Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Rauðarárstígur 12–14, sími 551 0400 · www.uppbod.is LUMAR ÞÚ Á GULLMOLA? Við leitum að málverkum fyrir fjársterka aðila Þeir listamenn sem koma til greina eru Jóhannes S. Kjarval, Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Svavar Guðnason, Jóhann Briem, Alfreð Flóki, Þorvaldur Skúlason, Karl Kvaran og Kristján Davíðsson. Áhugasamir geta haft samband við Jóhann Ágúst Hansen, sími 8450450, netfang hansen@myndlist.is Sólveig Vilhjálmsdóttir, sími 6162530, netfang solveig@myndlist.is Ég hélt til Kaup- mannahafnar árið 1960 til að selja Evrópu frí- merki, sem komu þá út. Keypti þúsund sett á rúmlega 6.000 ísl. kr. og tók flug til Köben. Þar hitti ég Jakob Kvaran frímerkjakaupmann, sem bjó í einbýlishúsi sínu á Amager. Á nokkrum dögum seldi ég honum umrædd frímerki á samtals 30.000 danskar krónur. Nú-nú, síðan fór ég til vinar míns Kristjáns Péturs, sem var í lyfja- fræðinámi í borginni. Við fórum á nokkra næturklúbba og skemmtum okkur konunglega. Daginn eftir fór ég að hitta hertogann af Skt. Kildu, sem er óbyggð eyja við strendur Skotlands. Af honum keypti ég eina olíumynd á 300 kr. Fórum við svo á borgarrölt, tókum inni á Hótel Mercur, sem var rekið af hinum umdeilda og sérvitra Simoni Spís. Þar fengum við okkur dýrindismálsverð, létt rauðvín – franskt – og síðan konjak í eftirrétt. Nokkrum mánuðum síðar bauð stór- salinn Ásbjörn Ólafsson Dunganon til Íslands og lét honum í té íbúð við Klapparstíg, þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti í tæpt ár gegn því að kenna kaupsýslumanninum að lifa fyrir 6 kr. á dag. Dag einn heimsótti ég Dunganon og bauð honum með mér til Þorsteins skálds frá Hamri og konu hans, snillingsins Ástu Sigurðardóttur, en þá nýlega hafði Ragnar bókaútgef- andi í Smára gefið þeim gott hús, þar sem síðar varð Kópavogshöfn. Þegar vínið var búið fór Ásta í símann í næsta húsi og hringdi í vin sinn Þorgrím Jónsson gullsmið, sem hafði verkstæði með Leifi Kaldal við Þingholtsstræti. Sendi hann þrjár brennivínsflöskur og brauð og mjólk fyrir börn- in, sem þá voru orðin fimm. Þarna sátum við í herlegheitum allt til næsta morguns. Þá tók- um við leigubíl í bæinn, en komum við á Hverfisgötu, þar sem ég vissi af ónot- uðum kjólfötum. Tókum við þar þrenn kjólföt, tróð- um í svarta poka og bár- um fenginn til heimilis hertogans við Klapp- arstíg. Seinna þegar hann var aftur kominn til Kö- ben bréfaði hann mér að hann hefði selt tvö sett á 8.000 danskar, sem var mikið fé fyrir fátækan aðalsmann. Árið 1959 fór ég á kirkjuloft Dóm- kirkjunnar, en þar var þá bókavörður félagsins Matthías Þórðarson við störf. Efst í bunka bóka sá ég tvær ljóðabæk- ur: „Vartegn“ og „Enemod“ eftir Karl Einarsson. Spurði ég bókavörðinn hvort hægt væri að fá þessar bækur keyptar. Hann sagði: „Þér megið bara eiga þær ef þér viljið.“ Þáði ég það og fór hróðugur burt með bækurnar, sem höfundur áritaði nokkrum árum síðar þegar við hjónin fluttum til Kaup- mannahafnar með tvo syni. Svo ein- kennilega vildi til að Matthías Þórð- arson var tengdafaðir Holmboes Fálkasonar, sem var ráðuneytisstjóri í leppstjórn Quislings í Noregi á stríðs- árunum. Átti ég síðar við hann nokkur samskipti því hann seldi mér fornmuni og gömul landakort, sem hann hafði eignast þegar hann var sendifulltrúi lands síns, Noregs, í Balkanlöndunum. Karl Einarsson Dunganon bjó á Lyk- kesholmsallé nr. 7 C, 2 t.h. Líf hans fór að fjara út þegar hann var 70 ára. Hver var sýn þessa sérstæða manns, sem hafði verið málvinur Hall- dórs Laxness og samið við hann um það, að sá þeirra sem fengi fyrr Nób- elsverðlaun skyldi skipta þeim jafnt? Síðasta skipti sem ég heimsótti