Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 7

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 7
Jónsson. í hverfinu var Halldór þekktastur sem Dóri fisksali. Hann hafði marga fjöruna sopið og víða komið við á ævinni. Sem ungur maður slapp hann lifandi úr snjófijóðinu í Hnífsdal 1910. Hann fór til Noregs á árum fyrri heimsstyrjaldar, gerðist háseti á bátum og varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu að í tvígang var bátum sem hann var á, sökkt af Þjóðverjum. Þegar hér var komið sögu var Dóri þó sestur að á Holtinu og bjó ásamt Jósefínu frá Nauthól, frægri spákonu í bænum, börnum hennar og barnabörnum. Sagan af þessari fjölskyldu varð síðar innblástur að einni vinsælustu bókaseríu síðari ára sem aftur varð svo efniviður kvikmyndarinnar Djöfiaeyjan. Dóri fékkst við að selja húsmæðrum í hverfinu, og raunar fieiri hverfum borgar- innar fisk. Aðstoðarmaður hans var systursonur Jósefínu, Eyjólfur Jónsson. Eyjólfur var afbragðs íþróttamaður og átti eftir að verða landsþekktur sem Eyjólfur sundkappi, og þreytti mörg fræg sunda- frek s.s. Drangeyjarsund, Viðeyjarsund og fleiri. Stofnfundur Þróttar var haldinn í Skálanum við Ægisíðu þann 5. ágúst. Stofnmeðlimir voru 37, margir ungir að árum. Mönnum fannst tilvalið að félagið héti Þróttur, enda hafði nafnið unnið sér inn sess eins og áður hefur verið nefnt. En hvort félagið ætti að heita Knattspyrnufélagið Þróttur eða íþróttafélagið Þróttur var ekki eins augljóst. Nokkur umræða skapaðist um það, en að lokum var ákveðið að félagið skyldi heita Knattspyrnufélagið Þróttur, enda var reiknað með því að knattspyrna yrði efst á baugi hjá hinu nýstofnaða félagi. Mikill kraftur var í starfsemi félagsins fyrstu árin. Handknattleikur var stundaður nánast frá upphafi og m.a. fóru stúlkur í hverfinu fram á að fá úthlutað tíma til æfinga sem og þjálfara. A næstu árum varð Þróttur stórveldi í handknattleik kvenna, og urðu t.a.m. fyrstu Islandsmeistarar félagsins, árið 1957. En þrátt fyrir háleit markmið þá var fjárhagur félagsins oft á tíðum þröngur. Það sést best á því þegar skoðaðar eru fundargerðir félagsins, hve fórnfúsir stofnendur og aðrir velunnar félagsins voru og borguðu þeir oft úr eigin vasa eitt og annað sem til féll. Félagið stóð fyrir dansleikjum og kvikmynda- sýningum til fjáraflana og þá munaði heldur betur um minna að Ung- mennafélagið eftirlét Þrótti Skálann strax 1950; og lognaðist raunar út af í kjölfarið. En það var mikill efniviður í hverfinu og strax 1951 tókst fjórða flokki að vinna fyrsta bikar félagsins, þegar Þróttur varð haustmeistari í knattspyrnu. Á árunum upp úr 1950 fengu rótgrónari íþróttafélög í borginni úthlutað félagssvæðum. Valsmenn höfðu slegið tóninn fyrir stríð þegar þeir höfðu keypt Hlíðarenda. Nú fengu KR-ingar úthlutað svæði við Kaplaskjól og því fór að þrengja verulega að Þrótti. Þróttur hafði ekki sambærilega aðstöðu. Það notaðist í fyrstu við malarvöll sem stóð við enda Fálkagötunnar, en síðar völl sem stóð austur af Háskólanum og nefndist Háskólavöllurinn. Til umræðu var að fá félagssvæði í Vatnsmýrinni en ekkert varð af þeim áætlunum. Sam- keppnin við KR reyndist félaginu erfið og Ijóst að til þess að félagið næði að lifa og dafna þyrfti það að fá sína eigin félagsaðstöðu, og jafnvel á öðrum stað í borginni. Reykjavík stækkaði ört á þessum árum og um og eftir 1960 var hafist handa við byggingu stórra úthverfa, m.a. inni við Sund; hverfi sem kallað var Sunda- og