Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 24

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 24
Old Boys lið Þróttar á Stadium of Light í Sunderland í maí 2019 þetta því ég vildi alls ekki missa af ferðinni. Hugsaði að ég gæti alltaf beðið um skiptingu. Liðið byrjaði leikinn vel og mér var svo skipt inn á. Var búinn að vera inn á í svona 5-10 mínútur og ekki komið við boltann nema einu sinni. Mér gekk það illa að ég var farinn að hugsa um að biðja bara um skiptingu þvi ég hefði ekkert að gera þarna inn á. Svo náum við sókn upp hægri kantinn og boltinn kemur fyrir og ég ákveð að fara út í teiginn því boltinn gæti lent þar. Sem hann og gerir, ég næ að leggja hann fyrir mig og skýt á markið. Sé hann stefna hátt í stöngina og veit ekki fyrr en hann lendir þarna hátt í stönginni og þeysist yfir í hitt hornið. Þó ég segi sjálfur frá, glæsilegt mark. Þetta var ansi óvænt, ég jafna þarna leikinn 1-1. Þetta var alveg ólýsanleg tilfinning að skora á þessum stóra velli.“ Berti gerði sér svo lítið fyrir og jafnaði metin öðru sinni eftir að Silfur- refir höfðu náð forystunni aftur. Hann viðurkennir þó að seinna markið hafi ekki verið eitt af hans bestu. „Frá því að vera ekkert inni í leiknum er ég skyndilega búinn að skora tvö mörk. Þetta mark var kannski ekki mikið fyrir augað. Samt geggjuð tilfinning en það var svo enn betri tilfinning að við skyldum vinna leikinn. Við náum svo að skora sigurmarkið 1-2 mínútum áður en flautað var af. Það voru gífurleg fagnaðarlæti og mikil stemning í liðinu. Við fögnuðum vel inni á vellinum og fögnuðum vel inni í klefa. Það var búið að byggja upp mikinn ríg milli liðanna í aðdrag- andanum. Menn að kítast og skjóta á hvern annan þannig það var mjög gaman að hafa unnið. Þetta var bara mjög skemmtileg reynsla og eitthvað sem maður mun varðveita lengi,“ segir Berti. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Guðfeðra og var það hinn knái Indriði Björnsson sem skoraði sigurmarkið aðeins nokkrum mínútum fyrir leikslok. Þá hafði legið nokkuð á liði Guðfeðra og Silfurrefir sótt stíft en markvörður fyrrnefnda liðsins, Agúst Tómasson, varði allt sem á mark kom og var í leikslok valinn maður leiksins. Hvernig tilfinning skyldi það hafa verið? „ Jú, jú fyrst þú spyrð. Auðvitað varð ég svakalega ánægður með mig eftir sigurleikinn á Stadium of Ligth. Ég var og er rígmontinn af því að hafa verið valinn maður leiksins. Það voru margir, sérstak- lega í liði Guðföðurins, sem gerðu tilkall til þessa vegsauka en það voru Sunderlandmenn sem völdu og þeir voru hlutlausir. Þetta var náttúrulega Leikurinn í ferðinni og bæði liðin ætluðu sér sigur. Þó að fótboltinn sé bara leikur þá verður bara að viðurkennast að það er alltaf miklu skemmtilegra að vinna," segir Ágúst. Hann segir það forréttindi að geta farið út að leika sér nánast alla daga vikunnar. „En það er einmitt leikurinn sem gefur fótboltanum gildi. Að geta reimað á sig fótboltaskó, hjólað niður í Þrótt og gleymt sér algerlega í klukkutíma. Allt annað víkur út huganum og þú kemur eins og nýhreinsaður hundur heim. Það er ótrúlegt að horfa yfir hópinn á æfingum, fjörutíu kallar á aldrinum frá þrjátíu ára til sjötugs en fyrirmynd okkar allra verður einmitt sjötugur í sumar. Þetta er þverskurður af samfélaginu; barnakennarar, háskólakennarar, raf- virkjar, píparar, héraðsdómari, gróssérar, smiðir, löggur, lögfræðingar, líffræðingar, flugumferðarstjóri og blaðamenn. Menn sem hafa spilað fótbolta allt sitt líf og aðrir sem hófu kannski ferilinn í Old boys eins og ég. Þetta er rándýr félagsskapur sem ég er óendanlega þakklátur fyrir að fá að tilheyra." Helgi Þorvaldsson fylgist meö gangi mála íbygginn á svip 24

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.