Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Um þessar mundir er þess minnst víða um Evrópu að eitt ár er liðið frá því að fyrsta bylgja kórónuveirunn- ar skall á álfunni, og er þar oftast miðað við daginn sem fyrsta andlátið varð í hverju ríki fyrir sig. Um líkt leyti tóku gildi í flestum löndum strangar samkomutakmarkanir og útgöngubann, sem nær engin for- dæmi eru fyrir á friðartímum. Þrátt fyrir það hefur faraldurinn leikið Evrópu grátt, en rúmlega 28 milljónir tilfella hafa greinst samtals í ríkjum Evrópusambandsins, EFTA og í Bretlandi. Þá hafa rúm- lega 700.000 manns látið lífið af völd- um kórónuveirunnar í sömu ríkjum. Nú, ári síðar, er útlitið enn dökkt, þar sem þriðja bylgjan svonefnda hefur knúið ríkin á meginlandi Evr- ópu til að framlengja sóttvarnaráð- stafanir sínar, á sama tíma og mik- illar þreytu er farið að gæta meðal almennings á þeim. Óeirðir hafa brotist út í öllum helstu ríkjum álf- unnar, þar á meðal Hollandi, Frakk- landi og í Þýskalandi, og stjórnvöld í flestum ríkjum sjá nú fylgi sitt á fall- anda fæti í skoðanakönnunum. Viðvörunarbjöllur hringja Engar forsendur eru hins vegar til þess að létta á aðgerðum á næst- unni, þar sem tilfellum hefur fjölgað mjög skarpt í Evrópu síðustu vikur. Hafa stjórnvöld í flestum ríkjunum nú boðað hertar aðgerðir eða fram- lengingu á gildandi reglum, enda býður tölfræðin ekki upp á annað. Hvort sem horft er til fjölda dag- legra tilfella, eða nýgengis á hverja 100.000 íbúa undanfarna fjórtán daga er sagan sú sama. Þannig má nefna að nýgengið í Frakklandi síð- ustu tvær vikur mælist nú um 468, og á Ítalíu er það rúmlega 499. Í Tékklandi, sem réð vel við fyrri tvær bylgjurnar, er nýgengið um 1518,33, en til samanburðar var nýgengið hér á landi í gær 7,6. Þessa stöðu má einkum rekja til tveggja þátta, annars vegar upp- gangs breska afbrigðisins svo- nefnda, og svo gangs bólusetningar í Evrópu. Afbrigðið B.1.1.7 er jafnan kennt við Bretland því að þess varð fyrst vart í Kent-sýslu í suðaustur- hluta Englands í september síðast- liðnum, en það kann að hafa borist þangað annars staðar frá, því ekki hafa öll ríki sinnt því jafnvel að rað- greina þau tilfelli sem greinast. Hvað sem slíkum vangaveltum líð- ur reyndist afbrigðið bæði meira smitandi og banvænna en þau af- brigði veirunnar sem helst keyrðu áfram fyrri bylgjur. Þá leggst hún einnig frekar á börn og unglinga, og voru bresk stjórnvöld í miklum vandræðum í haust eftir að afbrigðið tók helst að dreifa úr sér. Reyndi breska ríkisstjórnin fram eftir hausti að búa til sóttvarnahólf og litakóðakerfi til þess að halda aft- ur af veirunni án þess að grípa þyrfti til meira íþyngjandi takmarkana, en stuttu fyrir jól lét Boris Johnson for- sætisráðherra loks tilleiðast og setti á strangar sóttvarnareglur í annað sinn. Var sú ráðstöfun mjög óvinsæl, og var Johnson jafnvel sakaður um að hafa eyðilagt jólin fyrir Bretum. Bólusetningarherferðir í vanda Um svipað leyti hófu Bretar bólu- setningarherferð sína, vel á undan aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þá heyrðust gagnrýnisraddir frá meginlandinu um að breska lyfja- eftirlitið hefði mögulega flýtt sér um of að samþykkja þau bóluefni sem þá voru tiltæk. Þær raddir eru nú að mestu þagn- aðar, enda er faraldurinn í rénun í Bretlandi á meðan hann geisar á meginlandinu. Á sama tíma hefur bólusetningarherferð Evrópusam- bandsins farið út um þúfur. Þar héldust nokkur atriði í hendur. Forsvarsmenn Evrópusambands- ins voru síðar á ferðinni en bæði Bretar og Bandaríkjamenn þegar kom að því að semja um afhendingu bóluefnaskammta, og eiga því t.d. Bretar nú forgang á um 11 milljónir skammta frá fyrirtækinu Astra- Zeneca, á sama tíma og töf hefur orðið á framleiðslu þeirra skammta sem ætlaðir voru Evrópusamband- inu. Bretar völdu einnig að semja við sem flesta framleiðendur bóluefnis sem fyrst, jafnvel þó að það gæti þýtt að landið myndi eiga ofgnótt af bóluefni, eða jafnvel efni sem ekki virkaði, með þeim