Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 26

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 26
Nýtt íþróttahús Þróttar verður reist á bílastæði við félagshúsið og myndar því umgjörð um aðatvölt félagsins. Hugmyndin er sú að ölt starfsemi Þróttar verði í hinu nýja húsi og að Ármenningar fái félagshús Þróttar til umráða. Komið að uppbyggingu Varaformaður Þróttar segir félagið á miklum tímamótum á 70 ára afmælinu þegar kemur að aðstöðumálum. „Uppbygging okkar aðstöðu hefur beðið allt of lengi en á síðust fjórum árum höfum við mótað og kynnt mjög sterka sýn á framtíð félagsins. Þessi sýn byggir á öflugri aðstöðu á einum stað í Laugardalnum þar sem félagið getur vaxið og dafnað um ókomin ár.“ „Við höfum unnið að mótun framtíðarsýnar félagsins í fjögur ár. Auðvitað er sagan um uppbyggingu á Þróttarsvæðinu miklu eldri, kannski má segja að þessi barátta sem við stöndum í núna sé um það bil 15 ára. Við lögðumst í miklar pælingar þegar við byrjuðum, skoðum allskyns tölur og gögn og bjuggum okkur til mynd af Þróttar- hverfinu 2030 og reyndum síðan að miða okkar áætlanir við þá mynd. Við sáum að samkvæmt hugmyndum borgarinnar á Laugardalurinn og nágrenni að verða fjölmennasta hverfi Reykjavíkur í framtíðinni og þá vildum við reyna að svara því hvernig íþróttafélagið okkar gæti svarað þeim þörfum sem þá verða til. Við teljum að svarið sé að byggja íþróttahús undir starfsemi félagsins annars vegar og hins vegar að nýta Valbjarnarvallarsvæðið eins og það er kallað, miklu betur með því að leggja það gervigrasi að mestu, þannig að hægt sé að nýta það til æfinga allt árið. Við myndum svo ekki afþakka yfirbyggt knattspymuhús þegar fram í sækir. Við reyndum líka að skoða Laugardalinn í heild sinni og hlutverk Þróttar í hverfinu og þá ekki síst samstarf íþróttafélagsins og skólanna, frístundar og fleiri. Enginn hinna fjögurra grunnskóla í hverfinu er með viðunandi íþróttaaðstöðu og við Laugalækjarskóla er nú bara ekkert íþróttahús. Við lögðum því á það mikla áherslu að ná samstöðu í hverfinu um uppbyggingu nýs íþróttahúss á Þróttarsvæðinu og bjóða skólunum aðstöðu í því. Skólarnir hafa tekið þessu vel og eru með okkur í þes- sum pælingum. Svo má ekki gleyma frábæru samstarfi við Ármenn- inga en allar okkar hugmyndir miða að því að Ármenningar fái betri tækifæri til að sinna sínu fólki en nú er.“ Hvar kreppir skórinn helst í aðstöðumálum Þróttar? Alls staðar, því miður. Við erum eina hverfisfélagið í Reykjavík sem ekki hefur eigið íþróttahús til umráða. Við erum með eina stærstu knattspyrnudeild Reykjavíkur en höfum bara einn völl fyrir alla okkar iðkendur 7-8 mánuði á ári, ekkert félag af okkar stærðar- gráðu býr við slíkt. Handboltadeildin okkar er í vanda sem rekja má til aðstöðunnar í Laugardalshöllinni og sama má segja um blakið. Þau sem stýra þessum deildum hafa staðið sig ótrúlega vel í þessari baráttu undanfarin ár en við teljum að við stöndum á tímamótum hvað þetta varðar núna. Staðreyndin er sú að Laugardalshöllin - sem Þróttur átti samkvæmt eldri samningum að hafa forgang að - er fyrst og fremst viðburðahöll og íþróttum er alltaf ýtt út úr íþróttahúsinu, þar með talið íþróttum á vegum sérsambandanna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er þetta ástand ekki að lagast, þvert á móti fjölgar viðburðum í höllinni með hverju ári. Þetta samstarf er því fullreynt að okkar mati og hefur auðvitað verið það í mörg ár. Hvernig hefur erindum félagsins verið tekið? „Þetta ástand mætir miklum skilningi í orði en engum á borði. Þannig er þetta því miður og hefur verið mjög lengi. Starfsmenn ÍBR og ITR taka okkur alltaf vel og vilja allt fyrir okkur gera en úrræði þeirra eru afar takmörkuð og í grunninn er þetta sami slagur ár eftir ár. Eina lausnin er að félagið fái yfirráð yfir eigin húsi og það er svo sem ekki öðru vísi en hjá öðrum íþróttafélögum. Hér verður að muna að þetta snýst um jafnræði milli íþróttafélaga í borginni, milli iðkenda og síðast en ekki síst á milli nemenda í skólum borgarinnar þegar kemur að íþróttakennslu. Laugardalurinn er þéttsetinn, hvernig er staða Þróttar í dalnum? Það er rétt að Laugardalurinn er ekki íþróttasvæði eins og hvert annað. Þetta er aðalútivistarsvæði Reykjavíkur og kannski höfuðborgar- svæðisins, höfuðstöðvar íþrótta í landinu og miðstöð allskyns hátíða- halda og viðburða. Þarna hafa verið miklar kröfur um uppbygg- ingu eins og allir þekkja en ekki margar lausnir uppi á borðum. Við Þróttarar höfum nálgast þetta af varkárni og með uppbyggilegum hætti, við leggjum áherslu á að ganga ekki á græn svæði eða almanna- rými, heldur nýta íþróttasvæðin sem fyrir eru betur og með því teljum við að verið sé að skapa borginni og sérsamböndum svigrúm til að endurskipuleggja sína starfsemi og þróa dalinn áfram. Hjartað í hverfinu er hverfisfélagið og uppbygging þess verður að okkar mati að vera forgangsmál." Markmiðið er að þjappa allri starfsemi Þróttar á svæði í kringum félags- húsið. Iþróttahús í forgrunni, aðalvöllur félagsins og svo æfingasvæði á Vatbjarnarvelli lagt gervigrasi að mestu. Á móti gæti Þróttur í fyllingu tímans látið Suðurlandsbrautarvöll og TBR svæði af hendi til Reykjavíkur- borgar. Hvenær sjáum við umtalsverðar breytingar á aðstöðumálum Þróttar. „Við höfum sett okkur það markmið að ljúka uppbyggingu samkvæmt núgildandi hugmyndum árið 2024. Þetta er sovéskt fimm ára plan sem við settum fram, það er hógvært og uppbyggilegt, vistvænt og grænt og fullt af samráði og samstarfi auk þess að kosta frekar lítið í samanburði við margar aðrar hugmyndir. Við bíðum eftir því að borgin fallist á þessar hugmyndir og hrindi þeim í framkvæmd." Kristján Kristjánsson, varaformaður Þróttar hefur verið Þróttari í næstum 20 ár. „Ég dróst inn í þetta með börnunum eins og svo margir og hef mikinn metnað fyrir því að byggja upp félagið. Ég las einhvern tíma ummæli höfð eftir Tryggva Geirssyni, fyrrverandi formanni, um að forsendur velgengni íþróttafélags sé aðstaða og ég trúi því að það sé rétt og við höfum unnið samkvæmt því undanfarin ár í aðalstjórn félagsins." 26

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.