Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 í augu mín þegar ég kvaddi þig, faðmaðir að þér lófana mína og sagðir: „Alltaf svo yndislegt að sjá þig ljúfan,“ faðmaðir mig og sendir mér þrjá fingurkossa. Það var alltaf svo yndislegt að sjá þig amma mín og það verður alltaf svo yndislegt að rifja upp minningarnar okkar, finna styrkinn þinn, þakklætið fyrir þig og gleðina sem streymdi frá þér í hversdagsleikanum. Þang- að til næst, það er alltaf svo ynd- islegt að sjá þig amma Didda. Þá ertu flogin og farin þinn veg. Til skýjanna borgar í englanna her. Þú ert táknmynd trúar og vonar. Vakir yfir mér og verndar mig áfram, hvort sem þar eða hér. Meðan sorgin hún svíður og tár falla á kinn. Þá lifir þín minning og hlýjar um sinn. Faðmur þinn heitur og allur spádómurinn. Svarta kaffið og blóðaukandi molinn þinn. Þá ástin þín vakir og lifir í mér. Um ár, um aldir og allan minn veg. Þá ertu flogin og farin þinn veg. Nú ertu fegursta stjarnan og engill sem verndar, vakir yfir og lýsir minn veg. (IRI) Inga R. Ingjaldsdóttir. Einstök hlýja, glettni og bros er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu Diddu. „Mikið er gaman að sjá ykkur – má ekki bjóða ykkur blóðaukandi súkkulaðirúsínur?“ Svona tók amma á móti mér og mínu fólki þegar við kíktum í heimsókn. Það var alltaf gott að koma til hennar, hún var svo þakklát. Mjúku hendurnar og ömmukoss á kinn er mín sterk- asta minning um ömmu. Amma mín var algjör nagli, eldklár, kraftmikil, ljúf og ráða- góð. Hún elskaði að syngja, dansa, ferðast og hafði einstakt lag á því að njóta lífsins. Amma Didda var mikil félagsvera og elskaði að vera innan um fólk. Hún elskaði að fylgjast með börnum sínum feta sig áfram í lífinu og barnabörnum og lang- ömmubörnunum vaxa úr grasi. Það eru algjör forréttindi fyr- ir mig, verandi orðin 41 árs, að hafa fengið að eiga ömmu að all- an þennan tíma. Það voru for- réttindi að eiga ömmu sem var með mér þegar ég var skírð, fermd og gekk í hjónaband, ömmu sem leyfði mér og mömmu að koma með sauma- klúbbnum sínum til Baltimore þegar ég var nýfermd. Ömmu sem tók ekki annað í mál en að mæta með mér og Steinþóri að skoða fyrstu íbúðina sem við keyptum okkur, ömmu sem heimsótti mig á fæðingardeild- ina þegar ég átti börnin mín, ömmu stóð með mér í bakstri þegar ég fermdi son minn og mætti í öll afmælisboð hjá barnaskaranum sínum með bros á vör og gleði í hjarta. Í fjölskyldu okkar var amma þekkt fyrir að gera mikið á stuttum tíma og fór iðulega mjög hratt yfir. Í seinni tíð gaf hún sér lengri tíma, var ekki alltaf að flýta sér. Þá fengum við að heyra sögur frá því í gamla daga, sögur af því hvernig hún lærði að lesa á hvolfi og þegar hún og systkini hennar bjuggu til fótbolta úr þvagblöðru úr kúm og heyi. Þessar sögustund- ir voru okkur notalegar og dýr- mætar. Amma var algjör ofurkona. Hún fæddi sex börn í þennan heim, var útivinnandi og sinnti heimili sínu af krafti. Hún var bæði útsjónarsöm og nægjusöm, prjónaði, matreiddi, tók slátur, bakaði kleinur og skar út dýr- indis laufabrauð, auk þess að sjá um rekstur heimilis á kreppu- og góðæristímum. Amma varð ekkja allt of snemma eftir að Ingólfur afi varð bráðkvaddur og þá voru sporin hennar þung. Seinna var amma svo lánsöm að kynnast Jóni og áttu þau góð ár saman. Þau ferðuðust mikið, dönsuðu og skemmtu sér alveg þar til hann kvaddi þennan heim fyrir nokkrum árum. Amma Didda var mín helsta fyrirmynd – ekki bara fyrir það hvað hún komst yfir á stuttum tíma, heldur vegna þess að það var sama hvaða raunir voru á hana lagðar, þá stóð hún alltaf upp, lét ekki deigan síga og hélt alltaf áfram. Ég, Steinþór, börnin okkar, barnabarn og vinir erum þakk- lát fyrir að hafa átt farsæla sam- leið með ömmu Diddu. Þangað til næst – takk fyrir allt elsku amma mín. Kveðjustundin Nú komin er kveðjustund okkar og kossinn ég síðasta fæ. En minningin merlar og lokkar sú minning fer aldrei á glæ. Innst í hjarta sem gull ég þig geymi þú ert glóbjarta drottningin mín. Þó árin til eilífðar streymi fer aldrei burt myndin þín. (Kristján Ingólfsson) Þórunn Inga Ingjaldsdóttir. Kær frænka, Jónína Salný Stefánsdóttir (Didda), hefur