Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 30

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 30
1 Hvert stefnirðu í boltanum? Ég stefni á þann stað sem ég er á núna, spila heima með Þrótti á meðan ég er í námi og svo er bara spennandi að sjá hvert maður stefnir seinna. 2 Manstu eftir fyrstu æfingunni hjá Þrótti Ég var 9 ára og mætti ein á fyrstu æfinguna og var ein fyrstu mánuðina en fannst samt ótrúlega gaman að læra blak hjá Silla sem var þá að þjálfa. Silli hafði tekið upp krakkablak í Þrótti sem sjálfboðaliðastarf og þrátt fyrir að ég hafi verið eini þátttakandinn í nokkurn tíma þá gafst hann ekki upp og smám saman náði ég að fá vini mína með mér á æfingar, þeirfengu vini sína og svo framvegis. Ég myndi segja að Silli sé stór ástæða þess að krakkablak í Þrótti er í dag stærra en nokkru sinni fyrr. 3 Er maður/kona stressaður/stressuð á fyrstu landsliðsæfingunni? Ég var alla vega virkilega stressuð en á sama tíma mjög spennt að fá tækifæri til að spila með hóp af bestu blakkonum á landinu. Er það ekki draumur flestra i íþróttum að komast á landsliðsæfingu, það var alla vega draumurinn minn en ég hef smám saman áttað mig á því að þetta sé ekki eins og lottó þar sem einhverjir heppnir fái drauminn sinn rættan heldur er þetta markmið sem allir geta náð ef þeir leggja það á sig. 4 Hver er lykillinn að góðu blakliði? Samvinna! Eins og i öðrum hópíþróttum þá þarf lið að geta unnið saman, ekki sem einstaklingar heldur sem heild og blak er engin undantekning. Hver einasta manneskja í liðinu hefur sinn tilgang, sama hvort það sé innan vallar eða utan, þjálfari eða leikmaður, sóknarmaður eða varnarmaður og svo framvegis. 5 Hver hefur kennt þér mest á ferlinum? Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverri æfingu og ég veit ekki hversu margir hafa gefið mér leiðbeiningar eða ráð en ef ég þyrfti að nefna einn sem hefur mótað mig sem mest væri það án efa Ingólfur Hilmar, þjálfari meistarflokks Þróttar. 6 Hver er uppáhalds blakarinn þín? Stelpurnar sem ég æfi með í Þrótti eru uppáhalds blakararnir mínir. 7 Hvað borðarðu fyrir leiki Oft fæ ég mér steikt egg á brauði. Mjög misjafnt. 8 Af hverju er Þróttur besta lið í heimi? Af því að Þróttur tekur á móti öllum, það er eitthvað fyrir alla og ekki síst því allir sem eru í Þrótti, leik- menn, þjálfarar, sjálfboðaliðar og formenn leggja sig allir fram til að gera Þrótt að besta liði í heimi. Tinna Arnardóttir 1 Hver er munurinn á að spila eða æfa með Þrótti og landsliðinu? Við í Þrótti erum allar mjög nánar og góðar vinkonur, við þekkjum allra styrkleika og veikleika og höfum haft langan tíma til þess að læra hver á aðra, alltaf grin og gaman á æfingum. í landsliðinu hefur maður stuttan tíma til þess að læra inná hina leikmennina, en lang oftast verður hópurinn náinn og því auðveldara að lagfæra sín á milli. Það er frábært að fá tækifæri til þess að spila með land- sliðinu, maður þroskast mikið bæði sem leikmaður og persóna. 2 Hvert stefnirðu í boltanum? Ég stefni á halda áfram að æfa eins og ég get, enda í öldungablaki einn daginn;) 3 Manstu eftir fyrstu æfingunni hjá Þrótti Nei það eru svo mörg ár síðan! En fyrsta æfingin mín hjá Þrótti var reyndar handboltaæfing, það var rosa fjör. 4 Er maður/kona stressaður/stressuð á fyrstu landsliðsæfingunni? Já ég var það allavega, en um leið og maður mætir og sér að það eru flestir á sama stað og í sömu sporum og þú þá fer stressið og þú gerir bara þitt. Það þekkjast flestir jafnaldrar í blaki á ísiandi þannig að ég var ekkert að æfa með ókunnugu fólki. 5 Hver er lykillinn að góðu blakliði? Liðsheildin. Lið vinnur ekki leik á einum eða tveimur frábærum leikmönnum sem spila bara sín á milli. Lið vinnur þegar allir hjálpast að og vinna saman að sama markmiði. 6 Hver hefur kennt þér mest á ferlinum? Það eru svo margir! Allir mínir þjálfarar í Þrótti hafa kennt mér eitthvað, en ég held að Ingó sem þjálfar okkur núna hafi kennt mér mest, sérstak- lega varðandi mína stöðu sem uppspilari. 7 Hver er uppáhalds blakarinn þín Eins lélegt og það er að segja það þá á ég engan uppáhalds blakara, en það eru margir flottir blak- arar sem maður lítur upp til hérna á íslandi. 8 Hvað borðarðu fyrir leiki Pestópasta með grænmeti, alltaf! 9 af hverju er Þróttur besta lið í heimi? Það eru bara allir Þróttarar svo frábærir;) Katla Hrafnsdóttir 1 Hver er munurinn á að spila eða æfa með Þrótti og landsliðinu? Mesti munurinn er að i landsliðinu er ég ekki að spila með þeim sem ég æfi með á næstum hverjum degi. Einnig er mikill heiður að vera valin 1 landsliðið og ég er þakklát fyrir það. 2 Hvert stefnirðu í boltanum? Ég er ekki alveg búin að ákveða það en ég ætla örugglega að halda áfram að spila hér heima. 3 Manstu eftir fyrstu æfingunni hjá Þrótti Já, ég man vel eftir henni. Ég var 7 ára og var ekkert smá spennt að prófa blak. Æfingin var í íþróttahúsi Langholtsskóla sem rétt rúmar einn barnablakvöll. Ég man að á einni æfingunni var kastað á okkur bolta og við áttum að taka á móti honum með fleyg. í stað þess að taka venjulega á móti honum skaut ég honum eins fast og ég gat upp svo hann snerti loftið. Silli þjálfari var ekkert ánægður en ég var rosa góð með mig, hélt ég væri búin að læra þetta fullkomlega strax á fyrstu æfingu. 4 Er maður/kona stressaður/stressuð á fyrstu landsliðsæfingunni? Já ég var svolitið stressuð. Þjálfarinn talaði ensku og ég skildi voða lítið af því sem hann var að segja því ég varsvo ung. 5 Hver er lykillinn að góðu blakliði? Góður vinskapur, virðing og samskipti. 6 Hver hefur kennt þér mest á ferlinum? Ég hef verið með marga þjálfara frá því ég byrjaði og fengið leiðbeiningar frá ótal mörgum en sá þjálf- ari sem hefur kennt mér mest er Ingólfur Hilmar Guðjónsson. Hann hefur verið þjálfarinn minn i næstum 3 ár. 7 Hver er uppáhalds blakarinn þín Get bara ekki ákveðið hver er i uppáhaldi. Pass. 8 Hvað borðarðu fyrir leiki Ég bý mér oftast til samloku með bönunum eða með eggjum og káli og fæ mér líka ávöxt með. 9 Af hverju er Þróttur besta lið í heimi? Því þar hjálpast allir að og gera sitt besta. 30

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.