Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Meistaradeild kvenna 8-liða úrslit: París SG – Lyon ....................................... 0:1 - Sara Björk Gunnarsdóttir var á vara- mannabekk Lyon allan tímann. Bayern München – Rosengård .............. 3:0 - Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var á vara- mannabekk Bayern allan tímann. - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Barcelona – Manchester City ................. 3:0 Chelsea – Wolfsburg................................ 2:1 Undankeppni HM karla Tyrkland – Holland .................................. 4:2 Belgía – Wales .......................................... 3:1 Kýpur – Slóvakía ...................................... 0:0 Eistland – Tékkland................................. 2:6 Finnland – Bosnía .................................... 2:2 Frakkland – Úkraína ............................... 1:1 Gíbraltar – Noregur................................. 0:3 Lettland – Svartfjallaland ....................... 1:2 Malta – Rússland...................................... 1:3 Portúgal – Aserbaídsjan.......................... 1:0 Serbía – Írland.......................................... 3:2 Slóvenía – Króatía .................................... 1:0 Úrslitakeppni EM U21 karla A-riðill: Ungverjaland – Þýskaland...................... 0:3 Rúmenía – Holland .................................. 1:1 B-riðill: Tékkland – Ítalía ...................................... 1:1 Slóvenía – Spánn ...................................... 0:3 4.$--3795.$ Þýskaland B-deild: N-Lübbecke – Bietigheim .................. 27:27 - Aron Rafn Eðvarðsson varði 6 skot (18 prósent) í marki Bietigheim. Gummersbach – Hamm ...................... 30:21 - Elliði Snær Viðarsson lék ekki með Gummersbach vegna meiðsla. Guðjón Val- ur Sigurðsson þjálfar liðið. Emsdetten – Aue ................................. 35:28 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði ekki fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 5 skot (21 prósent) í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. Pólland Kielce – Zaglebie Lubin...................... 44:23 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. Svíþjóð Átta liða úrslit, annar leikur: Kristianstad – Skara .................. (frl.) 23:24 - Andrea Jacobsen skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad. _ Staðan er 2:0 fyrir Skara. Alingsås – Skövde ............................... 22:27 - Aron Dagur Pálsson lék ekki með Al- ingsås. _ Staðan er 2:0 fyrir Skövde. %$.62)0-# Meistaralið Los Angeles Lakers tapaði þriðja leik sínum í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt þegar það mætti New Orleans Pelic- ans. Um var að ræða þriðja leik- inn í röð án Anthonys Davis og annan leikinn án LeBrons James en liðið mátti illa við því að missa Davis út, hvað þá þegar LeBron bættist á sjúkra- listann. New Orleans hafði að lokum sigur, 128:111, þar sem Brandon Ingram átti stórleik og skoraði 36 stig. Liðsfélagi hans, hinn tvítugi Zion Williamson, skoraði 27 stig og tók níu fráköst. Lakers er nú dottið niður í fjórða sæti Vestur- deildarinnar með 28 sigra í 44 leikjum á tímabilinu. Þriðja tap Lakers í röð Zion Williamson FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson Bjarni Helgason Óhætt er að segja að íþróttahreyf- ingin sé í uppnámi eftir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að banna æfingar og keppni í íþróttum barna og fullorð- inna frá og með miðnætti í gærkvöld og til 15. apríl. Fram undan var lokasprettur á Ís- landsmótum í mörgum greinum þar sem úrslit áttu að ráðast í hinum ýmsu deildum og mótum. Páskarnir áttu nánast að vera íþróttahátíð í greinum eins og handknattleik og körfuknattleik þar sem spila átti alla dagana, m.a. heilar umferðir í deild- um á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og öðrum degi páska. Vetrargreinarnar svokölluðu í liðsíþróttum, eins og handknattleik, körfuknattleik og blaki eiga það sam- eiginlegt að leika