Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
✝
Fanney Ófeigs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 2. ágúst
1920. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Seltjörn á Sel-
tjarnarnesi 16.
mars 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurveig
Jónsdóttir hús-
móðir, fædd 22. júlí
1896, og Ófeigur
Eyjólfsson sjómaður, f. 8. sept-
ember 1899. Hálfsystir hennar
var Edda Ófeigsdóttir.
Fanney giftist 10. júní 1943
Geirmundi Sigurðssyni, renni-
smið frá Eyrarbakka, f. 22. sept-
börn Fanneyjar og Geirmundar
eru 32 og barnabarnabörn eru
64 og barnabarnabarnabarn er
eitt.
Þau hjónin hófu búskap á
Klapparstíg en bjuggu lengst af
á Nesvegi 68 í Reykjavík. Þar
bjuggu þau í tæpa hálfa öld, en
fluttu á Austurströnd á Seltjarn-
arnesi árið 1997. Fanney hélt
heimili þar til fyrir tveimur ár-
um er hún flutti á Hjúkr-
unarheimilið Seltjörn.
Fanney ólst upp í Reykjavík.
Hún fór í Kvennaskólann og
lærði síðar hattasaum í Iðnskól-
anum í Reykjavík og lauk
sveinsprófi í þeirri grein. Hún
var heimavinnandi til ársins
1970 er hún hóf störf í mötu-
neyti Borgarspítalans og starf-
aði þar til hún var 68 ára gömul
eða í 18 ár.
Útför Fanneyjar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 25.
mars 2021, kl. 13.
ember 1918, d. 6.
október 2005.
Þau eignuðust
sjö börn sem eru:
Ófeigur, f. 1943,
maki Anna M. Ög-
mundsdóttir, f.
1944, Baldur, f.
1945, maki Anne B.
Hansen, f. 1958,
Birna, f. 1946, maki
Ólafur Þ. Bjarna-
son, f. 1943, Sig-
urður, f. 1948, Sverrir, f. 1952,
maki Arndís S. Jósefsdóttir, f.
1958, Geirmundur, f. 1955, maki
Jóna Stefánsdóttir, f. 1956, og
Haukur, f. 1959, maki Guðrún B.
Vilhjálmsdóttir, f. 1958. Barna-
Langri ævi er lokið. Fanney
Ófeigsdóttir, tengdamóðir okk-
ar, hefur kvatt þetta líf, rúm-
lega 100 ára. Hún kveið því
ekki, heldur var hún sátt við
sitt og tilbúin í það sem tæki
við, enda mikill dugnaðarfork-
ur. Nú er hún búin að hitta
Geira sinn á ný, sem hún hefur
saknað í mörg ár.
Við ferðalok langar okkur,
tengdabörn Fanneyjar, að
minnast einstakrar konu, en
mikinn lærdóm má draga af
hennar lífshlaupi. Hún tók okk-
ur öllum opnum örmum og
reyndist okkur alltaf svo vel.
Fanney var svo ljúf og hlý og
mikil fjölskyldukona. Afkom-
endur Fanneyjar telja 104 og
stórfjölskyldan 147. Hún setti
fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti
og var alltaf til staðar fyrir
fólkið sitt, og ávallt boðin og
búin að rétta fram hjálparhönd
í hverju sem var. Fanney fylgd-
ist með öllu fólkinu sínu af
miklum áhuga fram á síðasta
dag, hvort sem það var í námi,
starfi eða hverju sem það tók
sér fyrir hendur. Hún var einn-
ig eldklár, fylgdist vel með tíð-
arandanum, las blöðin, sér í lagi
Moggann, tók eftir öllu sem fór
fram í þjóðfélaginu og hafði
skoðanir þar á.
Það verður tómlegt að geta
ekki hitt okkar yndislegu
tengdamóður og spjallað um
gamla og nýja tíma. Hún skilur
eftir sig margar fallegar og
góðar minningar sem sitja í
hjarta okkar og munu ylja okk-
ur um ókomna tíð.
