Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 28

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Síða 28
Landsliðsfólkið okkar Linda Líf Boama 1 Hver er munurinn á að spila eða æfa með Þrótti og landsliðinu? Maður eyðir meira tíma með félagsliðinu og það skilar sér inni á vellinum, við erum allar á sömu blaðsíðu en í landsliðinu eru allar í mismunandi liðum sem leggja áherslu á mismunandi hluti. Það þýðir meiri talanda og meiri samskipti í leikjum en það er bara gaman. 2 Hvert stefnirðu í boltanum? Alla leið. 3 Manstu eftir fyrstu æfingunni hjá Þrótti? Man eftir smá stressi yfir því að koma yfir í nýtt lið en það var tekið svo vel á móti manni að maður gleymdi því nánast um leið. 4 Er maður/kona stressaður/stressuð á fyrstu landsliðsæfingunni? Smá hnútur í maga en hann fer fljótt og þá er bara að njóta. 5 Hver er lykillinn að góðu knattspyrnuliði? Samheldni hjá liðsfélögum utan vallar sem innan og góð samskipti milli þjálfara og leikmanns. 6 Hver hefur kennt þér mest á ferlinum? Egill Atlason. Ekki spurning. 7 Hver er uppáhalds knattspyrnumanneskjan þín? Mér hefur alltaf fundist Tobin Heath svo flott. 8 Hvað borðarðu fyrir leiki? Það sem ertil í ísskápnum haha. 9 Hvert er uppáhalds Köttaralagið þitt? Það er alltaf stuð í klefanum þegar Gabríela setur Aðeins einu sinni með Kalla Bjarna í hátalarann! 10 Af hverju er Þróttur besta lið í heimi? Því þú finnur ekki betri heild á landinu. Stjórnendur, þjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn. Allur pakkinn. Þetta gerist ekki betra. Andrea Rut Bjarnadóttir 1 Hver er munurinn á að spila eða æfa með Þrótti og landsliðinu? í landsliðinu þekki ég ekki allar stelpurnar jafn vel og liðsfélaga mína i Þrótti. Oft á tíðum er líka aðeins meira stress í landsliðinu því þar er meiri pressa að standa sig. 2 Hvert stefnirðu í boltanum? Ég væri til í að spila með A-landsliðinu og fara í nám til Bandarikjanna samhliða fótboltanum á styrk. 3 Manstu eftir fyrstu æfingunni hjá Þrótti? Nei, ég man ekki eftir fyrstu æfingunni en man mjög vel eftir því þegar ég var bara lítil að spila og ég elskaði alltaf að mæta á æfingar. 4 Er maður/kona stressaður/stressuð á fyrstu landsliðsæfingunni? Eins og ég sagði hér áður er það stressandi því þar eru liðsfélagar sem þú þekkir ekki alltaf jafn vel og í þínu liði og þar þarf maður líka að sýna þjálfurunum á stuttum tíma að maður eigi skilið sæti í liðinu. 5 Hver er lykillinn að góðu knattspyrnuliði? Lykillinn að góðu knattspyrnuliði er að það sé góður andi og allar séu að spila saman sem lið ekki sem einstaklingar. 6 Hver hefur kennt þér mest á ferlinum? Nik þjálfarinn minn í meistaraflokki er sá þjálfari sem hefur haft mest áhrif á minn leik. 7 Hver er uppáhalds knattspyrnumanneskjan þín? Aron Bjarnason bróðir minn því hann hefur alltaf verið mín helsta fyrirmynd. 8 Hvað borðarðu fyrir leiki? Er mjög vanaföst hvernig ég borða fyrir leiki og oftast er það pasta og kjúlli. 9 Hvert er uppáhalds Köttaralagið þitt? Lifi Þróttur 10 Af hverju er Þróttur besta lið í heimi? Vegna stuðningsmannanna, þjálfaranna og alls þess frábæra fólks sem er í kringum félagið. Lauren Wade 1 What's the difference between playing for Þróttur and your National Team? The game would be more physical, speed ofplay would be at a higher intensity and it’s in a more professional setting. Leikurinn er líkamlegri, hraðinn og ákefðin er meiri auk þess sem umgjörðin er meira prófessjónal. 2 What s your goal in football? To be constantly learning every day and having fun. Always aiming to be playing at the highest level. Að vera stöðugt að læra og hafa gaman. Alltaf að stefna að því að spila á hæsta stigi. 3. Do you remember your first training with Þróttur? Yes, it was the day before a pre-season cup game against Leiknir. I was introduced to the team and then we went over some phases of play and played small sided. Já, hún var daginn fyrir Lengjubikarleik á móti Leikni. Ég var kynnt fyrir liðinu og svo fórum við yfir nokkur áhersluatriði áður en við skiptum í tvö lið á litlum velli. 4. Is one nervous on the first training with the National team? Yes you can be nervous, bowever, I feel that is a natural feeling. You are playing with the best players in yourcountry; which is a fantastic honour. 28

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019
https://timarit.is/publication/1578

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.