átti þétt næstu vik- urnar til að ljúka deildakeppnum en síðan taka við úrslitakeppnir seinni hluta aprílmánaðar og fram eftir maí. Mörg mót voru eftir á vetr- artímabilinu í innanhússíþróttum. Til dæmis átti Skíðamót Íslands að hefj- ast í Hlíðarfjalli í dag, Íslandsmót í öllum flokkum í kraftlyftingum átti að fara fram um næstu helgi, einnig bikarkeppnin í frjálsíþróttum innan- húss og Íslandsmót unglinga í bad- minton var á dagskrá 9. til 11. apríl. Ég er mjög svekktur Á Íslandsmótinu í körfubolta átti að spila síðustu sex umferðirnar í úr- valsdeildum karla og kvenna, Dom- inos-deildunum, frá gærdeginum og til 17. apríl. Í kjölfarið á því á að leika í VÍS-bikar karla og kvenna seinni hluta aprílmánaðar og síðan á úr- slitakeppni Íslandsmótsins að fara fram í maímánuði. „Ég er mjög svekktur enda hefði ég viljað sjá okkur halda áfram að spila án áhorfenda. Við bjuggumst við að það yrði sett áhorfendabann og við erum alveg tilbúin í það sem og öll íþróttahreyfingin myndi ég halda. Ég held að ég tali fyrir alla íþróttahreyf- inguna þegar ég segi að það sé mjög vont að stoppa allar keppnir því fólk er líka að reyna ná ýmiss konar lág- mörkum fyrir Evrópumót, heims- meistaramót og Ólympíuleika í öðr- um greinum,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleiks- sambands Íslands, við mbl.is í gær. Ekkert sem liggur á Á Íslandsmótinu í handknattleik átti að leika fjórar af síðustu sjö um- ferðum Olísdeildar karla á næstu þremur vikum, sem og tvær síðustu umferðirnar í Olísdeild kvenna. „Það er ekkert sem liggur á að taka ákvörðun um framhaldið einn tveir og þrír. Við vitum að við erum ekki að fara að æfa eða spila hand- bolta næstu þrjár vikurnar. Við mun- um funda í næsta viku og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Tím- inn er knappur og allt okkar plan miðaði að því að við værum að klára okkar keppnir í kringum 17. júní,“ sagði Róbert Gíslason fram- kvæmdastjóri HSÍ við mbl.is í gær. Íslandsmótið í blaki er í svipaðri stöðu og í hinum greinunum en þar átti stærstum hluta deildakeppninnar að vera lokið um miðjan apríl. Óli Þór Júlíusson mótastjóri Blaksambands- ins sagði við Morgunblaðið í gær að næstu dagar yrðu notaðir til að skoða nokkrar sviðsmyndir en allt benti til þess að ýta þyrfti úrslitakeppni Ís- landsmótsins fram eftir maímánuði. Í íshokkíinu er þegar ljóst hvaða lið leika til úrslita um Íslandsmeist- aratitlana þótt nokkrum leikjum sé ólokið í hefðbundinni deildakeppni. Þar myndi því ekki koma að sök þótt síðustu deildaleikjunum yrði aflýst. Hvernig á að ljúka mótum? Það vandamál sem liðsíþrótta- greinarnar innanhúss eru allar að glíma við er hvernig eigi að ljúka tímabilinu við þessar aðstæður. Er hægt að ákveða að deildakeppni sé lokið á þessari stundu og hefja úr- slitakeppni þegar leyft verður að stunda íþróttir á ný? Eða á að fella niður úrslitakeppnir, einbeita sér að því að ljúka deildakeppnum í apríl og maí og krýna Íslandsmeistara á þann hátt? Ef það þá brýtur ekki í bága við lög og reglur viðkomandi sér- sambanda. Ýmsar leiðir í boði Róbert Gíslason hjá HSÍ sagði að ýmislegt kæmi til greina. „Við getum klárað deildakeppnina og bikarkeppnina og sleppt úr- slitakeppninni. Við gætum líka stopp- að deildina núna og farið beint í úr- slitakeppnina. Við gætum líka minnkað úrslitakeppnina og spilað hana á færri liðum. Það eru margar leiðir sem við getum farið og valið. Það er erfitt að fabúlera um hvaða leið er hentugust akkúrat núna því við þurfum bara að sjá hvernig málin þróast. Það er alveg ljóst að það verður alltaf einhver ósáttur, sama hvað við gerum, og við þurfum fyrst og fremst að sjá hvaða leiðir eru færar fyrir okkur,“ sagði Róbert. Staðan mikil vonbrigði Í knattspyrnunni er deildabikar karla og kvenna, Lengjubikarinn, í gangi þessa dagana en þar átti að leika undanúrslit beggja kynja á skír- dag og úrslitaleikinn í karlaflokki á öðrum degi páska. Þá átti fyrsta um- ferðin í bikarkeppni KSÍ, Mjólk- urbikarnum, að fara fram dagana 8. til 