Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 27

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 27
KOTTARAVORUR ERTU ALLSBER? ER ÞER KALT? SKOÐAÐU 1>Á ÞCTTA: ZIZ ÓTRÚLEGUR KÖTTARAJÆKKI! VIÐ ERUM AÐ PANTA NÝJA SENDINGU SENDU PÖNTUN Á GUNNA HELGA Á KOTTARAFACEBOOKSÍÐUNNl Það var mikill hugur í mönnum og konum í knattspyrnudeildinni vorið 2016. Þá var Kaupfjelag Þróttar stofnað til að hjálpa deildinni við að borga laun leikmanna, enda karlaliðið að fara að spila í efstu deild. Hluti af starfsemi Kaupfjélagsins fólst í þeirri nýbreytni að kaupa inn stúkufatnað eða hliðarlínuföt, Köttaraklæðnað, fyrir áhorf- endur, aðdáendur og áhangendur Þróttar, hvort sem fólk fór á leiki hjá yngri flokkunum eða í meistaraflokki. Markmiðið var að vera með flottustu og best klæddu stuðnings- menn landsins. Ogþað tókst auðvitað. Fyrsta árið var Köttarajakkinn frægi keyptur og árið eftir var ákveðið að kaupa bæði regnhlíf og regnjakka vegna þakleysis í stúkum liðanna í næst efstu deild, þar sem karlaliðið ákvað að spila árið 2017. Auk þess var sixpensari framleiddur handa þeim sem hafa betri fatasmekk en hinir og svo hafa bæst við jakkar, peysur, derhúfur, armbönd, treflar, hettupeysur og töskur. Enn er eitthvað til af því sem við höfum pantað í gegnum tíðina en yfirleitt hafa vörurnar selst upp. Þó nokkuð margir foreldrar yngri leikmanna hafa verið að átta sig á kostum þess að vera klædd í Köttaraklæðnað á leikjum barna sinna, sérstaklega á stórmótum sumranna og vonandi eykst ásóknin í þessar gæðavörur á næstu árum. Fatanefnd Kaupfjelagsins liggur nú undir feldi og hannar vorlínuna 2020. Er óhætt að segja að mikill spenningur sé fyrir henni meðal félagsmanna því við erum á leið í efstu deild með kvennaliðið og ætlum að vera flottust og flest í stúkunni næsta sumar. Vorlínan verður afhjúpuð á Köttarakvöldinu í byrjun maí 2020 og við hvetjum foreldra yngriflokkabarna til að mæta þar með hinum sauðtryggu Kötturum og tryggja það að hvar sem Þróttur spilar verðum við alltaf flottust. OG AFMÆLIS VARNIN GUR Á afmælisári hefa verið til sölu númeruð barm- merki, merkt frá 1-70 og kostar stk. aðeins 5.000 kr. Einnig eru til sölu glæsilegir borðfánar á 4.900 kr. og 3.900 kr. (stakur fáni án stands). Þá er til sölu afmælisbolli/kanna á 3.900 kr. Varningurinn tengist 70 ára afmæli Þróttar og er í takmörkuðu upplagi. 70 stk. af bollum, 70 stk. af borðfánum og 70 stk. númeruð barm- merki. Allur varningurinn er með fyrsta merki Þróttar og því um sögulega minjagripi að ræða sem allir Þróttarar ættu að eiga. Hægt er að kaupa þessa muni á skrifstofu félagsins og einnig verða þeir til sölu á Sögu- og minjasýningu Þróttar sem hefst 28.septem- ber í hátíðarsal félagsins og stendur í tvær vikur. 27

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.