Morgunblaðið - 25.03.2021, Side 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar
Haga hf. 2021
Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn fimmtudaginn
3. júní 2021.
Þeim hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma
skilaboðum á framfæri við nefndina í aðdraganda aðalfundar 2021 er
bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en 14. apríl
nk. á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is.
Þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent á að
tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en
23. apríl 2021 á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Nauðsynlegt
er að frambjóðendur notist við framboðseyðublað sem finna má á
vefsíðu Haga en þar þarf meðal annars að upplýsa um bakgrunn
og hæfi frambjóðanda, auk þess að gera grein fyrir hvernig fram-
bjóðandi uppfyllir skilyrði sáttar Haga hf. við Samkeppniseftirlitið frá
september 2018.
Framboðseyðublað og nánari upplýsingar um viðmið tilnefningar-
nefndar við mat á frambjóðendum má finna á vefsíðu Haga hf.,
www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur.
Tillögur tilnefningarnefndar um frambjóðendur til stjórnar verða
tilkynntar þann 12. maí nk.
Tilnefningarnefnd Haga hf.
25. mars 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.81
Sterlingspund 172.04
Kanadadalur 99.25
Dönsk króna 19.944
Norsk króna 14.57
Sænsk króna 14.566
Svissn. franki 134.02
Japanskt jen 1.1497
SDR 178.02
Evra 148.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.8691
Hrávöruverð
Gull 1739.25 ($/únsa)
Ál 2205.0 ($/tonn) LME
Hráolía 64.3 ($/fatið) Brent
« Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Ís-
lands lækkaði um 0,68% í gær. Mest
lækkuðu bréf Icelandair eða um 6,47%
í 305 milljóna króna viðskiptum. Verð á
hlutabréfum félagsins er nú 1,3 krónur
á hvern hlut. Næstmesta lækkunin í
gær varð á bréfum fasteignafélagsins
Reita, en þau lækkuðu um 3,58% í 147
milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu
bréf Arion banka um 2,56% í 1.121
m.kr. viðskiptum.
Mesta hækkun á markaðnum í gær
varð á bréfum Haga, en þau hækkuðu
um 1,04% í 100 m.kr. viðskiptum.
Úrvalsvísitalan lækkaði
um 0,68% í gær
STUTT
eigu Mjólkursamsölunnar, Kaup-
félags Skagfirðinga og ÍSAM.
Jón Viðar Stefánsson rekstrar-
stjóri þjónustustöðva N1 segir að-
spurður í samtali við Morgunblaðið
að Festi ætli að opna staði úti á
landsbyggðinni í sumar, en enginn
Ísey-skyrbar er utan höfuðborg-
arsvæðisins í dag. Horft sé til Suð-
urlands og Vesturlands og að
tengja reksturinn við þjónustunet
félagsins.
„Það eru klárlega sóknarfæri úti
á landi fyrir Ísey-skyrbar og við
viljum vera tilbúin þegar ferða-
mennirnir fara að koma aftur. Þeir
hafa tekið vel í íslenska skyrið,“
segir Jón Viðar. „Við erum að
svara kalli markaðarins um hollari
og ferskari valkosti í skyndibita.“
Hefur gengið mjög vel
Jón Viðar segir að Ísey-skyrbar
hafi gengið mjög vel síðan N1 fékk
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Í dag opnar Festi nýjan Ísey-skyr-
bar við hliðina á bensínstöð N1 á
Reykjavíkurvegi, þar sem áður var
samlokustaðurinn Subway. Staður-
inn verður áttundi Ísey-skyrbarinn
á höfuðborgar-
svæðinu og sá
fimmti sem N1
sér um rekstur
á. Hinir þrír
staðirnir eru í
verslunum
Hagkaups í
Skeifunni,
Smáralind og
Kringlunni.
Rekstur þeirra
er í höndum
fyrrverandi sérleyfishafa Ísey-
skyrbars, Skyrboozt ehf., félags
sem meðal annars er í eigu Krist-
ins Sigurjónssonar og fleiri aðila.
Keyptu síðasta sumar
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á sínum tíma festi N1 kaup
á Ísey-skyrbörum á N1-stöðvunum
á Ártúnshöfða, við Hringbraut, í
Borgartúni og í Fossvogi síðasta
sumar. Vörumerkið Ísey Skyr er í
sérleyfið í hendur á síðasta ári.