Elsku Fanney, við kveðjum
þig með miklu þakklæti fyrir
allar góðu stundirnar sem við
höfum átt saman í gegnum tíð-
ina, kærleikann og hlýjuna sem
þú hefur veitt okkur öllum.
Þín tengdabörn,
Anna Margrét, Anne Biehl,
Arndís, Guðrún Brynja,
Jóna og Ólafur.
Í dag kveðjum við ömmu
okkar.
Við eigum margar skemmti-
legar minningar af heimsóknum
okkar til þín og afa, en til ykkar
var alltaf gott að koma. Reisn
og virðing eru orð sem lýsa
ömmu vel og alltaf var hún
tilbúin að gefa okkur knús.
Við erum þakklátar fyrir öll
árin sem við fengum með þér
elsku amma. Þín verður sárt
saknað.
Við viljum kveðja þig með
þessu ljóði:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Anna Fanney, Íris,
Sólveig og Ólöf.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Takk fyrir allt elsku amma.
Bryndís, Hanna Birna
og Stefán Snær.
Elsku amma mín, nú er kom-
ið að kveðjustund. Þótt ég
kveðji þig með miklum söknuði
þá er þakklæti fyrir heimsins
bestu ömmu og vinkonu mér
efst í huga. Þú hefur alltaf verið
til staðar fyrir mig og verið mér
svo kær. Nærvera þín var ein-
stök og ég naut þess alltaf að
vera í kringum þig. Þú fylgdist
áhugasöm með öllu því sem ég
tók mér fyrir hendur, hvort
sem það var í námi, vinnu,
íþróttum eða einhverju öðru.
Þú beiðst alltaf frétta þegar
eitthvað var um að vera og
varst ein af þeim fyrstu að fá
símtal.
Við systkinin vorum heppin
að búa nálægt ykkur afa og
heimsóknir til ykkar voru hluti
af daglegu lífi. Það var gott að
stoppa við hjá ykkur eftir skóla,
fá sér snarl og taka einn Ólsen.
Þið afi sátuð líka oft úti á svöl-
um á Austurströndinni og ég
gat veifað ykkur úr frímínútum.
Við höfum eytt ansi mörgum
stundum saman síðustu ár og
varla liðið vika án þess að við
hittumst eða heyrðumst. Nota-
legar stundir á Austurströnd-
inni og síðar á Seltjörn. Það var
alltaf svo gaman að koma til
þín, þú varst alltaf svo glöð og
þakklát. Þú sagðir manni fréttir
af öllu fólkinu þínu, ásamt því
að rifja upp gamla tíma og
hvernig lífið var í gamla daga.
Ég fékk til dæmis aldrei nóg af
því að heyra söguna af ferðinni
þinni heim með Gullfossi frá
Danmörku í seinni heimsstyrj-
öldinni. Þú vildir aldrei að mað-
ur hefði nokkuð fyrir þér og
sagðir alltaf „bara þegar þú
mátt vera að“.
Þú hafðir svo gaman af því
að hafa þig til og varst alltaf
svo glæsileg. Rúllur í hárið,
perlufesti og naglalakk var eins
og þú vildir hafa það. Með aldr-
inum gafstu það ekkert eftir og
varst glæsileg fram á síðasta
dag.
Þér fannst svo spennandi
þegar ég fór að fljúga fyrir Ice-
landair. Þú vildir alltaf vita
hvert ég var að fara og hvenær
ég kæmi heim, og mundir það
yfirleitt betur en ég. Þú hafðir
svo gaman af því þegar ég kom
við hjá þér fyrir flug í bún-
ingnum, eins og þú kallaðir
hann. Hattinum veittir þú svo
alltaf sérstaka athygli, enda
lærður hattasaumari. Svo
varstu alltaf jafn hissa á hvern-
ig hægt væri að fljúga til Evr-
ópu og aftur heim á einum degi,
og drekka síðan kaffi með þér
seinni partinn.
