Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 22

Morgunblaðið - 25.03.2021, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Sjáum um allar merkingar Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is Gísli, sölu- og markaðsstjóri vinnufatnaðar Sími 766 5555 | gisli@run.is ÖRYGGIS- SKÓR VANDAÐUR VINNUFATNAÐUR 6424 6202 55505536 3307 3407 SAFE & SMART monitor Guðni Einarsson gudni@mbl.is Saga eldsumbrota á Reykjanes- skaga sýnir að haldi eldvirkni þar áfram getur hraunstraumur mögu- lega átt eftir að ógna mannvirkjum eða byggð í framtíðinni. Reynslan frá Heimaeyjargosinu 1973 sýnir að það er hægt að stýra hraunstraumi og hamla framrás hans. Páll Zophoníasson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var bæjartæknifræðingur og í framlín- unni í baráttunni við framrás hraunsins. Hann sagði að jarðýtur hafi verið fluttar til Vestmannaeyja til að ýta upp varnargörðum. Efninu var rutt upp báðum megin frá. Þann- ig myndaðist dæld hraunmegin sem hraunið þurfti að fylla áður en það gekk upp á garðinn. Varnargarðar héldu hrauninu frá því að renna inn í bæinn allt til 18. mars þegar það braust í gegn og fór yfir bæinn norð- austanverðan. Nánar má lesa um þessar aðgerðir í Náttúruvá á Ís- landi (Reykjavík 2013). „Varnargarðar sem byggðir voru við ströndina stóðust framgang hraunsins þar sem ekki var hægt að koma vatni að,“ sagði Páll. „Varn- argarðarnir nýttust best þegar hraunstraumurinn fór meðfram þeim. Erfiðara var að stýra hraun- straumnum þar sem varnargarður stóð þvert á rennslisstefnuna. Hraunið hækkaði eftir því sem mót- staðan var meiri, hvort sem það var vegna varnargarða eða sjókælingar. Við það breytti hraunið um stefnu og leitaði til hliðanna. Varnargarðarnir seinkuðu framrás hraunrennslisins og þá var tækifæri til að kæla. Það var kjörin aðstaða á görðunum til að dæla á hraunið. Storknað hraunið hlóðst upp og varð hluti af varn- argarðinum.“ Þorbjörn Sigurgeirsson, prófess- or í eðlisfræði við Háskóla Íslands, var upphafsmaður þess að kæla hraunið. Hann hafði látið flytja stóra vatnsdælu í Surtsey meðan þar gaus (1963-1967) til að sprauta sjó á hraunjaðar sem ógnaði Pálsbæ, hús- inu í Surtsey, samkvæmt Náttúruvá á Íslandi. Þeir sem stýrðu aðgerðum í eldgosinu á Heimaey tóku vel í hugmyndir Þorbjörns um að kæla hraunið þar með sjó. „Við notuðum Bedford-slökkvibíl til að sprauta á fyrstu hraunspræn- una sem hægt var að ná til,“ sagði Páll. Þessi tilraun var gerð 6. febr- úar 1973. Hraunið leitaði alltaf jafn- vægis. Þegar það storknaði á einum stað þá leitaði það í aðra átt. „Menn fundu þá þumalfing- ursreglu að einn rúmmetri af sjó kældi annað eins af hrauni nægilega til að það storknaði. Uppguf- unarvarminn er svo mikill,“ sagði Páll. „Þegar sást að hraunkælingin virkaði var reynt að ná í allar þær dælur sem hugsast gat.“ Baráttan var stundum tvísýn Auk dæla frá Slökkviliði Vest- mannaeyja komu dælur frá Varn- arliðinu og Vitastofnun. Grafskip Vestmannaeyjahafnar var einnig notað til að dæla á hraunið. Sand- dæluskipið Sandey kom í um hálfan mánuð. Því var lagt inni í höfninni og frá því lagðar sverar stálpípur þvert yfir hrauntunguna næst hafnargarð- inum. Þegar hraun fór að renna ofan á hrauntungunni var Sandey lagt í hafnarmynninu og dældi hún sjó beint ofan í fljótandi hraunið. Sá hluti hraunsins sem Sandey kældi hreyfðist ekkert eftir það. Einnig voru fengnar 32 öflugar dælur frá Bandaríkjaher. Þær dældu 1.000 lítrum af sjó á sekúndu. Við þetta urðu þáttaskil í stríðinu við að bjarga innsiglingunni. Páll sagði að á varnargörðunum hafi verið ákjósanleg aðstaða til að sprauta sjó á hraunið. Storknaða hraunið hlóðst upp og styrkti varn- argarðinn gegn framrás hraunbráð- innar. Eftir að amerísku dælurnar komu var farið með lagnir inn á ný- storknaða hraunskorpuna og sjó dælt yfir til að flýta fyrir storknun. Baráttan var stundum mjög tví- sýn og ljóst að tekist var á við öfl- ugan andstæðing, sjálf náttúruöflin. Eldfell klofnaði og hluti þess, Flakk- arinn, flaut á hraunstaumnum í átt að innsiglingunni. Hluti af Eldfellinu skreið fram og við það fór hluti efsta varnargarðsins í kaf í vikri. Það tor- veldaði hraunkælingu því það var erfitt að koma vatninu í snertingu við hraunið. Varnargarðurinn gaf sig og hraunið rann samhliða varn- argarðinum bæjarmegin. Jarðýtur voru notaðar til að draga sverar stálpípur inn á hraunið. Páll sagði að ýturnar hafi markað slóð í hraunskorpuna og í sprungum mátti sjá glóandi hraunmola. Stundum hafði slóðin færst til daginn eftir. „Sjókælingin varð til þess að hraunið storknaði fyrr. Þessar að- gerðir urðu til þess að hraunið fór að renna í suðaustur, frá kaupstaðnum, um páskana og myndaði það sem er kallað Páskahraun,“ sagði Páll. Hann sagði að hraunkælingin hafi augljóslega skilað árangri á nokkr- um stöðum en erfiðara var að segja til um árangurinn annars staðar. „Við sáum árangur af varnargörð- unum og hraunkælingunni. Það varð tvímælalaust árangur meðfram syðri hafnargarðinum þar sem Sandey dældi sjó í veg fyrir Flakk- arann. Hann fór skemmra en hann hefði ella farið, það er alveg öruggt. Sama var með varnargarðinn með- fram ströndinni, hann stóðst.“ Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Hraunkæling Köldum sjó var dælt á hraunið til að flýta storknun þess. Þannig var hægt að stýra eða draga úr framrás hraunsins. Reynt var að ná í allar tiltækar dælur og fengust þær hér innan- lands og í Bandaríkjunum. Gríðarlega mikið leiðslunet var lagt að hrauninu og síðar upp á hraunbreiðuna. Einnig dældu sanddæluskip og grafskip sjó á hraunið. Myndin var tekin í apríl 1973. Í stríði við eldgosið - Gerð varnargarða og hraunkæling björguðu innsiglingu Vestmannaeyjahafnar - Margt lærðist í baráttunni 1973 Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðrikson Vestmannaeyjar Páll Zophonías- son var bæjartæknifræðingur 1973.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.