Arsenal var
betra liðið frá fyrstu mínútu. Érik
Lamela hjá Tottenham stal hins
vegar senunni þar sem hann skor-
aði eitt af mörkum tímabilsins í
fyrri hálfleik en fékk svo kjánalegt
rautt spjald í seinni hálfleik.
Manchester City vann 3:0-sigur á
Fulham á laugardag og má fara að
óska bláa liðinu til hamingju með
Englandsmeistaratitilinn.
United og Leicester
fögnuðu mest
AFP
Sigur Manchester United hafði bet-
ur gegn West Ham á heimavelli.
Eitt
ogannað
_ Tillaga um að stúlknalið gætu mætt
drengjaliðum á Íslandsmóti yngri
flokka í körfubolta var felld á ársþingi
KKÍ sem haldið var á laugardaginn.
Brynjar Karl Sigurðsson körfubolta-
þjálfari lagði tillöguna fram. Þá var
felld tillaga sem nokkur félög lögðu
sameiginlega fram um takmarkanir á
fjölda erlendra leikmanna í efstu
deildum í meistaraflokkum karla og
kvenna.
_ Sveindís Jane Jónsdóttir, lands-
liðskonan unga, fór vel af stað í sínum
fyrsta mótsleik í atvinnumennsku með
Kristianstad í Svíþjóð á laugardaginn.
Hún skoraði tvö marka liðsins þegar
það vann Alingsås, 4:0, í sænsku
bikarkeppninni.
_ Axel Óskar Andrésson fór vel af
stað á laugardaginn þegar hann lék
fyrstur íslenskra knattspyrnumanna
deildaleik í Lettlandi. Axel skoraði
fyrsta mark Riga þegar liðið vann góð-
an útisigur á Ventspils, 3:0, í fyrstu
umferð úrvalsdeildarinnar þar í landi.
Axel skoraði á 16. mínútu og lék allan
leikinn í vörn Riga en hann kom til fé-
lagsins fyrir skömmu frá Viking í Nor-
egi.
_ Berglind Björg Þorvaldsdóttir
skoraði á laugardaginn fyrsta markið
sem Le Havre nær að skora í sex leikj-
um í frönsku knattspyrnunni. Það
dugði skammt en lið hennar tapaði 1:4
fyrir Montpellier á heimavelli. Le
Havre er illa statt í neðsta sæti deild-
arinnar og hefur aðeins skorað 11
mörk á tímabilinu. Berglind hefur
skorað fjögur þeirra en hún, Anna
Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán
Hauksdóttir léku allan leikinn með lið-
inu gegn Montpellier.
_ Valur, KA, Fylkir og Keflavík tryggðu
sér fjögur síðustu sætin í átta liða úr-
slitum Lengjubikars karla í fótbolta
um helgina. Þar með liggur fyrir að í
átta liða úrslitum sem leikin eru 18. til
20. mars mætast Valur – KR, Víkingur
R. – Keflavík, Stjarnan – Fylkir og
Breiðablik – KA.
_ Hlynur Andrésson langhlaupari gat
ekki reynt við ólympíulágmarkið í
maraþoni í Bern í Sviss í gær því
hlaupinu var frestað vegna veðurs. Í
staðinn hefur Hlynur skráð sig til leiks
í maraþonhlaupi í Dresden í Þýska-
landi næsta sunnudag og freistar þess
Sveindís Jane
Jónsdóttir
Axel Óskar
Andrésson
England
Everton – Burnley ................................... 1:2
- Gylfi Þór Sigurðsson var varamaður hjá
Everton og kom ekki við sögu.
- Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 66
mínúturnar með Burnley.
