Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 31
„Lambalæri að
Seint á síðustu öld, þegar Þróttur átti enn samastað í Sæviðarsund-
inu, tóku nokkrir félagar að hittast í félagsheimilinu, yfir súpudisk og
brauði. Siður þessi fiuttist með félaginu í Laugardalinn og hópurinn,
þótt fámennur væri, tók nokkrum breytingum og með nýjum mönn-
um komu nýjar áherslur. I einu hádeginu í september 2011 fannst
mönnum tími til kominn að fara að gera eitthvert gagn og var ákveðið
að stofna „Hádegishópinn" sem hefði það að markmiði að bjóða upp á
„Lambalæri að hætti mömrnu" einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuð-
ina. Skildi hagnaður, ef einhver yrði, renna til að styrkja góð málefni
innan Þróttar. Verði er mjög stillt í hóf og hægt er að treysta því að
tímasetning stendur, en byrjað er kl.12.00 og hringt út kl.13.00.
Með „Lambalærinu" er boðið upp á ræðumann (oftast tengdum
íþróttum) sem gestir fengju síðan að spyrja spjörunum úr. Þetta
fyrirkomulag hefur vakið mikla lukku ekki aðeins meðal Þróttara
heldur hafa gestir komið víða að. Fjöldi ræðumanna hafa heimsótt
okkur. Einar Örn Jónsson handknattleiks- og fréttamaður reið á
vaðið og síðan hafa margir fylgt á eftir. Allir hafa þeir staðið full-
komlega undir væntingum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Nokkrir hafa fyllt salinn en þeir eru: Guðjón Þórðarson, knattspyrnu-
þjálfari, sem rann út á tíma og lofaði að koma aftur í framtíðinni,
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla, Lars Lagerbaack, lands-
liðsþjálfari karla sömuleiðis, David Moyes, f.v. knattspyrnustjóri
Manchester United og Everton, sem ræddi við menn og sat fyrir á
myndum í góðan hálftíma eftir að ræðu hans lauk, Guðmundur
Þórður Guðmundsson, nýkominn heim frá HM, þar sem hann gerði
Dani að heimsmeisturum í handbolta og að síðustu Eiður Smári
Guðjohnsen, atvinnumaður sem tók með sér Sveppa vin sinn sem
skemmdi ekki fyrir. I lok greinarinnar er listi yfir alla þá sem verið
hafa gestir okkar og voru þeir allir með aðsókn vel fram yfir það sem
við lögðum upp með.
Fyrir jólin hvert ár hefur hópurinn boðið upp á hangikjötsveislu og
þar hafa þeir Gunnar Helgason, Logi Bergmann Eiðsson, Sigmundur
O. Steinarsson, Guðni Ágústsson, Ásmundur Friðriksson, Júlíus
Brjánsson, Björn Bragi Arnarsson, Óskar Magnússon, Gísli Rúnar,
Þórhallur Laddi Sigurðsson, Sævar Helgi Bjarnason, Ragnar Jónasson
og Þorgrímur Þráinsson kynnt nýútkomnar bækur sínar.
Hópurinn hefur nú þegar veitt nokkra styrki. Fyrsti styrkurinn fór til
Sigurðar Hallvarðssonar heitins, í veikindum hans, í góðri samvinnu
við Bónus og Nings, en Sigurður var einn af frumkvöðlum hópsins.
Þá hefur hópurinn m.a. gefið félaginu dúka á borðin í veislusalnum
og einnig tölvu fyrir öryggiskerfið í félagsheimilinu, styrkt meistara-
fiokk kvenna, keypt stóla og borð í salinn í samvinnu við Skákklúbb
félagsins, en gömlu borðin voru að hruni komin. Síðan var hljóðkerfið
endurnýjað. ,í tilefni 70 ára afmælis Þróttar hefur HM hópurinn
gefið félaginu nýjan félagsfána til að nota við hátíðleg tækifæri og
aðra tvo til að nota á fundum og við önnur tækifæri. Þegar talað er
um hópinn er ekki einungis átt við okkur í Hádegishópnum heldur
einnig ykkur sem mætið í „Lambalærið" og leggið ykkar af mörkum til
að gera þetta mögulegt. Hafið kærar þakkir fyrir.
