Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 34

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 34
mótunum. Þú veist þegar maður vaknar klukkan hálf sjö á sunnudegi og keyrir til Keflavíkur af því að fyrsti leikur er klukkan átta. En svo er það gaman þegar maður er kominn á staðinn og hittir hina krakk- ana og foreldrana. Og svo fer maður að taka að sér að vera liðsstjóri og það er enn skemmtilegra. Þá er maður enn meira með börnunum sínum og ég upplifi þetta sem frábæra fjölskyldustund. Maður sér krakkana takast á við töp og sigra og það er grjóthörð lexía. Þegar þau tapa og fara að gráta og þau verða bara að halda áfram. Og þau eru með vinum sínum að upplifa þessa hluti, þau eru að ganga í gegnum þetta saman. Samkenndin þú veist. Þetta upplifa þau ekki á samfélags- miðlum eða í tölvunni.” Þessu er ég svo sannarlega sammála. En mig langar að vita hvernig hliðarlínuforeldri Jóhannes Haukur er. „Það eina sem ég reyni að gera er að hvetja liðið áfram, kalla engin nöfn, kalla bara til liðsins. Rósa mín dettur stundum í það að fara að leiðbeina krökkunum (enn hlær Jóhannes) en þá klappa ég henni varlega á bakið og reyni að hvísla að henni að það sé nú þjálfari á hinni hliðarlínunni sem er að reyna að segja krökkunum til.” Jói er hið fullkomna hliðarlínuforeldri, það er bara þannig. Hann hlýtur að hafa lesið sér til um þetta. En að lokum, hvað getum við í Þrótti gert betur þegar kemur að krökkunum okkar? „Yfirbyggður gervigrasvöllur er það sem öskrar á mann. Af hverju geta allir verið með yfirbyggðan völl nema hjarta íþróttastarfs Islands?” Bæng! Fullkomin lokaorð. Þetta hlýtur að vera í ferli. Jóhannes Haukur Ég rétt næ í skottið á Jóhannesi Hauki á milli Hollywood mynda og þess sem hann endurbyggir hús í Þróttarhverfinu. Ég hendi á hann fyrstu spurningunni. Hvernig dregst þú í það að verða fótboltaforeldri? „Ég hef heyrt um foreldra sem skutla börnunum sínum í önnur bæjarfélög til að láta þau æfa með uppeldisfélaginu sínu. Ég hef engar svoleiðis tengingar, á engar rætur í öðrum félögum, og þegar við hjónin flytjum í hverfið með tvö lítil börn - þau eru orðin þrjú núna -lá beinast við að þau færu að æfa með Þrótti þegar þau voru komin á aldur. Maður vill auðvitað halda krökkunum í einhverju jákvæðu félagsstarfi sem heldur þeim frá dópinu!” Jóhannes skellir uppúr og það geri ég líka. „Það er langtímamarkmiðið. Ég æfði engar íþróttir og hafði enda- lausan tíma þó að ég hafi ekki farið í dópið. Maður hafði rosalega mikinn frítíma sem fór bara í eitthvað kjaftæði. Og jújú, krakkar þurfa auðvitað frelsi en það er rosalega gott að halda þeim í einhverju uppbyggilegu og jákvæðu og þá held ég að fótboltastarf og þá sérstak- lega starfið hjá Þrótti sé fullkomið. Þarna eru félagarnir, hreyfing og útivera. Dóttir mín er mikill innipúki og þá er gott að hún þurfi að fara út á æfingar og í leiki.” En nú takið þið Rósa, konan þín virkan þátt í foreldrastarfinu. Af hver ju gerið þið það? „Það kemur seinna og það er bara svo skemmtilegt. Allt í kringum þetta er svo gaman. Maður hittir foreldra vina barnanna sinna á 34

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.