hann í Köben spurði hann mig hvort ég vildi njóta dóttur hans sem bjó í íbúðinni. Ég hafnaði því miður boðinu. Þessi sérstæði maður var sannkölluð „draumveraldardimmisjón eins og hann orðaði það sjálfur og það er þeim Helgu og Úlfi Hjörvar að þakka að erfðaskrá hans kvað á um að verk hans færu til Íslands. Og það gerðu þau með sóma og hafa heldur betur gert lukku á gamla landinu hans. Útför hertogans var gerð frá Frederiksbergs- dómkirkjunni og sendiherra Íslands var vitanlega viðstaddur. Hertoginn kvaddur Eftir Braga Kristjónsson »Hver var sýn þessa sérstæða manns, sem hafði verið mál- vinur Halldórs Laxness og samið við hann um það, að sá þeirra sem fengi fyrr Nóbels- verðlaun skyldi skipta þeim jafnt? Bragi Kristjónsson Höfundur var fornbókakaupmaður í rúm 40 ár. Karl Einarsson Dunganon. Fyrir mörgum árum var maður nokkur staddur á veitingastað úti á landi. Hann spurði afgreiðslustúlkuna á staðnum hvort margir ferðamenn væru á staðnum. Nei, sagði stúlkan, bara nokkrir Íslendingar. Mér datt þessi saga í hug þegar ég fór um Suðurlandið þegar mesti ferða- mannastraumur útlendinga var fyrir rúmu ári. Á flestum áfangastöðum sem komið var á var enska aðalmálið, heiðarleg undantekning var þó á Björkinni á Hvolsvelli þar sem alltaf var einhver til staðar sem talaði málið okkar ylhýra. Ég undirritaður get bjargað mér á ensku en lenti samt einu sinni í því að nafnið yfir steiktan lauk á ensku datt úr mér. Ég var á ferð austast á Suðurland- inu og á leiðinni aftur til höfuðborg- arsvæðisins og ákvað ég að fá mér pylsu á miðri leið. Auðvitað var enginn íslenskumaður í sjoppunni sem við stoppuðum í, en steiktur laukur á ensku var ekki í tungumálaminninu hjá mér eins og áður er getið, en sem betur fer gat ég bent á fyrirbærið inn- an við afgreiðsluborðið svo málinu var reddað. Stolt mitt var samt sært og ég var ákveðinn í að láta eiganda pylsubúll- unnar standa fyrir máli sínu. Hvers vegna ertu með engan Ís- lending í vinnu þarna hjá þér, myndi ég spyrja. Ég fæ engan Íslending í vinnu hjá mér, myndi hann segja. Hvað rekur þú margar búllur, spyrði ég. Tíu, gæti svarið verið. Tíu, segði ég, og svo ertu hissa á að erfitt sé að manna allar þessa búllur með Íslend- ingum. Íslendingar eru svo latir, kæmi næst. Ertu að meina að letin borgi sig, segði ég. Ha? Já, búum við ekki í þokkalegu samfélagi, er það þá byggt á tómri leti? Ég held þú þurfir ekki allar þessar búllur til að þrífast, segði ég áfram. Við þurfum að geta tekið á móti öllum ferða- mönnunum, kæmi þá. Nei, myndi ég segja, ég veit ekki betur en landið sé víða að troðast í svaðið vegna of margra ferðamanna og þeir kvarta reyndar yfir að fámennið og ró- in sem þeir leita að sé hvergi orðið að finna. Er þetta ekki einfaldlega þessi margumrædda græðgi sem rekur þig áfram? Við urðum líka rík á síldinni á sínum tíma en gátum ekki hamið okk- ur í græðginni og kláruðum næstum stofninn, er aldrei hægt að fara aðeins hægar á þessu landi og viðhalda góðu gengi lengur? Ertu á móti útlendingum?, fengi ég beint í andlitið. Ert þú á móti Íslend- ingum?, svaraði ég til baka, þú gætir eins sagt að Íslendingar væru hryðju- verkamenn, þeir tækju það ekki eins nærri sér og að vera kallaðir letingjar og það alhæft. Því nær sem ég komst höfuðborg- inni sljákkaði í mér. Hvað hefði gerst ef enginn hefði verið í búllunni til að selja mér pyls- una? Ég hefði örugglega ekki lifað af þessa tvo og hálfan tíma sem eftir var og í huganum þakka ég trúlaus mað- urinn guði fyrir EES. Ferð um Suðurland Eftir Trausta Sigurðsson Trausti Sigurðsson » Bara nokkrir Íslendingar… Höfundur er lífeyrisþegi. traustitann@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.