Ekki má gleyma hlut Nóatúns, en verslun þess í Austurveri sá um
matseldina fyrstu árin og við þurftum aðeins að skera niður kjötið.
Nú hefur verið skipt um birgi og kemur kjötið niðursneytt til okkar
frá Söluturninum, Bæjarhrauni, ehf - Milli Hrauna, og kunnum við
fyrirtækinu bestu þakkir fyrir.
Eins og fram kemur hér á undan þá hefur "Lambalæri að hætti
mömmu' gengið mjög vel og er ætlunin að hefjast ávallt handa strax
eftir lok knattspyrnuvertíðar, þ.e. í lok september eða byrjun október.
Margir ræðumenn eru komnir á listann hjá okkur fyrir næstu vertíðir
og er greinilegt að þetta framtak okkar hefur vakið mikla athygli og er
greinilega komið til að vera.
Fyrsta „Lambalæri að hætti mömmu' í haust verður föstudaginn
27. september kl.12.00.
hætti mömmu"
F.v. Sigurður K Sveinbjörnsson, Helgi Þorvaldsson, Lára Dís Sigurðardóttir,
Sigurður Hallvarðsson, Brynjólfur Grétarsson og Gunnar Baldursson.
Við viljum benda þeim sem áhuga hafa á að komast á póstlistann hjá
okkur að senda póstfangið sitt til Sigurðar K. Sveinbjörnssonar
á sigurdurks@simnet.is.
Hér að neðan er listi allra þeirra sem hafa verið ræðumenn á
„Lambalæri að hætti mömmu“.
Einar Örn Jónsson, BogiAgústsson, Halldór Henson Einarsson, Logi Berg-
mann Eiðsson, Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen, Ólafur Jóhannes-
son, Rúnar Kristinsson, Guðni Agústsson, Heimir Guðjónsson, Einar
Kárason, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Aron Kristjánsson, Kristinn
Jakobsson, Guðjón Þórðarson, Ólafur Kristjánsson, Arnar Páll Hauks-
son, Hermann Hreiðarsson, Páll Einarsson, Helgi Daníelsson, Heimir
Hallgrímsson, Jóhann Kristjánsson, EllertB. Schram, Hjörvar Hafiiðason,
Guðmundur Benediktsson, Eyjólfur Sverrisson, Logi Ólafsson, Jón Steinar
Gunnlaugsson, SigurðurValur Sveinsson, Páll Ólafsson, RúnarPáll
Sigmundsson, Björn Berg Gunnarsson, Bjarni Felixson, Gunnar Felixson,
Hörður Felixson, Magnús Gylfason, Hörður Magnússon, Logi Gunnarsson,
Arnar Grétarsson, Viggó Sigurðsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Kristján
Gíslason, Lars Lagerbaack, Einar Bollason, Hjörvar Hafliðason, David
Moyesyngri, Guðmundur Þórður Guðmundsson, Bjarki Sigurðsson,
Guðjón (Gaupi) Guðmundsson, Júlíus Jónasson, Ómar Ragnarsson, Óskar
Örn Þorvaldsson, Haukur Birgisson, Willum Þór Þórsson, Hans Steinar
Bjamason, Gunnleifur Gunnleifsson, Sigurður Dúlla Þórðarson, Þorbjörn
Jensson, Sólmundur Hólm, Tómas Þór Þórðarson, Elvar Geir Magnússon,
Gísli Marteinn, Óskar Bjarni Óskarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Atli
Eðvaldsson, Eiður Smári Gudjonsen, Sverrir (Sveppi) Sverrisson ogAtli
Viðar Björnsson.
Atli Eðvaldsson var einn af ræðumönnum á „Lambalæri að hætti mömmu."
31