rökum að hægt yrði að selja eða gefa umframbirgðir annað. Þá völdu Bretar fljótlega að fara gegn ráðleggingum framleiðenda um að bólusetja hvern tvisvar sinn- um með vissu millibili, en einsettu sér að „stinga í hvern einasta hand- legg“ sem vildi fá bóluefnið. Sú nálg- un gekk út frá því að jafnvel þó að ónæmið sem einn skammtur veitti væri minna myndi það draga úr alvarlegum tilfellum. Afleiðingin er sú, að nú hefur rúm- lega helmingur allra Breta á fullorð- insaldri verið bólusettur, en innan við 10% af íbúafjölda ESB og EFTA-ríkjanna. Þegar við bætist sú staðreynd, að íbúar á meginlandi Evrópu eru nú tregari við að þiggja bóluefni Astra- Zeneca en áður, þykir víst að það bil muni ekki minnka á næstunni. Það gæti því reynst erfitt fyrir þau ríki að komast undan holskeflu þriðju bylgjunnar, án þess að gripið verði til mjög óvinsælla ráðstafana. Undir holskeflu þriðju bylgjunnar - Ár liðið frá fyrstu dauðsföllunum af völdum kórónuveirunnar í Evrópu - Rúmlega 700.000 manns hafa látið lífið vegna faraldursins í álfunni - Mjög mismunandi staða í Bretlandi og á meginlandinu AFP Ár sorgar Torgið í gamla miðbænum í Prag skartar nú þúsundum krossa, en á mánudaginn var eitt ár liðið frá fyrsta dauðsfallinu af völdum faraldurins í Tékklandi, sem glímir nú, líkt og önnur lönd í Evrópu, við þriðju bylgjuna. Faraldurinn í Evrópu » Í ríkjum ESB/EFTA hafa greinst 24.175.984 tilfelli samtals. Í Bretlandi hafa 4.321.019 tilfelli greinst til viðbótar. » 577.310 manns hafa dáið af völdum kórónuveirunnar í ESB/EFTA-ríkjunum frá því í mars síðastliðnum. Í Bretlandi hafa 126.523 dáið. » Í 30 ríkjum ESB/EFTA hafa 51.657.789 manns nú verið bólusettir minnst einu sinni, og er það að meðaltali um 9,8% af íbúafjölda landanna. Um 4,3% hafa fengið báða skammta. » Í Bretlandi hafa 28.327.873 fengið einn skammt af bólu- efni, eða um 54,4% bresku þjóðarinnar. 2.363.684 hafa svo fengið báðar sprautur, eða um 4,8% bresku þjóð- arinnar. Evrópusambandið samþykkti í gær að herða reglur sínar um útflutning bóluefna gegn kórónuveirunni, og eru nú sett þau skilyrði að ríkin sem þiggi gjaldi líku líkt þegar komi að útflutn- ingi bóluefna til sambandsins. Ráðstöfuninni er einkum beint gegn Bretum og bóluefni Oxford- háskóla og AstraZeneca, en forsvars- menn sambandsins hafa sakað fyrir- tækið um að hafa ekki uppfyllt samn- ingsskyldur sínar gagnvart Evrópusambandinu, á meðan Bretar, sem sömdu fyrr við fyrirtækið, njóti forgangs. Vöruðu bresk stjórnvöld við því að settar yrðu á „handahófskenndar við- skiptahömlur“ á bóluefni, en fram- kvæmdastjórn sambandsins mun nú vega og meta hver „þörf“ hvers inn- flutningsríkis er fyrir bóluefni og hvaða birgðir það hafi, áður en það er sent út fyrir sambandið. Þá muni einnig skipta máli hvort viðkomandi ríki hafi flutt bóluefni til sambands- ins. „Opnir vegir eiga að liggja í báðar áttir,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði hins vegar í um- ræðum á breska þinginu, að útflutn- ingshömlur af þessu tagi gætu hæg- lega gert mikinn skaða, og varaði jafnframt við að fyrirtæki kynnu að líta á slíka hegðun þegar þau tækju ákvarðanir um hvort óhætt væri að fjárfesta í ríkjum sem hegðuðu sér á þann veg. Forsvarsmenn sambandsins grunuðu í gær AstraZeneca um að hafa hamstrað bóluefni til útflutnings til Bretlands, eftir að Ítalir fundu 29 milljónir skammta af bóluefninu í átöppunarverksmiðju þess í bænum Anagni. Fyrirtækið segir hins vegar að 16 milljónir af skömmtunum hafi verið ætlaðir Evrópusambandinu og afgangurinn í COVAX-áætlun al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem miðar að því að tryggja fátækari ríkj- um bóluefni. Herða á útflutnings- reglum um bóluefni AFP Bólusetning ESB vill setja hömlur á útflutning AstraZeneca-efnisins. - Johnson varar við afleiðingum úflutningshamla e vers un www.s orn r. s SMÁRALIND www.skornir.is Your shoes Léttur og þægilegur strigaskór 14.995 Stærðir 36-42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.