Þér leist ekki alveg á blikuna
þegar ég byrjaði í kraftlyfting-
um. Þér fannst ekki alveg passa
að ung kona eins og ég færi að
lyfta lóðum. Þú sást fyrir þér
að ég fengi allt of stóra vöðva
of fannst erfitt að hugsa til þess
að ég lægi undir þungri stöng,
en þrátt fyrir það fylgdistu
stolt með hverju skrefi, en
sagðir stundum: „Fanney, er
þetta ekki komið gott“. Ég
hringdi svo alltaf til þín þegar
ég hafði lokið keppni og þá
spurðir þú alltaf með eftirvænt-
ingu „var bæting?“
Amma, þú kenndir okkur svo
margt og þú lifir áfram í okkur
öllum. Ég kveð þig með hlýju í
hjarta yfir öllum fallegu minn-
ingunum sem ég á, en líka því
ég veit að þú varst sátt við allt
þitt og tilbúin að kveðja. Ég
veit að þú heldur áfram að
fylgjast með okkur og svo hitt-
umst við aftur seinna í sum-
arlandinu.
Elsku amma, takk fyrir allt!
Þín
Fanney Hauksdóttir.
„Myndir þú svo vilja setja á
mig smá lit, nei, bara þegar þú
hefur tíma,“ sagði amma mín
reglulega við mig í seinni tíð
okkar saman. Amma gaf öllum
sitt hlutverk, jafn misjöfn og
þau voru mörg. Mitt hlutverk
síðastliðin ár var meðal annars
að lita á henni augabrúnirnar.
Á sama tíma var hún með ann-
an fjölskyldumeðlim sem
trekkti stofuklukkuna, annar
lagaði á henni hárið, hinn lakk-
aði á henni neglurnar, næsti
passaði upp á að alltaf væri til
eitthvert gotterí í skápum á
meðan þar næsti sá til þess að
gotteríið var borðað.
Amma mín var engri lík. Hún
var við stjórn á flestu í kringum
sig án þess að maður tæki sér-
staklega eftir því. Hún var
reglusöm og tilfinninganæm, og
það hugulsöm að hún vissi í
smáatriðum hvað gekk á í lífi
allra afkomenda sinna.
Eflaust hafa þessir eiginleik-
ar í fari hennar mótast snemma
og þá í kjölfar þess að koma
upp sjö börnum og einum eig-
inmanni.
Eins og sjá má á þeim hlut-
verkum sem hún meðal annars
útdeildi þá var það henni afar
mikilvægt að vera ávallt vel til
höfð, vani sem hún tileinkaði
sér alveg upp á síðasta dag.
Enda væri synd ef svo glæsileg
kona hefði ekki undirstrikað
það sem hún þegar hafði.
Ömmu var líka mikið um að
hennar fólki vegnaði vel í lífinu
og helst vildi hún að farið væri
eftir hefðbundnum leiðum. Hún
var því heldur betur óhress
með mig þegar ég var kær-
astalaus um nokkurra ára skeið
og hamaðist í mér með hvort ég
ætlaði nú ekki að fara að finna
mér einhvern „vin“. Eftir að
hafa rökrætt hlutina fram og til
baka gerðum við samkomulag
um að ég myndi í hið minnsta
finna mér slíkan vin og eignast
með honum fyrsta barn áður en
hún yfirgæfi þessa jörð. Hvort
þetta samkomulag okkar skák-
aði örlögunum eða ekki þá náð-
um við allavegana að standa við
það, og er ég svo afskaplega
þakklát fyrir að Jakob minn
hafi fengið að eiga með þér
stund.
Líkt áliti hennar á vinaleysi
mínu var amma lítið hrifin af
þeirri ákvörðun minni um árið
að fara á flakk um heiminn. Á
endanum sætti hún sig þó við
hlutina þegar ég fullvissaði
hana um að ég myndi sækja
mér frekari menntun í leiðinni
og að heimferðirnar yrðu reglu-
legar.
