Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 6
Saga Þróttar
Þann 5. ágúst síðastliðinn fagnaði Þróttur 70 ára afmæli sínu.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan félagið var stofnað í bragga
við Ægisíðuna í vesturbæ Reykjavikur. Fyrir marga yngri iðkendur er
það eflaust framandi hugsun að Þróttur hafi í árdaga verið nágranni
KR-inga. Undanfarin 20 ár hefur félagið fest sig í sessi í Laugar-
dalnum, og meiri að segja er sá kafli í sögu félagsins þegar það
starfaði í Sæviðarsundinu farinn að vera fjarlæg fortíð fyrir marga
Þróttara.
■ ■ ■
í kringum 1920 fór hin nýja höfuðborg Islands ört stækkandi. Erfið-
lega gekk þó að útvega húsnæði handa vaxandi stétt verkamanna og
brá Reykjavík á það ráð að heimila mönnum að reisa ódýr hús á Holt-
inu. Lagðar voru götur sem drógu nöfn sín af fuglum, s.s. Arnargata
eða nú hið horfna götuheiti Lóugata; svo einhverjar séu nefndar.
Lífæð hverfisins var þó Fálkagatan og þar bjuggu báðir stofnendur
Þróttar. Síðar reis nýtt hverfi, Hagarnir, á þessum stað og gamla
byggðin á Holtinu tvinnuð saman við hið nýja hverfi.
Halldór Sigurðsson, tekur fyrstu spyrnuna á nýja malarvellinum 1969.
enn sem komið er
Þegar ég var að alast upp í Þrótti, á 10. áratugnum, þá heyrði maður
stundum þá söguskoðun að tilurð Þróttar hafi verið með þeim hætti
að eitt sinn hafi KR-ingur sparkað bolta yfir grindverkið við Mela-
völlinn og ungir drengir á Holtinu tekið hann upp og Knattspyrnu-
félagið Þróttur hafi þar með verið stofnað. Sagan á bakvið upphaf
Þróttar er auðvitað með allt öðrum hætti, en það er áhugavert að
þessi „skrítla" kemur fyrir í fimm ára afmælisblaði sem félagið gaf út
árið 1954.
Rætur Þróttar
Fyrir 70 árum var ólíkt um að litast í Reykjavík. Seinni heimsstyrj-
öldinni var ný lokið en hún hafði markað djúp spor í efnahagssögu
Islands. I Reykjavík voru áhrif hernámsins sennilega hvergi eins
áberandi eins og á þeim slóðum þar sem Þróttur sleit barnsskónum.
Þar var herflugvöllur lagður í gegnum hverfið og mörg braggahverfi
reist. Þegar hernámsliðið fór að týnast úr landi í lok styrjaldarinnar
fluttu barnmargar fjölskyldur inn í braggana, og íbúatala hverfisins
margfaldaðist. Hverfin tvö sem höfðu myndast, annars vegar í Skerja-
firðinum og hins vegar á Grímsstaðaholtinu voru í raun úthverfi frá
borginni, eitthvað sem mörgum þætti ótrúlegt að hugsa til í dag. A
Holtinu hafði um miðja 19. öld myndast gisin byggð tómthúsmanna-
býla, sem svo voru nefnd. Tómthúsmennirnir sem þau reistu voru
menn sem lifðu einkum af sjávarnytjum, og höfðu lengi verið þyrnir í
augum bænda sem sögðu húsin þeirra vera tóm; enda sjaldan að finna
búfénað undir sama þaki. Miðstöð útgerðar í hverfinu var Gríms-
staðavörin, og þar var róið alveg fram undir lok síðustu aldar.
í landi Skildinganess hafði um svipað leyti verið byrjað að bjóða
mönnum til sölu lóðir undir hús. Hverfið sem myndaðist stóð þó
utan Reykjavíkur og tilheyrði allt til ársins 1932 Seltjarnarneshreppi.
Þetta hverfi er þekktast sem Skerjafjörður í dag, og þá oft talað um
Litla- og Stóra Skerjafjörð eftir að Reykjavíkurflugvöllur skar hverfið
í tvennt.
A 3. áratug 20. aldar hafði þvi myndast nokkuð stæðilegt hverfi,
sem var einkum byggt verkamönnum. Nokkur rígur átti það til að
myndast milli pilta í hverfunum sem stundum brutust út í átökum
þeirra á milli, þar sem ýmsum bareflum var beitt. Það hafði þó gefist
ágætlega að sameina drengina í knattspyrnuiðkun og kepptu þá
strákarnir ýmist við hvor aðra eða sameinuðust til að leika við önnur
lið í Reykjavík. Þessi sameiginlegu lið voru jafnan kölluð Þróttur.
Á árum seinni heimsstyrjaldar varð nokkur kippur í knattspyrnu á
Holtinu, því hernámsliðið hafði mikinn áhuga á að spreyta sig gegn
heimamönnum. Árið 1945 var stofnað Ungmennafélag Grímsstaða-
holts, sem segja má að sé forveri Þróttar. Ungmennafélagið fékk
gefins herbragga ofan frá Baldurshaga, í útjaðri borgarinnar, og var
bragginn fluttur á Ægisíðu og nefndur Skálinn. Ungmennafélagið
starfaði af miklum móð fyrst um sinn, en þegar fram liðu stundir var
starfsemi þess einkum bundin við ýmis konar viðburði fremur en
íþróttir. Það var þá sem hugmyndin um að endurvekja knattspyr-
nufélagið kom til.
Stofnendur Þróttar voru tveir, þeir Halldór Sigurðsson og Jón Eyjólfur
6