11. apríl og marka upphaf sum- artímabilsins í fótboltanum, en ljóst er að henni verður frestað. Íslandsmótið á að hefjast 22. apríl þegar keppni í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, á að fara af stað en aðrar deildir eiga samkvæmt skipulagi að fara af stað í byrjun maí. „Ég viðurkenni það fúslega að sú staða sem er uppi í dag er mikil von- brigði enda erum við komin á sama stað og við vorum á fyrir ári síðan,“ sagði Klara Bjartmarz fram- kvæmdastjóri KSÍ við mbl.is. „Við þurfum að skoða næstu skref vel varðandi bæði deildabikarinn, Meistarakeppnina, bikarkeppnina og svo fyrstu leiki Íslandsmótsins. Ég á von á því að mótanefnd muni leggja fram einhverjar tillögur um deildabikarinn á næstunni, hvort hann verði þá kláraður eða honum verði ólokið. Þetta mun allt skýrast betur á næstu dögum,“ sagði Klara. Komum óskum á framfæri Líney Rut Halldórsdóttir fram- kvæmdastjóri ÍSÍ kvaðst gera sér vonir um að hægt yrði að stunda íþróttir með einhverjum takmörk- unum. „Við erum búin að koma á fram- færi óskum um eitt og annað og senda inn ákveðnar fyrirspurnir til heilbrigðisyfirvalda. Svo verðum við bara að sjá hversu miklar takmark- anirnar verða. Við óskum eftir því að hægt verði að gera allt sem mögulegt er að gera fyrir íþróttafólk, svo lengi sem heilbrigðisyfirvöld telji það vera ásættanlega áhættu. Eins og ég hef áður sagt þá eru það heilbrigðisyfirvöld sem taka loka- ákvörðun um hvað er hægt að gera og hvað ekki en við viljum að sjálfsögðu ganga eins langt og hægt er,“ sagði Líney við mbl.is. _ Nánar er rætt við viðmælendur í greininni á mbl.is/sport. Íþróttirnar í landinu í uppnámi - Gríðarlegur fjöldi leikja átti að fara fram næstu vikur - Mikil óvissa um lyktir Íslandsmóta í mörgum greinum Ljósmynd/Árni Torfason Frestað Heil umferð átti að fara fram í körfubolta kvenna í gærkvöld en henni var aflýst þótt nýjar reglur hefðu ekki tekið gildi fyrr en á miðnætti. Evrópumeistarar Lyon standa ágætlega að vígi eftir fyrri leik sinn gegn erkifjendunum í París SG í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í gær. Leikið var á hinum sögufræga velli Parc des Princes í París og Lyon knúði þar fram sigur, 1:0. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði sig- urmarkið úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Sara Björk Gunnarsdóttir kom ekki við sögu hjá Lyon að þessu sinni en hún var á meðal varamanna allan tímann. Liðin mætast aftur í Lyon á miðvikudaginn kemur og þá skýrist hvort þeirra kemst í undanúrslit og leikur við Barcelona eða Manchester City. Bayern München er komið með annan fótinn í undanúrslit eftir góðan 3:0 heimasigur á Ro- sengård frá Svíþjóð. Linda Dallmann, Klara Bühl og Lineth Beerensteyn skoruðu fyrir Bayern. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var varamaður hjá Bayern og kom ekki við sögu en Glódís Perla Viggósdóttir lék að vanda all- an leikinn í vörn sænska liðsins. Chelsea er með undirtökin gegn Wolfsburg frá Þýskalandi eftir sigur á „heimavelli“, 2:1, en báðir leikir liðanna fara fram í Búdapest. Sam Kerr og Pernille Harder komu enska lið- inu í 2:0 í seinni hálfleik en Dominique Janssen skoraði dýrmætt útivallarmark fyrir þýska lið- ið úr vítaspyrnu. Barcelona vann sannfærandi sigur á Man- chester City, 3:0, en heimaleikur Katalóníul- iðsins fór fram í Monza á Ítalíu. Asisat Os- hoala, Mariona og Jennifer Hermoso skoruðu mörkin. Seinni leikir liðanna fara fram á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. vs@mbl.is Lyon lagði erkifjendur AFP Skoraði Wendie Renard fagnar sigurmarki Lyon í París ásamt Eugenie Le Sommer. NBA-deildin Orlando – Denver ............................... 99:110 New York – Washington.................. 131:113 New Orleans – LA Lakers............... 128:111 Miami – Phoenix ............................... 100:110 Golden State – Philadelphia .............. 98:108 Portland – Brooklyn......................... 112:116 4"5'*2)0-#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.