Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 41

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 41
Þorsteinn Steingrímsson og Jón Einarsson kepptu á skautum á Tjörninni fyrir Þrótt um miðja síðustu öld. Eyjólfur sundkappi stundaði sjósund sér til heilsubótar. Bridge var stór þáttur í starfi Þróttar. „Týndar greinar í Þrótti ? Á stofnfundinum var rætt um hvort kalla ætti félagið Knattspyrnu félagið Þróttur eða íþóttafélagið Þróttur. Knattspyrnan varð ofan á enda var Ijóst að hún yrði fyrsta grein hins nýstofnaða félags. Fljótlega bættist við handbolti en á þessum fyrstu árum voru fleiri íþróttir stundaðar af Þrótturum. Á fyrstu árum félagsins kepptu nokkrir Þróttarar í frjálsum íþróttum. Svavar Magnússon varð til að mynda í 3. sæti 13000 m hlaupi á drengjamóti Ármanns árið 1950, þá aðeins 14 ára gamall. Meðal frjálsíþróttamanna var einnig Þorsteinn Steingrímsson en hann átti eftir að ná miklum árangari I annarri íþróttagrein, grein sem var nokkuð vinsæl á þessum árum: Skautahlaupi. Veturinn 1950-51 var íslandsmót I hraðskauta- hlaupi endurvakið. Á næstu árum áttu Þróttarar góðu gengi að fagna og varð Þorsteinn Steingrímsson t.a.m. íslands- meistari í öllum vegalengdum sem keppt var í eitt árið. íslandsmót I skautahlaupi lagðist svo aftur af, árið 1955; en Þorsteinn varð íslandsmeistari í 1500 m. á því móti. Skák og bridge var stór þáttur í starfi Þróttar yfir veturinn allt frá stofnun. Fyrsta veturinn sem félagið starfaði voru skákæfingar haldnar tvisvar í viku I bragganum, eða Skálanum. Síðar bættist bridge við. Til að hafa smá keppni í skákinni fyrsta veturinn var ákveðið að halda skákkeppni milli félagsmanna af Holtinu og úr Skerjafirðinum. Skerfirðingar höfðu sigur með fimm vinninga gegn einum. í kjölfarið var efnt til keppni við nágranna- félagið KR, og höfðu Þróttarar betur 10-2. Þegar fram í sótti þá var það bridge sem átti meiri vinsældum að fagna. Árið 1955 stóðu Þróttarar fyrir keppni milli knattspyrnufélaganna í Reykjavík í bridge. Bikarinn gaf Haraldur Snorrason, einn af formönnum Þróttar. Aðeins var þó keppt um þennan bikar í tvö ár, 1955 og 1956 en þá lagðist mótið af. Þó sjósund hafi aldrei orðið formleg grein innan Þróttar þá eiga Þróttarar lang frægasta sjósundskappa fyrr og síðar. Eyjólfur sundkappi, annar stofnenda Þróttar, vakti mikla athygli með sjósundsafrekum sínum. Hann tók upp sjósund sem ungur maður til að styrkja sig eftir veikindi og ekki var aftur snúið. Á glæstum íþróttaferli synti hann m.a. úr Grímsstaðavörinni til Bessastaða, Viðeyjarsund, milli lands og Eyja og Grímseyjar- sund. Hann gerði tilraun til að synda Ermasundið en þurfti frá að hverfa. Á árunum 1991 til 1994 hélt Þróttur úti deild sem nefndist júdó- og karatedeild, eða búdó. Deildin tók þátt í nokkrum mótum en starfsemi hennar lagðist að lokum niður. Yngsta deild félagsins er krulludeild. Krulla, eða curling á ensku, er ung keppnisgrein á íslandi en fyrsta íslandsmótið fór fram árið 2002. Krulludeild var stofnuð I Þrótti þegar Ijóst var að félagiö myndu færa sig um set og flytjast I Laugardal. Því miður náði starfsemi deildarinnar aldrei að komast á skrið, því lítið var um lausa tíma á skautasvellinu í Laugardal og þeir tímar sem deildinni buðust fáir og á heldur ókristi- legum tímum. Þó starfsemi deildarinnar liggi niðri sem stendur er deildin enn formlega til, eða hefur að minnsta kosti ekki verið formlega lögð niður. 41

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.