Í hvert skipti sem ég yfirgaf
landið eftir slíka heimsókn var
alltaf jafn erfitt að kveðja
ömmu, því hún kvaddi mig allt-
af eins og það væri okkar síð-
asta stund saman. Í síðustu
heimsókn minni var þar engin
undantekning á, nema ég trúði
því af öllu hjarta að stundirnar
yrðu fleiri. Ég get hins vegar
ekki verið neitt annað en þakk-
lát fyrir allar þær yndislegu
minningar sem eftir standa, það
er sérstaklega dýrmætt að geta
gripið í þær til að fylla upp í
tómarúmið sem þú skilur eftir
þig, elsku amma mín.
Ég veit að afi hefur tekið vel
á móti þér og ef til vill hverfið
þið saman aftur til tíma þar
sem við stórfjölskyldan sitjum
saman í sólríku veðri á svöl-
unum á Nesveginum.
Ég elska þig amma mín,
þín
Harpa.
Þegar elsku amma Fanney
er fallin frá er gott að eiga góð-
ar minningar.
Hún amma Fanney var ein-
stök. Hún var ljúf og góð og
mikil fjölskyldukona. Hún var
ávallt til staðar fyrir okkur og
gott var að leita til hennar til að
fá huggun eða góð ráð í erfiðum
aðstæðum. Amma stóð alltaf
þétt við bakið á okkur og hvatti
okkur áfram, í hennar augum
gátum við hreinlega ekki gert
neitt rangt.
Amma var fróðleiksfús og
fylgdist ávallt vel með fréttum
líðandi stundar og las morg-
unblaðið spjaldanna á milli alla
tíð. Einnig fylgdist hún vel með
öllum afkomendum sínum og
alltaf var hægt að treysta á að
fá fréttir af stórfjölskyldunni
hjá henni.
Amma Fanney hefur alla tíð
verið mikilvægur hluti af lífi
okkar. Við vorum svo heppin að
alast upp í næsta nágrenni við
ömmu afa á Nesinu og höfum
alla tíð verið mikið hjá þeim.
Við eigum margar góðar minn-
ingar af Nesveginum, Austur-
ströndinni og svo seinna Sel-
tjörn. Þar má nefna hádegismat
á Nesveginum á sunnudögum
þar sem hlustað var á messuna
og svo boðið upp á lambakjöt
með brúnni sósu og rabarbar-
asultu og ís með ískexi í eft-
irrétt. Jóladagur á Nesveginum
er eftirminnilegur þar sem öll-
um börnum og barnabörnum
var boðið í tilheyrandi kræs-
ingar og skemmtun fyrir okkur
krakkana. Einnig gamlárs-
kvöld, þar sem við krakkarnir
fengum að leika okkur úti fram-
eftir kvöldi. Minnisstæðar eru
næturgistingar í brakandi
silkidamaski þar sem við feng-
um að sofa á milli þeirra afa og
fá morgunmat í rúmið. Enn
fleiri dásamlegar minningar
eigum við frá seinni tíð á Aust-
urströndinni. Þar var svo oft
setið við eldhúsborðið, blaðað í
Húsum og híbýlum, rætt um líf-
ið, tilveruna og fréttir dagsins
yfir kaffibolla og bakkelsi.
Stundum náðum við í KFC, sem
ömmu þótti svo gott að smakka,
og líka smurbrauð frá Jóm-
frúnni þegar við vildum gera
vel við okkur. Einnig var ómet-
anlegt að koma með litlu barna-
börnin til ömmu því hún naut
þess sannarlega að fá að fylgj-
ast með þeim vaxa og dafna.
Á kveðjustund er þakklæti
okkur efst í huga. Við erum
þakklát fyrir góðar minningar
og við erum þakklát fyrir að
hafa átt yndislega ömmu sem
var ávallt til staðar fyrir okkur
og gaf okkur svo margt.
Margrét Aðalheiður, Arna
Dröfn og Vilhjálmur Geir.
Fanney
Ófeigsdóttir
Nanna frænka
mín var á margan
hátt einstök kona.