nú lokið langri og farsælli lífsgöngu sinni. Hún var ættuð frá Mýrum í Skriðdal, dóttir Stefáns Þór- arinssonar, bónda þar, hrepp- stjóra og sýslunefndarmanns í áratugi, og þriðju konu hans, Ingifinnu Jónsdóttur. Didda var yngst fimm barna þeirra og skírð í höfuðið á fyrri konu Stef- áns, en með henni átti hann 10 börn. Móðir Diddu kom upphaflega að Mýrum til að kenna börnum í sveitinni, en þar var nægilega stór stofa til kennslu um 20 barna, en skráð heimilisfólk á Mýrum var þá 17 manns. Það má geta þess að Ingifinna lærði orgelleik hjá Lárusi Tómassyni á Seyðisfirði og eftir að hafa gengið í Kennaraskólann í Reykjavík lærði hún orgelleik hjá Páli Ísólfssyni. Ingifinna bjó börn sín vel undir lífið og fóru þau flest í héraðsskólann á Laugarvatni. Réð þar mestu um að hálfbróðir þeirra og faðir minn, Þórarinn, bjó þar. Didda var 16 ára, glæsileg og vel gefin stúlka, þegar hún kom að Laugarvatni og bjó hún í fyrstu á heimili foreldra minna. Með sinni gæsku, glaðværð og kitlandi hlátri kom hún öllum í gott skap og átti fyrr en varði fjölda vina á staðnum. Hún vann á Laugarvatni á sumrin við símavörslu, hótelstörf o.fl. Þeg- ar Didda fór að koma seinna heim á kvöldin en venjulega, grunaði okkur að eitthvað væri að gerast í einkalífinu. Kom á daginn að hún hafði kynnst ung- um og efnilegum manni, Ingólfi Pálssyni, sem þá var að læra trésmíði hjá föður mínum. Didda fór í Húsmæðraskól- ann á Laugarvatni, eftir veru í héraðsskólanum, og lauk þaðan prófi vorið 1948. Didda og Ing- ólfur fluttu skömmu síðar til Reykjavíkur og giftu sig þar í desember 1949. Fimm árum síð- ar byggðu þau myndarlegt hús í Kópavogi, fyrir sístækkandi fjölskyldu sína, þar sem þau bjuggu lengst af. Didda og Ingólfur voru bæði einstaklega gestrisið og hjálp- samt fólk. Því kynntist ég vel bæði á Laugarvatni og síðar hér í Reykjavík þegar ég eignaðist mína eigin fjölskyldu. Didda var mjög ættrækin og sérlega um- hugað um velferð fjölskyldu sinnar og ættingja. Ég og fjölskylda mín vottum börnum Diddu og fjölskyldum þeirra, svo og Jóni bróður henn- ar, sem einn lifir nú allan systk- inahópinn, innilega samúð. Góð kona hefur kvatt. – Minn- ingin lifir. Stefán Þórarinsson. Elskuleg frænka okkar Jón- ína Stefánsdóttir, Didda frænka, fæddist á Mýrum í Skriðdal þann 3. nóvember 1928. Hún var yngst fimm barna Stefáns Þór- arinssonar og Ingifinnu Jóns- dóttur en með fyrri konu sinni Jónínu átti Stefán tíu börn. Zop- hónías hálfbróðir Diddu tók við Mýrabúinu ásamt konu sinni Ingibjörgu þegar faðir þeirra treysti sér ekki lengur til að standa fyrir búrekstri og var Didda hjá þeim í heimili þar til hún hleypti heimdraganum. Mikil hlýja einkenndi samband Diddu og foreldra okkar, Zop- hóníasar og Ingibjargar. Didda giftist Ingólfi Pálssyni frá Hjallanesi í Landssveit og byggðu þau sér hús að Lyng- brekku 1 í Kópavogi. Oft var hugur Diddu fyrir austan og alltaf leit hún á Mýrar sem sitt annað heimili. Þau Ingólfur komu reglulega austur í heim- sókn en börnin urðu sex þannig að ferðum fækkaði eftir því sem börnunum fjölgaði. Auk þess þurfti að vinna fyrir þessum fjölda svo ekki gáfust margar frístundir. Didda var alltaf glöð og harðdugleg var hún og fljót að koma verkum af. Það var gaman að heimsækja fjölskyld- una í Kópavoginn og ekki stóð á gestrisninni hjá þeim hjónum. Þegar skyldmennin að austan komu til Reyljavíkur var gist hjá Diddu og Ingólfi en þótt húsið væri lítið sem þau bjuggu í fyrstu árin var alltaf nóg pláss hjá þeim og allir velkomnir. Didda var frændrækin með af- brigðum og alltaf reyndi hún að heimsækja sem flesta ættingja þegar hún kom austur. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og var afar stolt af fjölskyldu sinni. Oft fór hún með gesti, sem voru venjulega frændfólkið að aust- an, í heimsókn til allra barna sinna. Ekki fór Didda varhluta af erfiðleikum. Móður sína missti hún ársgömul. Hún missti Ingólf, mann sinn, þann 29. október 1984. Ingibjörgu Hall- dóru dóttur sína missti hún þann 13. september 2004 eftir áralanga baráttu við krabba- mein en sú barátta var Diddu mjög erfið. Didda hóf sambúð með Jóni Sturlusyni árið 1992 en hann missti hún einnig, hann lést 2. september 2008. Didda og Jón áttu mörg góð ár saman. Þau ferðuðust mikið og komu oft austur og alltaf og alls staðar voru þau aufúsugestir. Jón þekkti landið vel og var mikið fyrir ferðalög. Didda naut þess að ferðast enda hafði lítill tími gefist til ferðalaga á yngri árum hennar. Þrátt fyrir erfiðleikana missti Didda samt aldrei sitt góða skap. Jákvæðni og bjartsýni ein- kenndi hana alla tíð og alltaf fylgdi henni hressandi andblær. Að leiðarlokum viljum við þakka Diddu fyrir góðar og gef- andi samverustundir í gegnum árin og aðstandendum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Einar, Jónína og Ólöf Zophoniasarbörn. Við systkinin viljum í fáeinum orðum minnast Diddu, sem kom inn í líf föður okkar fyrir tæpum 30 árum og gæddi síðustu 16 æviár hans hamingju og gleði. Didda og pabbi voru sálu- félagar og áttu mörg sameigin- leg áhugamál sem þau voru dug- leg að rækta. Bæði voru þau söngelsk og voru félagar í Skaft- fellingakórnum í Reykjavík og síðar í kór eldri borgara í Kópa- vogi. Pabbi og Didda nutu þess að ferðast, bæði hér heima á eig- in vegum og einnig til útlanda. Ófáar voru líka ferðirnar í sum- arbústaðinn í Brekkuskógi þar sem þau undu sér löngum stund- um við að hlúa að gróðri og hvort öðru. Það var alltaf gaman og notalegt að koma til þeirra, hvort sem það var í bústaðinn eða á Kársnesbrautina í Kópa- vogi. Enn eitt áhugamálið var dansinn og fóru þau oft á gömlu dansana sem þau sögðu vera lík- amsræktina sína. Árið 2008 skildi leiðir að sinni en nú dansa þau aftur saman, í sumarland- inu. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Á kveðjustund viljum við þakka Diddu fyrir yndisleg kynni í gegnum árin. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Veri Didda Guði falin um alla eilífð. Sturla, Margrét, Marín, Sigurgeir, Sigríður og Þorbjörg. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LEIFUR ÍSLEIFSSON, Sléttuvegi 27, áður Haðalandi 1, lést föstudaginn 19. mars á líknardeildinni í Kópavogi. Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 26. mars klukkan 15. Bergljót Halldórsdóttir Halldór Leifsson Majumi Maja Yamada Grétar Leifsson Anna Linda Aðalgeirsdóttir Trausti Leifsson Guðbjörg Jónsdóttir Ísleifur Leifsson Gróa Ásgeirsdóttir Lárus Leifsson Fríða Mathiesen barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, GUÐJÓN ELÍ BRAGASON, Fagurhól 22, Sandgerði, lést á Barnaspítala Hringsins föstudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju mánudaginn 29. mars klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt https://www.facebook.com/groups/gudjoneli Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks Barnaspítala Hringsins deild 22ED fyrir einstaka umönnun og hlýju. Jóhanna María Ævarsdóttir Bragi Guðjónsson Sigrún Björg Guðjónsdóttir Elfar Máni Bragason Ásdís Elvarsdóttir Guðjón Óskar Elvarsson Andri Már Elvarsson Guðlaug Friðriksdóttir Ævar B. Jónasson Guðjón Bragason Elín Ólafsdóttir og frændsystkini hins látna KR-messa verður haldin til minningar um ástkæran eiginmann, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁL G. GUÐMUNDSSON, vélfræðing og KR-ing, Vesturbergi 104. KR-messan fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 26. mars klukkan 13. Aðeins þeim sem haft hefur verið samband við er heimilt að vera við athöfnina. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið. Ásta Jónsdóttir Nellý Pálsdóttir Sigríður Fanney Pálsdóttir Árni Böðvarsson Anton Gylfi Pálsson Hanna Andrésdóttir Dröfn Pálsdóttir Jón Ari Eyþórsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, bróðir, vinur, mágur og frændi, ÁSGEIR ÞÓR ÁSGEIRSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 22. mars. Útförin verður auglýst síðar. Kristbjörg Smáradóttir Hansen Sigurlín Gunnarsdóttir Eiríkur Jónsson Ásgeir Egilsson Sara Sofía Roa Campo systkini, vinir og aðstandendur Ástkær faðir okkar, SÆVAR HÓLM PÉTURSSON prentmyndasmiður, lést föstudaginn 12. mars á Landspítala. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Pétur Fannar Sævarsson Harpa Júlía Sævarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.