Heimahverfið. Þegar Þrótti bauðst að flytjast þvert yfir borgina, í Austurbæinn, voru uppi skiptar skoðanir. Félagið hafði verið stofnað á Holtinu og töldu margir Holtarar það óhugsandi að félagið gæti flutt. Aðrir sáu að framtíð félagsins yrði best borgið annars staðar. Þegar félagið fagnaði 15 ára afmæli sínu, árið 1964, afhenti Geir Hallgrímsson borgarstjóri Þrótti til umráða svæði við Sæviðarsund. Mikill hugur var í Þrótturum og gerður var uppdráttur að svæðinu. Þar átti að rísa félagsheimili, íþróttahús, frjálsíþrótta- völlur auk keppnis- og æfingavalla; bæði gras- og malarvalla. Nýtt landnám inni við Sund Þegar menn virtu fyrir sér nýtt félagssvæði Þróttar blasti við þeim htið annað en þúfur. Mikið verk var framundan að gera svæðið þannig úr garði að þar væri hægt að stunda knattspyrnu. Nauðsyn- legt var að koma upp félagsheimili sem og æfingaaðstöðu, en nokkur bið varð á að úr því rættist. Áhugi krakka í hverfinu leyndi sér ekki, en fyrst um sinn þurftu iðkendur í nýju landnámi Þróttar að sækja æfingar vestur í bæ. Framkvæmdir við lagningu malarvallar hófust loks 1969. Borgin gaf félaginu gamalt járnklætt timburhús sem stóð við Grensásveg, gegn því að húsið yrði flutt af lóðinni. Húsinu var komið upp við Sæviðar- sund, málað og lagað og allt unnið í sjálfboðavinnu. Þann 1. júlí var húsið og nýr malarvöllur loks formlega tekinn í notkun. Landnámið varð loksins að veruleika og starfsemi félagsins færðist nú öll austur í bæ. Stuttu síðar var grassvæði norðan við malarvöllinn sléttað og notað til æfinga. Fyrir marga yngri iðkendur í dag þá gæti það hljómað ótrúlegt að æfingar stóran hluta ársins hafi farið fram á möl. Raunar var fáheyrt að keppnisleikir á Islandi væru leiknir á grasi, fyrr en eftir 1970. Malarvöllurinn inni við Sæviðarsund varð árið 1981 fyrsti félagsvöllur landsins sem var upplýstur af flóðljósum. Jón Ásgeirsson formaður Þróttar heldur uppi teikningum af félagssvæði Þróttar við Sæviðarsund. Á fyrstu árum félagsins hafði margs konar íþróttastarfsemi farið fram í nafni félagsins. Þróttur átti t.a.m. Islandsmeistara í skautahlaupi. Þróttarar kepptu í frjálsum íþróttum, bridge og skák. En eftir sem áður voru það boltagreinarnar sem voru mest áberandi. Árið 1974 bættist sú þriðja við. Hópur nýútskrifaðra íþróttakennara frá Laugar- vatni leituðu til félaga í Reykjavík með að stofna þar blakdeild. Bæði KR og Fram báðust undan, þar sem ekki var pláss fyrir nýja bolta- grein hjá þeim, en Þróttarar hliðruðu til í Vogaskóla og úr varð að Blakdeild Þróttar var stofnuð. Þá strax um haustið vann meistara- flokkur kvenna haustmótið. Næstu árin styrktist staða deildarinnar og árið 1981 hófst ótrúlega sigurganga hennar, sér í lagi meistara- flokks karla sem urðu Islands- og bikarmeistarar samfellt árin 1981 til 1987. Æfingar fóru að mestu fram í Vogaskóla, en keppnisleikir í Hagaskóla, á slóðum Þróttar í Vesturbænum. Gamla járnklædda timburhúsið sem flutt hafði verið á félagssvæði Þróttar, varð strax full htið fyrir ört stækkandi félag. Árið 1979 var ráðist í byggingu nýs félagssheimilis. Félagið náði samkomulagi við Reykjavíkurborg um að reisa húsið sem m.a. hýsti æskulýðsmiðstöð hverfsins. Hlutur Þróttar í húsinu var borgaður með skipulögðu átaki iðkenda sem gengu hús úr húsi í hverfinu og söfnuðu raunar svo miklum pening að afgangur varð af. Nýja félagsheimilið var því vígt á 30 ára afmæli félagsins 1979. 7

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.