„Þetta er liður í okkar stefnu að
vera með meira af hollum kostum
og bjóða meira úrval fyrir græn-
kera. Það er mjög mikil þróun á
þessum markaði.“
Hann segir að N1 haldi áfram að
selja annan skyndibita, eins og vin-
sælustu köldu samlokuna á stöðv-
unum, samloku með roastbeef. Hér
sé einungis um viðbót að ræða.
„Með því að bjóða þessar vörur
fáum við til ookkar nýjan hóp sem
var kannski ekki hjá okkur áður.“
Spurður um vinsælustu Ísey-
skyrbarsstaðina segir Jón Viðar að
mestur vöxtur sé hjá Ísey-skyrbar
í Fossvogi. „Þar afgreiðum við í
gegnum lúgu. Við opnuðum tveim-
ur til þremur vikum eftir að
samkomubann var sett á vorið
2020 og staðurinn hefur verið á
miklu flugi síðan. Fólk sækir í
snertilaus viðskipti vegna veirunn-
ar. Staðurinn á Reykjavíkurvegi
verður einnig með lúgu og við
bindum miklar vonir við þá stað-
setningu.“
Þúsund og ein nótt og hind-
berja- og hnetusmjörsskálar
Hvað vinsæla rétti varðar segir
Jón Viðar að skyrskálarnar séu
vinsælastar, en einnig er boðið upp
á hristing og safa. „Langvinsæl-
ustu skálarnar eru Þúsund og ein
nótt og hindberja- og hnetusmjörs-
skál.“
Biðraðir eiga það til að myndast
við Ísey-skyrbarsstaðina og segir
Jón Viðar að á því sé einföld skýr-
ing. „Eðli vörunnar er þannig að
hún afhendist fersk og það þarf
alltaf að gera hana frá grunni fyrir
hvern og einn viðskiptavin. Það er
alltaf tímafrekara en að afgreiða
vörur beint úr hillunni.“
Opna áttunda Ísey-skyrbarinn
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Lúga Nýi Ísey-skyrbarinn við þjón-
ustustöð N1 á Reykjavíkurvegi.
- Stefna að nýjum stöðum á Suður- og Vesturlandi í sumar - Skyrskálarnar vinsælastar
Jón Viðar
Stefánsson
Hagnaður af rekstri fjármálafyrir-
tækisins Landsbréfa nam 768 millj-
ónum króna eftir skatta á árinu 2020.
Það er 36% lækkun hagnaðar milli
ára, en hagnaður félagsins nam 489
milljónum króna árið 2019. Þetta
kemur fram á heimasíðu Lands-
bankans sem á 99,99% í fyrirtækinu
á móti Bláma fjárfestingarfélagi sem
á 0,01%.
Eignir Landsbréfa jukust um 18%
á milli ára. Þær voru 5,6 milljarðar
króna í lok árs 2020 en 4,7 milljarðar
í lok árs 2019. Eigið fé félagsins er
rúmir fimm milljarðar króna og eig-
infjárhlutfall var 91,47% í lok árs
2020. Hreinar rekstrartekjur Lands-
bréfa námu 2,3 milljörðum króna á
árinu samanborið við 1,7 milljarða
árið 2019. Í lok tímabilsins voru eign-
ir í sjóðastýringu rúmir 210 milljarð-
ar króna samanborið við 180 millj-
arða króna árið áður.
Reksturinn gekk vel
Helgi Þór Arason, framkvæmda-
stjóri Landsbréfa, segir á heimasíð-
unni að þrátt fyrir að veirufaraldur-
inn hafi að mörgu leyti sett svip sinn
á árið 2020 hafi rekstur Landsbréfa
gengið vel á árinu. „Sjóðir Lands-
bréfa skiluðu almennt góðri ávöxtun.
Þessi velgengni endurspeglast öðr-
um þræði í því að stöðugt fjölgar ein-
staklingum og lögaðilum sem treysta
Landsbréfum best fyrir fjármunum
sínum,“ segir Helgi Þór Arason.
Morgunblaðið/Kristinn
Hagnaður Landsbréf eru í eigu
Landsbankans.
Hagnaður Lands-
bréfa 768 m.kr.
- Eiginfjárhlutfall
er 91,47%