Arsenal – Tottenham .............................. 2:1
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Leeds – Chelsea........................................ 0:0
Crystal Palace – WBA ............................. 1:0
Fulham – Manchester City ..................... 0:3
Southampton – Brighton ......................... 1:2
Leicester – Sheffield United ................... 5:0
Manchester United – West Ham............ 1:0
Staðan:
Manch. City 30 22 5 3 64:21 71
Manch. Utd 29 16 9 4 56:32 57
Leicester 29 17 5 7 53:32 56
Chelsea 29 14 9 6 44:25 51
West Ham 28 14 6 8 42:32 48
Everton 28 14 4 10 40:37 46
Tottenham 28 13 6 9 47:30 45
Liverpool 28 12 7 9 47:36 43
Aston Villa 27 12 5 10 39:28 41
Arsenal 28 12 5 11 37:29 41
Crystal Palace 29 10 7 12 31:47 37
Leeds 28 11 3 14 43:46 36
Wolves 28 9 8 11 28:37 35
Southampton 29 9 6 14 36:51 33
Burnley 29 8 9 12 22:37 33
Brighton 28 6 11 11 29:36 29
Newcastle 28 7 7 14 28:45 28
Fulham 29 5 11 13 22:36 26
WBA 29 3 9 17 20:57 18
Sheffield Utd 29 4 2 23 16:50 14
B-deild:
Derby – Millwall ...................................... 0:1
- Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 84. mínútu.
Þýskaland
Bayern München – Essen ....................... 3:0
- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á
hjá Bayern á 85. mínútu.
B-deild:
Darmstadt – Aue ..................................... 4:1
- Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt.
Ítalía
B-deild:
Frosinone – Brescia ................................ 0:1
- Birkir Bjarnason lék allan leikinn með
Brescia en Hólmbert Aron Friðjónsson var
varamaður og kom ekki við sögu.
Ascoli – Venezia....................................... 1:1
- Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á hjá
Venezia á 83. mínútu en Óttar Magnús
Karlsson er frá vegna meiðsla.
C-deild:
Matelica – Padova ................................... 4:1
- Emil Hallfreðsson lék fyrri hálfleikinn
með Padova.
Frakkland
Le Havre – Montpellier........................... 1:4
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði
mark Le Havre en hún, Anna Björk Krist-
jánsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir léku
allan leikinn.
Rússland
Arsenal Tula – CSKA Moskva................ 2:1
- Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson
kom inn á sem varamaður á 61. mínútu.
Holland
AZ Alkmaar – Twente ............................ 4:1
- Albert Guðmundsson lék fyrstu 67 mín-
úturnar með AZ og skoraði sjálfsmark.
Grikkland
Panathinaikos – PAOK........................... 2:1
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Larissa – Olympiacos .............................. 1:2
- Ögmundur Kristinsson var varamark-
vörður Olympiacos.
Lamia – Atromitos................................... 0:0
- Theódór Elmar Bjarnason kom inn á hjá
Lamia á 90. mínútu.
Austurríki
Vorderland – St. Pölten.......................... 0:5
- Kristrún Rut Antonsdóttir lék fyrri hálf-
leikinn með St. Pölten.
Danmörk
Köbenhavn – Midtjylland ....................... 0:0
- Mikael Anderson lék allan leikinn með
Midtjylland.
OB – Bröndby........................................... 0:3
- Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
með OB og Hjörtur Hermannsson allan
leikinn með Bröndby.
Hvíta-Rússland
BATE Borisov – Slutsk ........................... 3:0
- Willum Þór Willumsson kom inn á hjá
BATE á 73. mínútu.
Lengjubikar karla
HK – Víkingur Ó ...................................... 6:0
Valur – Afturelding .................................. 3:0
KA – Grindavík......................................... 1:1
Keflavík – ÍA............................................. 4:1
Selfoss – Stjarnan .................................... 2:1
Grótta – Vestri.......................................... 3:1
Breiðablik – Fylkir................................... 2:1
Fjölnir – ÍBV ............................................ 1:3
Lengjubikar kvenna
Þróttur R. – ÍBV....................................... 2:2
50$99(/:+0$