Hún tilheyrði stórri
ætt en frá barnsaldri minnist ég
þess að hún skar sig úr á ýmsan
hátt. Nanna frænka hafði upp-
lifað ótrúleg ævintýri, farið víða
um heim og búið í Bandaríkj-
unum þar sem hún tók að sér
mörg óvenjuleg störf. Hún hafði
upplifað margt sem hefði verið
efni í góða skáldsögu nema hvað
atburðarásin hefði ef til vill tal-
ist of ólíkindaleg.
Þegar Nanna flutti heim frá
Ameríku hafði hún með sér
Camaro-sportbíl sem vakti tals-
verða athygli hvert sem hann
fór. Þá var hún um sextugt og
þegar maður er á barnsaldri
þykir manni sextugt fólk vera
nokkuð fullorðið en hvíti Cam-
aroinn átti vel við Nönnu. Hún
geislaði alltaf af orku og virtist
áratugum yngri en hún var.
Nanna eignaðist marga af-
komendur, afkomendurnir eru
Nanna
Hálfdánardóttir
✝
Nanna Hálf-
dánardóttir
fæddist 28. maí
1933. Hún lést 7.
mars 2021.
Nanna var jarð-
sungin 22. mars
2021.
reyndar orðnir 76.
Þegar hún varð
langalangamma
hefði hún getað
haldið því fram að
hún væri nýorðin
amma og það jafn-
vel verið talið
merkilegt að svo
ungleg kona ætti
barnabörn.
Þrátt fyrir stóra
ætt og marga af-
komendur gat Nanna endalaust
gefið af sér til þeirra sem urðu á
vegi hennar. Hún var oft stjórn-
söm, jafnvel ráðrík, en ég fyllt-
ist orku í hvert sinn sem ég hitti
Nönnu og naut samvista við
hana. Hún var alltaf hressa
unga stelpan í fjölskyldu ömmu
minnar og sannaði betur en
nokkur annar að aldur væri af-
stæður.
Eftir að Nanna fluttist heim
til Íslands vann hún ýmis störf
af sinni einstöku eljusemi. Um
leið var frumkvöðulseðlið ríkt í
henni. Hún leitaði stöðugt nýrra
tækifæra og kom ítrekað á óvart
með framtakssemi sinni. Þegar
Nanna var komin á þann aldur
þegar flestir hætta að vinna
stofnaði hún kaffihúsið Nönnu-
kot í Hafnarfirði. Kaffihúsið var,
eins og margt sem Nanna talaði
um eða framkvæmdi, undanfari
þess sem koma skyldi og um
árabil var Nönnukot rómað sem
einstakur staður til að hittast og
njóta góðra veitinga í bænum.
Ég kynntist Nönnu frænku
upp á nýtt þegar hún varð virk-
ur þátttakandi í stjórnmála-
starfi með mér. Þegar hún
mætti fór það ekki fram hjá
neinum. Hún fyllti hvern sal
orku, gekk í hvert verk, dreif
hluti áfram og hvatti alla til
dáða. Fyrir vikið varð hún fljótt
þekkt meðal flokksfólks og vel
liðin af öllum sem kynntust
henni.
Nanna hafði sterkar og rök-
studdar skoðanir á stjórnmálum
og því sem betur mætti fara.
Hún þreyttist aldrei á að benda
á hvað þyrfti að laga og hvernig
ætti að gera það, meðal annars
með mörgum viðtölum í útvarpi.
Nanna hafði mikinn áhuga á
heilbrigðiskerfinu og reyndi
með öllum ráðum að benda á að
þar væri úrbóta þörf. Þegar hún
veiktist sjálf leitaði hún lengi
lækningar þar til loks uppgötv-
aðist að hún væri með krabba-
mein. Þá var það svo langt geng-
ið að hún dó örfáum dögum
seinna. Ég var á leið til Reykja-
víkur til að heimsækja Nönnu
frænku þegar ég frétti að hún
væri fallin frá.
Það er margt sem ég hefði
viljað þakka frænku minni fyrir
en þrautseigja hennar, útsjón-
arsemi og ábendingar verða
mér og öðrum sem kynntust
henni hvatning um ókomna tíð.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson.